Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 24
52 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 Tilvera DV Eyðibýli í Grófarhúsi Nú stendur yflr sýningin Eyði- býli í Ljósmyndasafni Reykjavík- ur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Um er að ræða samsýningu ljós- myndaranna Nökkva Elíassonar og Brians Sweeney sem sam- anstendur af á fjórða tug ljós- mynda, svarthvítum og litmynd- um, teknum af eyðibýlum víðs vegar á íslandi. Leikhús ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÖTÍ Leikritiö IVIeö fulla vasa af grjóti eft- ir Marie Jones verður sýnt í kvöld kl. 20 á Smíöaverkstæöi Þjóöleikhúss- ins. Uppselt. Kabarett ■ SKIPULAGÐUR HAVAÐI - UR SMIÐJU TOM WAITS Klukkan 21 í kvöld veröa tónleikar á Lltla sviðl Borgarleikhússins undir yfirskriftinni Skipulagöur hávaöi - Úr smiöju Tom Walts. Þá munu leikarar og tónlist- armenn flytja lög, Ijóö og sógur Tom Waits frá því tímabili sem hann kýs sjálfur aö kalla skipulagöan hávaöa. Þaö tímabil hófst upp úr árinu 1983 meö útkomu plötunnar Swordfish- trombone, áriö 1985 kom Rain Dogs út og óperettan Frank’s Wild Years áriö 1987. Á lagalistanum eru In the Neighborhood, Telephonecall from Istanbul, Johnsburg lllinois, Cold Water og Downtown. Auk þess veröa flutt lög af nýjustu plötu Waits, Mule Variations. Flytjendur eru Valur Freyr Elnarsson, Halldór Gylfason, Stefán Már Magnússon, Karl Olgeirsson, Friörik Geirdal, Vernharður Jósefsson, Birkir Freyr Matthíasson og Ottó Tynes. Að- gangseyrir er 1000 kr. Krár ■ KK A KAFFl REYKJAVIK Kristján trúbador, sem er reyndar betur þekktur sem KK, er aftur kominn á Kaffi Reykjavík og ætlar aö gera allt vitlaust I kvöld. ■ KRYSUVÍKIN MÍN í HAFNAR- BORG Um helgina var opnuð sýning á verkum Sveins Björnssonar í aöal- sal Hafnarborgar. Sýningin nefnist Krýsuvíkin mín en umhverfið þar um slóöir var honum lengi hugleikiö. Verkin á sýningunni eru frá öllum listamannsferli Sveins, frá því hann byrjaöi fyrst aö fást viö landslagiö í Krýsuvík og fram á dánarár hans. ■ STORMUR í GALLERÍ HLEMMI Stormur er yfirskrift sýningar Magn- úsar Siguröarsonar I galleri© hlem- mur.is sem nú stendur yfir. Fátt er eins mikiö á mörkum hins byggilega heims og íslensk myndlist. Margvis- legir samverkandi þættir koma þar til en stærsta þáttinn vill listamaöur- inn tileinka hinum tilfinningalega doöa og kulda sem safnast saman hér á hjara veraldar. Því liggur bein- ast við að skilgreina „Storminn” sem ískalda íhugun á stöðu hins ís- lenska myndlistarmanns fyrr og nú en viö nánari athugun kemur margt á óvart er menn takast á viö tilfinn- ingar sínar. Sport ■ AC MILAN • PARIS SAINT- GERMAN A SPORTKAFFI Ekki missa af leik Ac Milan og París Salnt-German í beinni á Sportkaffi í kvöld. ■ VALENCIA - MAN. UTD Á SPORTKAFFI Nú er Valentínusdag- urinn genginn í garö og í tilefni þess býöur Sportkaffi upp á leik Valencia og Man. Utd í beinni á risaskjá klukkan 19.40. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísl.ls Bítlarnir í fyrsta sæti í 34 löndum - platan „1“ hefur selst í meira en 20 milljónum eintaka Bítlarnir frá Liverpool virðast enn einu sinni ætla að slá öll sölu- met því samkvæmt upplýsingum á heimasíðu CNN hefur platan „1“ þegar selst í meira en 20 milljónum eintaka og er í fyrsta sæti í 34 lönd- um. Á plötunni „1“ er að finna lög Bítlanna sem komust í fyrsta sæti breska vinsældalistans. Talsmaður Appel-plötufyrirtækisins segir aö vinsældir Bítlanna séu svipaðar um allan heim og að platan seljist eins og heitar lummur. Hann tekur fram að platan hafi meira að segja farið í fyrsta sæti á íslandi. Platan er búin að vera níu