Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 Skoðun DV Glæsikerran „iimma Nýjasta breska tískufyrirbærið. Limmu-æði í Bretlandi Spurning dagsins Hvernig finnst þér veðrið hafa verið í vetur? Sigurður Stefánsson nemi: Mjög gott. Þaö er fínt aö vera laus viö snjóinn. Hjörtur Arason gagnfræöingur: Hörmulegt. Ég vil hafa allt á kafi í snjó. Hamid Louzir pitsugeröarmaður: Gott veöur þennan veturinn. Jóhann Ásmundsson óöalsbóndi: Fínt veöur í vetur, snjólaust og túnin munu koma vel undan vetri. Smári Elíasson nemi: Mjög gott, enginn snjór, lítil slydda og góöur hiti. Anton Kristinsson slátrari: Gott. Enginn snjór. Heföi þó mátt snjóa yfir hátíöarnar. Nýjasta tískufyr- irbærið sem núna ríður yfir í Bret- landi er þjónusta sem einnig hefur sést til á íslandi í auknum mæli. Það eru svokallaðar „limosin“-bílaleig- ur. Bílar þessarar tegundar ganga hér í daglegu máli undir heitinu „limm- ur“. BOstjórar fylgja gjarnan bílunum á hinum bresku bílaleigum. Bílar þess- ir hafa ílætt inn til Bretlands síðasta árið og bjóða nú fyrirtæki í flestum borgum Bretlands þessa þjónustu. Þeir sem heíja þennan rekstur fara gjarnan sjálfir tU Bandaríkjanna (oft- ast til New York, New Jersey eða Boston), þar sem þeir kaupa þessa bíla nýja af bUaumboðunum og koma þeim í skip til Bretlands mUliliða- laust. Sumir kaupa aUt að 50 stykki í einu, aðrir færri. Kohl og Ásgeir Ásgeirsson skrífar: Margir sem fylgjast með stjórn- málum, innlendum sem erlendum, muna þegar Helmut Kohl, fyrrv. kanslari Þýsklands, var flæmdur úr stjórnmálum vegna áburðar um að hann hefði tekið við „mútugreiðsl- um“, m.a. frá Mitterrand, fyrrv. for- seta Frakklands. Kohl hefur nú játað að hafa fært um 2 miUjónir marka til flokks síns fram hjá opinberu bók- haldi og harmar þessa yfirsjón sina. Kohl er þó nokkur vorkunn. Hann og Mitterrand voru burðarásar um sameinaða Evrópu og horfðu þá einkum tU þess að bjarga Evrópu frá stríðshörmungum í framtíðinni. Þeir lifðu báðir stríðstíma í löndum sín- um, og áttu þá ósk heitasta að sam- eina Evrópu með tUliti til samstöðu allra þjóðanna um frið og framþróun „ Vinsœlt er hjá vinnufélög- um að leigja einn, tvo eða þrjá bíla og aka upp í sveit, snœða þar kvöldverð á hót- eli og aka síðan um bœinn. Líkt og leigður vœri bíll hér til Þingvalla, snœtt þar og síðan hringsólað um bæ- inn. “ Þama er því um að ræða einn að- Ua en ekki félög eða hótelkeðjur. Þjónustan er ekki ódýr. Sem dæmi má nefna að fyrsti klúkkutíminn er seldur á um 15.000 kr. og síðan á 12.000 kr. eftir það. AUir hafa þessir bUar næg verkefni að sögn. Tilefnin eru mörg, svo sem afmæli, „gæsa“ og „steggja'-veislur, brúðkaup og ann- að í þessum dúr. Vinsælt er hjá vinnufélögum að leigja einn, tvo eða þrjá bUa og aka „Þeir vissu að hann var sterkur foringi og hafði alla burði til að halda í horfinu um farsœla framtíð Þýska- lands. Þýskum krötum hef- ur nú tekist œtlunarverkið og róa nú á mið eyðslu og óráðsíu fyrir sameinað Þýskaland. “ á þessu stríðshrjáða svæði heimsins með vissu miUibUi, eins og sagan skráir. En þetta vildu andstæðingar Kohls ekki hlusta á, þeir gerðust „Uæmingjar" eins og ég kaUa þá sem vUdu flæma Kohl burt úr stjórnmál- um. Þeir vissu að hann var sterkur upp í sveit, snæða þar kvöldverð á hóteli og aka síöan um bæinn. Líkt og leigður væri bíll hér tU Þing- valla, snætt þar og síðan hringsólað um bæinn. - Þetta tíðkaðist hér á ís- landi áður fyrr, að fenginn var leigubíU að sumarlagi