Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001
Skoðun DV
Hefurðu farið í leikhús
í vetur?
Elín Gunnlaugsdóttir arkitekt:
Já, ég sá Sýnd reiöi sem var
atveg ágætt.
Halldór Karlsson byggingarfræöingur:
Nei, ég er nýkominn til landsins
eftir langa dvöl í Danmörku.
Björgvin Halldórsson
byggingafræöingur:
Nei, en ég er aö fara aö sjá Meö
fulla vasa af grjóti, núna 18. febrúar.
Birgir Teitsson arkitekt:
Já, ég fór á Horföu reiöur um öxl sem
var mjög gott. Hilmir stóö sig vel.
Egill Guðmundsson arkitekt:
Já, nokkrum sinnum. Horföu reiöur
um öxl stendur upp úr, öflugt leikrit.
Aöalsteinn Snorrason arkitekt:
Nei, en er aö fara næstu helgi á
Meö fulla vasa af grjóti.
Kúariðan,
Erla Alexanderstíöttir
skrifar:________________
Það er með eindæmum að það
skuli ekki varða við lög að flytja til
landsins og selja kjöt frá kúariðu-
löndum. Við erum svo heppin að
vera eyja úti I hafi sem hefur ókosti
að sumu leyti en þann kost bestan að
við ættum að geta verndað fólk og
fénað fyrir banvænum sjúkdómi eins
og kúariðu.
Að það skuli yfirleitt koma til
mála að flytja inn þessar afurðir er
stórhneyksli og sýnir andvaraleysi
og ábyrgðarleysi stjórnvalda. Það er í
höndum nokkurra gróðafyrirtækja
sem einskis svífast hvort fólk er
drepið af hægfara sjúkdómi og naut-
gripir af kúariðu.
Það kann að koma að því að allt
nautakjöt í heilum heimshlutum
verði talið óhæft til neyslu og fólk
mun þá leita fanga þar sem enn er
hægt að fá matvöru sem hægt er að
treysta að sé ósýkt. Þann kost hafa
Gunnar Einarsson
skrifar:__________________________
Ég er einn af þessum svokölluðu
bókaormum og les margar bækur á
hverju ári. Kennir þar vitaskuld
ýmissa grasa, en ævisögur og þjóð-
legur fróðleikur skipa þó sennilega
hæstan sess.
Ekki veit ég hversu margar ævi-
sögur eða endurminningabækur ég
hef lesið, en þær skipta hundruðum.
Flestar skilja lítið eftir - eru einung-
is lesnar sér til stundargamans - en
eina bók er þó vert að nefna fyrir þá
sök hversu aíbragðsgóð hún er. Þá á
ég við nýútkomna bók; Nærmynd af
Nóbelsskáldi - Halldór Kiljan Lax-
ness í augum samtímamanna.
Erlendir slátrarar undlrbúa grillveislu
Liöur í baráttunni fyrir aukinni kjötneyslu.
kjötið og
Það er venja hér ef kemur
upp sýking í matvœlum
hjá einhverjum framleið-
anda að um það má ekki
rœða, jafnvel þótt grunur
sé um að viðkomandi vöru-
tegund geti smitað og leitt
okkur til dauða. “
því miður ekki íslenskir gróðamenn i
fari sínu því kannski græða þeir ekki
á því strax, eða yfirleitt ekki þvi enn
er ekki búið að hrekja alla bændur
úr sveitum landsins.
Það er nú löngu viðurkennd stað-
reynd í Bandarikjunum að grænmeti
sem ræktað er í jarðvegi sem ausinn
hefur verið skordýraeitri og annarri
mengun áratugum saman veldur
beinkrabba í fólki. Við ökum okkar
íslenska grænmeti á haugana því það
er of dýrt og fyrir því eru sannanir,
„Hafði ég mikla ánœgju af
þessari bók og hygg ég að
hún hafi verið mikið fagn-
aðarefni öllum aðdáendum
Halldórs, enda er þarna
varpað nýju Ijósi á margt
sem honum viðkom. “
Ég hef löngum verið aðdáandi
Halldórs, og því var þessi bók mér
kærkomin. Þar greina margir sam-
ferðamenn rithöfundarins, bæði inn-
lendir og erlendir, frá kynnum sin-
um af honum og eru allir kaflarnir
bráðskemmtilegir og fræðandi.
ábyrgðin
en það afsakar ekki að flytja inn
grænmeti frá löndum sem ekki þora
að bjóða það sínu fólki.
