Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Page 24
28
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001
Tilvera DV
ILLiá
Geir og furst-
arnir á Kaffi
Reykjavík
í kvöld troða Geir og furstarn-
ir upp á Kaffi Reykjavík. Þeir
leika klassíska skemmtitónlist
sem endranær og sérstakur gest-
ur þeirra verður saxófónleikar-
inn Sigurður Flosason'
Krár
■ ALEXANDER ÞYSKI A
KRINGLUKRANNI
Þýski vonnabí-júróvisjón-snillingurinn
Alexander Jonas syngur og leikur fyr-
ir gesti Kringlukrárinnar í kvöld frá
19 til 23.
Sveitin
■ CHICAGO BEAU A N1 BAR
Gamall kunningi blúsáhugamanna
heimsækir ísland um þessar mund-
ir. Hér er á ferðinni Chicago Beau
sem kom hér til lands í blúsbylgj-
unni sem hófst með Vinum Dóra,
KK og fleirum á níunda áratugnum.
Kappinn kemur til með að spila á
N1 bar í Keflavík í kvöld klukkan
23. Meö Chicago Beau leikur að
þessu sinni hljómsveit Guðmundar
Péturssonar gítarleikara sem er
einn sá fremsti á þessu sviði hér á
landi og þó víöa væri leitað. Hljóm-
sveitina skipa auk Beau og Guð-
mundar þeir Jón Ólafsson píanóleik-
ari, útsetjari og stjórnandi, Haraldur
Þorsteinsson bassaleikari, sem er
ómissandi þegar blúsinn er annars
vegar, og Jóhann Hjörleifsson
trommuleikari.
Leikhús
■ ANTIGONA
i kvöld kl. 20 verður Antigóna eftir
Sófókles sýnd á Stóra sviði Þjóð-
leikhússins. Leikstjóri er Kjartan
Ragnarsson en aðalhlutverk eru
meðal annars í höndum Halldóru
Björnsdóttur og Arnars Jónssonar.
■ LANGAFI PRAKKARI eftir Sig-
rúnu Eldjárn verður sýnt í Grindavík
kl. 17.15 í dag.
■ VINIR INDLANDS
í kvöld verður skemmtidagskrá í
Kaffileikhúsinu í Hlaövarpanum á
vegum Vina Indlands. Fjölbreyttar
uppákomur til styrktar menntunar-
átaki fyrir börn og ungt fólk á Ind-
landi.
Myndlist
I FJOLL RIMAR VK) TROLL I AS-
MUNDARSAFNI Margt tröllslegt býr í
þeim björgum sem Páll Guðmundsson
frá Húsafelli hefur skapað.listaverk sín
úr. Sýning hans stendur í Ásmundar-
safni. Páll er ekki einn íslenskra lista-
manna sm sækir hugmyndir sínar I hina
hrikalegu og stórbrotnu fegurð sem fjöll-
in ein búa yfir. Ásmundur Sveinsson
nefndi oftar en einu sinni að tröllin hans
ættu upphaf sitt aö rekja til íslensku
fjallanna og er allmörg dæmi um þetta
að finna í verkum hans. í sýningunni í
Ásmundarsafni er þessum tyeimur lista-
mönnum stillt upp saman. Útkoman er
rammíslensk sýn tveggja ólíkra lista-
manna sem sækja hugmyndir sínar í
harðgeröa náttúruna og meitla hana af
fingrum fram. Sýningunni lýkur 29. apríl.
Sport
I ISLANP - MAROKKO A SPORT-
KAFFI
Það verður klikkuö stemning klukk-
an 17.30 á Sportkaffi í kvöld því
EM-leikur íslands og Marokkós verð-
ur í beinni.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.ls
DV, AKUREYRI:_______________________
„Það er mjög gaman fyrir okkur
að fá tækifæri til að starfa hér við
þessar mjög svo góðu aðstæður sem
hér eru og við horfum mjög bjart-
sýnir til framtíðarinnar," segja
hestamennimir Björgvin Daði
Sverrisson og Eyþór Jónasson sem
reka hestamiðstöðina að Björgum í
Hörgárdal í Eyjafirði. Það er eigin-
lega hægt að tengja þá félaga við allt
sem tengist hestamennsku því þeir
bjóða „upp á allan pakkann" eins og
Björgvin Daði orðaði það. Það eru
tamningar, þjálfun kynbótahrossa
og sala á hrossum. Þá standa fyrir
dyrum reiðnámskeið en Eyþór er
Bíógagnrýni
sérstaklega lærður sem reiðkenn-
ari.
