Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 I>V 5 Fréttir Losun gróöurhúsalofttegunda jókst hér á landi um 9,5% á milli ára: Aukning vegna stækk- unar tveggja álvera - auk meiri bílamengunar - ísland nýtti heildarkvóta sinn á aöeins einu ári Losun gróðurhúsalofttegunda á ísland jókst um 9,5% á milli áranna 1998 og 1999. Þetta kemur fram i frétt frá Hollustuvernd riksins. Frá árinu 1990 hefur losun gróðurhúsa- lofttegunda aukist um 14% og er talið að aukninguna megi rekja til þriggja þátta. Þessir þættir eru framleiðsluaukning í stóriðju, meiri nýting jarðhita og aukin losun frá bílum og tækjum. Losun hefur aukist frá 1999 Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri hjá umhverfisráðuneytinu, segir að þessi aukning komi ekki á óvart, a.m.k. hvað varðar stóriðj- una. „Vitað var að þar myndin los- unin aukast þar sem verið var að auka framleiðsluna," segir Magnús. Að sögn hans er hlutur stóriðju í aukningunni rúmlega tveir þriðju en það sé hins vegar nokkurt áhyggjuefni að stöðug aukning sé í losun frá bílum og umferð. „Losunin hefur aukist töluvert mikið frá 1999 vegna stækkunar ál- versins í Straumsvík og vegna til- komu álvers Norðuráls," segir Magnús. Samkvæmt Kyotobókuninni má aukin losun gróðurhúsalofttegunda vera 10% á íslandi en hún tekur ekki gildi fyrr en árið 2008. Magnús segir að í dag sé í gildi rammasamn- ingur um loftslagsbreytingar frá 1992 og þar eru ekki sett losunar- mörk fyrir einstök ríki. Hins vegar hafi verið stefnt að því aðildarrikin myndu draga úr losun árið 2000 miðað við áriö 1999. Að sögn Magn- úsar munu sennilega aðeins tvö ríki ná því marki og eru það Þýskaland og Bretland. Hann segir að mögu- leikar íslands til að hafa áhrif á þetta séu minni en annarra þjóða vegna þess að búið var að gera það mikið í jarðhitavæðingu og fleiru hér fyrir árið 1999. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvernig aukn- ingin i stóriðjunni verður leyst árið 2008 þar sem ekki er enn ljóst á hvað hátt það verður gert,“ seg- ir Magnús. Tillaga liggur frammi þar sem gert er ráð fyrir að stóriðja á íslandi verði meðhöndluð á annan hátt en annars staðar þar sem hér eru notaðir endurnýtanlegir orku- gjafar. Draga þarf úr losun Samkvæmt rammasamningum frá 1992 gerðu íslensk stjórnvöld áætlun um að auka ekki heildarlos- un gróðurhúsalofttegunda frá árinu 1999 til 2000, fyrir utan stóriðju, og gert ráð fyrir í henni að fara inn í gróðurbindingu. Magnús segir að árið 1996 hafi verið tekin ákvörðun um að auka verulega bindingu kolefnis í gróðri og byrjað var á því árið 1997 og hefur verið haldið áfram með það síðan. Hann segir að samkvæmt athug- Fiskiskip 23% Heimild: Hollustuvernd rtkisins unum bendi allt til þess að áætlunin muni standast. „Ljóst er að það þarf að draga úr losun og nú er nefnd að störfum á vegum okkar sem vinnur að þvi að gera tillög- ur um aðgerðir á næstu árum sem horfa fram til 2008, þegar skuldbindingar Kyotobókunarinnar .eiga að taka gildi," segir Magn- ús. Niðurstöður nefndarinnar segir hann að séu væntanlegar á vormánuðum. -MA Skipting heildarlosunar - á íslandi eftir greinum 1999 Bæjarfulltrúi Samfylkingar um einkavæðingu grunnskóla í Hafnarfirði: Skólabörn eru ekki markaðsvara - samningurinn til