Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001
9
Utlönd
Stuttar fréttir
Stoltenberg ver veiðarnar
Jens Stoltenberg,
forsætisráðherra
Noregs, lagði á það
áherslu í heimsókn
í Svíþjóð í gær að
mótmæli Svía og
annarra þjóða
myndu ekki koma í
veg fyrir áætlun
Norðmanna um veiðar á hval, úif-
um og selum.
Danskir sjómenn æfir
Danskir sjómenn eru æfir vegna
bannsins við þorskveiðum í Norður-
sjó sem Noregur og Evrópusam-
bandið náðu samkomulagi um.
Bjargaðist naumlega
Spænskur liðsforingi slapp naum-
lega í gær þegar sprengja undir bíl
hans uppgötvaðist áður en hún
sprakk.
Vilja sjálfir dæma
Goran Svilanovic, utanríkisráð-
herra Júgóslavíu, ítrekaði í gær
kröfu sína um að fá að draga
Slobodan Milosevic, fyrrverandi
Júgóslavíuforseta, fyrir rétt i
Júgóslavíu. Yfirsaksóknari stríðs-
glæpadómstólsins í Haag, Carla del
Ponte, er nú í Belgrad til að fá nýja
stjórn til að framselja Milosevic.
Fleiri kúariðutilfelli
Þrjú ný kúariðutiifelli voru stað-
fest í Þýskalandi í gær. Alls hafa 19
tilfelli fundist frá því í nóvember
síðastliðnum.
Krefjast ákæru
Hópur lögmanna
í Chile lagði í gær
fram formlega
kröfu um að fyrr-
verandi einræðis-
herra landsins,
Augusto Pinochet,
yrði ákærður. Við
yfirheyrslu hjá
rannsóknardómara sagði Pinochet
herforingja bera ábyrgð á mannrétt-
indabrotum.
Nasistamorö var slys
Sex ára drengur í Sebnitz í aust-
urhluta Þýskalands drukknaði í
sundlaug af völdum hjartabilunar
samkvæmt nýrri læknisrannsókn.
Móðir drengsins sakaði hóp nýnas-
ista um að hafa myrt drenginn 1997.
Auglýsingaspjöld í ruslið
Hfjölmiðla og innan
raða flokksins sjálfs
daginn eftir að þau
voru kynnt. Á spjöldunum voru
myndir af Gerhard Schröder kansl-
ara eins og í sakaskrá lögreglunnar.
Fyrirsögnin var: Stöðvið
lífeyrissvindl stjórnarinnar.
Sonur Kabila nýr forseti
Þingið í Kongó samþykkti i gær
Joseph Kabila, son Laurents Kabiia,
sem var myrtur í síðustu viku, sem
nýjan forseta landsins. Búist er við
að hann sverji embættiseið í dag.
Ráðgjafi nýja forsetans greindi í
gær frá grun um að óvinir Kongó
hefðu staðið á bak við morðið á
Laurent Kabila.
Breski Norður-írlandsmálaráðherrann sagði af sér í gær:
Tony Blair missir
náinn bandamann
Peter Mandelson, ráðherra mál-
efna Norður-írlands í bresku stjóm-
inni og einn nánasti bandamaður
Tonys Blairs forsætisráðherra,
sagði af sér í gær vegna hneykslis-
máls sem tengist vegabréfi til handa
indverskum auðkýfingi. Mandelson
mun hafa haft afskipti af umsókn
Indverjans, Srichand Hinduja, um
breskt vegabréf.
Bresku blöðin réðust harkalega
að Mandelson í morgun en ekki
voru allir á einu máli um hvort
skuggi mannsins, sem hefur verið
uppnefndur Myrkrahöfðinginn,
myndi hvíla þungt á Verkamanna-
flokknum í næstu þingkosningum
sem búist er við að verði jafnvel í
maí í vor.
„Ég hef tjáð forsætisráðherranum
að ég vilji yfirgefa stjórnina og
hann hefur fallist á það,“ sagði
Mandelson við fréttamenn fyrir ut-
an skrifstofur Blairs i Down-
ingstræti í gær.
Þetta er í annað skipti á tveimur
ámm sem hinn 47 ára gamli Mand-
elson hefur sagt af sér ráðherraemb-
ætti. I fyrra skiptið var það vegna
tugmilljóna króna láns sem hann
Peter Mandelson
Helsti bandamaður Tonys Blairs í
Bretlandi hefur þurft að segja afsér
ráðherraembætti vegna þess að
hann sagði ekki satt um umsókn
indversks auðkýfings um
breskt ríkisfang.
fékk frá samráðherra sínum en gaf
það ekki upp.
Mandelson neitaði því í gær að
hann hefði afhafst nokkuð rangt í
vegabréfsmálinu en sagði að hann
hefði átt að viðurkenna afskipti sín
af því fyrr. Mandelson gaf til kynna
að feriil hans innan stjórnkerfisins
væri á enda og að hann vildi lifa
eðlilegra lífi.
Mandelson sagði í fyrstu að emb-
ættismenn sínir heföu fjallað um
fyrirspum Hinduja. Það var ekki
fyrr en á þriðjudag að Mandelson
viðurkenndi að hafa sjálfur rætt við
innanríkisráðherrann um málið.
Vegna þessa var röngum upplýsing-
um komið á framfæri bæði til fjöl-
miðla og þingmanna.
