Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 Fréttir ÐV Rannsóknastjóri Gallup á íslandi kastar steinum úr glerhúsi Mislagðar hendur - alvarleg mistök hafa orðið í framkvæmd skoðanakannana Gallups á íslandi 7% 6 5 V. 4 Frávik skoðanakannana frá kosningaúrslitum 5,5 1,3 1,3 ■HDV Félagsvísindastofnun Hagvangur Skáís ÉÉlGallup Markaössamskipti 2,2 Borgstjkosn. Þingkosn. Borgstjkosn. 1990 1991 1994 Þingkosn. 1995 Borgstjkosn. Þingkosn. 1998 1999 S3 Sveitastjórnakosningar í Reykjavík 1998 1:53 - meðalfrávik skoðanakannana ^ yg 1,6 1,4 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0 0,15 0,80 1,00 DV 0= Úrslit kosninga Félagsvísinda- GALLUP stofnun Markaðs- samskipti Þorlákur Karlsson, rannsókna- stjóri hjá Gallups á íslandi, sagði í fréttum ríkissjónvarpsins þann 2. febrúar sl. aö hlægilegt væri að halda að nokkrar sekúndur í sjón- varpi geti leitt til þess að tugþús- undir hætti við að kjósa ákveðinn flokk. Vísaði hann þar með vand- lætingu til síðustu könnunar DV um fylgi stjórnmálaflokka sem sýndi ólíka niðurstööu miðað við Gallupkönnun um sama mál. Rannsókna- stjórinn gefur hins vegar enga skýringu á hvers vegna Gallup mælir ekki mikl- ar sveiflur á fylgi t.d. Samfylkingar í tengslum við umfjöllun á þingi um dóm Hæsta- réttar í svoköll- uðu öryrkjamáli og viðbrögð ríkis- stjórnarinnar. Vekur það óneitan- lega spurningar um hvort með að- ferðafræði Gallups sé hreinlega hægt að mæla breytingar líðandi stundar. Gallup gerir mánaðarlega kannanir um fylgi flokkanna, að þessu sinni var könnunin gerð dag- ana 3. til 30. janúar, eða á 27 daga tímabili. Umrædd könnun DV var hins vegar gerð á einum degi, 28. janúar. Könnunin sýndi að Samfylkingin tapaði miklu fylgi á nokkrum dögum frá könnun sem gerð var 12. janúar. Það sem var 1 umræðunni þann daginn og næstu daga þar á undan hlýtur að vera fólki ferskara í minni en eitthvað sem gerðist á öðrum tíma. Könnun- in var gerð í kjölfar margendursýn- inga á átakanlegu aðsvifi heilbrigð- isráðherra í beinni útsendingu, þar sem Össur Skarphéðinsson stóð álengdar að því er virtist aðgerða- laus. Hvort þetta atvik, eða mál- flutningur Össurar og Samfylkingar á þingi um öryrkjamálið, hefur haft úrslitaáhrif á afstöðu fólks í könn- uninni verður aldrei upplýst. Hitt er augljóst að könnun DV mældi hughrif kjósenda á því augnabliki sem könnunin er gerð. Könnun sem gerð er yfir langt tíma- bil, eins og könnun Gallups, mælir slík skyndihughrif mjög illa vegna þess að úrtak könnunarinnar þann dag er væntanlega sáralítið. Kann- anir DV fyrir og eftir umfjöllun Al- þingis um öryrkjamálið mældu einmitt afstöðu fólks í hita leiksins eins og ætlunin var. Ef kannanir ættu einungis að sýna meðaltalsút- komu yfir langt tímabil þá væri eðlilegast að birta aðeins niðurstöð- ur einu sinni á ári, eða jafnvel einu sinni á fjögurra ára fresti. Slíkt er ekki tilgangurinn með könnunum DV. Þeim er beinlínis ætlað að mæla breytingar á skoðunum al- mennings til ýmissa málefna á þeim Miðlar af dapurri tóbaksreynslu Kvikmyndaleikarinn og fyrrum sí- garettufyrirsætan Alan Landers hefur undanfama daga heimsótt fjölda fram- haldsskóla á landinu til að fræða fram- haldsskólanemendur um skaðsemi reykinga og þær snörur sem tóbaks- iðnaðurinn leggur um háls ungmenna. Landers hefur einnig átt fund með for- seta íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum