Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001
I>V
7
Fréttir
Ríkið hafnaði 17,5 milljóna tilboði í Kvoslæk:
Vill minnst 20 milljónir
króna fyrir jörðina
- tilboð opnuð í nýju útboði í morgun
Tilboö í ríkisjörðina Kvoslæk í
Fljótshlíð voru opnuð kl. 11 i morg-
un og er það í annað sinn sem útboð
fer fram á þessari jörð á stuttum
tíma. I fyrra útboði í janúar á þessu
ári bárust fjörutíu og átta tilboð í
jörðina sem var öllum hafnað.
Hæsta tilboðið var 17,5 milljónir
króna.
Meðalupphæð tilboða mun hafa
verið um 8 milljónir króna en engin
skilyrði voru þá sett um lágmarks-
upphæð tilboða að sögn Óskars Ás-
geirssonar hjá Ríkiskaupum. Sam-
kvæmt heimildum DV mun fram-
kvæmd fyrra útboðsins hafa verið
send Umboðsmanni Alþingis til
skoðunar, m.a. vegna þess að tilboð-
um hafi verið hafnað þó í útboðs-
gögnum hafi engin skilyrði verið
sett um lágmarkstilboð.
„Tilboöunum sem bárust í fyrra
útboðið var hafnað sem of lágum,“
sagði Óskar í samtali við DV í gær.
Hann segir að menn.vilji fá í það
minnsta 20 milljónir fyrir jörðina.
Hann sagði því að öllum tilboðum
undir 17,5 milljónum i þessu síðara
útboði yrði hafnað.
Kvoslækur er 90 hektara land-
spilda sem liggur upp með Kvos-
lækjará í Fljótshlíð. Er þarna um að
ræða mjóa landræmu sem nær alla
leið upp á fjalliö Þrihyrning. Til við-
bótar þessum 90 hekturum er 13,5%
eignaraðild í óskiptu 440 hektara
landi. Þar bætast þvi við Kvoslækj-
arjörðina 60 hektarar. Meðal
þekktra einstaklinga sem land eiga í
nágrenninu eru Hörður Sigurgests-
son, fyrrverandi forstjóri Eimskips.
Magnús Leopoldsson fasteigna-
sali sagði ekki óalgengt að Ríkis-
kaup auglýstu útboð á jörðum oftar
en einu sinni. Ekki væri til nein
þumalputtaregla um verðlagningu á
ríkisjörðum. Jarðaverð væri mjög
afstætt og færi mikið eftir því hvaða
staðir væru í tísku ásamt þvi að
landslag og fegurð skiptu miklu
máli. Þannig væri jarðaverð einna
hæst í Borgarfirði og á Suðurlandi
um þessar mundir. Þar væri Fljóts-
hlíðin ofarlega á vinsældalistanum
og jarðir í háu verði. Hann sagði
húsakost á Kvoslæk lélegan en jörð-
in væri falleg.
-HKr.
Úti með hundinn dv-mynd hari
Hann lét rokiö ekki stöðva sig, hundseigandinn sem Ijósmyndari DV rakst á við Ægisíðuna í Reykjavík. Ekki var annað að sjá en hvutti væri ánægður með útiveruna.
Austfirðingar bíða og vona í tvö ár enn:
Nýtískulegasta álver heims
- segir Bjarne Reinholdt, framkvæmdastjóri Reyöaráls
DV-MYNDIR SKÚLI MAGNÚSSON.
Stór áform
Mikill hugur var í fundarmönnum varðandi hin stóru áform um uppbyggingu
nýrra atvinnugreina á Austurlandi.
DV. EGILSSTOQUM:_____________________
„Það er hægt að fullyrða það að
verið er að vinna að þessum málum
af heilindum, bæði hvað varðar
virkjun og álver. Sú tímaáætlun
sem undirrituð var á síðasta ári er
virk og ekkert hefur komið upp á að
við séum neitt að leggja upp
laupana eða missa kjarkinn. Það er
óhætt að vera bjartsýnn," sagði Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra í samtali við DV á málþingi
um austfirskt atvinnulíf fyrir helg-
ina. „Fólk áttar sig á að það þarf að
Ekkert veriö aö bakka
Það er enginn að leggja upp
laupana eða missa kjarkinn i stór-
iðjumálum Austfirðinga, segir Val-
geröur Sverrisdóttir iðnaðarráðherra.
undirbúa ýmislegt þannig að byggð-
arlögin verði tilbúin að taka við
þessum stórframkvæmdum, það er
ekki launungarmál að þetta eru
stærri framkvæmdir en farið hefur
verið í nokkru sinni,“ sagði ráð-
herrann.
„Allir þeir sem vinna á virkan
hátt að verkefninu, hafa á því mikla
trú. Við erum sannfærð um að við
séum að koma á fót nýtískulegasta,
umhverflsvænsta og skilvirkasta ál-
veri heims, sem jafnframt verður
eftirsóttur vinnustaður fyrir konur
jafnt sem karla,“ sagði Bjarne Rein-
holdt, framkvæmdastjóri Reyðaráls.
