Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 I>V Hlynnt aö konu á Gaza ísraelskur hermaöur gætir aö palest- ínskri konu sem féll í yfirliö þegar gyöingalandnemar gengu berserks- gang á Gaza í gær. ísraelar og Pal- estínumenn taka aftur upp þráðinn ísraelar og Palestínumenn féllust á það í gær að hefja að nýju viðræð- ur um friðaráætlun Bills Clintons Bandarikjaforseta í dag. Einn helsti samningamaður Palestínumanna sagði að þeir ættu von á svörum frá ísraelum við ýms- um spumingum og fyrirvörum um friðartillögur Clintons sem rætt var um á dögunum. Átök héldu áfram á Gaza í gær þar sem landnemar gyðinga kveiktu í heimilum, ökrum og gróðurhúsum Palestínumanna í hefndarskyni fyr- ir morðið á 32 ára gömlum land- nema sem hafði verið saknað frá því á sunnudag. Tveir landnemar voru handteknir vegna brunanna. Júgóslavíuforseti mun ekki hitta Carla del Ponte * Aðstoðarmaður Vojislavs Kostun- ica, forseta Júgóslaviuforseta, segir hann ekki munu hitta forseta al- þjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag, Cörlu del Ponte, þegar hún kemur til Belgrad 23. janúar næst- komandi. Del Ponte segir yfirvöld í Júgóslavíu skyldug til að framselja Slobodan Milosevic til stríðsglæpa- dómstólsins til að hægt verði að rétta yfir honum vegna meints þjóð- armorðs á Albönum. Del Ponte býst við að ná fundi Kostunica en vara- formaður ílokks forsetans sagði í gær að saksóknarinn væri hvorki forseti né forsætisráðherra og því ekki nógu hátt settur til að fá áheym hjá Júgóslavíuforseta. Augusto Plnochet Einræðisherrann fyrrverandi er meö væg elliglöp. Pinochet nógu heilsuhraustur fyrir réttarhöld Útvarpsstöð í Chile greindi frá því í gær að það væri mat saksókn- ara að Augusto Pinochet, fyrrver- andi einræðisherra, væri fær um aö verða yflrheyrður af rannsóknar- dómara. Útvarpsstöðin kvaðst hafa aðgang að niðurstöðum læknarann- sóknarinnar sem Pinochet gekkst undir. íhenni segði að hann væri með væg elliglöp. Minni hans væri óbrigðult. Læknir á vegum saksóknara sagði í gær að Pinochet gæti skilið hluti til hlítar en þjáðist af athyglis- bresti. Hann væri auk þess upp- stökkur. Rúmlega sex hundruð nú látnir eftir skjálftann í E1 Salvador: Vill lög gegn aðskilnaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti lagði í gær fram til- lögur til að draga úr kynþáttaaðskiln- aði í Bandaríkjun- um. Með tilliti til kosningaöngþveit- isins í Flórída legg- ur forsetinn til að kjördagur verði fridagur og að þeir sem hafi afplán- að refsingu fyrir gróf brot fái kosn- ingarétt. Draga úr olíuframboði Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, þrýsta á að dregið verði úr framboði á olíu til að jafnvægi hald- ist á markaðnum. Óánægðir með samruna Meirihluti aðspurðra í 8 af 15 að- ildarríkjum ESB er óánægður meö þá leið sem farin er til að koma á nánari samvinnu. Ekki kemur fram í könnunni, sem gerð var fyrir franska blaðið Le Monde, hvað veldur mestri óánægju. Hetja Palestínumanna Nú þegar 10 ár eru liðin frá upp- hafi Persaflóastríðsins er Saddam Hussein enn hetja i augum Palest- ínumanna fyrir að hafa barist gegn bandamönnum sem hröktu íraka frá Kúveit. Þriðjungur hlynntur ESB Aðeins 33 prósent Norðmanna eru fylgjandi aðild að ESB sam- kvæmt könnun blaðsins Dagbladet. 45 prósent eru andvíg aðild en 22 prósent eru óákveðin. Vísar gagnrýni á bug Svíinn Carl Bildt vísar á bug harðri gagnrýni endur- skoðenda ESB. End- urskoðendurnir segja stjóm hans hafa einkennst af öngþveiti er hann var sérlegur sendi- maður í Bosníu. „Við sátum ekki og fylltum út eyðublöð þar sem við höfðum engin eyðublöð," segir Bildt. Beöiö frétta af ástvinum Tvær konur frá El Salvador veita hvor annarri huggun á meöan þær bíöa frétta af afdrifum ættingla sinna sem grófust undir mikilli aurskriöu eftir jarðskjálftann mikla á laugardag. Rúmlega sex hundruö manns eru þegar látnir og um fimm hundruö er enn saknaö. Litlar líkur eru taldar á aö þeir finnist á lífi. Utanríkisráðherra Þýskalands í sviðsljósinu í dag: Vitni í réttarhöldunum yfir ákærðum hryðjuverkamanni Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, þarf að horfast í augu við fortið sína sem róttæklings í dag þegar hann verður kallaöur fyrir sem vitni í réttarhöldunum yf- ir Hans-Joachim