fyrirmyndar, segir bæjarstjóri „Grunnskólabörn í Hafnarfirði eiga ekki að vera markaðsvara líkt og meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins í Hafnar- firði hefur samþykkt með því að ætla sér að bjóða út kennsluþátt- inn,“ segir Valgeröur Halldórs- dóttir, bæjarfulltrúi Samfylking- ar í Hafnarfirði, vegna áforma um að bjóða út kennslu í nýjum grunnskóla i íslandi. Markmið meirihluta bæjarstjórnar er að ná fram hagræðingu og sparnaði. Málið er komið í sali Alþingis þar sem Guðmundur Árni Stefáns- son, flokksbróðir Valgerðar, tók það upp utandagskrár. Þar lýstu stjórnarsinnar því að eðlilegt væri að bjóða út umrædda þætti í rekstri grunnskólans. Valgerður segir vandséð hvernig menn ætli að ná fram sparnaði nema það bitni á nemendum skólans. „Sá sem bíður í kennsluþáttinn þarf að leggja fram mikið fé og tryggingar og því eðlilegt að hann vilji ná fram ákveðnum hagnaði á rekstrinum. Bærinn ætlar sér bæði að spara og græða, og rekst- araðilinn að græða. Einhverjir hljóta að tapa,“ segir hún. Valgerður segir augljóst á út- boðsgögnunum að ekki eigi að tryggja stoðþjónustu inn I skól- ann s.s. náms- og starfsráðgjöf eða stuðningsfulltrúa. Opnað verði fyrir sölu á viðbótarþjón- ustu gegn greiðslu foreldra í tengslum við heilsdagsskólann. „Það felur í sér hættu á mis- munum milli nemenda. Erfitt er að finna matarholur í grunnskól- anum í dag og ætla má að hagn- aði verði reynt að ná t.d. með því að sleppa forfallakennslu, ráða kennara með minni starfsreynslu og menntun, fjölga í bekkjum," segir hún. Valgerður segir bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar vera fylgjandi auknu sjálfstæði skóla og skóla- stjórnenda. „En við höfnum því alfarið að útboð sé leið til að ná því markmiði. Verkefni sveitar- stjórnar er að sjá um rekstur grunnskólans skv. lögum og á hennar ábyrgð. Með þessu fyrir- komulagi verður erfiðara fyrir bæj- arbúa að kalla hina pólitískt kjörnu fulltrúa til ábyrgðar. Við i Samfylkingunni höfnum því alfarið að menntun barna okkar sé sett á uppboðsmarkað og að gróðarsjón- armiðið sé haft að leiðarljósi," segir Valgerður. Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði segir ástæðu- laust að hafa áhyggjur af málinu. Útboðsleiðin sé við lýði í fjölda málaflokka án þess að neinn hafi athugasemdir við það. „Menn ættu miklu frekar að vera spenntir fyrir þessum mögu- leika. Við búum við grunnskóla- kennslu sem verið hefur í nokkuð föstu formi. Það er enginn að halda því fram að hún hafi verið ómöguleg en þarna er tækifæri til þess að samanburð. Við höfum sex grunnskóla í Hafnarfirði en þessi verður sá sjöundi. Áhættan er því engin," segir Magnús og telur að samningurinn gæti orðið fyrirmynd um allt land. „Það er varla hægt að kalla þetta þennan samning tilraun og þetta gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög i framtíðinni," segir Magnús. -rt Magnús Gunnarsson. Atján ára í 3 mánaða fangelsi fyrir hrotta- lega líkamsárás Ekki á leið suður dv-mynd júlía imsland Guðni, Jóhann og Kristrún. Hér eryndislegt að vera, sagði Kristrún og vildi láta þess getið að þau væru alls ekki á leið suður. Fermingarpeningarnir fóru í bát DV, HORNAFIRDI:_____________________ Naustavogur heitir lítið útgeröar- fyrirtæki á Djúpavogi