Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Qupperneq 20
24 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 Tilvera * Crouching Tiger, Hidden Dragon ' Frábær kvikmynd. Það er eins og listin hafi loksins ratað aftur heim í fjölleikahúsið. Maður situr í sætinu sínu og er borinn gegnum æv- intýrið, undrandi og þakkiátur eins og bam. En myndin er líka svolítið skrýt- in. Leikaramir em allir með sama íbyggna svipinn og bera fram textann eins og þeir séu að lesa hann af blaði. Og ömgglega á einhverri mállýsku sem þeim er ekki eigirdeg. En við héma uppi á íslandi segjum bravó og tökum það sem hluta af ævintýrinu. -GSE Saving Grace AAA Saving Grace er fyndin og skemmtileg mynd allt fram í lokin þeg- ar endirinn verður að rútínu sem allt of oft er notuð. Leikur er frábær. Brenda Blethyn er slík yfirburðaleik- kona að það þarf mikið til að skyggja á hana en í heild er gott jafnvægi í leikn- um og mesti hláturinn kemur frá kostulegum persónum í litlum hlut- verkum. -HK Ikíngut ArAA Góð kvikmynd sem byggist á þjóð- sagna- og ævintýrahefð. Myndin fjailar um grænlenskan dreng sem rekur á ís- landsstrendur í vetrarhörkum. Aðall myndarinnar er, líkt og í góðum ævin- v týrum, bamsleg einlægni sem skilar sér til áhorfenda. Mest áhersla er lögð á samband Bóasar og Ikínguts og þar mæðir mikið á hinum ungu leikurum, Hjaita Rúnari Jónssyni og Hans Tittus Nakinen. Drengimir ná upp sérlega góðum og einlægum samleik. Góð fjöl- skylduskemmtun. -HK Snatch Snatch hröð og góð skemmt- un með sterkum höfundareinkenn- um Guy Ritchie. Hún er samt þegar að er gáð frekar innantóm. Stíll Ritchies gerir út á hraða, stutt sam- töl, ofbeldi og margar persónur sem fá að mestu leyti jafn mikið pláss í myndinni. Þetta tekst honum af snilld og skipuleggur hann kaos sitt af stakri snilld og má greinilega ekki vera að því að kafa ofan i þunnan söguþráðinn. -HK Unbreakable AA Unbreakable er næstum eins og The Sixth Sense. Hún er myrk og hæg en ekki eins ógnvekjandi og fyrirrennarinn. Andblærinn gefur til kynna hnignun fremur en ógn. Henni tekst hins vegar að Qalla um ævintýralegt efni á raunsæjan hátt; áhorfandinn trúir henni. Stóri gall- ■ inn er hins vegar endirinn. Tilraun sem er nánast móðgun við áhorfend- ur. -GSE The 6th Day ArA Þegar Schwarzenegger á f hlut er oftast mikill hasar og læti og það vantar ekki hasarinn í The 6th Day. Myndin hefur það samt framyfir hefðbundinn hasar að vera með áhugaverðan söguþráð og kemur á óvart stefnubreyting sem verður þegar líða fer að lokum. Því miður hefur verið of mikið gert út á hæfi- leika Schwarzeneggers sem ekki liggja í töluðu máli á kostnað sög- unnar svo myndin nær aldrei þeirri , reisn sem hæfir sögunni. -HK Einn á eyðieyju Einangraður á eyju Tom Hanks í hlutverki Chuck Nol- ans sem veröur stranda- glópur á eyöieyju. Cast Away, sem frumsýnd verður í Háskóla- bíói, Sambíóunum og Borgarbíói, Akureyri, hef- ur verið vinsælasta kvikmyndin vestan hafs síð- ustu vikurnar. í fljótu bragði má ætla að Cast Away sé nokkurs konar nútímaútgáfa af Róbin- son Krúsó. Myndin fjallar um mann sem verður strandaglópur á eyðieyju. Leikstjórinn, Robert Zemenicks (Forest Gump, What Lies Beneath), er samt ekki alveg sammála þessari kenningu og segir að hann sé meira að fjalla um andlegt heil- brigði nákvæmnismanns sem þarf að lifa við gjörbreyttar aðstæður. í Cast Away leikur Tom Hanks Chuck Nolan, mann sem vinnur hjá flutningafyrirtæki og er mikill nákvæmnismaður. Má segja að líf hans snúist um hvað klukkan sé, gera þetta og gera hitt á þessum og þessum tíma. Nolan er metnað- argjarn og á mikilli uppleið. Nolan ferðast mikið og þarf því kærasta hans að venja sig við hraðan V að lifsmáta. A einu ferðalag- inu ferst flugvélin sem hann er