vikur í fyrsta sæti breska vinsældalistans og þar með búin að jafna metið sem Abbey Road setti á sínum tíma. Vinsældir plötunnar ættu að færa þeim George, Paul og Ringo björg í bú áreynslulaust því þeir þurftu hvergi nærri stúdíó að koma til upptöku. Bitlarnlr sköpuöu slnn elgin stíl og fundu sinn rétta tón Ingólfur Margeirs- son bítlafræöingur segir aö vinsældir Bítlanna komi sér ekkert á óvart þar sem tónlist þeirra sé sígild. tón, lagagerðin er allar kynslóðir Bítlarnir eru sígrænir Ingólfur Mar- geirsson, rithöf- undur og bítla- fræðingur, segir að það komi sér ekki á óvart að diskurinn „1“ seljist vel, því Bítlarnir séu löngu orðnir sí- gildir. „Tónlist þeirra á sér m.a. rætur í rokki og söngleikjatónlist þriðja og fjórða áratugarins. Þeir sköpuðu sinn eigin stíl og fundu sinn rétta sígild og gengur í á öllum tímum bigræn nijomsveit Tónlist Bítlanna á sér m.a. rætur í rokki og söngleikjatónlist þriöja og fjóröa áratugarins. í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli ör- yrkja gegn Tryggingastofnun hafa menn vaknað upp við þann vonda draum að víða ríkir fátækt á landinu okkar góða. Ég segi vondan draum, því það er eins og margir hafi ekki áttað sig á þessari staðreynd fyrr eða horft fram hjá henni og lifað í einhvers konar draumaveröld. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að fara yfir og birta þær tekjur sem öryrkjar þurfa að búa við og eru þeir síst öfunds- verðir af þeim. Sérstaka athygli hefur auðvitað vakið að flestir þeir öryrkjar, sem fá einhveija smá launauppbót um þessar mundir, eru konur. Þær konur eru reyndar ekki allar öryrkjar. Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hversu stórt hlutfall þeirra sem verst hafa kjörin eru konur. Því þó að augu almennings hafi opnast fyrir aðstööu ör- yrkja og kastljós ftölmiðlanna beinst að þeim, þá eru það margir aðrir hópar sem einnig búa við bág kjör í velmegun- arþjóðfélaginu. Það rikir sem sagt víða fátækt á íslandi. Það er ekki úr vegi að rifja upp skýrslu Rauða kross íslands um fátækt á íslandi sem birtist fyrir u.þ.b. ári síð- an. Sú skýrsla er enn í fullu gildi. Kom þar fram að það eru mjög margar fjöl- skyldur sem búa við erfið kjör. 1 skýrsl unni eru öryrkjar nefndir einna fýrst En fleiri þjóðfélagshópar eru taldir til. Þær ftölskyldur sem hafa þurft að glíma við sjúkdóma um langan tima hjá ein- hverjum af fjölskyldumeðlimunum eru ofl í miklum vanda staddar. Hvort sem það eru börnin eða fyrirvinnan sem veikjast í langan tíma, þá kippir það grundvellinum undan framfærslu ftöl- skyldunnar. Áhyggjur af fjármálum bætast þannig við áhyggjur vegna sjúk- dómsins, sem eru víst nægar fyrir. Ann- ar hópur sem skýrsla Rauða krossins nefnir eru einstæðar mæður. Enn og aft- þannig að hún lifir eins og öll góð list. Bítlarn- ir ætla greini- lega að lifa af all- ar tískusveiflur og nýjar kyn- slóðir taka þeim fagnandi. Per- sónulega held ég að vinsældir þeirra séu alltaf að aukast og þetta sé bara byrjunin, útgáf- an á „1“ er bara upphafið að ei- lífðinni. Það eiga ör- ugglega eftir að koma út fleiri diskar með Bítl- unum á næstu árum, markað- urinn hættir ekki meðan plöt- urnar seljast svona vel. Þetta er í raun fyrsta platan með þeim sem kemur út í þrjátíu ár og að- dáendahópurinn er alltaf að stækka. Ég veit ekki hvað verður gefiö út næst en það er af nógu að taka. Gömlu plötumar eru enn að seljast og þær eru á sama verði og nýjar þannig að eftirspurnin er mik- il.“ Ingólfur segir Bítlana goðsögn og þeir búnir að tryggja stöðu sína um alla framtíð. Þeir lifa áfram óháð kynslóðum. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég var Fátækt Barnauppeldi „Eins og attt barnafólk veit þá fer kostnaöur vegna þátttöku barna í félags- starfi og námi utan skóla stööugt vaxandi. Þaö er dýrt aö senda barniö sitt í tónlistarskóla eöa dans og það kostar líka mikiö aö vera í íþróttastarfi, hvort sem er í fótbolta, körfubolta, handbolta, frjálsum eöa öörum íþróttagreinum, “ segir sr. Þórhallur m.a. í pistli sínum. Þessir sömu þjóðfélagshópar leita sér einnig aðstoðar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar og öðrum neyðarsamtök- um. Vegna breyttra þjóð- félagshátta erfátœktin að skapa stéttaskiptingu sem til lengri tíma litið getur orðið til þess að grafa und- an stöðugleika ogfríði í þjóðfélaginu. ur eru það sem sagt konur sem lenda í hópi þeirra þjóðfélagsþegna sem beijast í bökkum og búa við bágust kjör. Bam- margar fjölskyldur fylgja fast í kjölfarið. Og svona mætti lengi telja. Þessir sömu þjóðfélagshópar leita sér einnig aðstoðar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar og öðr- um neyðarsamtökum. Vegna breyttra þjóöfélagshátta er fátæktin að skapa stéttaskiptingu sem til lengri tíma litið getur orðið til þess að grafa undan stöð- ugleika og friði í þjóðfélaginu. Eins og allt bamafólk veit þá fer kostnaður vegna þátttöku bama i félagsstarfi og námi utan skóla stöðugt vaxandi. Það er dýrt að senda bamið sitt i tónlistarskóla eða dans og það kostar líka mikið að Strákarnir frá Liverpool Platan „1“ er búin aö vera níu vikur í fyrsta sæti breska vinsældalistans og þar meö hefur hún jafnaö metið sem Abbey Road setti á sínum tíma. með þættina um Bítlana hvað marg- ir krakkar hringdu í mig og þökk- uðu mér fyrir. Krakkar voru að heyra í þeim í fyrsta skiptið og það var mikil uppgötvun fyrir þá. Sjálf- um fannst mér það mjög áhugavert og það sannaði fyrir mér að tónlist- in höfðar til allra og að Bítlamir eru sígræn hljómsveit." -Kip Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál á miövikudögum vera í íþróttastarfi, hvort sem er í fót- bolta, körfubolta, handbolta, frjálsum eða öðmm íþróttagreinum. Sumarbúðir og námskeiðahald fyrir börn á sumrin kostar einnig drjúgan skildinginn, sér- staklega ef bömin em tvö eða fleiri. Það em margir foreldrar sem hafa ekki efni á því að senda börnin sín í eitthvað af ofannefndu félagsstarfi. Bömin fara þá á mis við margs konar þroska og þjálf- un sem efnaðri foreldrar geta leyft sér að veita sínum bömum aðgang að. Allt tal um einkaskóla og einkasjúkrastofh- anir er reyndar af sama meiði. Þar á að bjóða þeim aðgang sem geta borgað fyr- ir sig, en aðrir verða að snúa frá. Síðastliðið sumar setti ég fram þá ■hugmynd í einum pistli hér 1DV að það væri nauðsynlegt að taka höndum sam- an á breiðum grundvelli um þjóðarátak gegn fátækt. Svo margir hópar hins svo- kallaða velferðarþjóðfélags væru það illa staddir að ekki þýddi lengur að vera með venjulegt flokkakarp og ásakanir um hveijum allt væri að kenna. Athafn- ir en ekki orð væri það sem þyrfti. Ör- yrkjaumræðan hefur sýnt að forsend- umar fyrir slíku þjóðarátaki hafa síst minnkað frá liðnu sumri. Ég held reynd- ar að fleiri ættu að koma að slíku átaki en alþingismenn og sveitarstjómarfólk sem því miður virðist oft bundið af flokksaga. Má þar nefna Rauða kross- inn, Hjálparstarf kirkjunnar og aðila vinnumarkaðarins, fyrir utan að sjálf- sögðu fulltrúa þeirra sem í vanda em staddir. Þá fyrst yrði um raunverulegt þjóðarátak að ræða. Þannig og aðeins þannig er hægt að vinna bug á þeirri fá- tækt og því vonleysi sem ríkir svo víða í landinu á timum góðæris og ótrúlegs gróða fáeinna auðmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.