Ekki er hægt að segja annað en
að aðstaðan að Björgum sé mjög
góð, a.m.k. ef miðað er við það sem
Norðlendingar hafa átt að venjast til
þessa. Rúmt er þar um 30 hross sem
þeir félagar eru með í húsi, þeir
hafa um 300 fermetra reiðskemmu
sem er mjög góð inniaðstaða og
utan við dymar er hringgerði.
Skammt frá húsunum er svo reið-
völlur þar sem fyrirhugað er að
halda keppni mánaðarlega og byrja
strax í næsta mánuði.
Þeir félagar segja það mjög
skemmtilegt að fást við þessi störf
og sérstaklega varð þeim tíðrætt um
þjálfun kynbótahrossanna sem væri
langtímaverkefni. „Ég neita því
ekki að við erum farnir að horfa til
landsmótsins sem verður á næsta
ári, við erum hérna með hross sem
væntanlega verður gaman og spenn-
andi að sýna þar,“ segir Eyþór.
Hestamenn við Eyjafjörö ættu að
notfæra sér þjónustu þeirra félaga,
þar eru greinilega á ferðinni menn
sem leggja sig alla fram og hafa
ánægju af því sem þeir eru að gera,
um leið og þeir eru að veita þjón-
ustu sem ekki hefur verið svo að-
gengileg í Eyjafirði til þessa.
-gk
DV-MYND GK
Björgvin Dabi og Eyþór
Á milli þeirra er Kládíus, 4 vetra stóðhestur, sonur Galsa, sem er mikið efni og miklar vonir bundnar við.
Robbie eignast
Islandsvm-
urinn Robbie
Williams hef-
ur eytt hátt í i %
tvö hundruð ■
milljónum
króna í eigin
veitingastað
og nætur-
klúbb í
London til
þess að geta farið út á kvöldin og feng-
ið að vera í friði fyrir ágengum aðdá-
endum. „Robbie gerir sér vonir um að
þetta geti verið eins konar annað
heimili hans þar sem hann verður
ekki fyrir ónæði,“ segir vinur söngv-
arans í viðtali við blaðamann The
Sun. „Hann þolir ekki pöbbana af því
að alltaf er einhver að angra hann.“
Nýi staðurinn opnar í febrúar.
Leikstjórn: Howard Deutch. Handrit:
Vince McKewin. Tónlist: John Debney.
Kvikmyndataka: Tak Fujimoto. Leikarar:
Keanu Reeves, Gene Hackman, Brooke
Langton o.fl.
Hressir hestamenn í hestamiðstöðinni að Björgum í Hörgárdal:
Farnir að horfa til
landsmótsins
Sambióin - The Replacements
Óskadraumur meðal-
skussanna
Gunnar Smári
Egilsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Um einhverja mynd var sagt að
hún væri svo fyrirsjáanleg að áhorf-
andanum þætti sem hann hefði
skrifað handritið sjálfur. Þetta á við
um Varaskeifurnar. Ruðningskapp-
ar fara í verkfall og eigandi eins fé-
lagsins kallar á ódælan þjálfara og
felur honum að gera lið úr ósam-
stæðum hópi leikmanna sem hafa af
mismunandi ástæðum ekki fótað sig
i atvinnumennskunni. Allir fá ann-
an sjens og með samstöðunni vinna
þeir allt og alla og fá prinsessuna að
launum. Leikmannahópurinn er
hefðbundinn samtíningur af klisju-
kenndum karakterum. Það mætti
skipta út ruðningsboltanum fyrir
byssur, deildarleikjunum fyrir leið-
angur inn á óvinasvæði, og þá vær-
um við komin með hefðbundna
stríðsmynd eða vestra.