einkum til Þingvalla, snætt þar og svo ekið til baka. Þessir bUar taka 9 farþega og bún- aðurinn er ekki af lakara taginu, svo sem bar, sjónvarp að viðbættu DVD myndbandi (eða sú tækni sem gert hefur myndbandð úrelt), fax-tölva fyrir tölvupóst og fleira þessu skylt. Hvað þetta æði verður langlíft er óvíst. Bresk blöð segja það aðeins brot af því sem koma muni í skemmtibransann. Kannski munum við í framtiðinni sjá þessa bUa í mið- bæ Reykjavíkur í tugatali um nætur og einnig á þjóðvegum landsins um helgar. Það mun framtíðin leiða í Ijós. - Við erum nú framsækin og iðin við nýjungamar, íslendingar. Ekki satt? foringi og hafði aUa burði tU að halda í horfinu um farsæla framtíð Þýskalands. Þýskum krötum hefur nú tekist æUunarverkið og róa nú á mið eyðslu og óráðsíu fyrir samein- að Þýskaland. En þeir hafa líka uppskorið póli- tíska refsingu með því að þurfa að fara í felur með utanríkisráðherra sinn annars vegar, vinstri róttæk- ling sem fékk þjálfun í baráttuað- ferðum gegn óeirðalögreglu og tengd- ist árásum skæruliða undir forystu Sjakalans á ráðherrafund í Vín á árum áður, svo og heUbrigðisráð- herrann sem stundaði störf i al- ræmdu vændishverfi í Þýskalandi. - Svona hefnir sín árás þýsku kratanna á einn fremsta stjórnmála- mann Þýskalands á seinni árum, Helmut Kohl. En kratar eru aUs stað- ar eins. Nóg til sölu En sýnileg sölutregða. Óraunhæft íbúðaverð Magnús Jóhannesson skrifar: Það er ofvaxið skUningi manns hvernig fasteignamarkaðurinn streitist við að halda uppi íbúðaverði á þessum tímum þegar vitað er að fólk sem hyggur á húsnæðiskaup hefur ekki nokkur efni á að greiða uppsett verð og byggir mestan hluta verðsins á lánum með uppsprengd- um kostnaði. Tveggja herbergja íbúðir eru boðnar á aUt að 8 mUljón- ir og jafnvel hærra verði. Þetta geng- ur ekki, enda nokkurn veginn kyrr- staða í íbúðasölum, það sér maður þegar sömu íbúðirnar eru auglýstar aftur og aftur. Er ekki snjaUræði fyr- ir fasteignasölur að taka sig saman og þrýsta verðinu niður í samráði við umboðsaðUa sína? Klofið forsetavald Vilhjálmur Alfreösson skrifar: Ef að líkum lætur mun Alþingi samþykkja tiUögu rikisstjórnarinnar varðandi öryrkjamálið svonefnda. Fari svo hefur forsetavaldið á Islandi klofnað á þann hátt að forsætisráð- herra ásamt forseta íslands hafa sett sig upp á móti forseta Hæstaréttar. Þetta myndi vera nýmæli hér á landi, að ég hygg. Og gangi þetta eft- ir, þá hefur friðurinn verið rofinn og ólög tekin tU við að eyða þjóðfélag- inu. - Guð hjálpi oss þá! Sólarferðir á kortum Hjörtur skrifar: Enn erum við íslendingar sama heygarðshomíð, í sólarferðum aUan ársins hring og það með aUa fjöl- skylduna. Ekki er hikað við að taka krakka úr skóla á reglulegum skóla- tima til að geta losnað við áhyggj- urnar af geymslu þeirra heima. Og aUt greitt með kortum, því „den tid, den sorg“, þar tU kortareikning- urinn berst. Og þá er bara farið í leiðangur tU viðkom- andi banka til að beiðast vægðar: Ekki núna, bara seinna, svolítið lengur! Hætt er við að mörgum þyki þröngt fyrir durum innan tíðar þegar nýir skattar verða lagðir á vegna uppákom- unnar eftir samninga sveitaifélaganna við grunnskólakennarana og ríkisins við framhaldsskólakennara. Og svo eftir endurskoðun örorkubótanna. Kannski fómm við bara tU Kanaríeyja eins og forsætisráðherra orðaði það? Og verðum þar um kyrrt? Vísað í morgunþáttinn Kristjana hringdi: Ég horfi oftast á fréttir Stöðvar 2 og finnst þær síst færri eða verri en á Sjónvarpinu. Hitt fmnst mér an- kannalegt þegar fréttir eru kynntar í upphafi kl. 18.55 eða svo að alltaf les karlmaðurinn ágrip helstu fréttanna en konan aldrei. Annað finnst mér ekki við hæfi, að vísa í frétt sem rétt er tæpt á í morgunþætti Stöðvar 2 daginn eftir. Morgunsjónvarp fyrir almenning, og svona snemma, er ekki raunhæft hér. Ég vU fá að heyra um helstu fréttir kl. 19.30 og þá aUa fréttina en ekki daginn eftir í morg- unsjónvarpinu. