Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001
I>V
Fréttir
íslenska útvarpsfélagið bregst við rekstrarvanda:
Slátrar útvarpsstöðvum
- fjórar farnar - sex eftir
„Við erum í endurskipulagningu
sem miðar að því að þjóna hlustend-
um okkar og viðskiptavinum bet-
ur,“ segir Jón Axel Ólafsson, yfir-
maður útvarpssviðs íslenska út-
varpsfélagsins, sem fyrir skemmstu
rak tíu útvarpsstöðvar á höfuðborg-
arsvæðinu. Fjórum þeirra hefur nú
verið lokað og þá eru sex eftir. Er
talið næsta vist að útvarpsstöðvum
fyrirtækisins eigi eftir að fækka
enn frekar á næstunni.
Náöu táningunum
Stöðvarnar, sem slökkt hefur ver-
ið á, sérhæfðu sig hver á sínu sviði
og sköruðust nokkuð eftir að ís-
lenska útvarpsfélagið festi kaup á
meirihluta í Fínum miðli síðastliðið
haust en Fínn miðill var helsti
keppinautur útvarpsstöðva íslenska
útvarpsfélagsins. Við kaupin eign-
aðist Islenska útvarpsfélagið FM
95,7 sem verið hefur vinsælasta tán-
ingastöðin á landinu og gat félagið
því lokað eigin táningastöð sem
hafði verið í loftinu um skeið undir
nafninu Mono 87,7.
Bara fyrir leigubílstjóra
Stjarnan 102,2 hafði verið sett á
laggimar af íslenska útvarpsfélag-
inu til höfuðs Gulli 90,9 sem var í
eigu Fíns miðils og lék gömul dæg-
urlög af miklum móð. Við samein-
inguna var tækifærið notað og báð-
ar stöðvamar slegnar af:
„Við höfum ekki efni á að halda
úti útvarpsstöðvum eingöngu fyrir
leigubílstjóra,“ segir einn af ráöa-
mönnum íslenska útvarpsfélagsins
en Gullið og Stjarnan skiluðu aldrei
þeim tekjum sem vonast var eftir
þrátt fyrir töluverða hlustun sem
náði langt út fyrir raðir leigubU-
stjóra þrátt fyrir staðhæfingar um
annað.
Bylgjan blífur - Klassík fer
X-ið 97,7 (Fínn miðill), sem var
framsækin rokkstöð, rann saman
við Radió 103,7 (ÍÚ) og var þar með
úr sögunni en íslenska útvarpsfé-
lagið hefur enn sem komið er hlíft
Létt 96,7, Sögu 94,3 og svo að sjálf-
sögðu Bylgjunni sem enn er
flaggskip íslenska útvarps-
félagsins í þessum efn-
um:
„Bylgjan hefur
mikla hlustun og nýj-
ar kannanir sýna okk-
ur að samanlögð
hlustun á Bylguna
hefur aldrei verið
meiri en einmitt nú,“
segir Jón Axel Ólafs-
son sem staðhæfir að
án þeirrar endurskipu-
lagningar, sem verið
hefur í gangi og kristall-
ast i lokun útvaps-
stöðva fyrirtækisins,
hefði reksturinn í
heild sinni ein-
faldlega ekki
gengið upp.
Óvíst er hvað
i Stöðvar íslenska
■f útvarpsfélagsins
sem lagðar hafa
verið niður og
hinar sem lifa enn
Ummæli sem féllu á stórfundi um Reykjanesbraut:
Menn leggjast lágt meö
slíkum málflutningi
- segir bæjarstjórinn á Ólafsfiröi
„Manni stendur hreinlega ekki á
sama þegar maður heyrir raddir
eins og þær sem heyrðust frá borg-
arafundi í Stapa í Reykjanesbæ þar
sem menn spurðu
samgönguráðherra
hvort honum þætti
réttlætanlegt að
verja fé til fram-
kvæmda norður í
landi og á Austur-
landi þegar „hægt
væri að nota þetta
fé fyrir sunnan,"
segir Ásgeir Logi
Ásgeirsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði.