Klein, gömlum fé- laga frá róttæklingsárunum á átt- unda áratugnum. Klein, sem fór huldu höfði í tvo áratugi, á yfir höfði sér morðákæru fyrir þátt sinn í árás á fund olíu- málaráðherra OPEC, samtaka olíu- framleiðsluríkja, í Vínarborg árið 1975. Alþjóölegi hryðjuverkamaður- inn Carlos, sem gengur undir nafn- inu Sjakalinn, skipulagði þá árás. Hætt við að hinn 52 ára gamli Fischer muni skyggja á réttarhöldin í ljósi játninga hans fyrir stuttu um að hann hefði lagt hendur á lög- regluþjón í átökum mótmælenda og Joschka Fischer Þýski utanríkisráöherrann ber í dag vitni í réttarhöldum yfir gömlum fé- laga sínum frá róttæklingaárunum. laganna varða í Frankfurt árið 1973. Fischer, sem er vinsælasti stjórn- málamaður Þýskalands, hefur ekki farið leynt með það að hann hafi verið róttækur vinstrimaður á ár- um áður. Fréttir undanfarinna vikna um fortíð Fiscchers hafa hins vegar hrundið af stað umræðum um þátt hans í mótmælahreyfingu námsmanna á sjöunda og áttunda áratugnum. Þýskur almenningur gerir ekki mikið veður út af þessari fortíð Fischers og þeir örfáu stjórnarand- stæðingar sem hafa hvatt til afsagn- ar hans hafa ekki fengið mikinn hljómgrunn. Þýska blaðið Die Welt minnti les- endur sína á það í morgun að Joschka Fischer og fortíð hans væru ekki fyrir rétti heldur Klein. Fallið frá ákæru Áfrýjunardómstóll úrskurðaði i gær að fallið yrði frá ákæru á hend- ur Xaviere Tiberi, eiginkonu borg- arstjóra Parísar. Hún var sökuð um að misnota almannafé með því að þiggja greiðslu fyrir skýrslugerð. Jaröskjálfti í Istanbul Vægur jarðskjálfti, 4,2 á Richter, skók í nótt Istanbul, stærstu borg Tyrklands. Skelfingu lostnir íbúar þustu út á götur. í morgun höfðu ekki borist fréttir af meiðslum. Hague kom Blair í klípu William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins í Bret- landi, hefur komið stjórn Tonys Blairs forsætisráðherra í klípu með því að lýsa yflr stuðningi við eldflaugavarna- kerfið sem kallað er stjörnustríðið. Verkamannaflokkurinn, sem ekki vill komast upp á kant við stjórn Bush í Bandaríkjunum, hefur ekki lýst yflr afstöðu. Tugir þúsunda sváfu úti í nótt Tugir þúsunda íbúa Mið-Amer- íkuríkisins E1 Salvadors sváfu úti í nótt, þremur dögum eftir að jarð- skjálfti sem mældist 7,6 stig lagði heimili þeirra i rúst og varð meira en sex hundruð manns að bana. Um það bil fimm hundruð til viðbótar er saknað og er óttast að þeir séu látnir. Öflugir eftirskjálftar héldu áfram að skekja byggingar og koma af stað aurskriðum í gær. Skjálftinn á laug- ardag var sá öflugasti sem hefur komið í E1 Salvador frá árinu 1986 þegar flmmtán hundruð manns týndu lífi. Lögreglan tilkynnti í gær að vitað væri um 609 látna eftir skjálftann. Á þriðja þúsund manna hlutu sár og um 38 þúsund heimili eru mikið skemmd eða ónýt. „Talan hækkar með hverri klukkustundinni sem líður,“ sagði Francisco Flores, forseti E1 Salvadors, á fundi með fréttamönn- um í nótt. „Núna snýst allt um að bjarga mannslífum. Við verðum að aðstoða þá sem eru í mestri hættu,“ sagði forsetinn enn fremur. Hann fór um öll svæði landsins sem urðu fyrir búsifjum af völdum skjálftans. Mörg fórnarlambanna grófust undir gríðarlegum aurskriðum sem skjálftinn kom af stað. Þeir sem misstu heimili sín í hamfórunum eyddu þriðju nótt sinni á heimilum ættingja sinna eða í bráðabirgðaskýlum. Rúmlega tíu þúsund sváfu utan dyra á íþrótta- leikvangi þar sem þeir fengu ávexti, gosdrykki og ábreiður. „Mig langar að fara heim, mamma. Hvenær getum við farið heim?“ spurði hinn níu ára gamli Miguel Angel. Móðir hans sagði honum ekki að heimili þeirra í miðstéttarúthverf- inu Santa Tecla í höfuðborginni San Salvador hefði jafnast við jörðu, ásamt um fimm hundruð öðrum húsum í mannskæðustu aurskrið- unni af völdum skjálftans. Björgunarsveitarmenn í Santa Tecla voru með grímur fyrir andlit- inu til að vemda sig gegn sjúkdóm- um sem berast í loftinu og gegn stækum óþefnum af rotnandi líkum. Flores forseti hefur pantað þrjú þúsund líkkistur erlendis frá. Jarðskjálftinn, sem átti upptök sin undan Kyrrahafsströnd E1 Salvadors, um það bil 105 kílómetra suðaustur af höfuðborginni, fannst alla leið norður í Mexíkóborg. í Gvatemala létust sex manns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.