Það er venja hér ef kemur upp sýk-
ing i matvælum hjá einhveijum fram-
leiðanda að um það má ekki ræða,
jafnvel þótt grunur sé um að viðkom-
andi vörutegund geti smitað og leitt
okkur til dauða. íslenskar húsmæður
verða að fara að hugsa um hvað þær
setja á diska barna sinna og þeirra
sem þær bera ábyrgð á. Við ættum
auðvitað í sömu andrá að hætta að
kaupa sykurleðjuna sem seld er hér í
bakaríum á uppsprengdu verði, og þá
ekki síður brauð, sem eru lítið annað
en loftið tómt.
En kannski eru málin að þróast í
þá áttina að verði menn blankir þá sé
ekki annað ráð en að bregða sér upp
í sveit og reyna að fmna hross eöa
belju til að aka á, það eru greidd sex
hundruð þúsund fyrir það, að sögn! -
Beljurnar eru þó meir hægfara og
kannski auðveldari bráð.
Meðal þeirra sem segja þama frá
eru: Matthías Johannessen, Árni
Bergmann, systkinin Solveig og
Helgi Jónsböm, Jón á Reykjum og
Hörður Óskarsson, auk Maríu, elstu
dóttur Halldórs, Einars, sonar hans,
og Sigríðar dóttur skáldsins og frú
Auðar.
Hafði ég mikla ánægju af þessari
bók og hygg ég að hún hafi verið
mikið fagnaðarefni öllum aðdáend-
um Halldórs, enda er þama varpað
nýju ljósi á margt sem honum við-
kom. Vil ég hér með koma á fram-
færi kærum þökkum til allra er
lögðu hönd á plóginn við gerð bók-
arinnar - hún er þeim vissulega til
mikils sóma.
Nærmynd af Nóbelsskáldi
Fokker stjórnmálanna
Villta vestrið er ekki á Snæfellsnesi.
Allt siðan Bárður Snæfellsás gekk þar um
grundir i góðum fíling hefur ekkert gerst
á Snæfellsnesi nema að Gulli í Karnabæ
flutti þangað. Ævisaga sem hét Hjá vondu
fólki var einmitt skrifuð um Snæfellsnes.
Meira að segja Þórður á Dagverðará flutti
burt og í Eyjafjörðinn. Og aðeins eitt er
verra en að fólk flytji af Snæfellsnesi til
Reykjavíkur: það að flytja í aðra sveit.
Samt eiga þeir þingmenn.
Sturla Böðvarsson er af Snæfellsnesinu.
Á góðum degi má sjá Sturlu á vappi um
Tryggvagötuna og ef sólin hefur fyrir því
að teygja sig niður á milli hinna íslensku stór-
hýsa má sjá stima á silfurbláan hadd ráðherr-
ans. Af hári hans lýsir eins og af hjarninu á
Snæfellsjökli. Ef Sturla greiddi sér öðruvísi
gætu margir haldið að höfuð hans væri lítið
jökulfræ. En greiðslan er önnur; hún er lík öör-
um jökli i sama kjördæmi. Hann er sá minnsti
og heitir Ok.
Halldór Ásgrímsson er eins og Rockall-klett-
urinn, sérstaklega af því hann stendur einn.
Sturla er líka dálítið klettslegur. „Eins og
höggvinn í grjót,“ segir öldruð frænka Dagfara
kiknar í hnjánum, „eins og höggvinn í líparít".
En Sturla er af holdi og blóði. Og sögur um að
honum hafi einhverju sinni ekki verið hleypt
út af Vaxmyndasafni Madame Tussaud eru úr
lausu lofti gripnar. Stœði hann í Þjóðminja-
safninu við Suðurgötu, grafkyrr og án þess að
mæla orð af vörum gœti stundum verið erfitt
að koma auga á hann - jafnvel þótt allir mun-
irnir væru áfram í Garðabœnum.
og
En
Sturla er af holdi og blóði. Og sögur um að honum
hafí einhverju sinni ekki verið hleypt út af Vax-
myndasafni Madame Tussaud era úr lausu
lofti gripnar. Stæði hann í Þjóðminjasafn-
inu við Suðurgötu, grafkyrr og án þess að
mæla orð af vörum gæti stundum verið
erfitt að koma auga á hann - jafnvel þótt
allir munirnir væru áfram í Garðabænum.
Stm-la er þessi þögla harða týpa sem við
sjáum stundum í vestrum. Þegar ævisaga
hans kemur út býst Dagfari við því að
Sturla geri upp ævi sina eins og óheppinn
Hollívúdleikari: Ég fékk stór hlutverk en
fáar línur.