farþegi i. Nolan kemst einn lífs af og verður strandaglópur á eyðieyju. Nú þarf hann lifa við aðstæður sem honum eru algjörlega ókunnugar og and- stæða við líf hans hingað til þar sem fyrsta hugsun hans daglega verður að snúast um það hvernig hann á að lifa af daginn. Nolan, sem er mikill reikningshaus og vanur að taka á vandamálum, þarf að endurskipuleggja lífsklukku sina og gerir það með sinni aðferð. Tekst honum að koma sér í sálar- legt jafnvægi og venja sig við lífið á eyjunni en hann getur ekki Leikstjórinn aö störfum Robert Zemenicks viö tökur á eyjunni. reiknað út eða skipulagt hvernig hann á að láta vita af sér eða koma sér aftur i siðmenninguna. Tom Hanks hefur feng- ið mikið lof fyrir leik sinn i myndinni og er þess skemmst að minnast að hann fékk Golden Globe- verðlaunin um síðustu helgi og þykir einna heit- astur af þeim sem koma til með að keppa um ósk- arsverðlaunin. -HK Blair-nornin snýr aftur Einhver óvæntasti smellur síð- ustu ára var án efa Blair Witch Project, kvikmynd sem kostaði nánast ekki krónu og var gerð eins og tæknilega ófullkomin heimilda- mynd. í myndinni sagði frá þrem- ur nemum í kvikmyndagerð sem fóru út i skóg nálægt Burkittsville i Marylandríki í Bandaríkjunum. Þeir ætluðu að gera heimHdar- mynd um þjóðsöguna Blair Witch en hurfu allir sporlaust. Ári síðar finnst búnaður þeirra og þar á meðal það sem kvikmyndað var fram að þeim degi sem þau hurfu. Þetta var efni myndarinnar sem setti allt á annan endann. Lýðnum var gert ljóst að framhald yrði gert og tók það nokkuð langan tíma fyr- ir aðstandendur myndarinnar að koma sér niður á sögu sem gæti veriö trúverðugt framhald. í haust leit síðan framhaldsmyndin The Book of Shadow: Blair Witch 2, dagsins ljós og þá kom í ljós að ekki voru þar á ferðinni sömu sniHdartUþrif og i fyrri myndinni og það af skUjanlegum ástæðum: BORGARLEIKHUSIÐ ‘17TSHWF l»iUI ' . Bjami Geir Guðjónsson Teigagerði 17 108 Reykjavík 6270 Ásgeir Tómas Guðmundsson Flókagötu 8 105 Reykjavík 6477 Þórunn Heimisdóttir Löngumýri 4 210 Garðabæ 12759 Lovisa S. Erlingsdóttir Stekkjarbergi 8 221 Hafnarfirði 12410 Anna S. Ámadóttir Túngötu 21 400 ísafirði 16476 Krakkaklúbbur PV oq BorgarleikHúsið þakka frábasra þátttöku. Leitaö aö nornmni Fimmmenningarnir búa sig undir nótt í skóginum Nornin lætur til skarar skríða. Einn af leiöangursmönnunum getur ekki gert sér grein fyrir því hvernig hann fékk djúpar skrámur. Það er erfitt að koma fólki á óvart tvisvar með sama hlutnum. í nýju myndinni eru leikaramir óþekktir eins og I fyrri myndinni og halda flestir eigin nöfnum. Myndin hefst í bænum BurkitsvUle þar sem goðsögnin um Blair Witch varð tU og lifir þar enn góöu lífi. Jeff var einn þeirra sem sáu Blair Witch Project og ákveður að græða dollara á því að opna ferðaskrifstofu og fara með hóp- ferðir í skóginn. Dag einn koma flögur ungmenni og panta ferð. Jeff fer með þau í einnar nætur ferð. Morguninn eftir svaUsamt kvöld gera þau sér grein fyrir þvi að þau hafa vakað alla nóttina en muna ekkert hvað þau gerðu. Þau fara til BurkitsvUle með það á tilfinning- unni að eitthvað fylgi þeim þang- að. Leikstjóri Book of Shadows: Blair Witch 2 heitir Joe Berlinger og er þetta fyrsta leikna kvikmyndin sem hann leikstýrir. Hann er þekktur leikstjóri heimildamynda og sjálf- sagt hefur hann verið valinn tU að stjórna framhaldinu þar sem mikU áhersla er lögð á að myndin sé trú- verðug heimildamynd. Frægasta heimildamynd hans heitir Paradise Lost: The ChUd Murders at Robin Hood HiUs þar sem hann fer í saumana á frægu sakamáli þar sem þrjú böm voru myrt. Book of Shadow: Blair Witch 2 verður sýnd í Saga bíói, Kringlu- bíói, Nýja biói, Akureyri og Nýja bíói, Keflavík. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.