Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 Fréttir 33V í nógu að snúast hjá Héraðsdómi Reykjavíkur: Einkamál aldrei fleiri - málum fór að fjölga 1997, segir dómstjóri Almennum einkamálum, sem þingfest eru í Héraðsdómi Reykja- víkur, hefur fjölgað um 55 prósent frá árinu 1999 og hafa þau aldrei verið fleiri frá því árið 1993 þegar dómurinn tók til starfa. Friðgeir Bjömsson dómstjóri segir að á ár- unum 1993 til 1996 hafi orðið eðlileg fækkun á almennum einkamálum í kjölfar breytinga á einkamálalögun- um árið 1992. Þá hafi verið hægt að fara með ákveðna tegund mála, eins og mál út af víxlum og skuldabréf- um, beint til borgarfógeta og gera fjárnám. „Árið 1997 fer málunum síðan að íjölga og frá 1998 hefur verið ákveð- in stígandi," segir Friðgeir. Hann segir að erfitt sé að átta sig á þessum sveiflum og skiptar skoð- anir um ástæðu þess að málum hef- ur fjölgað. Sumir telji að hún sé vís- bending um versnandi efnahags- ástand en aðrir telji að hún bendi til batnandi efnahagsástands því þá taki menn til við að innheimta skuldir sem þeir áður töldu von- laust að fengjust greiddar. Dómurinn fékk alls 14.750 mál til afgreiðslu á síðasta ári sem er 12 prósent aukning frá árinu áður og stafar fyrst og fremst af fjölgun Úr dómsal Einkamálum hefur fjölgað jafnt og þétt. einkamála og sakamála. Flutt voru 770 einkamál munnlega en árið 1999 voru munnleg mál 661 og er það töluverð fjölgun á milli ára. Ef hins vegar miðað er við árin á undan, þ.e. frá 1994 til 1998, er fjöldi þessara mála svipaður og á þeim árum. Þá fjölgaði ákærumálum frá 1.069 árið 1999 í 1.156 áriö 2000. Um síðustu áramót beið 401 munnlega flutt einkamál afgreiðslu og 172 sakamál en á árinu voru afgreidd 763 munn- lega flutt einkamál og 1.144 saka- mál. Að sögn Friðgeirs hefur meðalaf- greiðslutími mála verið svipaður undanfarin ár. Um tvo mánuði tek- ur að afgreiða sakamál sem ríkis- saksóknari höfðar en mánuð að af- greiða mál sem lögreglustjóri höfð- ar og er þá miðað við tímann frá því að ákæruvaldið afhendir dómstóln- um ákæru þar til málið er afgreitt. Meðalafgreiðslutími munnlega fluttra einkamála tekur hins vegar sjö og hálfan mánuð, þ.e. tíminn sem líður frá þingfestingu þar til mál er afgreitt. -MA Frá Húsavík Framkvæmdir viö brimvarnargarð sem kostar yfir hálfan milljarð króna hefjast í sumar. Húsavík: 280 þúsund rúmmetrar í brim- varnargarð DV, AKUREYRI: Framkvæmdir við brimvamar- garð við Böku í Húsavíkurhöfn verða boðnar út á næstunni og er áætlað að verklegar framkvæmdir geti hafist í apríl og verkinu verði lokið á tveimur árum. Að sögn Reinhards Reynissonar, bæjarstjóra á Húsavík, er hér um mikla framkvæmd aö ræða og mjög mikilvæga fyrir bæjarfélagið þar sem það er ekki fyrr en nýi garður- inn hefur verið kláraður sem hægt verður að hafa full not af öðrum mannvirkjum í höfninni. Rikissjóður greiðir 75% þessara framkvæmda en áætlað er að nýi brimvarnargarðurinn muni kosta yfir hálfan milljarð króna. Þá er vonast til að hafnabótasjóður sjái sér fært að styðja framkvæmdina. Alls verða flutt í brimvarnargarð- inn um 280 þúsund rúmmetrar grjóts en efnið verður tekið á Tjör- nesi og flutt á bílum til Húsavíkur. Fari svo að verkið taki tvö ár er hugsanlegt að árið 2003 verði svo reist stálþil innan á garðinum sem þýðir að stærri skip gætu haft þar viðlegu. -gk Reiðhöllin að komast í gagnið DV-MYND ÖRN PÓRARINSSON Reiðhöllin á Sauöárkróki Svona lítur Reiðhöllin mikla út - stórt mannvirki sem margir bíða eftir. DV, SKAGAFIRÐI:_____________________ „Eg vonast til að mínum mönnum takist að loka reiðhöllinni í lok þessa mánaðar og þá er mínum verkþætti lokið,“ sagði Sveinn Pálmason, framkvæmdastjóri Stál- bæjar ehf„ sem er aðalverktaki við reiðhöllina sem risin er á Sauðár- króki. Sveinn segir að verkið sé tveimur mánuðum seinna en upp- haflega var áætlað en skýringin sé sú að ekki hafi verið notað það efni sem upphaflegt tilboð