Þeir Mandelson og Hinduja hitt-
ust í veislu árið 1998 þar sem Ind-
verjinn spurðist fyrir um breskt rík-
isfang. Hann gaf síðan eina milljón
sterlingspunda í Þúsaldarhvelfing-
una í London sem Mandelson hafði
borið ábyrgð á.
Tony Blair hefur skipað John
Reid, sem fór áður með málefni
Skotlands, í embætti írlandsmála-
ráðherra í stað Mandelsons.
Kalt í flóttamannabúöunum
Adam Khamídov heitir hann þessi ungi tsjetsjenski drengur sem hefst við í tjaldi í fimbulkulda í Spútnik-
flóttamannabúðunum í Ingúsjetíu. Rússlandsforseti sagði 1 gær aö hann ætlaði aö kalla heim rússneska hermenn.
Ástkonan fékk fé úr sjéði
góðgerðarsamtakanna
Starfsmenn baráttu- og góðgerð-
arsamtakanna Rainbow/Push Coa-
lition hafa staðfest að Karin Stan-
ford, fyrrverandi yfirmaður Was-
hingtonskrifstofu samtakanna og
ástkona blökkumannaleiðtogans
Jesses Jacksons, hafi fengið 35 þús-
und dollara greiðslu við starfsloka-
samning þegar hún flutti til Los
Angeles. Þangað flutti hún 1998 þeg-
ar í ljós kom aö hún gekk með barn
Jacksons.
Vangaveltur hafa einnig verið um
hver hafi greitt fyrir fimm svefn-
herbergja hús í Los Angeles þar sem
Karin Stanford býr nú með 20 mán-
aða dóttur þeirra Jacksons. Húsið
kostaði 360 þúsund dollara.
Ritstjóri tímaritsins National
Enquirer, sem fyrst greindi frá
framhjáhaldi Jacksons, segist hafa
fengið fréttina frá starfsmönnum
Karin Stanford
Barnsmóðir Jesse Jacksons fékk
greiðslur úr baráttusjóöi hans.
góðgerðarsamtakanna sem voru óá-
nægðir með að ástkonunni hafði
verið greitt úr sjóðnum.
En þrátt fyrir fullyrðingu um að
um starfslokasamningsgreiðslu hafi
verið að ræða herma fréttir frá Kali-
forníu aö Karin Stanford starfi enn
fyrir samtökin í Los Angeles, að því
er breska blaðið Sunday Times
greindi frá.
Stuðningsmenn Jacksons segja
það enga tilviljun að greint hafi ver-
ið frá framhjáhaldinu nú þegar
hann hafði virkjað blökkumenn í
andstöðu gegn George W. Bush sem
nú er orðinn forseti.
Stuðningsmennimir segja það
augljóst að um samsæri hægri
manna sé að ræða. Strax eftir að
upp komst um málið hætti Jackson
við að koma fram á mótmælafundi
gegn Bush i Flórída.
George W. Bush
Bréfaskriftir nýs Bandaríkjaforseta
eru þegar farnar að valda heiiabrot-
um á Grænlandi og í Danmörku.
Ekki á einu máli
um þýðingu bréfs
til Motzfeldts
Sérfræðingar og stjórnmálamenn
eru ekki á einu máli um þýðingu
svarbréfs Georges W. Bush Banda-
ríkjaforseta við heillaóskabréfi Jon-
athans Motzfeldts, formanns græn-
lensku heimastjórnarinnar.
Sérfræðingar telja að bandarísk
stjórnvöld séu með því að reyna að
gera grænlensku heimastjórnina já-
kvæðari í garð fyrirhugaðs eld-
flaugavarnarkerfis. Danskir stjórn-
málamenn telja aftur á móti að
skrifelsið sé ekkert annað en kurt-
eisishjal. Motzfeldt sjálfur lítur svo
á að með bréfinu séu Bandaríkja-
menn að bjóða til viðræðna um eld-
flaugavarnarkerfið.
Bandariska herstöðin í Thule á
Grænlandi verður mikilvægur
hlekkur í væntanlegu eldflauga-
vamarkerfi, ef til þess kemur.
Danska stjórnin hefur lengi þver-
tekið fyrir að taka afstöðu til þessa
en Motzfeldt hefur lýst sig andvígan
áformunum. Þá hefur Motzfeldt ósk-
að eftir því að fá að hafa áhrif á nið-
urstöðuna.
Banna innflutn-
ing á svínakjöti
frá Austurríki
Yfirvöld í Sviss hafa bannað inn-
flutning á svínakjöti frá Austurríki
vegna frétta um að svínaræktendur
þar og í Bæjaralandi í Þýskalandi
hafi gefið svínum sýklalyf og vaxt-
arhormóna. Svisslendingar hafa
fengið mestallt svínakjöt sitt frá
Austurríki.
Lögregla í Austurríki og Bæjara-
landi gerði um helgina húsleit hjá
fjölda dýralækna og svínaræktenda.
Við leitina fannst mikið magn lyfja
sem notuð höfðu verið sem fóður-
bætir. Evrópusambandið hefur
bannað notkun vaxtarhormóna en
þeir eru leyfðir í Bandaríkjunum.
Strangar reglur gilda um notkun
sýklalyfja. Óttast er að sé dýrum
gefið of mikið magn sýklalyfja
myndist lyfjaþolnar bakteríur sem
geti borist í menn.
Ármúla 36 • sími 588 1560
www.mitrB.com
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Mitre Reflax-fótbolti
fylgir öllum úlpum
í janúar.
Uvékrp&cJ’ '
úlpur