Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 Fréttir DV Boð varnarliðsins um afnot af olíubirgðastöð í Helguvík: Hefur skaðað Hafna- samlag Suðurnesja byggð eftir að samkomulag hafði náðst við utanríkisráðuneytið í apr- íl 1983 um leigu á landi við Helgu- vík fyrir olíuhöfn. Öll samskipti mín viö Bandaríkjamenn hafa bent til þess að þeir séu vel viðskiptalega þekjandi og ákvörðun þeirra og mannvirkjasjóðs NATO um að byggja nýja eldsneytisbirgðastöö í Helguvík hafi verið vandlega ígrunduð með hag varnarliðsins í huga til lengri tima, þ.e. að flytja eldsneytið beint á áfangastað og spara þannig óþarfa milliliði. Að- staða við Keflavíkurhöfn leyfði ekki byggingu tankasvæðis og því varð Helguvík fyrir valinu.“ -HKr. - segir Pétur Jóhannsson hafnarstjóri Hafnarstjóri Hafnasamlags Suð- umesja, Pétur Jó- hannsson, telur að boð frá varnarlið- inu um afnot af ol- íubirgðastöð sinni hafi skaðað samlag- ið. Áætlanir oliufé- laga um byggingu olíuafgreiðslu- og birgðastöðva i Helguvík hafa stöðvast meðan beðið er eftir afgreiðslu Varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. í kjölfar viðtals í DV 23. desember sl. við Pétur hafnarstjóra um úr- sögn Vatnsleysustrandarhrepps úr Hafnasamlagi Suðurnesja hafa birst greinar um olíuflutninga um Reykjanesbraut. Rætt var við Krist- in Bjömsson, forstjóra Skeljungs hf., þar sem hann taldi m.a. hafnar- stjóra fara vísvitandi með rangt mál um afnot af tönkum NATO í Helgu- vik. Einnig var rætt við Friðþór Ey- dal, upplýsingafulltrúa vamarliðs- ins, sem skýrði frá stöðu mála milli Bandaríkjamanna og NATO, en máliö er enn óafgreitt hjá yfirstjórn Bandaríkjahers. Pétur segist telja alla umræðu um málið vera af hinu góða og ekki geta skaðað málstaö Hafnasamlagsins. „Flutningar með bifreiðum eru arfa- vitlausir í mínum huga, burtséð frá skuldum eða rekstrarstöðu Hafna- samlags Suðumesja. Því miður tel ég að boð frá varnarliðinu um afnot af olíubirgðastöð sinni hafi skaðað okkur þar sem áætianir olíufélaga um byggingu olíuafgreiðslu- og birgðastöðva í Helguvík hafa stöðvast á meðan beðið er eftir af- greiðslu Vamarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins. Það er trú mín að innan skamms tíma verði byggð olíubirgðastöð í Helguvík fyrir flugvélaeldsneyti fyr- ir almenna flugumferð og aðra olíu, eftir því sem magnið eykst og fjár- magnseigendur krefjist hámarks arðs af sinni fjárfestingu, þ.e. ílugfé- lögunum. Helguvíkurhöfn var Pétur Jóhannsson. Hætt að flæða úr Hvítá yfir Hraungerðishrepp: Víða skemmdir vegna flóðsins PV, SELFOSSI: Enn er mikið vatn á túnum í Hraungerðis- hreppi þar sem Hvítá flæddi yfir þegar ísstífla myndaðist í henni um helg- ina. Enn sem komið er er lítið að frétta af afleið- ingum vatns- gangsins, það mun koma betur í ljós þegar vatn- ið sígur betur af svæðinu og jaka- ruðningurinn hlánar. Þó má víða sjá miklar DVA1VND NJÖRÐUR HELGASON Jakahrönn Víöa eru miklir garöar afís eftir flóöiö úr Hvítá. skemmdir á girðingum og slitlag og ofaníburður hefur hreinsast af veg- um sem flæddi yfir. Þá hafa rúllu- baggar víða farið á flot í flóðinu og sums staðar borist langar leiðir með því. í gærkvöld flæddi enn yfír veg- inn upp að Langholti en á svæðinu nær Hvitá var farið aö sjatna held- ur vatn sem safnast hafði upp á tún- um. Ekkert flæddi lengur upp úr farvegi Hvítár, það vatn sem rennur yfir veginn er því vatn sem er að skila sér fram af flóðasvæðinu. -NH Brottflutningur Goða frá Borgarnesi: Mikil vonbrigði að missa kjötvinnsluna DV, BORGARBYGGÐ:_________________ A fundi bæjarstjórnar Borgar- byggðar, sem haldinn var fimmtu- daginn 18. janúar 2001, var lýst yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjómar Goða hf. að stað- setja höfuðstöðvar fyrirtækisins, þar með talið alla kjötvinnslu, á höf- uðborgarsvæðinu. Bæjarstjómin bendir á að kjöt- vinnsla hefur verið mikilvægur hluti atvinnustarfseminnar i Borg- amesi um langan tíma. Meö sam- einingu þeirrar starfsemi við Goða á síðasta sumri hafi verið uppi fög- ur fyrirheit um áframhaldandi öfl- uga starfsemi í Borgamesi og jafn- vel að hún yrði aukin til muna. „Á fundi fulltrúa Borgarbyggðar með stjórn og framkvæmdastjóra sl. haust kom fram að starfsemin yrði a.m.k. ekki dregin saman og jafnvel aukin. Stjómir fyrirtækja hafa vissulega það hlutverk að sjá til þess að hagkvæmni sé gætt í starf- semi þeirra