Sturla er Fokker stjórnmálanna. Hann
er öruggur, ekki mjög hraðskreiður og
flýgur bara innanlands. Ökostirnir eru að
Fokker er frekar óþægilegur, fáar flugfreyjur og
áfangastöðum fækkar stöðugt.
Á meðan Kondkordþotur farast hefur Fokker-
inn sig til flugs og lendir án afláts. Það versta
sem getur gerst í Fokker er að kaffíð verði of
kalt. En Sturla er ekki kaldur hann er heitur
eins og heita vatnið sem fannst á Snæfellsnes-
inu. Það þurfti bara að bora dálítið djúpt. Flug-
drægni Fokkersins er takmarkalítil.
En einhvers staðar þurfa Fokkerar að lenda.
Reykjavíkurflugvöllur
Reykvíkingar einir kjósi um máliö.
Reykvíkingar kjósi einir
KH. sjkrifar:
Ýmis bæjarfélög hafa óskað eftir að
taka þátt í atkvæðagreiðslunni um
Reykjavíkurflugvöll. Telja verður þó
eðlilegast að einungis Reykvíkingar
taki þátt á þessu stigi málsins. Ef Bret-
ar hefðu sett niður flugvöll í miðbæ
einhvers annars bæjarfélags en
Reykjavíkur virðist hæpið að Reyk-
víkingar færu að gera tilkall til að fara
á svipaðan hátt svo freklega inn á
hagsmunasvið annarra bæjarfélaga.
Hvort Reykvíkingar vilja hafa flugvöll
í sínum miðbæ um aldur og ævi er
auðvitað fyrst og fremst þeirra að
ákveða, og um það snýst þessi væntan-
lega atkvæðagreiðsla. Stjómvöld hafa
enn 15 ár til velta fyrir sér öðrum stað.
Flóttamannavandamálið
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Mér fmnst stefna stjórnvalda í flótta-
mannavandamálinu vera röng. Efa þó
ekki að stjómvöldum gangi gott eitt til
með því t.d. að taka við 25 flóttamönn-
um frá Júgóslavíu, enda hafa flótta-
menn þaðan reynst vel hingað komnir.
Hitt er svo annað að þaö hlýtur að vera
eðli hvers manns að langa til aö hverfa
til síns heima. Því miður ríkir hatur og
illindi enn milli þjóðarbrota á þeim
slóðum, svo fólk á ekki afturkvæmt til
sama staðar og það bjó á. Að minu mati
væri göfugra að hjálpa þeim til að setj-
ast að annars staðar í Júgóslaviu.
Heima er jú alltaf best.
Viö Elliöaárnar
Náttúruperla eöa spræna sem veita
á í stokk?
Elliðaárnar í stokk
Leó S. Ágústsson skrifar:
Vegna þess fárs sem upp er risið út
af flugvellinum okkar, vek ég athygli á
svæði sem sker höfuöborgina mun
meira í sundur en umrætt flugvallar-
svæði. Það er hið óbyggða svæði í
kringum Elliðaárnar. Það væri t.d.
auðvelt að veita þesfeari sprænu í
stokk, eins og gert var í Lækjargötu,
og þá myndu opnast stórkostlegir
möguleikar á tengingu Breiðholts og
Árbæjar við eldri borgarhverfi. Þá
yrði sá flöskuháls sem Ártúnsbrekkan
er endanlega vera úr sögunni. En bið-
um viö! Erum við ekki að tala um
helgireit? Náttúruperlu? Svarið er að
þetta er ekkert heilagri staður en öll
þau holt og móar sem brotin hafa ver-
ið undir byggð frá því að Ingólfur sett-
ist hér að. Við búum nefnilega í borg,
og það strjálbýlustu borg í heimi. Öll
þétting borgarstæðisins skapar betra
og hagstæðara mannlíf - og styttir
leiðina út i óspillta náttúruna!
Frjálst val í Júróvision
Gugga hringdi:
Ég get ekki annað en tekið undir
með Magnúsi Kjartanssyni, form. Fé-
lags tónskálda og textahöfunda, þegar
hann segir að það hljóti að vera ein-
stakt í hinum vestræna heimi að
skylda listamenn til að flytja verk sín
með einhverjum ákveðnum hætti -
eins og nú virðist uppi að kröfu út-
varpsráðs. Þaö ætlar ekki af þessu ein-
kennilega ráði að ganga. Ég skora á fé-
laga Magnúsar að slíta tengsl við Sjón-
varpið og útvarpsráð þess fyrir næstu
keppni í Júróvision og kynna sín lög á
Skjá einum eða Stöð 2. RÚV er löngu
steinrunnin stofnun á sokkaleistunum
og með leppa fyrir augum.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.