Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 32
> FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALOREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Húsmóöir á Akureyri í bæklunaraðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu: Axlarliðurinn var í Ameríku - komst upp þegar búið var að svæfa hana á skurðstofunni Kolbrún Kristjánsdóttir, 63 ára húsmóðir á Akureyri, vaknaði á dögunum upp eftir svæfingu á skurðstofu Fjórðungssjúkrahúss- ins á staönum í sama ásigkomulagi og hún hafði verið fyrir svæfing- una. Skipta átti um axlarlið i Kol- brúnu en þegar til átti að taka á skuröstofunni kom í ljós að nýi axlarliðurinn var í Bandaríkjun- um; Kolbrún sofandi á skurðar- borðinu og ekkert hægt að gera. „Ég var lögð inn á miðvikudag- inn og fór þá í allar rannsóknir eins og gert er fyrir aðgerðir. Eldsnemma á fimmtudaginn var ég gerð klár fyrir aðgerð og ekið með mig niður á skurðstofuna þar sem ég var svæfð. Nokkrum klukku- stundum síðar vaknaði ég aftur og var þá beðin afsökunar á því að axl- arliðurinn hefði því miður ekki verið í pakkanum sem kom frá Bandaríkjunum og mér var ætlað- ur,“ sagöi Kolbrún í gærkvöldi þar sem hún var heima hjá sér enn með sama gamla axlarliðinn sem hefur plagað hana síöan hún slasaðist á hestbaki fyrir margt löngu. „Það á að reyna aftur 31. janúar en þá ætla ég að fá að kíkja ofan í pakkann áöur en ég er svæfð. Ég vil fá að sjá axlarliðinn til að vera örugg,“ sagði Kolbrún sem ekki varð meint af þessari tilgangslausu svæfingu á Fjórðungssjúkrahúsinu. „Ég tel ekki að þama hafi orðið nein stór mistök en ræði það ekki frekar," sagði Júlíus Gestsson, bæklunarlæknir á Akureyri, sem ætlaði að skipta um axlarlið í Kol- brúnu en þurfti að hætta við þegar hann leit ofan í pakkann frá Bandaríkjunum og sá að þar var allt annað en það sem pantað hafði verið. „Ég ber fyllsta traust til Júlíus- ar. Hann skipti um hnjálið í mér fyrir rúmu ári og þá gekk allt vel. Þá fékk ég reyndar að sjá hnjálið- inn áður en ég var svæfö. Ég ætla að hafa það fyrir reglu í frámtíð- inni,“ sagði Kolbrún Kristjánsdótt- ir á Akureyri. -EIR Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra í Washington: Með bakverk hjá Bush „Það var slydda og dumbungur en að öðru leyti var þetta hefðbundiö," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Was- hington, um inn- setningarathöfn Bandaríkjaforseta sem hann sótti ásamt Bryndísi eiginkonu sinni á laugardaginn. Nýr forseti sver eiö / slyddu og dumbungi. „Þetta fór prúömannlega fram.“ Jón Baldvin sagðist aldrei hafa hitt hinn nýkjörna forseta Banda- rikjanna í eigin persónu en að því hlyti að koma. Sendiherrann er nýkominn af sjúkrahúsi ytra þar sem hann leitaði sér bóta vegna gamalla bakmeiðsla sem tóku sig nýverið upp: Ég er að drepast í bakinu, annars er allt gott,“ sagði Jón Baldvin. Nánar á bls. 10 -EIR Jón Baldvin Hannibaisson. íslenska landsliðið: Stranda- glópar - er töskumar týndust Ferð íslenska landsliðsins í hand- knattleik til Montpellier í Frakklandi i gær gekk ekki áfallalaust en liðsmenn urðu um tima strandaglóp- ar á Charles De’Gaulle-flugvelli í Par- ís vegna þess að talsvert af farangri liðsins varð eftir á Heathrow-flugvelli í London en þar millilenti liðið. Fall er fararheill Landsliðið á leið til Frakklands. Eftir nokkra bið var ákveðið að halda með rútu á innanlandsflug- völlinn þaðan sem flogið yrði til Montpellier en farangurinn var enn i London. Nánar á bls. 24 og 25 -ÓK Kringlumýrarbraut: piB * m * Fjorir a slysadeild Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubraut- ar um hálftólfleytið í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar i Reykjavik voru málsatvik þau að annar bílanna, sem var á leið norður Kringlumýrarbraut, beygði fyrir hinn, sem var á suðurleið, með þeim afleiðingum að þeir skullu saman. Báðar bifreiðirnar voru fjarlægðar með kranabíl. -jtr DV-MYND G. BENDER Kolbrún Kristjánsdóttir á heimili sínu í gærkvöld Næst ætlar hún að fá að sjá axlarliðinn áður en hún verður svæfð. Hlíðarfjall við Akureyri: Stólalyftan fór út af sporinu - lafhræddir fengu kakó Stólalyftan á skíðasvæðinu í Hlíðar- flalli við Akureyri fór út af sporinu í hvassri vindhviðu um hálftvöleytið í gær. Að sögn Guðmundar Karls Jóns- sonar, forstöðumanns Skíðastaða, fauk lyftan út af sporinu á einu mastri en alls halda ellefu möstur henni uppi. „Það fór allt í einu að hvessa upp úr þurru og kom vindurinn þvert á lyftu- línuna," segir Guömundur. Tólf farþegar voru í lyftunni á leið upp fjallið þegar óhappið varð. Tók 20 til 25 mínútur að bjarga öllum úr henni og var notaöur sérstakur stigi við björgunina en hann er festur við snjó- troðara. Guðmundur segir að enginn hafi meiðst en sumum farþegunum brugðið þegar lyftan stoppaði. Laf- hræddum farþegunum var sagt frá þvi hvað hefði komið fyrir og þeir héldu siðan áfram að renna sér og notuðu hinar lyftumar. „Sumir fengu heitt kakó og aðrir frítt í lyftuna i staðinn," segir Guðmundur. Lyftan sem um ræðir er elsta stólalyftan á landinu en að sögn Guðmundar má eingöngu rekja óhappið til þess hve hvasst var. Hann segir að vel hafi tekist að koma vír lyftunnar aftur á sporið. Mun Vinnueftirlitiö skoða hana í dag og er gert ráð fyrir að hún verði aftur komin í gang á morgun. Um 300 manns voru á skíðum í fjallinu í gær. Segir Guðmundur að um prufudag hafi verið að ræða en þá er fólki gefinn kostur á að prófa ýmsar gerðir af skíðum og prófa það nýjasta á skíðamarkaðnum. -MA Heilsudýnur i sérjlokkil æfn&heil saj r«ElLSUNNAB>'e< Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tðlvunni Samhætt Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.