Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 I>V 11 Útlönd ✓ Israelar og Palestínumenn á friðarfundi í Egyptalandi: Ekki búist við miklum árangri Israelar og Palestínumenn vör- uðu við of mikilli bjartsýni um nið- urstöður friðarviðræðna sem hófust í Egyptalandi seint í gærkvöld. Tím- inn er að hlaupa frá samninga- mönnum þar sem ísraelar kjósa sér nýjan forsætisráðherra þann 6. febr- úar næstkomandi. Til að draga enn frekar úr vonum manna ítrekuðu helstu ráðgjafar hægrisinnans Ariels Sharons, sem skoðanakannanir benda til að verði næsti forsætisráðherra Israels, að hann myndi ekki telja sig bundinn hugsanlegum samningi. „Ekki eru miklar líkur á því að okkur takist að brúa það bil sem er á milli okkar á þeim tíma sem er til stefnu," sagði Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísraels, í viðtali við útvarp ísraelska hersins í gær. Saeb Erekat, helsti samningamað- ur Palestínumanna, sagði að við- ræðurnar, sem fara fram á lúxus- Komið á fundarstað Nabil Shaath, einn helsti samninga- maöur Palestínumanna, ræöir viö fréttamenn við komuna til strand- bæjarins Taba viö Rauöa hafiö. hóteli í egypska sumarleyfisbænum Taba við Rauða hafið, myndu eink- um snúast um framtíð Jerúsalem, landnemabyggðir gyðinga og örlög palestínskra flóttamanna. Þá verður einnig rætt um önnur mál svo sem vatnsréttindi og varanleg landa- mæri. Búist er við að fundahöldin standi 1 viku eða tíu daga. „Ég vil sannast sagna ekki vekja mönnum of miklar vonir af því að ágreiningurinn er enn til staðar og hann er enn mikill," sagði Erekat við fréttamann Reuters. Samningamennirnir tókust í hendur fyrir ljósmyndara áður en viðræðurnar hófust. Greinilegt var þó að sumum var það þvert um geð. Á meðan verið var að undirbúa viðræðurnar skutu ísraelskir her- menn fimmtán ára gamlan palest- ínskan pilt til bana á Gaza. Hann hafði verið staðinn að því að kasta grjóti í hermennina. Dorgaö í Rússlandi Tveir veiöimenn veiöa í soöiö gegn um ísinn á Tom-ánni, nærri þorpinu Berezovo í Kemerovo héraöi í Rússlandi. Dorg- veiöi er mjög vinsæl íþróttagrein í Rússlandi en hún getur verið hættuleg, eins og dæmin sanna, þegar hlýna tekur í veöri. Núna er hins vegar öllu óhætt því frostið í Berezovo var tuttugu gráöur um helgina. Lík Laurents Kabila komið heim til Kongós: Hundruð þúsunda út á götur til að syrgja myrta forsetann Hundruð þúsunda íbúa Kongólýð- veldisins syrgðu myrtan forseta sinn, Laurent Kabila, þegar lik hans kom heim til höfuðborgarinnar Kinshasa í gær. Mannfjöldinn raðaði sér meðfram veginum frá flugvellinum til alþýðu- hallarinnar í miðborg Kinshasa þar sem lík Kabila verður á viðhafnar- börum þangað til það verður jarð- sett á þriðjudag. Kabila var drepinn af einum lifvarða sinna fyrir rúmri viku þar sem hann var að ræða við einn fjármálaráðgjafa sinna, að því er stjórnvöld í Kongó segja. Hvít líkkistan, sveipuð þjóðfána Kongós, var flutt á fallbyssuvagni til alþýðuhallarinnar. Heiðursvörð- ur hermanna með hvita hanska á höndum fylgdi kistunni og fremstur fór liðsforingi með risastóra mynd Grátið á flugvellinum Stuðningsmaöur Kabila Kongóforseta grætur er lík forsetans kom heim. af látna forsetanum. Bandamenn Kabila, leiðtogar Simbabve, Angóla og Namibíu, hitt- ust í Luanda til að ræða ástandið í Kongó. Heimildarmenn herma að stjórnvöld í Suður-Afríku séu að íhuga að boða leiðtogafund í Mó- sambík á miðvikudag. „Ný stjómvöld hafa lýst því yfír að þau vilji áframhaldandi stuðning okkar. Við bjóðum fram þennan stuðning, einkum í öryggismálum,“ sagði Robert Mugabe, forseti Simbabve, eftir fundinn. Sonur Kabila, hinn 31 árs gamli Joseph, sver forsetaeiðinn þegar bú- ið verður að jarðsetja föður hans. José Eduardo dos Santos, forseti Angóla, hvatti bandamennina til að til að halda uppi lögum og reglu í Kongó. Sjálfsvörn JIU JITSU Kennsla í alvöru sjálfsvörn SKráíó mlnufi »í |ionpu ! Smáauglýsingar allt fyrir heimiliö 550 5000 108 Reykjavík Enn meiri verölækkun afsiáttu r VERÐDÆMI; piis 3refir- 1.190.- buxur-2r§ín5T- 1.490.- dress j&r3^9T- 1.999.- peysa-3r£§9T- 799.- Opnunartími: Mán.-fim. og lau. kl. 10-18 Fös. kl.10-19. Sun. kl.12-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.