Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Page 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 2001 DV Neytendur Dýrt að taka farsíma með sér til útlanda - en Þegar ferðast er til annarra landa og gemsinn er með í fór er margs að gæta. Til að byrja með þarf að athuga hvort íslenska símafyrirtækið sem farsíminn er skráður hjá sé með samninga við símafyrirtæki í við- komandi landi. Þessir samningar eru kallaðir „roaming“ og hefur Síminn gefið þeim nafni reikisamningar á meðan Tal kaOar þá FarTAL. Síminn hefur gert reikisamninga við flest simafélög Evrópulanda, auk samn- inga við símafélög í Ariku, Asíu, Ástralíu og N- og S-Ameríku eða í 79 löndum aOs. Á heimasíðu TALs er listi yfir 49 lönd þar sem FarTALs- samningar eru í gildi en ný lönd bæt- ast við í hverjum mánuði. Það er því óhætt að segja að á flestum þeim stöð- um sem íslendingar sækja að jafnaði sé hægt að nota íslenska farsíma. Misdýr þjónusta Þeir sem nota farsima sína erlend- is, hvort sem það er til að taka á móti símtölum eða hringja úr þeim, þurfa að nýta sér þjónustu einhvers þeirra símafyrirtækja sem eru með þjónustu- samning við Símann eða TÁL. Hægt er að stiOa simana á sjálfvirkt val símafyrirtækis eða handvirkt val. Sé gemsinn stiUtur á sjálfvirkt val þá leitar hann sjálfkrafa uppi það síma- fyrirtæki sem gefur sterkasta merkið á viðkomandi svæði. Þarinig er tryggt að sambandið er alltaf eins og best verður á kosið. Hins vegar er þjónusta erlendu símafyrirtækjanna misdýr og þvi ekki alltaf víst að ódýrasti kostur- inn sé valinn. Kjósi símeigandinn að velja sér erlent símafyrirtæki hand- virkt er hægt að velja þann kost sem hagstæðastur er. En tO þess að svo megi verða þarf að stiUa simann inn á þjónustu þess fyrirtækis. Það er ekki mikið mál en þó misjafnt eftir síma- tegundum. Upplýsingar um hvernig stiUa á símana má finna í leiðbeining- arbæklingum sem fylgja þegar þeir eru keyptir. Sem dæmi má nefna að á algengri gerð Nokia sima er feriUinn eftirfarandi: Menu >Settings >Phone settings >Network selection> og þar er stiUt á manual/ handvirka stiUingu eða automatic sem er sjálfvirk stiU- ing. Sé handvirka stillingin valin leit- ar síminn sjálfur uppi þjónustufyrir- tækin í því landi sem notandinn er staddur í og er eitt þeirra einfaldlega valið og símtölin fara þá í gegnum það. 270 kr. mínútan Taflan hér á síðunni er tU dæmis um það val sem símnotendum býðst í hægt er að stilla símana og velja ódýrari leiðir Islenskur farsími á Bretlandi um löndum. Á þennan kostnað leggst einnig 15% álag og 24,5% virðisauka- skattur . Hægt er að láta loka fyrir landa ættu að athuga að Gsm-kerfið er evrópskt símakerfi og því er ekki hægt að nota Gsm-síma t.d. í Banda- Farsímakerfí Innanlandsgjald Til íslands Oagtaxti Kvöld- nætur- og helgidagataxti Dagtaxti Kvöld- nætur- og helgidagataxti SMS sending Cellnet 33,52 16,76 162,57 113,97 3544 One20ne 57,82 4827 173,47 15449 10 Orange 41,9 16,76 150,84 10224 1828 Vodafone 48,27 1927 160,06 113,8 2927 Jersey Telec. 3825 2041 14946 11229 Óvitað Símtal t9 Bretlands frá íslandi 20,9 20,9 Veröskráin er háö gengi gjaldmiöla og birt meö fyrirvara um breytingar. Til viðbótar þessum gjöldum leggja íslensku símafyrirtækin 15% álag á öll símtöl vegna kostnaöar viö innheimtu og uppgjörs viö erlenda aðilann. Á heildarupphæðina leggst 24,5% virðisaukaskattur. Þess má geta aö mjög mismunandi er á milli fyrirtækja hve lengi dagtaxti gildir og kvöld- og næturtaxti tekur viö. útlöndum. Á henni sést hvemig verð- skrá bresku símafyrirtækjanna er misjöfn og að þó eitt fyrirtæki sé með lægsta dagtaxtann .er eitthvað annað sem er ódýrast á kvöldin. Ofan á aUt þetta leggst svo sú staðreynd að ekki skipta öU fyrirtækin úr dagtíma yfir í kvöldtíma á sama tíma. Á töílunni sést að verð símtala frá Bretlandi til íslands er oft á tiðum mjög hátt auk þess sem ofan á þessar upphæðir leggst 15% álag. Það er til að mæta kostnaði sem íslensku fyrirtækin verða fyrir vegna innheimtu og upp- gjörs við erlenda aðilann. Einnig leggst 24,5% virðisaukaskattur á heildarupphæðina. Þannig getur t.d. einnar