sem hjónin Jó- hann Þórisson, Kristrún Jónsdóttir og sonur þeirra Guðni eiga og þar er all- ur fiskur handunninn. „Við vinnum bara þrjú í þessu núna, handfletjum allan fisk og sölt- um og pökkum honum í 25 kílóa öskj- ur og sendum jafnóðum til kaup- anda,“ segir Jóhann. „Þetta er þriðja árið sem við erum í saltfiskinum og oft búið að vera erfitt en nú erum við komin yfir byrjunarvandamálin og vinnuálagið sem því fylgdi og okkur líkar þetta mjög vel. Svo kunnum við mjög vel við okkur hér á Djúpavogi." Fjölskyldan ílutti frá Neskaupstað til Djúpavogs en þar hafði Jóhann unnið sem vörubílstjóri i 30 ár og fannst tími kominn að breyta til. Jó- hann segir að kenna megi syni hans um að hann skuli vera kominn i út- gerð því þegar Guðni var 14 ára keypti hann lítinn trébát fyrir pening- ana sem hann fékk i fermingargjöf og byrjaði að róa og svo kom að því að hann fékk pabba sinn með á sjóinn. Guðni á núna tæplega 6 tonna trillu sem þeir feðgar róa á. Kristrún segist ekki fara með þeim á sjó því hún sér um að beita og ýmislegt annað sem gera þarf í landi í sambandi við út- gerðina að ógleymdum heimilisstörf- unum. „Við fórum venjulega í þrjá róðra og þá fórum við í að vinna fiskinn," segir Jóhann og það tekur einn til tvo daga „Við vorum með rúm 80 tonn á síðasta ári og teljum það passa nokk- uð vel fyrir okkur þrjú“. Jóhann og fjölskylda hafa ekki tek- ið sér sumarfrí sl. sex ár en Kristrún er nokkuð bjartsýn á að það standi til bóta og að það fari að koma að því að fjölskyldan taki sér almennilegt sum- arfrí eða haustfrí, það sé oft besti tím- inn fyrir þau. -Júlía Imsland DV, AKRANESI:__ Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í síðustu viku 18 ára Ak- urnesing í 3 mánaða fangelsi fyr- ir líkamsárás. Frestað var um 2 ár refsingu tveggja félaga hans á 17. aldursári haldi þeir almennt skOorð. í ákæru segir að málið hafi ver- ið höfðað á hendur ákærðu fyrir líkamsárás aðfaranótt laugar- dagsins 11. nóvember 2000 er þeir í félagi réðust á 16 ára Borgfirð- ing þar sem hann sat í bifreið á bílastæðinu við Landsbanka ís- lands, Suðurgötu 57 á Akranesi. Annar 16 ára unglingurinn sló hann tvö hnefahögg í andlit en sá sem fékk 3 mánaða fangelsi tók hann hálstaki og dró hann með aðstoð óþekktra aðila út úr bíln- um, neyddi hann á fjóra fætur fyrir utan bifreiðina og sparkaði í andlitið á honum. Að því loknu sló hinn 16 ára unglingurinn borgfirska piltinn hnefahögg í magann. Borgfirðingurinn hlaut blóð- nasir, væga tannáverka, fleiður á höku og mar á kinn, auk þess sem nefbrot sem hann hlaut 7 dögum áður færðist úr stað. Ákærðu gengust allir greiðlega við broti sínu fyrir dóminum. Samkvæmt sakavottorði 18 ára unglingsins hefur hann ítrekað brotið landslög. Hann fékk ákærufrestun 17. ágúst 1998 skilorðsbundið í 2 ár fyrir þjófnaö. Þá var hann með dómi 25. apríl 2000 dæmdur í fangelsi skilorðsbundið í 2 ár fyr- ir þjófnað. Loks var hann með dómi 5. september 2000 dæmdur í fangelsi í 2 mánuði skilorðsbundið í 2 ár fyrir brot á umferöarlögum og til að greiða sekt. Þá var hann svipt- ur ökurétti í 6 mánuði. í dómi þessum var dómurinn frá 25. april 2000 dæmdur meö. Þorgerður Erlendsdóttir héraðs- dómari dæmdi. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.