Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 I>V Fréttir íbúi á Kópaskeri segir Ríkisútvarpinu stríð á hendur: Ríkisútvarpið kært til Samkeppnisráðs - útsendingar útvarps og sjónvarps nást mjög illa eöa alls ekki DV, AKUREYRI: ____________._________ „Skömmu eftir ég flutti hingað í júlí árið 1999 sendi ég kvörtun til Ríkisútvarpsins og krafðist þess að fá afnotagjöldin felld niður eða lækkuð eða að þjónustan yrði bætt verulega, t.d. í samræmi við það sem er á Akureyri þaðan sem ég kom. Ég fékk bréf til baka þar sem í raun og veru var sagt að sú þjón- usta sem við fáum sé nógu góð fyrir okkur þótt hún sé lakari en sú sem aðrir fá,“ segir Guðmundur Lárus- son á Kópaskeri sem hefur kært Ríkisútvarpið til Samkeppnisráðs vegna lélegrar þjónustu og mismun- unar við viðskiptavini. Það er skemmst frá því að segja að ibúar á Kópaskeri, sem og fleiri byggðarlögum á norðausturhorni landsins, búa við afar slæm skilyrði til að ná útsendingum Ríkisútvarps- ins og er þá bæði átt við útvarps- og sjónvarpssendingar. ítrekað hefur verið kvartað en án árangurs. „Ég fékk bréf frá Ríkisútvarpinu þar sem segir m.a. að viðtökustyrk- ur á Kópaskeri sé minni en á Akur- eyri, sem er rétt. í bréfinu sagði að viðtökustyrkurinn hjá okkur væri „viðunandi þó miðað við dreifbýli". Svo bættu þeir við að ekki væri tæknilega eða fjárhagslega mögu- legt að tryggja öllum sama styrk óháð búsetu. Þeir eru sem sagt að segja að þeir hafi hvorki tæknilega né fjárhagslega eða yfirleitt nokkurn áhuga eða getu til að bæta þjónustuna. Þetta er auðvitað ekk- ert annað en að fólki er mismunað eftir búsetu en það borgar auðvitað sömu gjöld fyrir þjónustuna. Ég sendi þetta til Samkeppnisráðs með fyrirspurn um hvort ráðið vildi taka á þessu máli og þaðan fékk ég já- kvætt svar. Ég útbjó því greinargerð þar sem ég fer fram á að skylt verði að miða gjaldskrá við þá þjónustu sem veitt er á hverjum stað og fer fram á endurkröfurétt vegna skertrar þjónustu. Málið er því hjá Samkeppn- isráði til afgreiðslu." Guðmundur segir að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi ekki sýnt Frá Kópaskeri Þar eru menn í vandræöum meö aö ná útsendingum Ríkisútvarpsins og Sjónvarpsins nokkurn áhuga á að ræða þetta mál, hvað þá að vinna að úrbótum. Þá hafi honum ekki tekist að komast í síma- samband við æðstu menn Ríkisút- varpsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir og það hafi í rauninni fyllt mælinn. En hvernig lýsir hann hlustunar- og áhorfsskilyrðum á Kópaskeri? „Þau eru misslæm. Þau fara upp í það að það er hægt að horfa á sjón- varp og niður í það hreinlega að mað- ur stendur upp og slekkur. í sjónvarp- inu lýsir þetta sér í því að þverrákir ganga yfir skjáinn og áður en maður veit af er maður farinn að fylgja þeim eftir með augunum og hættur að reyna að horfa á myndina. Þetta virk- ar nánast eins og dáleiðsla. Hvað varðar útvarpið er það þannig að í mörgum húsum nást útsendingar ein- faldlega ekki en á öðrum stöðum eru menn að reyna að hengja tækin upp um allt, með aukaloftnet og víra