Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 4
Fréttir MIDVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 I>V Umferð um Reykjavíkurflugvöll hefur minnkað: Hrun á farþega- fjölda í leiguflugi - umtalsverð fækkun snertilendinga á fimm ára tímabili Reykjavíkurflugvöllur Mikill samdráttur er í umferó um völlinn samkvæmt tölum Flugmálastjórnar. Töluverðar breytingar hafa verið á umferð um ReykjavíkurflugvöE á ár- unum 1995 til 2000 og hefur svokölluð- um snertilendingum fækkað verulega á þessum tíma. Þá er farþegum einnig farið að fækka aftur, eftir að hafa náð hámarksfjölda árið 1999, og hreinlega um hrun á farþegafjölda í leiguflugi að ræða samkvæmt upplýsingum frá Fiugmálastjóm. Árið 1995 var heildarfjöldi snerti- lendinga á Reykjavikurflugvelli skráð- ur 125.946. Þeim fækkaði síðan í 116.001 árið 1996. Lendingar á vellinum náðu hámarki 1997 og vom þá 126. 956. Eftir það fer að halla undan fæti og 1998 vom 122.050 snertilendingar á vellin- um, árið 1999 vom þær 94.261 og á sið- asta ári, 2000, vom þær komnar niður í 93.265. Hrun í leigkiflugl Sláandi er hversu farþegum í leiguflugi hefur fækkað mikið á þessu tímabili, eða um nærri 14.400 manns, úr 18.581 í 4.188. Árið 1995 fór 18.581 farþegi í leiguflugi um Reykjavíkurflugvöll. Árið 1996 fór fjöldinn í 18.217 og í 14.691 árið 1997. Mikil fækkun varð síðan á farþegum i leiguflugi árið 1998, en þá var fjöldinn 8.735, og fækkaði því um 41% á miili ára. Árið 1999 var enn mik- il fækkun, eða um 36%, og var fjöldinn þá 5.627. Enn hélt áfram að fækka á síðasta ári, eða um 265, og var farþega- fjöldinn í leiguflugi þá aðeins 4.188. Þegar skoðaðar em heildartölur um farþegafjölda kemur í ljós að árið 1995 fór 348.331 flugfarþegi um völlinn. Árið 1996 jókst fjöldinn f 351.429 og í 393.541 árið 1997. Vöxturinn hélt áfram 1998 og fór þá í 440.585 farþega og náði há- marki 1999. Það ár var farþegafjöldinn samtals 452.917. Á síðasta ári dró tals- vert úr farþegafjöldanum og fór hann niður í 437.139. í áætlunarfluginu hefur breytingin ekki verið eins afgerandi. Jöfn stígandi var í aukningu áætlunarfarþega frá 1995 til 1999 en dalaði á ný á síðasta ári. Þannig fóra 329.072 áætlunarfar- þegar um ReykjavíkurflugvöU árið 1995. Árið 1996 vora þeir 332.795, árið 1997 voru þeir 378.415, árið 1998 voru þeir 431.441 og 447.166 árið 1999. Á síð- asta ári fór talan síðan í 432.951 sem er 3% samdráttur. Þá hefur verulegur samdráttur orðið í sjúkraflugi á þessu timabili. Vöra- og póstflutningar um völlinn hafa einnig dregist mikið saman, eða um nærri fjóröung á fimm ára tímabili og farið úr 2.007 tonnum árið 1995 í 1.531 tonn á síðasta ári. -HKr. Akranes: Vilja létta á Borgar- neslögreglu DV, AKRANESI:______________ Lögsagnarumdæmi Akraneslög- reglu og Borgarneslögreglu hafa nokk- uð verið i sviðsljósinu, einkum eftir að Hvalfjarðargöngin komu til sögunnar. „Mörg undanfarin ár hefúr verið bent á vankanta þess að miða þjónustu- svæði lögreglunnar á Akranesi við bæjarmörk Akraneskaupstaðar," segir bæjarstjórinn á Akranesi. „Ljóst er að um ein milljón bíla fer um Hvalfjarðargöng og svæði Borgar- neslögreglunnar er mjög stórt og viða- mikið. Öll skynsemisrök mæla með því að þjónusta lögreglunnar, sem að sjálfsögðu er greidd af ríkinu, nái yfir skynsamleg þjónustusvæði í því skyni að tryggja öryggi og sem besta þjón- ustu við íbúa og vegfarendur. Bæjar- stjóm hefur á liðnum árum margsinn- is ályktað um málið, en því miður hef- ur það ekki haft áhrif á skiptingu svæðisins í lögsagnarumdæmi. Hvort skynsemin verður látin ráða í þessu efhi í framtíðinni skal ósagt látið, en því miður er mikil tregða við að taka á málinu af hálfu þeirra sem hafa til þess völd,“ sagði Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, við DV. Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjómar Akraness, sagði á fundi bæjarstjómar Akraness að réttast væri að fara á fund dómsmálaráðherra og ræða þetta mál. Dómsmálaráðherra mun hafa reifað hugmyndir um breytt lögsagnarumdæmi í viðræðum við sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar fyrir um einu ári en þær fengu ekki góðar viðtökur og var hafnað. -DVÓ 30 daga fangelsi fyrir nefbrot DV, AKRANESI: Héraðsdómur Vesturlands dæmdi i siðustu viku 17 ára Akurnesing í 30 daga fangelsi fyrir líkamsárás á 16 ára ungling á Akranesi. Fulln- ustu refsingarinnar skal fresta og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins ef ákærði heldur almennt skilorð. Ákærði sló 16 ára ungling hnefa- högg í andlit aðfaranótt laugardags- ins 4. nóvember 2000 í samkomusal Fjölbrautaskóla Vesturlands, með þeim afleiðingum að hann nefbrotn- aði. Samkvæmt sakavottorði ákærða hafði hann ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar var litiö til þess, svo og ungs aldurs hans, og þess að hann hefur gengist greiðlega við broti sinu. Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari dæmdi. -DVÓ 140.000 125.946 Hlutfall snertilendinga 126.956 ^oso ■ 1997 1998 2000 Veöríö í kvöld Suövestanátt á landinu Suðvestan 8 til 13 m/s og él en heldur hægari vindur og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti yfirleitt um eða rétt undir frostmarki. Sólargangur og sjávarföil REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.59 09.17 Sólarupprás á morgun 09.23 17.34 Siódeglsflóö 23.33 04.06 Árdegisflóó á morgun 11.57 16.30 Skýriá^r á ve&irtáknum Kvindátt 10V-HITI ÍX -10° ■^SVINDSTYRKUR N-rensT í metrum á sakúndu tkuö HEIÐSKIRT o €3 O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ AISKÝJAÐ c. o RIGNÍNG SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q 0 ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ROKA Færð á vegum Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar er hálka í nágrenni Reykjavíkur. Snjóþekja er á vegum í Árnessýslu og hálka á Vesturlandi. Bjart veöur á Noröaustur- og Austurlandi Suðvestan 8 til 13 m/s og él en heldur hægari vindur og bjart veður verður á Noröaustur- og Austurlandi. Hiti yfirleitt um eða rétt undir frostmarki. Fostuda m Laugar M Vindur:t 15-23 m/s Hiti 3° til 0° Vindur: 15—23 m/» Hiti 5° til 8° Sunnu Vindur: 5—10 m/i J Híti 2® tit 4° Vestlæg átt, 18-23 m/s um tíma og víða él en suöaustan 15-20 og rlgnlng i fyrstu austan- lands. Kólnandl veöur og hltl nálægt frostmarkl Sunnan 18-23 m/s en heldur hægarl vlndur austan tll. Rlgnlng, elnkum sunnan- og vestanlands og hltl víöa á blllnu 5 tll 8 stlg. Suövestanátt og skúrir eöa él sunnan- og vestanlands. Heldur kólandl veöur Veðriö AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI léttskýjað skýjað skýjað skýjaö snjóél heiðskírt skýjað 2 1 1 1 2 1 -1 O BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG snjóél 1 alskýjaö 4 alskýjað -1 skýjað 1 alskýjaö 0 rigning 9 rigning 7 heiðskírt 11 þokuruðningur 2 rigning 8 þokumóða O rigning 2 lágþokublettir-2 heiðskírt -9 skýjað 3 þoka 2 alskýjað -6 léttskýjað 2 léttskýjað 1 skýjað 9 heiöskírt -7 heiðskírt -17 skýjaö 2 þoka 17 heiðskírt 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.