Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2001, Qupperneq 23
35
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001
DV Tilvera
Kate
36 ára
Breska ofurfyr-
irsætan Kate
Moss heldur
væntanlega
upp á daginn
en hún er orðin
36 ára. Kate
hefur prýtt hóp
fremstu fyrirsætna heimsins síðastlið-
inn áratug þrátt fyrir að vera fræg fyr-
ir óreglu og erfiða lund. Ekki fer sög-
um af hvort Kate er í föstu sambandi
um þessar mundir en hún var trúlofuð
Hollywoodstjömunni Johnny Depp um
hríð eins og frægt er orðið.
Gildir fyrir miövikudaginn 17. janúar
Vatnsberínn (20. ian.-ia. fehr.l:
Óvæntur atburður á
sér stað í vinnunni.
Einhver kemur þér
verulega á óvart með
framkomu sinni.
Fiskarnlrn9. febr.-?0. marsl:
Skipuleggðu næstu
Idaga, sérstaklega það
sem við kemur frítíma
þínum. Þú afkastar
miklu í vinnunni í dag.
Hrúturinn (21. mars-19. anríh:
. Verðu deginum með
'fjölskyldunni eins mik-
ið og þú getur. Það má
bæta samskipti þín og
nokkurra annarra í fjölskyldunni.
Nautið (20. april-20. mail:
l Fólki í kringum þig
gæti leiðst í dag en það
er ekki þin sök. Ekki
\m--J draga ályktanir fyrr
en þú ert búinn að líta vel í kring-
um þig.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
Það er mikið um að
/f*'vera í fjölskyldunni
/ um þessar mundir og
þú átt stóran þátt í
því. Varaðu þig á að lofa meira en
þú getur staðið við.
Krabbinn (22. iúní-22. iúiT>:
Þú ert utan við þig á
| ákveðnum vettvangi í
' dag og það kann að
____ koma verulega niður á
áfköstmn þínum.
Liónið (23. iúlí- 22. ágúst):
, Ættingi þinn lætur
heyra frá sér og það
samtal á eftir að hafa
áhrif á nánustu fram-
tið þína. Kvöldið verður rólegt.
Mevian (23. áeúst-22. sept.l:
Vinur þinn þarfnast
athygli þinnar og þú
^^^^tættir að verja meiri
^ r tíma með honum. Ást-
vinir eiga saman góðan dag.
Endurskoðaðu skoðun
þína í sambandi við
vin þinn. Þú gætir haft
rangt fyrir þér um
hann.
Sporðdreki (24. okt.-2l. nfiv.l:
í dag gæti orðið á vegi
. þínum óheiðarleg
^ * '^manneskja sem þú
skalt umfram allt forð-
ast að ganga í lið með.
Bogamaður (22. nóv.-21, des.):
|Þú gætir kynnst nýju
m Jfólki 1 dag og hitt
áhugaverðar persónur.
H * Happatölur þínar eru
3, 15 og 35.
Stelngeitin (22. des.-19. ian.):
Þú ferð á gamlar slóðir
og það rifjast upp fyrir
þér atvik sem átti sér
stað fyrir langa löngu.
Ekki sökkva þér í dagdrauma um
það sem liðið er.
Reglulegt mataræöi undirstaða betra lífs:
Allt í lagi að gleyma
sér annað slagið
- segir Anna Elísabet Ólafsdóttir næringarfræöingur
„Fyrir það fyrsta verður fólk að
varast allar öfgar í mataræði," segir
Anna Elísabet Ólafsdóttir næringar-
fræðingur. „Slíkar öfgar eru aldrei
farsælar. Fólk á að skoða matinn
sem það setur ofan í sig og greina
stöðuna. Best er að gera það með
þvi að halda dagbók og setja sér
markmið út frá henni.
Fyrir það fyrsta á fólk að temja
sér reglulegt mataræði þrátt fyrir
allan hraðann í samfélaginu. Flestir
lifa svo hratt að þeir gefa sér ekki
tíma til að borða almennilegan mat
og grípa því til skyndilausna.“
Árdegisverður
„Morgunverðurinn er undir-
stöðumáltíð dagsins og þess vegna á
að vanda vel til hans. Það er mis-
jafnt hvort það hentar fólki að borða
um leið og það vaknar eða klukku-
tíma síðar, fólk verður að finna það
út sjálft. Á morgnana á að borða
grófan og trefjaríkan mat, svo að
meltingin verði góð, og drekka glas
af ávaxtasafa eða borða ávöxt með.
Það þarf að passa sig á sykrinum,
sérstaklega í morgunkorni. Fólk
sem borðar morgunmat eldsnemma
á að fá sér hressingu um tíuleytið,
t.d. banana, bruður eða te.“
Hádegismatur
„Þeir sem hafa aðgang að góðu
mötuneyti ættu að borða hádegis-
mat þar. Best er að borða salat, súp-
ur eða heitan léttan hádegisverð.
Það versta við mötuneytin er að við
getum ekki stjórnað því sem við lát-
um ofan í okkur og erum til neydd
að borða það sem í boði er. Því mið-
ur eru gæði mötuneytanna misjöfn
en ábyrgð þeirra er aftur á móti
mjög mikil þar sem þau sjá okkur
fyrir næringu.
Þeir sem hætta að vinna um fjög-
ur eða fimm eiga að fá sér að borða
áður en þeir fara heim. Síðdegis-
kaffið er mjög mikilvægt, annars er
hætt við að fólk sé orðið glorhungr-
að þegar það fer að elda og geti ekki
beðið og borði of mikið stuttu áður
en það borðar kvöldmat."