út um allar íbúðir en árangurinn er lít- iil. Ég sé enga ástæðu til þess að láta bjóða mér upp á þetta,“ segir Guð- mundur. -gk Munum leita réttar okkar - segja fulltrúar í hafnarstjórn Hafnarfjarðar Fulltrúar Hafnarfjarðarhafnar draga stórlega í efa að þær úthlut- unarreglur sem farið er eftir í hafnaáætlun 2001 til 2004 eigi sér nokkra stoð. Þeir segjast munu leita réttar síns verði tillaga til þingsá- lyktunar samþykkt óbreytt en þar sitji Hafnarfjarðarhöfn ekki við sama borð og aðrar hafnir landsins. Á síðasta fundi hafnarstjómar Hafnaríjarðarhafnar var rætt um þessa tillögu til þingsályktunar um hafnaáætlun 2001-2004. Hafnar- stjórn er afar óánægð með hafnaá- ætlunina og vill fá fjárframlög til jafns við aðrar hafnir landsins. Hún sendi frá sér harðorða bókun vegna hafnaráætlunarinnar þar sem segir m.a.: „Hafnarstjóm ítrekar kröfur sín- ar um að Hafnarfjarðarhöfn fái framlög til hafnargerðar til jafns við aðrar hafnir landsins og mótmælir harölega mismunun þeirri sem Hafnarfjarðarhöfn er gert áð sæta samkvæmt framlagðri tillögu. Hafn- aríjarðarhöfn hefur, á grundvelli hafnalaga, reglulega sent inn óskir sínar um þátttöku ríkisins í fram- kvæmdum hafnarinnar til jafns við aðrar hafnir og vísar til þeirra gagna, sem eru í vörslu Siglinga- stofnunar íslands." -DVÓ DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Frá Hafnarfjaröarhöfn Þar á bæ viija menn fá framlög til jafns viö aðrar hafnir í landinu. NU A 4D KAURA NOTAÐAN BÍL! BMW 750ia '97 grænsanz s.sk ek 71 þ.km. Einn með öllu t.d leður, topplúga, 18" álf. o.fl o.fl. Verð kr. 4.900.000,- Toyota Corolla Luna l/b 5 dyr, 08/98 grænn 5 gíra ek 51 þ.km Verð: 990,000,- Ford Expedition 5,4 Eddie Bauer v-8 '97 grænn s.sk ek 47 þ.km. einn með görsamlega öllu t.d 38", leður,gps, sjón er sögu ríkari. Verð: kr. 5.250.000,- 1 . H. Ii,! y*?’111' ss i^I^HHH* JpWSM míBstmHf S Lfgfan&j yHHBBiSP ■ , Daewoo Lanos 1500 se 08/98 Blár 5 gíra ek 30 þ.km Verð: 770.000,- Subaru Forester cx 02/99 grár s.sk ek 26 þ.km. abs, cd, o.fl Verð: 1.850.000,- Daihatsu Feroza 05/96 v.rauð, 5 gíra, ek 83 þ.km 33" breyttur. góður jeppi Verð kr. 850,000,- Daewoo Musso e-32 Grand luxe 06/00 grænn s.sk ek 17 þ.km. 33", abs + spólvörn, o.fl. Verð: 3.790.000,- Daewoo Matiz se-x 01/00 Rauður 5 gíra ek 14 þ.km. Verð: 930,000,- Daihatsu Terios sx '98 rauður 5 gíra ek 22 þ.km. fallegur konujeppi. Verð: 1.190.000,- Subaru Impreza GT turbo Sedan 4wd. 09/00 hvítur 5 gíra ek 3 þ.km. eins og hann gerist flottastur. Verð: 2.590.000,- Ford Windstar 7 manna '96 hvítur s.sk ek 88 þ.km Verð: 1.480.000,- Daewoo Nubira II cdx Poiar stw 02/00 grænn 5 gíra ek 16 þ.km vel búinn fjölskyldubíll. Verð: 1,480,000,- BILASALAN SKEIFAN • BÍLDSHÖFÐA 10 • S: 577 2800 / 587 1000 Akureyri: Bílasalan Ós - Hjalteyrargötu 10 - Sími 462 1430 OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10 - 16 Grelðslukjör við allra hæfi. Bílalán, Visa/Euro raðgreiðslur, skuldabréf, skiptum á ódýrari, erum sanngjarnir í samningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.