Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Qupperneq 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 DV Hátt á flugi Það er alltaf nóg um að vera í Salnum 1 Kópa- vogi og var vel mætt á tónleika þeirra Ólafs Kjartans Sigurðarsonar barítons og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara sem fram fóru þar á sunnudagskvöld. Efnisskráin var eiginlega tvískipt, alvarleik- inn tekinn fyrir hlé með lögum m.a eftir Karl Ottó Runólfsson, Jón Þórarinsson og Johannes Brahms og léttleikinn hins vegar settur á odd- inn eftir hlé. Heldur var þó stirt farið af stað í lagi Karls í fjarlægð og vantaði þar mýktina í rödd Ólafs sem aftur á móti náði betra valdi á henni í Útlaganum eftir sama höfund þar sem voldug og mikil rödd hans naut sín vel í drama- tíkinni. Jónas Ingimundarson var ekki einung- is í hlutverki píanóleikarans að þessu sinni heldur átti hann á efnisskrá þrjú lög, Vetrar- dagur við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, Blómrósir við ljóð Helga Sæmundssonar og Þetta land við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Það verður að segjast að þessi lög komu þægilega á óvart, ljóðin voru fallega máluð í tónum af stakri næmni og gegnsæir píanópartarnir minntu helst á franskan impressiónisma. í of- análag voru þau afar vel flutt með tilfinningu og innihaldinu gerð góð skil með skýrum texta- framburði Ólafs Kjartans. Mikil stemning ríkti einnig yfir lagaflokki Jóns Þórarinssonar Of Love and Death við ljóð Cristinu G. Rosetti sem flutt voru af alúð og fullkominni yfirvegun. Ólafur Kjartan hefur mikla útgeislun á sviði og þægilega og örugga sviðsframkomu þar sem ekki vottar fyrir nervösiteti. Gerir það sitt fyr- ir upplifun áheyrendans sem getur þá einbeitt sér að því að njóta tónlistarinnar í stað þess að hafa áhyggjur af flytjandanum. Vier emste Gesange eftir Brahms fengu einnig góða með- ferð og var Ólafur Kjartan í góðu sambandi við áheyrendur. Hins vegar hefði Jónas gjarnan mátt vera meira afgerandi í sínum parti og Olafur Kjartan Sigurðarson barítón og Jónas Ingimundarson píanóleikari Voldug og mikil rödd Ólafs naut sín best í dramatíkinni. taka betur á, sérstak- lega í Denn es gehet dem Menschen..... og Wenn ich mit Menschen und.... þar sem leikur hans virk- aði pínulítið litlaus. Lagaflokkur Ravels DonQuichotte á Dulcinée var elegant í flutningi þeirra og líkt og síðasta lagið Drykkj usöngur inn væri skapað fyrir Ólaf sem flutti það með við- eigandi sprelli. Þrjú írsk þjóðlög voru ekki síðri og komst Ólafur hátt á flug í flutningi þeirra með dyggri að- stoð Jónasar. Beautiful dreamer Stepens Fosters hljómaði syk- ursætt og ljúft og Ma Curly-Headed Babby eftir G.H. nokkurn Glutsam og ameríska þjóðlagið I bought me a cat voru flutt með eftirminnilegum hætti þar sem flytjendur héldu athygli áheyr- enda óskiptri frá upp- hafi til enda. Það verður því ekki annað sagt en þetta hafi verið vel heppnaðir tón- leikar og af viðbrögðum tónleikagesta að dæma ekki annað séð en að all- ir hafi skemmt sér kon- unglega. Amdís Björk Ásgeirsdóttir , - , Minningardiskur um meistara Á síðastliðnu ári var geisla- diskur með samansafni af ýmsum hljóðritunum Gerry Mulligans á meðal athyglis- verðustu geisladiska útgáfu- fyrirtækisins Telarc. En Tel- arc og Telarc Jazz hafa staðið fyrir margvíslegum hljóðrit- unum síðastliðin ár, m.a. hljóðritunum með píanóleik- urunum Oscar Peterson og McCoy Tyner. Geisladiskur Gerry Mullig- ans ber heitið: „The Art of Gerry Mulligan: The Final Recordings“ (Telarc Jazz). Þessi diskur er, eins og nafnið bendir til, samansafn af hljóð- ritunum seinni ára. Hljóðrit- anirnar sýna það greinilega að meistari Mulligan var einstak- ur barítonleikari - tónlistar- maður sem fór víða í efnisleit, var einstaklega sveigjanlegur í túlkun sinni og nær ótæmandi uppspretta nýrra hugmynda. Þetta kemur greinilega fram i „Wave“ og „North Atlantic Rim“ þar sem Mulligan sýnir ótrúlega tækni sína í samleik með söngkonunni Jane Duboc. Önnur og gjörólík hlið Mullig- ans kemur svo fram í „Para- iso“ sem er útlistun á suður- amerískum stefjum kvartetts- ins. Þá er líka einstaklega skemmtilegt að hlýða á „Brother Blues“ þar sem Grover Washington (tnr) og Gerry Mulligan (bar) hrein- lega velta sér upp úr blúsuð- um bopplínum. Það fer svo vel á því að „Song for Strayhom", eitt af fallegustu lögum tónsmiðsins Mulligans, er lokalag disksins. Það væri einum of mikið að skrifa lofsyrði um leik Mullig- ans. Hann var afburða barít- onleikari, útsetjari og tón- skáld. Hann er mjög umdeild- ur persónuleiki sem ekki öll- um féll að leika með. Til eru frægar þjóðsögur í djassbrans- Gerry Mulligan leikur í Reykjavík Mætti þar samkvæmisklæddur og spilaöi sig inn í hjörtu áheyrenda. Nú er kominn út geisladiskur meö safni hljóöritana