Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Síða 7
7
FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 2001
DV
Viðskipti
Umsjón: Vi&skiptabladiö
mTfST3rT3a
HEILDARVIÐSKIPTI 1700 mkr.
- Hlutabréf 236 mkr. |
- Húsbréf 987 mkr.
MEST VIÐSKIPTI
Baugur 67 mkr.
Islandsbanki-FBA 36 mkr.
. Kaupþing 35 mkr.
MESTA HÆKKUN
O Sjóvá-Almennar 3,6% |
O Opin kerfi 2,7% |
© SH 1,3%
MESTA LÆKKUN
O MP-Bio 10,8%
O Kögun 3,4%
© Samherji 2,9%
ÚRVALSVÍSITALAN 1224 stig
- Breyting Q -1,12%
T-Online með
minna tap en
búist var við
T-Online,
stærsti þjón-
ustuaðilinn
að Netinu í
Evrópu, hefur
tilkynnt um
tap upp á 125
milljónir evra fyrir árið 2000, sem
er aðeins minna en búist hafði ver-
ið við.
Hagnaðurinn fyrir árið 1999 var
18 milljónir evra. Tap varð á starf-
seminni núna þrátt fyrir meiri tekj-
ur sem jukust um 86% og voru tæp-
ar 800 milljónir evra. Mikill vöxtur
varð í sölu auglýsinga og smásölu á
Netinu.
T-Online er að miklum meiri-
hluta í eigu Deutsche Telekom en
Deutsche Telekom krefur T-Online
og önnur fyrirtæki sem nota ISPs
fasta greiðslu fyrir hverja minútu
sem T-Online notar. Það þýðir að T-
Online tapar peningum á viðskipta-
vinum sem eru of mikið á Netinu.
Máli Sun gegn
Microsoft lokið
Hugbúnað-
arframleið-
endumir
Microsoft og
Sun Microsy-
stems hafa
komist að
samkomulagi sem binda mun enda
á þriggja ára deilur félaganna fyrir
dómstólum. í samkomulaginu felst
að Microsoft mun greiða 20 milljón-
ir dollara fyrir takmörkuð not sín af
Java forritunartækninni.
Málshöfðun Sun gegn Microsoft
byggðist á því að Microsoft hefði
misnotað notkunarsamning á Java
og breytt því þannig að það gat að-
eins unnið innan Windows stýri-
kerfisins.
m 25.01.2001 kl. 9.15
KAUP SALA
BS Dollar 86,350 86,790
ÖSPund 125,650 126,290
1*1 Kan. dollar 57,020 57,370
SaSlPönsk kr. 10,6400 10,6990 !
'rf5- Norsk kr 9,6590 9,7130
£5 Sænsk kr. 8,9070 8,9560
HWn. mark 13,3571 13,4374
| I| Fra. frankl 12,1072 12,1799
tÍBolg. franki 1,9687 1,9805 |
3 Sviss. franki 51,9800 52,2600
dHoll. gyllini 36,0382 36,2548
™ Þýskt mark 40,6057 40,8497
l .HI ít. líra 0,04102 0,04126
^EjAust. sch. 5,7715 5,8062
1 j Port. escudo 0,3961 0,3985
Á~Spá. peseti 0,4773 0,4802
r*lJan. yon 0,73280 0,73720
| : irskt pund 100,839 101,445
SDR 111,3100 111,9800
HECU 79,4178 79,8950
Mjuk lending efna-
hagslífsins ólíkleg
- að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins er ekki eins viss um mjúka
lendingu efnahagslífsins og íslensk
stjómvöld sem gera ráð fyrir að
landsframleiðsla muni verða 1,6% á
þessu ári. Sendinefndin telur að svo
muni vera vegna þess hve viðskipta-
hallinn er mikill og þrálátur og
vegna þeirra veikleika í fjármála-
kerfinu sem birtast til dæmis i
lækkun eiginfjárhlutfalla að undan-
fornu.
Sendinefndin telur aö aðhald í
ríkisfjármálum hafi verið ónóg á
síðustu þremur árum í ljósi þeirrar
ofþenslu sem hlaust af mikilli aukn-
ingu einkaneyslu. Meira aðhald
hefði auðveldað peningastefnunni
að halda aftur af innlendri ofþenslu
og dregið úr viðskiptahalla.