Borgarafundurinn í Stapa sem
hann vitnar í var um hröðun þess
að ráðast í tvöfóldun Reykjanes-
brautarinnar, og Ásgeir Logi er
ekki sáttur við að mál séu lögð upp
með þessum hætti. „Okkur finnst
að menn leggist ansi lágt með slík-
um málflutningi, að stilla málum
upp með þessum hætti. Ég get vel
skilið þörf þeirra og vilja á breikk-
un Reykjanesbrautarinnar. Það má
hins vegar ekki gleyma því að þeir
hafa brautina, en við höfum ekki
jarðgöngin sem á að ráðast í hér
milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Maður verður hálfsár þegar mál-
um er stillt þannig upp að það megi
ekkert gera hér fyrir norðan af því
að hér búi svo fáir, þá þurfl bara
ekkert að gera sem kostar peninga,
en þannig hljómar þetta i mín eyru.
Ég held hins vegar að við Ólafsflrð-
ingar leggjum fyllilega okkar hlut
til þjóðarbúsins og eigum að fá út á
Fundaö um Reykjanesbraut
Húsfyjlir var í Stapa þar sem rætt
var um nauösyn þess að tvöfalda
þrautina.
það líka, það er engin ölmusa. Ann-
ars nenni ég ekki að standa í nein-
um illdeilum við þessa aðila fyrir
sunnan. Þegar er búið að sam-
þykkja vegaáætlun og ég vona að
við hana verði staðið". -gk
Ásgeir Logi
Ásgeirsson.
verður um Klassík 100,7 en hún
kemur úr herbúðum Fíns miðils
og samkvæmt heimildum DV verð-
ur henni einnig lokað innan
skamms:....enda hefur hún aldrei
skilað neinum tekjum," eins og
menn orða það þar á bæ.
Eins og meö Stöö 3
Ljóst er að með kaupum ís-
lenska útvarpsfélgsins á Fínum
miðli var einfaldlega verið að
kaupa upp samkeppni og leggja
niður útvarpsstöðvar sem hver
fyrir sig tók ákveðinn hluta af því
auglýsingafé sem í gangi er í út-
varpi: „Þetta eru sömu aðferðirnar
og notaðar voru þegar Stöð 2
keypti Stöð 3 til þess eins að leggja
hana niður. Islenska útvarpsfélag-
ið virðist eiga nóg af peningum til
að kaupa fyrirtæki og leggja þau
niður,“ segir einn af fyrrverandi
stjómendum Fins miðils en búast
má við málarekstri vegna kaupa
Islenska útvarpsfélagsins á fyrir-
tækinu eftir að lögfræðingar hafa
kannað tilurð þeirra og fram-
kvæmd en sú vinna lögfræðing-
anna er nú í gangi.
-EIR
Reykjavík:
Vopnaö rán
og líkamsárás
Talsvert var um innbrot og of-
beldisverk í höfuðborginni um
helgina. Tveir menn, vopnaðir
hníf og barefli, rændu söluturn í
Iðufelli í Breiðholti skömmu fyrir
miðnætti á sunnudagskvöldið.
Mennirnir komust undan með
nokkra fjármuni.
Skartgripum var stolið úr
geymslu í Æsufelli og verkfærum
og bíl stolið úr fyrirtæki á Vagn-
höfða. Bifreiðin fannst aftur og
hefur karlmaður verið handtek-
inn, grunaður um aðild að málinu.
Einnig var lögregla kölluð að
skemmtistað í miðborginni
skömmu eftir miðnætti á laugar-
dag þar sem einum gesti staðarins
varð uppsigað við dyraverði. Mað-
urinn hafði bitið tvo þeirra og
slegið tönn úr þeim þriðja er lög-
regla kom á vettvang.
-SMK
Reykjavík:
Listrænir
þjófar á ferö
Listelskir þjófar voru á ferð i
Reykjavík um helgina. Veglegu
Búddalíkneski var stolið úr af-
greiðslu fyrirtækis í Kringlunni.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík er líkneskið
rúmlega hálfur metri á hæð og
vegur um 30 kíló. Lögreglan biður
þá sem gætu hafa orðið varir við
afdrif Búddastyttunnar að hafa
samband við sig.
Einnig var lögreglu tilkynnt á
sunnudag um þjófnað sex lista-
verka úr sýningarsal við Tryggva-
götu.