og taka sínar ákvarðan- ir út frá þvi. Það er hins vegar dap- urleg staðreynd að fyrirtæki sem byggja á úrvinnslu landbúnaðaraf- urða og voru til skamms tíma að stórum hluta í eigu kaupfélaganna víðs vegar um land hafa smám sam- an horfið af sjónarsviðinu eða verið sameinuð og flutt á höfuðborgar- svæðið. Svo virðist sem Goði verði gott dæmi um slíka þróun, þvert á öll markmið um eflingu byggðar og atvinnulífs utan höfuðborgarsvæð- isins,“ segir bæjarstjórn Borgar- byggðar. Leggur bæjarstjórn á það ríka áherslu við stjóm Goða hf. að rekst- ur sláturhúss í Borgamesi verði tryggður. Það sé undirstaða þess að áfram verði rekinn öflugur land- búnaður í Borgarfirði auk þess sem það skapar möguleika á því að áfram verði ákveðinn hluti frum- vinnslu í Borgarnesi. -DVÓ DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Haggast ekki Stefán Már Guömundsson, íþróttafulltrúi Akraneskaupstaöar, viö nýju festing- arnar á mörkunum sem vakiö hafa athygli. Festingar á lausum mörkum vekja athygli: Þrír fílefldir velta ekki mörkunum um koll DV, AKRANESI:_____________ ~ . A undanfómum árum hefur verið töluvert um að unglingar hafi slasast af völdum lausra marka á fótboltavölium. Mörg bæjarfélög hafa af þessu miklar áhyggjur og hafa menn gripið til ýmissa ráða til að festa mörkin. Á Akranesi er mik- ið af sparkvöllum og svo virðist sem búið sé að fmna lausn sem er ódýr og reynist svo vel að bömin geta ekki hreyft mörkin. Sérstakar tromlur hafa verið soðnar aftan við mörkin og gera þær það að verkum að ekki er hægt að velta mörkunum um koll, jafnvel þótt þrír fullorðnir og filefldir menn hangi á slánni. Þessum sérstöku tromlum hefur verið komið fyrir á öllum mörkum við alla sparkvelli Skagamanna og hafa þær reynst mjög vel og til stendur að setja tromlur á mörkin viö íþróttavöll- inn. -DVÓ Sandkorn _____ UniSjón: Gylfi Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Hvaö gerir Olafur? Hafi Alþingi ekki samþykkt „öryrkjafrum- varpið“ þegar þessar línur birtast er stutt í það þvi þingmeiri- hlutinn er fyrir hendi og vel það. Menn eru þegar famir að horfa til næsta kafla máls- ins sem er staðfesting Ólafs Ragn- ars Grímssonar forseta á lögunum til að þau megi öðlast gildi. Margir eru þeir sem halda að forsetinn muni ekki skrifa undir lögin há- vaðalaust og Garðar Sverrisson, forystumaður Öryrkjabandalagsins, er á þeirri skoðun. „Ég læt segja mér það tvisvar að forseti íslands setji stafina sína undir þetta,“ sagði Garðar í útvarpsviðtali og segja þessi ummæli meira en margt ann- að um þær væntingar sem öryrkjar hafa í málinu. Vilii mættur Gárungami; segja að Vil hjálmur Eg ilsson alþing ismaður berj- ist aðeins fyr- ir tvennu í þinginu. Þeir benda á að ár- lega flytji hann tiilögu um að breyia klukkunni tvisvar á ári og svo komi hann jafnoft fram með tillög- ur um að leyfa sölu á léttum vín- um og bjór í matvöruverslunum. Varla eru þetta einu pólitísku bar- áttumál Viihjálms en menn telja að hann eigi eftir að flytja þessi mál nokkrum sinnum enn. Hins vegar segja menn að hann muni loksins hafa þessi mál í gegn um þingið, það þurfi bara þolinmæði eins og menn sýndu sem lögðu fram tillög- ur árum saman um að leyfa sölu á bjór hér í landi. Helvítis andleysi Hand- boltalandsliðið okkar er farið á HM í Frakk- landi og mæt- ir Svíþjóð í fyrsta leik á morgun. Á j ýmsu hefur gengiö í und- irbúningnum og menn eru misbjartsýnir á gengi liðsins. Þrátt fyrir stórsigur á Bandaríkjamönn- um sl. fimmtudagskvöld var Þor- bjöm Jensson landsliðsþjálfari allt annað en ánægður með sína menn í leikslok. „Helvítis and- leysi,“ sagði þjálfarinn og bætti við: „Að bjóða áhorfendum upp á þetta var skandall." Vonandi verð- ur ekki eins mikið „skandaliserað" í Frakklandi á næstu dögum. Þorbergur t Þorbergur Aðalsteins- son, fyrrum landsliðsþjálf- ari í hand- bolta, er bjart- sýnn á gengi liðsins á HM í Frakklandi og segist „vita“ að liðið nái 2. sæti í sínum riðli. „Þá fáum við léttan andstæð- ing í 16-liða úrslitum sem þýðir sæti í 8-liða úrslitum og þá getur allt gerst,“ sagði Þorbergur. Til að þetta gerist þarf íslenska liðið m.a. að sigra a.m.k. Egyptaland og Tékkland í riðlakeppninni og miðið við það sem liðið hefur oft verið að sýna að undanförnu er það hreinlega langt frá því að vera öruggt, hvað sem Þorbergur segir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.