Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Qupperneq 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 DV Utlönd Hörð átök fram undan í Washi^Lgton: Barist gegn raðherra- efnum nýja forsetans Baráttan gegn umdeildustu ráð- herraefnum Georges W. Bush, verð- andi forseta Bandaríkjanna, nær há- punkti sínum í vikunni þegar dóms- mála- og innanríkisráðherraefni hans verða yfirheyrð í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hagsmunahópar hafa safnað liði tO að reyna að koma í veg fyrir að John Ashcroft verði næsti dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna og að Gale Norton verði næsti innanríkisráð- herra. Yfirheyrslur yfir erkiihaldsmann- inum Ashcroft hefjast í dag. Hann mun væntanlega þurfa að svara spurningum þingmanna um hvort hann myndi framfylgja mörgum lögum og reglum sem hann hefur for- dæmt opinberlega, allt frá lögum um fóstureyðingar tO ákvæða um eftirlit með skotvopnaeign almennings. Þótt Ashcroft hafi í einkasamtöl- um við þingmenn reynt að fuOvissa þá um að hann myndi sjá tO þess að George W. Bush Margir demókratar telja að það hafi ekki verið skynsamlegt af verðandi forseta Bandaríkjanna að tilnefna John Ashcroft í ráðherraembætti. Stytta úr kókaíni og gifsi Búigarskur tollvörður sýnir fréttamönnum eina af mörgum styttum úr gifsi og kókaíni sem lagt var hald á á flugvellinum í Sofíu um helgina. Stytturnar, sem vógu samtals 18 kíló, voru í flugvél á leið frá Ekvador til Albaníu. Landbúnaðarráðherra Noregs: Útlent kjöt er öruggara „Það er öruggara að borða innflutt kjöt en norskt. ÖU innflutt dýr eru rannsökuð áður en þeim er slátrað í Noregi. Þannig er því ekki varið með norsk dýr. Það þýðir að útlent kjöt er örugglega ekki með kúariðusmit." Þetta sagði landbúnaðar'ráðherra Noregs, Bjarne Hákon Hanssen í við- tali við norska sjónvarpið í gær. Formaður atvinnumálanefndar þingsins, miðflokksmaðurinn Morten Lund, segir þessi ummæli ráðherrans ótrúleg. „Ég er i sjokki. Það er ekki rétt að auglýsa erlent kjöt núna,“ sagði Lund. Miðflokkurinn í Noregi hefur lagt til að bannað verði að flytja inn kjöt. Þvi er landbúnaðarráðherrann mót- faUinn. Viðamiklar rannsóknir aíhjúpa stöðugt ný kúariðutflfeUi í Evrópu og sala á kjöti hefur hrunið í takt við traust neytenda á yfirvöldum. Frá þvi í október i fyrra, þegar í ljós kom að kjöt, sem mögulega var smitað, hafði verið tO sölu í frönskum stórmörkuð- um, hefur sala á nautakjöti í Evrópu- sambandslöndunum minnkað um 27 prósent. Verð hefur lækkað um 26,2 prósent á sama tíma. Það líður varla dagur án þess að kúariðutilfeUi uppgötvist í Þýska- landi. I gær höfðu 14 tilfeUi verið stað- fest. Gert er ráð fyrir að kúariðutilfeU- in í Þýskalandi verði aUt að 500 á þessu ári. Neytendur eru auk þess orðnir þreyttir á mUljarðastuðningi til matvælaframleiðenda sem ekki geta tryggt að vara þeirra sé örugg. lögum yrði framfylgt, jafnvel þeim sem hann er andvígur, eru engu að síður margir fullir efasemda. Umhverfisverndarsinnar hófu um helgina baráttu sína gegn Gale Norton. Þeir segja að það yrði mikið slys settist hún í stól innanríkisráð- herra. Norton vill að hvert og eitt ríki fái að ráða eigin skipan í umhverflsmál- um og þá er hún hlynnt því að stór- fyrirtækin ákveði sjálf hvernig þau komi tfl með að leysa mengunar- vanda sinn. Rétt eins og Bush er Norton fylgjandi gas- og olíuvinnslu í auðnum Alaska. Yfirheyrslurnar yflr Norton hefj- ast á fimmtudag. Bretar vöruðu við úrani 1991 Kjarnorkueftirlitsstofnun bresku stjórnarinnar varaði þegar árið 1991 við afleiðingum notkunar skerts úr- ans í sprengikúlum í Kúveitstrið- inu. Samkvæmt frásögn breska blaðsins Times sagði í leynilegri skýrslu kjarnorkueftirlitsstofnunar- innar að möguleg geislun stafaði af sprengikúlunum sem eftir urðu í Kúveit. í skýrslunni er bent á að nauðsynlegt sé að hirða úranvopnin vegna hættunnar sem af þeim staf- aði. Talsmaður NATO sagði í gær að fjöldi vísindamanna sæi engin tengsl á milli hvítblæðis og skerts úrans. Læknar, sem starfa hjá NATO, funduðu í gær um málið. Borgarstjóiinn í Reykjavík Auglýsing um fasteignagjöld í Reykjavík árið 2001. Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 2001 verða sendir út næstu daga, ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjalda, og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Tollstjóranum í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í sparisjóðum, bönkum eða á pósthúsum. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, sorphirðugjald. holræsagjald, vatnsgjald og Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun árið 2001, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl lífeyrisþega eftir framlagningu skattskrár Reykjavíkur. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá þeim er eiga rétt á þeim samkvæmt þeim reglum er borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, ásamt 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923, sbr. einnig lög nr. 137/1995. Verður viðkomandi tiikynnt um breytingar ef þær verða. Á fundi borgarráðs þann 19. desember s.l. var samþykkt að tekjumörk vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2001 hækki um 8% á milli ára og verði sem hér segir: (Miðað er við tekjur liðins árs). 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að kr. 1.005.000- Fljón með tekjur allt að kr. 1.405.000- 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.005.000- til kr. 1.110.000- Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.405.000- til kr. 1.530.000- 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.110.000- til kr. 1.220.000- Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.530.000- til kr. 1.730.000- Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á sl. ári sent framtalsnefnd umsókn um lækkun, ásamt afriti af skattframtali 2001. Fulltrúar framtalsnefndar eru til viðtals alla miðvikudaga milli kl. 16.00 og 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá 7. febrúar til 25. apríl n.k. Á sama tímabili verða upplýsingar veittar í síma 552-8050, alla þriðjudaga kl. 10.00 til 12.00. Gatnamálastjóri, Skúlatúni 2, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 567-9600, og í bréfasíma 567-9605. Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, veitir þær upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi í síma 585-6000, og bréfasíma 567-2119. Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, gefur upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563-2062, og bréfasíma 563-2033. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 10.000- fyrir árið 2001 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 10.000-, og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna í maí, er 1. maí. Reykjavík, 16. janúar 2001 Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.