Kvöldmatur
„Það er mikilvægt að fólk gefi sér
tíma til að elda góðan kvöldmat en
týni sér ekki í hraðanum og grípi til
skyndibitanna. Það er að vísu ekki
hægt að setja alla skyndibita undir
sama hatt og segja að þeir séu óholl-
ir. Þeir eru jafnólíkir og þeir eru
margir.
Ég mæli eindregið með því að
fólk auki fiskneyslu. íslendingar
borða allt of lítinn fisk og neysla
hans er að minnka Samkvæmt opin-
berum tölum borðaði landinn 45
kiló af fiski á ári 1990 en 55 kíló af
sykri og það er hrikalegt hlutfall.
Flestum finnst fiskur dýr en það
er súkkulaði líka, verð á fiski hefur
reyndar farið hækkandi að undan-
fornu en hann er gæðavara. Við
erum alin upp við að fiskur sé hver-
dagsmatur og eigi að vera ódýr en
það er að breytast. Ég er ekki að
segja að fólk eigi að hætta að borða
kjöt, það verður bara að vera mag-
urt.
Þegar líða tekur á kvöldið langar
Þurfum að borða meiri fisk
Anna Elísabet Ólafsdóttir næringarfræóingur segir aö fólk verði aö skoöa vel
þaö sem það setur ofan í sig.
marga í snarl og ég hef ekkert á að það sé svangt en er bara þyrst
móti því svo lengi sem það er hollt. þannig að það er nóg að fá sér að
Ávextir og ekki síður grænmeti er drekka. Vatn stendur náttúrlega
mjög gott, það er til dæmis hægt að alltaf fyrir sínu en það er lítill mun-
fá litlar gulræt- ur á gosi og ávaxtasafa sem orku-
ur sem eru | j, gjafa. í gosi er viðbættur sykur en
bæði hollar og náttúrlegur í
bragðgóðar. ____. . <_ ávaxtasafanum.
Það er líka allt LE!Ð TIL BETRA LÍFS Ég mæli líka
í lagi að gera með því að fólk
ídýfu úr sýrðum rjóma og hvítlauk, drekki meira af ávaxtatei og svo er
það er hellingur af bætiefnum og pilsner ekki mjög orkuríkur og í
trefjum í grænmetinu þannig að lagi af og til. Fólk verður að fá að
þetta er ekkert slæmt.“ leyfa sér smáóhollustu annað slagið.
Ef fólk borðar hollan mat reglulega
Þyrstur, ekki svangur er allt i lagi aö gleyma sér annað
„Fólk ætti líka að pasa sig á því slagið og gera sér glaðan dag.“
að drekka nóg, stundum heldur fólk -Kip
Julia hlakkar til að
daðra í LV
Stórmynnta leikkonan Julia Ro-
berts er hreint að deyja úr spenn-
ingi því innan tíðar fær hún að
daðra við og leika á móti þremur
æsilegustu körlunum í Hollywood
um þessar mundir, þeim George
Clooney, Brad Pitt og Matt Damon.
„Ég sé fram á spennandi tíma í
Las Vegas,“ segir Julia í viðtali við
tímaritið Hotdog. Það er einmitt í
spilavítisborginni frægu sem upp-
tökur á myndinni Ocean's Eleven
fara fram.
Leikstjórinn er Steven Soder-
bergh sem spældi Juliu með því
taka Catherine Zeta fram yfir hana
í tryllinn Traffic. En nú er Julia
sem sé kát og búin að jafna sig.
Liz Hurley er
kynþokkafyllst
Breska fyrirsætan og leikkonan
Elizabeth Hurley er kynþokka-
fyllsta kona heims, að mati lesenda
karlatímaritsins GQ. Brasilíska of-
urfyrirsætan Gisele Bundchen hef-
ur orðið að vtkja úr efsta sæti list-
ans yfir 200 kynþokkafyllstu konur
heims fyrir Liz. Gisele er í öðru
sæti á listanum en latínóstjarnan
Jennifer Lopez er í þriðja sæti. Fyr-
irsætan Kate Moss er í fjórða sæti
en kvikmyndadísin Cameron Diaz í
því fimmta. í sjötta sæti er
poppprinsessan Britney Spears og á
eftir henni kemur poppdrottningin
Madonna.
Calista búin að
eignast dreng
„Mig hefur alltaf langað til að
ættleiða barn og ég er að springa úr
hamingju yfir því að hafa fengið
fallegan og heilbrigðan son,“ segir
leikkonan Calista Flockhart í
nýlegu viðtali. Samkvæmt
vikuritinu National Enquirer var
sjónvarpsstjarnan viðstödd fæðingu
sonarins á gamlárskvöld.
Calista kveðst vonast til að fæða
sjálf barn þegar fram líða stundir.
Hún útilokar ekki ættleiðingu fleiri
barna. Leikkonan ætlar að taka
þann stutta með sér í vinnuna.
Aniston bannað
að trufla Pitt
Ástin er svo heit milli þeirra
Brads Pitts og Jennifer Aniston að
kvikmyndaframleiðendur hafa
bannað henni að vera nálægt þegar
ektamaðurinn spriklar fyrir framan
myndavélarnar. Mógúlarnir segja
að eiginkonan unga trufli bara stór-
stjörnuna með nærveru sinni.
Pitt var í Englandi fyrir jól að
leika í mynd og saknaði svo kon-
unnar að hún kom með fyrsta flugi
yfiir hafið. Framleiðendur myndar-
innar voru þó ekki seinir á sér að
reka frúna burt með harðri hendi.