hans. anum um ófriðsamleg sam- skipti Mulligans við sam- starfsmenn sína, svo sem Stan Getz, Chet Baker og Grover Washington jr. En nú, þegar þeir eru allir látn- ir, blessaðir, munum við frekar eftir þeim sem af- burða tónlistarmönnum, eins og þessar hljóðritanir sýna og sanna. Það muna líka margir eftir tónleikum Mulligans hérlendis fyrir nokkrum árum þar sem hljómsveitarstjórinn mætti samkvæmisklæddur og spil- aði sig inn í hjörtu áheyr- enda sinna - hinn fullkomni heiðursmaður! Það sýnir ef til vill best efnisbreidd þessa geisladisks frá Telarc að þeir sem leika með Mulligan á hinum ýmsu hljóðritunum eru allir í „meistaraflokki djassins", ef svo mætti segja, en þeir eru píanóleikararnir Ted Rosent- hal, Bill Mays, Dave Grusin, Charlie Ernst og Cliff Korm- an; trompetleikarinn Ryan Kisor; Grover Washington jr., á sópran og tenórsaxó- fóna; gítarleikararnir John Scofield og Emanuel Mor- eira; trompetleikararnir Byron Stripling og Bobby Milliken og Warren Vaché á komet; básúnuleikararnir Luis Bonilla, Jim Pugh og Dave Taylor; Dean Johnson, Rogério Maio, Leo Traversa, bassa; Ron Vincent, Dudka DaFonseca og Peter Grant á trommur; Norberto Goldberg og Walthinho Anastacio, slagverk; og svo söngfuglinn Jane Duboc. Þetta er diskurinn sem all- ir djassunnendur þurfa að eignast. Ólafur Stephensen The Art of Gerry Mulligan: The Final Recordings. Telarc Jazz. 2000. ________________________Meiming Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Ný bók eftir Út er komin ljóðabók- in Nýund eftir Geirlaug Magnússon. Geirlaugur er eitt af íslands þekkt- ari skáldum og hefur sent frá sér fjölmargar ljóðabækur. Meðal þeirra eru Annaðhvor- teða (1974), Þrítíð (1985), Áleiðis áveðurs (1986), Safnborg (1993) og Þrítengt (1996). Geiraugur hefur einnig getið sér gott orð fyrir þýðingar sfnar úr pólsku og árið 1993 kom út ljóðasafn- ið Úr andófinu sem hefur að geyma pólsk nú- tímaljóð eftir ýmsa höfunda. Bókina Endi og upphaf eftir nóbelsverðlaunahafann Wislövu Szymborsku þýddi Geirlaugur og gaf Bjartur hana út í fyrra. í Nýund rær Geirlaugur á kunnugleg mið. Næm skynjun skáldsins í einsemd og trega - þó með vænum skammti af kaldhæðni og kímni. Fimmta ljóðið í kaflanum Dúfnaútgerð hljóðar svo: Það var aðeitis einn óður til gleðinnar þegar hendur mínar léku við hörund þitt nú ómar aóeins trylltur niður innan höfuðsins hendurnar frostbitnar hljóðfœrasmióurinn hlœr við kalt Valdimar Tómasson gefur bókina út og fæst hún i öllum helstu bókaverslunum. Dansað í Norræna húsinu Norræna húsið og ís- lenska dans- fræðafélagið kynna þjóð- lega dansa á Norðurlönd- um í janúar. Kynningamar fara fram í Nor- ræna húsinu í kvöld og næstu tvö þriðju- dagskvöld og hefjast kl. 20. Þessi þáttur þjóð- legrar menningar landanna hefur htið verið kynntur hér á landi til þessa og er tilgangur- inn að bæta úr því á lifandi hátt. Meginhug- myndin er að kenna einfalda dansa og vænst er virkrar þátttöku gesta. Auk þess mun fróðleikur um dansana koma fram og sagt verður frá séreinkennum þeirra. I kvöld verða kynntir og dansaðir söngdansar frá Færeyjum og íslandi. Þann 23. janúar verða dansar frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og 30. janúar er röðin komin að dönsum frá Danmörku og upprifjun frá fyrri kvöldum. Kynningamar era opnar öllum og ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrirfram, né held- ur að taka þátt í öllum kynningunum. Dans- amir em einfaldir og auðlærðir. Fulltrúar hvers lands munu kynna „sína“ dansa. Nánari upplýsingar í Norræna húsinu, s. 551 7030. í Norræna Geirlaug Simm í Salnurn í kvöld kl. 20 em píanótónleikar í Salnum í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs. Það er pí- anóleikarinn Richard Simm sem flytur verk eftir Schumann, Verdi-Liszt, Chopin- Rosenthal, Behr- Rachmaninov, Kreisler-Rachman- inov, Korsakov- Rachmaninov axik fimm írskra og fimm íslenskra þjóðlaga sem sett. Richard Simm fæddist á Englandi og vakti athygli sextán ára gamall með leik sínum á píanókonsert nr. 1 eftir Liszt. Hann vann til margra verðlauna á námsárum sínum - m.a. má nefna Joy Scott- og Vivian Hamilton- verðlaunin fyrir túlkun á verkum Chopin. Einnig fékk hann verðlaun á alþjóðlegri pí- anókeppni í Leeds árið 1969. Hann hefur haldið tónleika víða, m.a. í Wigmore Hall í London og Purcell Room í sömu borg auk fjölmargra tónleika í Bandaríkjunum og á ís- landi. Frá því hann settist að á íslandi árið 1989 hefur hann víða komið fram og unnið með mörgum helstu tónlistarmönnum hér- lendis ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands, ís- lensku Óperunni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Richard bjó tíu ár á Norður- landi en starfar nú og býr í Reykjavík. hann hefur sjálfur út-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.