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Pagfari Ráðgjafarnir standi fyrir máli sínu Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skreið undan feldi sem frægt er orðið og upplýsti þjóðina um mikilvægi þess að heim- Ua innflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Fékk hann yfirdýralækni tU að kvitta upp á að innflutningur á fósturvísum fæli ekki í sér nokkra einustu hættu á innflutn- ingi smitsjúkdóma. Var það þvert á fuUyrð- ingar fyrrverandi yfirdýralæknis og líka Sig- urðar Sigurðarsonar, starfandi dýralæknis og smitsjúkdómasérfræðngs á Keldum. Ráð- herrann treysti eigi að síður sínum yfirdýra- lækni og ákvað að hrinda innflutningi fóst- urvísa í framkvæmd. Fljótt skipast veður í lofti og eftir að helsti ráðgjafi Guðna heimilaði innflutning á nautakjöti frá írlandi, einu alræmdasta kúariðulandi heims, fóru að renna tvær grímur á ýmsa. Ef engin hætta var á innflutn- ingi smitsjúkdóma á borð við kúariðu og fylgi- fisks hennar, Creutzfelt-Jakob-veikinnar í mönn- um, með innflutningi á kjöti af sýktum svæðum, hvers vegna eru þá aðrar Evrópuþjóðir að banna slíkan innflutning? Ekki verður annað séð en blessaður yfirdýra- læknirinn sé kominn í verulegan bobba og þar með líka landbúnaðarráðherrann sjálfur. Þó Dag- fari sé ekki sérlega skýr þá skynjar hann vel að Ef ráðgjafarnir hafa verið að brugga honum óheillaráð þá á Guðni auðvit- að að sparka þeim þegar í stað út í ystu myrkur og grisja rœkilega meintan vinahóp í leiðinni. manna á meðal er yfirdýralæknir nú talinn ómerkingur sem bullar bara eitthvað sem hann telur að hans yfirboðari vilji heyra hverju sinni. Það er þvi eðlilegt að Guðni blessaður sé kominn í nokkúrn vanda með slíkan ráð- gjafa sér við hlið. Þótt pólitíkusum þyki oft betra að hafa eintóma jábræður sér við hlið getur slíkt líka reynst þeim hættulegt. Já- bræður segja bara það sem þeir halda að foringjanum líki að heyra. Þeir viðra sjaldn- ast skoðanir annarra, hvort sem þær eiga rétt á sér eða ekki. Þannig geta ráðherrar farið á mis við sannleikann í eigin óðagoti og viðleitni til að uppfylla óskir einstakra hagsmunaðila sem þykjast vera vinir þeirra. Guðni Ágústsson er vissulega yfirmaður landbúnaðarmálanna og sá sem ber endan- lega ábyrgð á innflutningi kjöts frá kúariðu- svæðum og einnig innflutningi á fósturvís- um úr norskum kúm. Dagfari kann ákaflega vel við Guðna og vill því benda honum á að taka þegar í stað ráðgjafa sína til gagngerrar skoðunar. Ef ráðherrann ætlar ekki að standa sjálfur uppi sem auli og éta allar fyrri ráðagerð- ir ofan í sig einn og óstuddur þá á hann auðvit- að að láta ráðgjafana standa fyrir máli sínu. Ef ráðgjafarnir hafa verið að brugga honum óheillaráð þá á Guðni auðvitað að sparka þeim þegar í stað út í ystu myrkur og grisja rækilega meintan vinahóp í leiðinni. ^ n . Skarphé&inn Einarsson skrifar: krataofsóknirnar Hærri laun, hærri bætur Nýir og hærri skattar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.