Ekki vaxtalækkun aö svo
stöddu
Áhætta fjármálakerfisins hefur auk-
ist töluvert vegna mikillar aukning-
ar erlendra lána
íslensku bank-
anna sem þeir
hafa aftur endur-
lánað hérna
heima, sem hef-
ur kynt undir
vöxt útlána og
eftirspurnar.
Vísbendingar úr
rekstri fjármála-
fyrirtækjanna
benda til þess að
fjármálakerfið eigi erfiðara með að
þola ytri áfóll. Enda þótt svo virðist
sem tekið sé að draga úr vexti út-
lána og peningamagns er hann enn
meiri en svo að hann samrýmist lít-
illi og stöðugri verðbólgu. Þess
vegna telur sendinefndin að ekki
séu forsendur til lækkunar vaxta að
svo stöddu. Reyndar gæti Seðla-
bankinn þurft að herða á peninga-
stefnunni ef gengi krónunnar held-
ur áfram að lækka og valda verð-
bólguþrýstingi.
Seölabankinn.
Krónan styrkist lítið
þrátt fyrir inngrip
Seðlabankans
Krónan styrktist lítið í gær þrátt
fyrir að Seðlabankinn hefði keypt
krónur fyrir 2 milljarða íslenskra
króna í gær. Krónan styrktist um
0,2% miðað við daginn áður en þá
veiktist um krónan 0,5% og endaði í
lægsta gildi sem hún hefur verið,
122,37.
í samtali við Halldór Hildimund-
arsson sérfræðing hjá gjaldeyrisvið-
skiptum Íslandsbanka-FBA telur
hann að þessi inngrip hafi ekki
breytt miklu á þeirri þróun sem
verið hefur. Seðlabankinn greip
einnig inni 11. desember síðastlið-
inn og styrktist krónan nokkuð en
veiktist síðan fljótlega aftur. En
erfitt er að meta hvemig þróunin
hefði verið hefði Seðlabankinn ekki
gripið inní.
Veikingin á þriðjudaginn síðast-
liðinn þegar krónan fór í sitt lægsta
gildi var eitthvað sem kom mark-
aðsaðilum ekkert sérstaklega á
óvart. „Þetta er einungis framhald
af þeirri þróun sem verið hefur und-
anfarið. Þrátt fyrir að Seðlabankinn
hafi gripið inn í og keypt krónur 11.
desember síðastliðinn, með tíma-
bundinni styrkingu krónunnar í
kjölfarið, var sú aðgerð ekki til að
snúa þróuninni við,“ sagði Ingólfur
Bender Hagfræðingur hjá FBA.
Athygli vekur að verulega hefur
dregið úr viðskiptum frá áramótum
og meðalvelta á dag einungis þriðj-
ungur af meðalveltu frá júníbyrjun
árið 2000. „Upphafsgildi ársins var
121,49 og hefur því dregið úr þeirri
veikingarhrinu sem einkenndi síð-
ari hluta ársins 2000. Nokkurt við-
nám var gegn frekari veikingu
krónunnar í vísitölugildinu 121,5 en
nú er það ekki lengur til staðar,“
sagði Halldór Hildimundarson.
Sætanýting Flugleiða
batnaði um 2,6 pró-
sentustig milli ára
Heildarfjöldi farþega í millilanda-
flugi Flugleiða á árinu 2000 var
1.432.061, en var 1.327.519 á árinu 1999.
Sætanýting Flugleiða var 72,4% á ár-
inu 2000, var 2,6 prósentustigum betri
en 1999 og fór batnandi þegar leið á
árið - var á síðasta ársfjórðungi 2000
um 8,6 prósentustigum betri en á sama
tíma 1999.
Heildar sætaframboð, mælt í sæt-
iskílómetrum var 6,2% meira en á ár-
inu 1999 og hefúr aldrei verið meira.
Seldir sætiskílómetrar voru hinsvegar
10,3% fleiri en árið á undan og því er
sætanýtingin betri að þvf er fram kem-
ur í frétt frá Flugleiðum.
Á árinu 2000 fjölgaði farþegum til og
frá íslandi um 13%, en farþegum yfir
hafið fjölgaði um 9,6%. Það er í sam-
ræmi við þá stefnu fyrirtækisins að
leggja mesta áherslu á fjölgun farþega
sem eiga leið til og frá íslandi.