mínútu GSM-símtal frá Bret- landi til Islands kostað tæpar 270 kr. með öUum kostnaði og gjöldum. Þegar verðlagið er slíkt er símareikningur- inn fljótur að ná háum upphæðum sem koma mörgum á óvart. Rétthafi greiðir miNilandatengingu Einnig ætti að geta þess að þegar Gsm-sími er í notkun í útlöndum og hringt er í símann þá greiðir rétthafi símans fyrir tenginguna til útlanda samkvæmt almennri verðskrá ís- lenska símafyrirtækisins. Sá sem hringir i símann getur ekki vitað hvert hann er að hringja því Gsm-not- andinn getur verið staddur hvar sem er í heiminum. Auk miUUandagjalds- ins getur rétthafi simans þurft að greiða gjald til einstakra erlendra simafyrirtækja fyrir að afgreiða mót- tekin símtöl í símann. Það gjald kem- ur fram sem sérstakt móttekið símtal á reikningi (TAP). Þetta á við um öU símafyrirtæki sem samið hefur verið við í N-Ameríku, Hong Kong, Ind- landi, Makaó, Singapore, Úkraínu auk nokkurra einstakra fyrirtækja i öðr- Pitsustaöir í Danmörku: Ófullnægjandi hreinlæti í danska blaðinu Politiken er sagt frá könnun sem gerð var af matvælaeftirliti Hern- ingbæjar á hreinlætis- málum pitsustaða í Ringkjöbing-sýslu. í ljós kom að ekki er skyn- samlegt að fá sér pitsu þegar hungrið sverfur að ef maður býr í þess- ari sýslu. Tekin voru sýni á 54 stöðum og á 42 af þeim reyndust fleiri en eitt ófullnægjandi vegna fjölda baktería. Eftir fyrstu heimsókn matvælaeftir- litsins fengu staðirnir 42 tUmæli um að bæta hjá sér hreinlætið en ekki tókst það sem skyldi því í annarri heimsókn stuttu síðar var starfsleyfi 14 staða skert eftir að sýnin höfðu ver- ið rannsökuð. Af þeim 406 sýnum sem tekin voru í fyrri könnuninni reyndist rúmur helm- ingur (53%) vera af fulbiægjandi gæð- um hvað varðar bakteriuinnihald, 21% var yfir mörkum í leyfilegum bakteríu- fjölda og meira en fjórðungur var óá- sættanlegur vegna mikiHa baktería. í einstökum tilvikum fundust einnig listeriu- bakteriur i mat sem hafði verið eldaður. Listería er hættuleg sjúkdómsvaldandi bakt- ería sem má ekki vera tU staðar í matvælum. Niðurstöður mat- vælaeftirlitsins eftir þessar heimsóknir voru eftirfarandi: * Ekki er nægileg þekking á hrein- læti og meðhöndlun matvæla til stað- ar * I mörgum tilvikum er þess ekki nægilega vel gætt að matvæli sem hafa verið elduð komist ekki í snert- ingu við hrátt hráefni * Kæling matvæla tekur oft of larig- an tíma * Kæliaðstaða er í mörgum tilfeU- um ófuUnægjandi Þar sem niðurstöður eftirlitsins voru svo sláandi hefur það ákveðið að endurtaka þessa könnun siðar á ár- inu. Úr Politiken símtöl í símann á meðan á ferðalag- inu stendur og ef þannig stendur á er hægt að hringja úr símanum og láta opna fyrir þjónustuna aftur. SMS skilaboð ódýrust Þeir sem hyggja á ferðalög til út- ríkjunum. Þar eru farsímakerfi byggð upp á öðrum tíðnum. Hægt er að leigja sér farsíma hér á landi sem ganga í þeim kerfum og taka með sér út. Þá eru keypt símakort, svipuð TALfrelsis- og Frelsiskortum þeim sem í gangi eru hér á landi. Það getur verið hagkvæmt að nota sér þessi kort á ferðalögum erlendis því þá er eig- andi símans aUtaf með það á hreinu hversu mikiU símakostnaðurinn er og fær ekki háa reikninga þegar heim kemur. Svo má líka benda á það að mun ódýrara er að láta hringja i sig frá íslandi en sem dæmi má nefna að mínútan kostar í kringum 20 kr. sé hringt tU Bretlands en það er þó eitt- hvað misjafnt eftir því við hvaða símafyrirtæki er skipt hér á landi. Ódýrasta ieiðin er þó að senda SMS- skUaboð á milli síma. -ÓSB Greiðsluáskorun I nnheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem failið hafa í eindaga til og með 15. janúar 2001, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. janúar 2001 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í gjalddaga til og með 15. janúar 2001 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti £ tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaidi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aöstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. janúar 2001. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.