Undir sögunni liggur trúin á að
allir geti blómstrað ef þeir fái sann-
gjarna möguleika. Og það sem kem-
ur i veg fyrir að þetta hendi alla er
kerfið - ríkið, stórfyrirtækin, pen-
ingamir og kapítalisminn. Þetta er
bandarísk mynd. Þar í landi láta
menn 98 prósent bíómynda fjalla
um sterka einstaklinga sem sigra
þrátt fyrir andstöðu þeirra sem si-
fellt eru að ráðskast með líf okkar.
Og langflestar skila þessu betur en
Varaskeifurnar.
Stundum gleymir maður þvi að
Hollywood er bara smábær og lýtur
sömu lögmálum og aðrir smábæir.
Okkur héma á íslandi er innrætt
minnimáttarkennd í frumbernsku
og höldum oft að fólk af stórum
þjóðum sé stærra en við. Og að í
Hollywood búi úrvalsfólk; fólk sem
hefur stækkað svo að það rúmast
ekki lengur í sinni heimabyggð. En
svo koma bíómyndir eins og The
Replacements og sýna okkur að í
Hollywood eiga menn í sömu vand-
ræðum með úrvalið og við. Þar búa
margir hæfileikamenn sem fá ekk-
ert að gera en einhverjum meðal-
skussum eru réttar milljónir til að
búa til bíó. Sem kunnugt er er mun-
urinn á meðalskussum og hæfi-
leikamönnum sá að meðalskussinn
vill búa til bíó eins og hinir en hæfi-
leikamaðurinn vill gera sitt bíó.
Howard Deutch leikstýrði Pretty
in Pink fyrir 15 árum og hefur síð-
an gert æ verri myndir. Pretty in
Pink var ekkert meistaraverk; hún
var hressileg fremur en góð. Deutch
hefur því ekki úr háum söðli að
detta en hann liggur eftir sem áður.
Undanfarin ár hefur hann mest leik-
stýrt sápum í sjónvarpi og fram-
haldi af miðlungsmyndum fyrir bíó.
Handritshöfundurinn Vince
McKewin, sem hafði skrifað tvö
handrit áður en hann kláraði The
Replacements, hefur mest framfleytt
Varamaðurinn og þjálfarinn
Keanu Reeves og Gene Hackman í hlutverkum sínum.
sér á aukahlutverkum i sjónvarps-
sápum. Einhvern veginn tókst þess-
um félögum aö fá nógu mikla pen-
inga til að gera mynd eftir handrit-
inu - svo mikla að þeir gátu borgað
Keanu Reeves og Gene Hackman
fyrir að leika í henni.
Keanu Reeves og Gene Hackman
hafa hingað til verið vandlátir á
þær myndir sem þeir leika í - ef
undan eru skilin síðustu árin áður
en rann af Hackman. Ég næ því
ekki alveg hvað þeir sáu við þessa
mynd. Og enn síður kvikmynda-
tökumaðurinn Tak Fujimoto. Fu-
jimoto á einkar glæsilegan feril
(The Sixth Sense, Philadelphia, The
Silence of the Lambs; svo dæmi séu
tekin). Hann hefur áður unnið með
Deutch svo ef til vill eru þeir vinir.
Og kannski þekkir Hackman
McKewin og McKewin kannast við
Reeves og svo framvegis og áður en
nokkur áttar sig eru þeir allir sestir
í sömu súpuna - handritið að The
Replacements.
Carey allt of
kynþokkafull
Söngkon-
an Mariah
Carey
reyndi hvað
hún gat að
draga úr
kynþokka-
fuliri imynd
sinni þegar
hún lék
fyrsta kvik-
myndahlut-
verkið sitt.
Árangurinn
varð hins
vegar þver-
öfugur við það sem til var ætlast. í
myndinni leikur Mariah saklausa
og harðduglega söngkonu á nætur-
klúbbi. Þegar söngkonan fékk að sjá
fullklippta myndina setti hana
dreyrrauða undir einu atriðinu. í
ljós kom nefnilega að fötin sem hún
var í voru gegnsæ.
„Mariah varð vandræðaleg og
hún roönaði þegar hún sá afrakstur-
inn. Hún var miklu kynþokkafyllri
en áður,“ segir heimildarmaður
innan gengisins sem gerði kvik-
myndina All That Glitters.