miöaðist við. Þá var ætlunin að nota samlokur með úretaneinangrun en eigendur hússins hafi viljað nota steinullar- einangrun og það hafi orsakað nokkurra vikna töf á afgreiðslu stáleininganna i húsið. Það er hlutafélagið Fluga sem stendur að byggingu hússins. Að því félagi standa hestamenn í Skagafirði, Hestamiðstöð islands, sveitarfélagið Skagafjörður og fleiri aðilar. Reiðhöllin er 31x80 metrar að stærð og til viðbótar kemur and- dyri norðan við bygginguna. Áhorf- endasvæði munu rúma um 500 manns. Kristján Óli Jónsson, umsjónar- maður hússins, sagði að vinna við raflögn væri að hefjast, svo og ýmis frágangur innanhúss. Hann sagðist vonast til aö húsið yrði komið í full- an rekstur í marsmánuði. Talsvert hefur verið spurst fyrir um tíma í reiðhöllinni fyrir margvíslega starf- semi. -ÖÞ Árnl vakti hrifningu Hið nýja og glæsilega skip Hafrannsóknastofnunar kom inn til ísafjarðar á mánudag. Á þriðjudag var skipiö til sýnis almenningi og vakti vægast sagt mikla hrifningu gesta sem um borð komu. Frá ísafirði heldur skipið til loðnuleitar. ■B&u Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Ríkissjóður fitnar Bridgespilarar jru að öllu jöfnu taldir miklir frið- semdarmenn, enda bridge svo sem engin of- stopaíþrótt. Það þóttu því mikil tíðindi er lögregl- an á Húsavík stóð bridgespilara að hópafbrotum við hraðakstur í Kinninni í Suður- Þingeyjarsýslu á laugardagsmorg- uninn. Mun lögreglu hafa verið lítt skemmt en víst þykir að Geir H. Haarde fjármálaráðherra glotti út í annað yfir stórauknu Qárstreymi í ríkiskassann í formi sekta. Gár- ungar velta því nú fyrir sér hvort ekki megi búast við hertu eftirliti með skákmönnum þjóðarinnar þegar rólyndis-bridgespilarar eru famir að plaga lögreglu ... Heyrir illa Viðskiptablaðið segir frá fundi sem íslensk erfða- greining hélt með íslenskum fjárfest- um á laugardag- inn og var ætlun- in að Kári Stef- ánsson kynnti stöðu og mark- mið varðandi deCODE genetics og gæfi kost á fyrirspumum. Þótti sumum fundarmönnum sem Kári svaraði fyrirspurnum þeirra með skætingi og hafi jafnvel sýnt þeim lítilsvirðingu með svörum sínum. Þá mun Kári m.a. hafa sakað fyrir- spyrjendur um að vinna ekki heimavinnuna sína. Heimildir Sandkoms herma að einn þeirra hafi verið Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka-FBA, sem Kári telur að heyri bara skrambi illa og þá aðeins það sem hann vill heyra ... Franska á Patró Sagt er að Jón Girnnar Stefáns- son, bæjarstjóri í Vesturbyggð, sé í laumi farinn að læra frönsku. Til- efnið má greina á ; fréttavefnum TÍÐ- IS-fréttum sem er nýtt heiti á fréttavef Patreksfirðinga á slóðinni patreksfjordur.it.is. Þar segir frá því að sjómannadagshald Patreks- firðinga þyki svo eindæma skemmtilegt að hróður þess hafi borist alla leið til Frakklands. Mun nú vera stefnt að beinu flugi frá Frakklandi til Patreksfjarðar næsta sjómannadag. Er þar von á frönskum hópi afkomenda þar- lendra útgerðarmanna og skútukarla sem hafa áhuga á því að upplifa sjómannadag á Patreks- firði. Velta gárungar því fyrir sér hvort ekki þurfi að drífa í stækk- un Patreksfjarðarflugvallar fyrir vorið svo hann verði boðlegur sem millilandaflugvöllur ... Gjammandi Á Alþingi ís- lendinga fór allt úr böndunum við þriðju umræðu ör- yrkjafrumvarps- ins fræga. Stjórn- arþingmaðurinn Árni Johnsen hélt tilfinninga- þrungna ræðu yfir þingheimi þar sem hann fann stjómarandstöðunni og fjölmiðlum flest til foráttu. Hann upplýsti að fréttastofa Ríkisútvarpsins gengi erinda stjórnarandstöðunnar og líkti höfuðpáfa Vinstri-grænna við íslenskan fjárhund, að þeirri skepnu ólastaðri. Árni sagði Steingrím J. Sigfússon vera gagnslausan, sígeltandi og búkhljóð hans væru áberandi. Ögmundur Jónasson þótti svara fimlega í andsvari við ræðunni þar sem hann lýsti því að ríkisstjórn sem hefði slíkan liðsmann sem Árna þyrfti enga andstæðinga...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.