og í gær fundaði hann með nemendum í Kvennaskólanum. Landers var um árabil fyrirsæta fyr- ir Winston-tóbaksframleiðandann og vann að því að markaðssetja sígarettur meðal ungs fólks. Sjálfur var Landers stórreykingamaður og telur það hafa or- sakað það að hann hefur fengið krabba- mein i bæði lungun, gengist undir hjartaaðgerð og orðið fyrir skemmdum á raddböndum og taugum. -MA tíma sem þær eru teknar. Þorláki finnst þetta hlægilegt en forsvars- menn Gallups minnast hins vegar ekkert á ítrekuð alvarleg mistök í sínum könnunum. í þessu sam- bandi má benda á aö erlendis þykja skoðanakannanir sem byggja á könnun yfir einn dag áreiðanlegar og gera fjölmargir íjölmiðlar og fyr- irtæki slíkar kannanir, þar á meðal Gallup víða um heim. Gagnrýni rannsóknastjórans virðist því hitta viðurkennda erlenda fræðimenn og fjölmiðla fyrir. Einnig má benda á að úrslit kosninga ráðast af afstööu kjósenda á kjördegi en ekki upp- söfnuðu viðhorfi þeirra yfir langt tímabil, sem Gallup á íslandi telur eðlilegt að miða við. Alvarlegur galli Það þarf ekki að líta lengra en til síðasta árs til að finna fréttir af slík- um mistökum. í mars 2000 var t.d. frétt um margþætt alvarleg mistök gerð i fjölmiðlakönnun Gallups er varðar mælingu á notkun netmiðla. Svarmöguleikar voru sjö en aðeins var gefinn kostur á að merkja við sex þeirra. Af þessu leiðir að svörin reyndust gagnslaus og niðurstaðan því ekki marktæk. Þá var einn net- Innlent fréttaljós Hörður Kristjánsson blaðamaður miðillinn, Leit.is, hreinlega snið- genginn. Sá miðill var í könnun PriceWaterhouse Coopers um svip- að leyti mældur sem þriðja stærsta netsvæði landsins. „Ekki besta mælingin" I maí á siðasta ári viðurkennir sér- fræðingur Gallups beinlínis galla í könnun um sjónvarpsáhorf. Þá töldu forsvarsmenn íslenska útvarpsfélags- ins að áhorf á fréttatíma Stöðvar 2 væri vanmetið vegna aðferðafræði Gallups við könnunina. í fjölmiðla- könnuninni er áhorf mælt í 15 mín- útna bilum en þátttakendur í könnun- inni skrá aðeins hjá sér þá stöð sem þeir horfa mest á innan hvers tímabils. „Okkur er uppálagt að mæla sjón- varpsdagskrána í kortersbilum. Þetta hefur verið tiltölulega einfalt en Stöð 2 breytti dagskránni mikið og það veldur vandræðum,“ sagði Hafsteinn Már Einarsson sem stýrði könnuninni af hálfu Gallups. „Það er alveg ljóst að það er ekki besta mælingin að hafa þetta í kortersbil- um þegar dagskráin er á skjön við þessi kortersbil og væri ákjósan- legra að hafa bilin styttri, jafnvel fimm mínútur," segir hann og við- urkennir að hugsanlega hafi áhorf frétta Stöðvar 2 verið vanmetið. Og aftur berst gagnrýni á Gallup- könnun 6. maí i fyrra. Þá gerði Vís- ir.is alvarlegar athugasemdir við fjölmiðlakönnun sem Gallup-ls- lenskar markaðsrannsóknir gerði í mars það sama ár. Visir.is gagnrýn- ir m.a. einkunnagjöf um fyrir hversu vel viðkomandi netmiðlar höfða til fólks. Vísir.is gerði alvar- legar athugasemdir við þessa niður- stöðu vegna þess að grunngögn sýni að þetta hafi beinlínis verið rangt. Strik.is nýtti sér niðurstöður könnunarinnar í auglýsingum. Þar var sagt að samkvæmt fjölmiðla- könnun Gallups heimsæktu ríflega 36,6% netverja Strikið reglulega. Vísir.is sagði þar vera farið með rangt mál. Könnunin hafi í fyrsta lagi ekki mælt reglulegar heimsókn- ir á Netið heldur einungis þá sem einhvem tíma