Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001
Fréttir J3V
Stíflan í Hvítá brostin:
Enn vatn yfir stóru svæði
Ísstíflan í Hvítá í Árnessýslu fór að
gefa sig upp úr hádegi í gær.
Fljótlega eftir að stiflan fór að
bresta sjatnaði vatnsrennslið sem
hafði hrellt íbúa Hraungerðishrepps
síðan á sunnudagsmorguninn. Enn
flæddi þó yfir vegi í gærkvöld en mun
minna en áður. Skemmdir af völdum
jaka flóðsins eru enn ekki komnar í
ljós en þegar er sýnt að miklar
skemmdir hafa orðið á girðingum og
mjög líklegt er að víða séu tún stór-
skemmd eftir jakaburð. Að sögn lög-
reglu á Selfossi í gær hafði flætt inn í
eitt hús, húsið á Litlu-Reykjum, ekki
var vitað til að flóðið hefði borist inn
í fleiri íbúðarhús. Rafmagn fór af í
Hraungerðishreppi í gær en því var
kippt í lag seinni partinn. Líklegt er
að ís hafi slegist í rafmagnsstaur og
valdið því að einangrari sem hélt lín-
unni uppi brotnaði. Vatn er þó enn
yfir stóru svæði, tugum ferkílómetra
í Hraungerðishreppi.
Klakastíflan
Stíflan w'ð Kiöjaberg gaf sig.
Flóð inn í hús á
Litlu-Reykjum
- staðið í austri þar
til dælan kom
„Þaö byijaði að flæða hér inn milli
fjögur og funm í gærdag, þá kom flóð-
bylgja hér niður eftir að áin stífLaðist
aftur upp við Kiðjaberg. Við héldum að
þetta væri yfirstaðið um klukkan þrjú
í gær því þá hafði rennslið minnkað
talsvert á túnunum hér en þá stíflaðist
aftur. Við sáum það flóð koma hér nið-
ur eftir túninu, með jakaburði og
hamagangi," sagði Ragnheiður Jóns-
dóttir, bóndi á Litlu-Reykjum, við DV í
gær. Á Litu-Reykjum er búið að vera í
nógu að snúast frá í gær við að reyna
að bjarga innbúi og húsnæðinu á neðri
hæð hússins. Þar var byijað að ausa út
vatninu með fótum fram undir níu en
þá komust menn þangað með dælu til
að koma vatninu út. Enn er vatn í
kjallaranum á húsinu hjá Ragnheiði
en eftir að flóðið tók að sjatna lítur
dæmið betur út. Ragnheiður segir að
ljóst sé að töluvert tjón hafi orðið
vegna flóðsins, bólgnar hurðir og
skemmd húsgögn og gólfefni.
Viðlagatrygging komi þó inn í þegar
svona ástæður séu fyrir tjónunum. -NH
Vatn við rúmið
Edda Þorvaldsdóttir í stígvélum á
rúmstokki systur sinnar á Litlu-Reykjum
Rutt með veghefli
Bæirnir voru innilokaöir vegna flóösins. Hér ryöur veghefill veginn aö
Stóru-Reykjum.
Róð á Suöurlandsvegi
Jóna og Guöjón frá Uppsölum þar sem flæddi yfir veginn aö Stóra-Ármóti.
Bíll í jakahrönn
Þaö veitti ekki af öflugum bílum til þess aö komast eftir Oddgeirshólavegi.
Sandkorn
Reynir Traustason
netfang: sandkorn@ff.is
Jón Baldvin á spítala
Jón
Jaldvin
Jannibals-
son, sendi-
herra ís-
lands í
Was-
hington, á
erfiða tíma
þessa dag-
ana. Hann
varlagður
inn á
sjúkrahús. Bakið gaf sig en eigin-
kona hans til fjölda ára, Bryndis
Schram, ku sitja við beð bónda
síns. Sá orðrómur er hávær að hjón-
in sæki það fast að færa sig um set
og taka við nýju sendiráði íslands í
Kína. Verði af þeim vistaskiptum er
hjónunum talið vissara að nota
bandarisku heilbrigðisþjónustuna til
að lagfæra það sem í ólagi er...
Þáttur ársins
Svo sem
lýðum er
kunnugt sló
Egill
Helgason í
gegn þegar
Edduverð-
launin
voru veitt.
Silfur Eg-
ils var val-
ið þáttur
ársins. Að-
dáendur Egils hafa orðið fyrir
nokkrum vonbrigðum því goðið
hefur ekki sést á skjánum síðan á
gamlársdag og grimmt hefur verið
endursýnt úr gömlum þáttum.
Væntanlega er þátturinn það góður
að hann þoli nokkrar endursýning-
ar. Þess er beðið með eftirvænt-
ingu hvað verði endursýnt á
sunnudaginn...
Einkaframtak
Vestnor-
ræna menn-
ingarhúsið
í Hafnar-
firði er rek-
ið af stæl i
samstarfi
við Fjöru-
krána og
mikil dag-
skrá fram
undan.
Bene-
dikta Thorsteinsson, fyrrverandi
félagsmálaráðherra grænlensku
landstjómarinnar og viðskipta-
fræðinemi við Háskólann, stjómar
menningarhúsinu með stæl. Fær-
eyskir dagar verða á næstunni í
þrjár vikur, frá 18. janúar til 5.
febrúar, og síðan grænlenskir dag-
ar frá 15. mars til 5. apríl. Það vek-
ur athygli að einkaframtakið
blómstrar í rekstrinum en talið er
að Hafnarfjarðarbær muni á endan-
um styrkja framtakið...
Dynkurinn
Spurn-
ingakeppni |
framhalds-
skólanna, |
Gettu bet-
ur, fór af I
stað með f
miklum lát-
um á fostu- [
dagskvöld-
ið þegar I
Logi Berg- I
mann Eiðs-
son, stjómandi þáttanna, og áhöfn
hans hófu leikinn með keppni
Verslunarskólans og Menntaskól-
ans við Hamrahlið. Þetta var eld-
vígsla dómarans Ármanns Jak-
obssonar sem þótti skila sinu vel.
Úrslitin urðu heldur betur óvænt
því lið Verslunarskólans felldi lið
Menntaskólans i Hamrahlíö úr
keppni en síðustu ár hafa MH-ing-
ar keppt til úrslita við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Dynkurinn var
því ekki lítill þegar stórliðið féll...