Farþegum á viðskiptafarrými fjölg-
aði um 8,6% þegar tekið er tillit til þess
að samstarfi við SAS um flug miili
Kaupmannahafnar og Hamborgar lauk
haustið 1999.
Mildll bati í desember
í desember fjölgaöi farþegum i milli-
landaflugi Flugleiða um 7,6%, saman-
borið við desember 1999 og voru far-
þegar alls 86.986. Sætaframboð var
hinsvegar nokkuð minna en árið á
undan þannig að sætanýting í desem-
ber var 9,8 prósentustigum betri en í
desember fýrir ári, fór úr 53,6% í
63,1%.
Þessi þróun er í samræmi við
ákvarðanir félagsins um að freista
þess að draga úr áætlunarflugi yfir
vetrarmánuðina vegna mikilla kostn-
aðarhækkana, en auka jafnframt sölu.
Taka ætti
upp fljótandi
gengi
Nauðsynlegt er
að fylgja sveigj-
anlegri gengis-
stefnu en nú er
gert, enda inn-
byggð mótsögn í
því að fylgja
annars vegar
mjúkri fast-
gengisstefnu og
hins vegar sjálfstæðri peninga-
stefnu við skilyrði opins fjármagns-
markaðar. Fljótandi gengi væri eðli-
legt framhald af víkkun vikmarka
gengisins á liðnum áratug og væri
jafnframt heppilegra með tilliti til
þess hve viðkvæmt hagkerfið er
gagnvart ytri áfollum. Samfara
þessu skyldi Seðlabankinn taka upp
verðbólgumarkmið sem er heppileg-
asti valkosturinn í stöðunni. Hinu
nýja fyrirkomulagi mætti hleypa af
stokkunum með sameiginlegri yfir-
lýsingu stjórnvalda og Seðlabank-
ans sem tryggði raunverulegt sjálf-
stæði í framkvæmd peningamála-
stefnu þar til formlegt sjálfstæði
fengist með lagasetningu.
Þrátt fyrir að kerfislæg afkoma rík-
issjóðs hafi batnað undanfarin ár
hafa útgjöld farið fram úr fjárlögum
í öllum stærri málaflokkum. Sendi-
nefndin hvetur stjórnvöld til að
mæta þeim ófyrirséðu útgjöldum
vegna afturvirkra greiðslna til ör-
yrkja og launahækkana framhalds-
skólakennara með niðurskurði á
öðrum útgjöldum og að íhuga að
fresta opinberum framkvæmdum en
það myndi einnig draga úr þenslu í
byggingariðnaði.
deCODE er „fyrir-
tæki mánaöarins“
Viðskiptastofa Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar hefur valið deCODE genetics
sem „fyrirtæki mánaðarins". í grein-
ingu SPH er þó lögð rík áhersla á að um
áhættufjárfestingu sé að ræða. „Með
fjárfestingu í hlutabréfum fyrirtækisins
er tekin áhætta. í slíkum tilfellum er
þolinmæði og trú á fyrirtæki til lengri
tíma nauðsynleg," segir SPH.
Fram kemur að deCODE sérhæfir sig
í rannsóknum, þróunarvinnu og upplýs-
ingaþjónustu á sviði erfðavisinda. í
helstu niðurstöðum er bent á að fyrir-
tækið fór í hlutaflárútboð á síðasta ári
og aflaði 182 milljóna dollara sem
tryggja ætti reksturinn til nokkurra ára,
en hann er fjármagnsfrekur og því mega
ekki líða of mörg ár þar til auknar tekj-
ur skila sér, segir SPH.
„Við teljum að aðgengi deCODE að
ættfræði-gögnum, einsleitni þjóðarinn-
ar, miðlægt heilbrigðiskerfi og væntan-
legur gagnagrunnur gefa fyrirtækinu
mikla möguleika ef vel tekst til. Nauð-
synlegt er að deCODE geri fleiri sam-
starfssamninga og fái jafnframt aukna
hlutdeiid af væntanlegum tekjum af
starfsemi sinni. Mikilvægt er að vel tak-
ist til með uppbyggingu gagnagrunnsins
í sátt við þjóðina," segir SPH sem ekki
treystir sér þó til að leggja mat á vænt
gengi félagsins eftir 12 mánuði.
án viöhalds!
Kjarnagluggar
Dalvegur 28 • 200 Kópavogi • Sími 564 4714 • Fax 564 4713