hafi heimsótt við- komandi netmiðil. í öðru lagi hafi talan ekki verið 36,6% heldur 35,6%. Frá upphafi var sú leið farin við gerð skoðanakannana á DV að taka slembiúrtak úr símaskrá og hafa jöfn skipti á milli kynja, lands- byggðar og höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir gagnrýni samkeppnisað- ila tala staðreyndirnar sinu máli. Skoðanakannanir DV hafa iðulega reynst nákvæmari öðrum könnun- um og næst niðurstöðum kosninga. Áfram mætti halda með mistaka- feril Gallup, en samanburði á áreið- anleika skoðanakannanna miðað við úrslit margra kosninga hafa áður verið gerð skil í DV. -HKr. Reykingar hættulegar Kvikmyndaleikarinn og fyrrum sígarettufyrirsætan Alan Landers fræddi nemendur í Kvennaskólanum um skaösemi reykinga í gær. Umsjón: Reynir Traustason netfang: sandkorn@ff.is Kvennahjal Miklar sögu- sagnir hafa geisað að und- anfomu um að Ingibjörg Pálmadóttir hyggist víkja | af hinu póli- 1 tíska sviði innan skamms. Kenningasmiðir hafa lagt málið þannig upp að Ingibjörg myndi hætta sem heilbrigðisráðherra og í hennar stað kæmi Jónína Bjart- marz, formaður heilbrigðisnefndar, sem enn ihugar varaformannsfram- boð. Jónína er sögð njóta ákafs stuðnings Halldórs Ásgrímsson- ar formanns og Valgerðar Sverr- isdóttur viðskiptaráðherra. Það sem varð til að sögusagnir gusu upp var að Jónina og Valgerður brugðu sér á dögunum upp á Akra- nes þar sem þær heimsóttu heil- brigðisráðherra á sjúkrabeðinn. Ástæða heimsóknarinnar mun hafa verið samhugur einn og konurnar þrjár, sem allar eru á barneigna- aldri, ræddu flest annað en vara- formannskjör ... Árni stórgallaður Miklir gallar hafa komið fram í nýja haf- rannsóknaskip- inu Árna Frið- rikssyni RE sem smíðað var með erfið- ismunum í Chile. Vefritið mar.is greinir frá því að „óþefur" sé af málinu. Afhending skipsins hafi dregist um ár en síðan sé ekki tryggt rekstrarfé nema í 168 daga á þessu ári. Mar.is fær út að rót vandræðanna sé sú að Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda hf., sé stjórnarmaður í LÍÚ sem gaf skipiö, auk þess að sitja í stjórn Hafrannsóknastofnunar og gegna embætti aðalræðismanns Chile ... Hofsós í tísku í gegnum tíð- a hefur Hofsðs verið í fréttum vegna þess að staðurinn hefur glimt við erfið- leika. Byggðar- lagið er jafn- framt hið eina sem svipt hef- ur verið sjálf- ræði og lotið beinni stjórn félags- málaráðuneytisins. Nú kveður við annan og bjartari tón í málefnum Hofsóss og fyrirmenni keppast að sögn við að kaupa hús á staðnum. Um helgina bárust fregnir af för Hag- kaupssystra norður. Að sögn leituðu þær Ingibjörg og Lilja Pálmadæt- ur að hentugu húsi til að eiga skjól frá skarkala borgarinnar... 14-2 Bryndíí Hlöðversdóttii hlaut sannfær- andi kosningu, 14-2, sem þing- flokksformaður Samfylkingar eftir að Rann- veig Guð- mundsdóttir féllst á að draga sig i hlé gegn því að fá sæti Sighvats Björgvinssonar í Norð- urlandaráði og utanríkismála- nefnd. Þessar hrókeringar ýta und- ir sögusagnir um að Rannveig muni ekki gefa kost á sér aftur til þingsetu. Annað sem menn velta fyrir sér er það hvaða tveir þing- menn hafi setið hjá við atkvæða- greiðsluna. Vist er talið að Bryndís hafi sjálf setið hjá en vangaveltur eru uppi um að Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður hafi verið hin hjásetan...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.