Þá var einnig brotist inn í húð-
flúrstofu um helgina. Þjófurinn
eða þjófamir hurfu á brott með
ýmsa hluti er tengjast rekstri stof-
unnar, svo sem dauðhreinsivél,
líkamsskart, hringi og pinna.
Lögreglan er með öll málin í
rannsókn. -SMK
Hjálparbeiðni:
Sat á steini
Aðfaranótt sunnudagsins barst
lögreglunni í Reykjavík tilkynning
um mann sem sat á steini úti í
Rauðavatni og hrópaði á hjálp. Lög-
reglumenn mættu á staðinn og
hjálpuðu manninum í land en hann
var talsvert ölvaður. Maðurinn gat
hvorki gert grein fyrir ferðum sín-
um né hvernig hann komst út i
vatnið. Samkvæmt dagbók lögregl-
unnar færðu laganna verðir mann-
inn í öruggara skjól. -SMK
Rigning eöa slydda
í kvöld er gert ráð fyrir sunnanátt, 8 til 13
m/s, og slydduéljum vestanlands.
Vestanlands verður rigning eöa slydda undir
kvöld en snýst í suðvestan, 8 til 13 m/s, með
slydduéljum upp úr miðnætti. Suðaustanlands
veröur rigning. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig.
Sólargangur og sjáv arföll 1 Veðrið á morgun
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólartag í kvöld 16.24 16.27
Sólarupprás á morgun 10.49 10.51
Síödegisflóð 24.16 16.11
Árdegisflóð á morgun 12.40 15.23
iltýringar á ysáyrtáMnuin
^*"-VINDÁTr 10°+—HITI -10°
XVINDSTYRKUR í metrum á 5ekúndu xFR0ST HEIÐSKÍRT
•&> o
ŒTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
SKYJAO
Ö
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
W ár
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR P0KA
Greiöfært um allt land
Allir helstu þjóðvegir landsiris eru færir.
VTða er nokkur hálka, einkum um
sunnan- og vestanvert landið.
Slydduél sunnanlands Veöurstofan gerir ráð fyrir að á morgun
verði sunnan- og suövestanátt um mestallt land. Sunnan- og vestanlands
veröa slydduél en víðast úrkomulaust á Norður- og Austurlandi.
m
Vindur: ~x-n,
10-15 m/% >
Fóstud
Hiti 1“ til 5°
Laugard
Hiti 1° til 5°
Suðvestanátt, 5 til 8 m/s.
Dálitil él verða
vestanlands en viðast
úrkomulaust um landlð
austanvert. Hiti nálægt
frostmarkl.
Á föstudag er gert ráð fyrir
suðaustan, 10 tll 15 m/s,
og slyddu eða rlgnlngu
sunnanlands. Úrkomulitið
norðanlands.
Slydda eða rlgning um
sunnanvert landlð en 5 tll
10 m/s norðanlands og
úrkomul'itlð.
1
AKUREYRI skýjaö 3
BERGSSTAÐIR skýjað 3
B0LUNGARVÍK skúr 4
EGILSSTAÐIR -1
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 0
KEFLAVÍK slydduél 3
RAUFARHÖFN alskýjaö 0
REYKJAVÍK úrkoma í grennd 3
STÓRHÖFÐI úrkoma í grennd 4
BERGEN skýjaö 0
HELSINKI alskýjað 0
KAUPMANNAHÖFN þokumóða 3
ÓSLÓ skýjaö -13
STOKKHÓLMUR -10
ÞÓRSHÖFN skýjaö 7
ÞRÁNDHEIMUR heiöskírt -8
ALGARVE skýjaö 10
AMSTERDAM heiðskírt -4
BARCELONA skýjaö 7
BERLÍN heiöskírt -4
CHICAGO alskýjaö -1
DUBLIN þokumóöa 0
HALIFAX snjókoma -1
FRANKFURT heiöskírt -6
HAMBORG þokumóöa -4
JAN MAYEN snjóél 0
LONDON mistur -1
LÚXEMBORG heiöskírt -6
MALLORCA þokumóöa 5
MONTREAL -7
NARSSARSSUAQ heiöskírt -21
NEW YORK þokumóöa 3
ORLANDO hálfskýjaö 14
PARÍS skýjaö 0
VÍN þokumóöa -7
WASHINGTON þokuruöningur 3
WINNIPEG þoka -15
I
!
á
\