Hann sagði að Landsvirkjun og
Reyðarál nýttu sér nú mikla þekk-
ingu og fjárhagslegt bolmagn til að
standa þannig að verkefninu að það
uppfylli kröfur allra málsaðila.
Þessa stundina er mikil vinna lögð i
sundurgreiningu á umhverílsáhrif-
um, tæknilegar rannsóknir, samn-
ingaviðræður og mat á því hvernig
best er að aðhæfa verkefnin ís-
lensku efnahagslífi og aðstæðum í
grenndarbyggðum.
„Þessi umfangsmiklu störf eru
ekki alltaf sýnileg þeim sem aðeins
sjá starfsemina utan frá. Þeim sem
lengi hafa beðið eftir þungaiðnaði
við Reyðarfjörð gæti þótt vera lang-
ur timi fram til febrúar 2002 þegar
tekin verður endanleg ákvörðun um
byggingu orkuversins og álversins.
Við sem vinnum að verkefninu,
erum þó sannfærðir um að þessa
tíma er þörf til að verkefnið geti
orðið sem allra best heppnað, svo
hægt sé að taka réttar ákvarðanir,“
sagði framkvæmdastjórinn.
Fréttamaður DV á Egilsstöðum
spurði Jón Kristjánsson, alþingis-
mann og formann fjárlaganefndar,
hvort Austfirðingar væru að fá
orkuver og í kjölfarið stóriöjuver.
„Mér finnst útlitið gott, en ég get
meö engu móti sagt já eða nei fyrr
en búið er að skrifa undir og taka
endanlega ákvörðun um málið,“
sagði Jón. Hann segir að undirbún-
ingurinn sé í góðum farvegi. Am-
björg Sveinsdóttir alþingismaður
sagði að verkefnið væri stórkostlegt
fyrir Austfirðinga. Hún sagði að lít-
ill vafl væri á að Austfirðingum
mundi fjölga aftur með tilkomu
stóriðju og þjónustu sem henni
mundi fylgja. Ambjörg sagði aug-
ljóst aö Norðmenn hefðu áhuga á að
ná samningum, eftir væri að semja
um raforkuverðið. „Þetta slær mig
þannig að þetta sé allt mjög já-
kvætt," sagði Ambjörg.
-SM
DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON
Vilja fá Sýn
Arnar Guðmundsson með áskorunina.
Undirskriftasöfnun:
Vilja Sýn
DV, SÚDUREYRI:_____________
Þeir Amar Guðmundsson og Oddur
Hannesson á Suðureyri stóðu fyrir
söfnun undirskrifta þar sem skorað er
á forsvarsmenn íslenska útvarpsfélags-
ins að heQa sem fyrst útsendingar á
efni Sýnar og Bíórásarinnar á Suöur-
eyri, auk útvarpsstöðvarinnar Bylgj-
unnar. Söfnunin gekk mjög vel og hef-
ur áskorunin verið afhent íslenska út-
varpsfélaginu ásamt undirskriftunum.
Það sem veldur mestum vandræðum í
þessu sambandi er gífurlegur kostnað-
ur á leigu ljósleiöara til Suðureyrar.
„Við viljum fá Sýn og aðrar stöðvar,
og okkur finnst undarlegt að þegar tal-
að er um að halda ljósleiðaranum í
þjóðareign þá lokar rikið á okkur með
okri á leigugjaldi fyrir ljósleiðarann.
Þetta kemur verst niður á minnstu
byggðunum," segir Amar. -VH
Dýr uppsögn
DV, AKUREYRI:______________
Veitingastaður á Akureyri hefur
verið dæmdur til að greiða fyrrum
starfsmanni tæplega 300 þúsund krón-
ur vegna ólöglegrar uppsagnar, og 150
þúsund krónur í málskostnað.
Starfsmaöurinn var á leiðinni frá
Reykjavík tO Akureyrar og hringdi til
að láta vita að honum myndi e.t.v.
seinka aðeins til vinnu kl. 18. Honum
var tilkynnt að hann ætti að mæta til
vinnu kl. 17 en í sama mund og þessi
samskipti komu fram ók maðurinn inn
i Hvalfjarðargögnin og símasambandið
rofnaði. Þegar samband komst á aftur
var hringt til mannsins og honum til-
kynnt aö hann þyrfti ekki að mæta
meira til vinnu. I framhaldi kom fram
að starfsmaðurinn og stjómendur fyr-
irtækisins voru mjög ósammála um
fortíð mannsins hjá fyrirtækinu, mað-
urinn sagðist aldrei hafa fengið áminn-
ingu en talsmenn fyrirtækisins sögðu
að hann hefði verið varaður við, m.a.
fyrir óreglu. Dómurinn taldi hins vegar
að uppsögn mannsins væri ólögmæt og
dæmdi manninum það sem hann hafði
krafist, þ.e. laun í þriggja mánaða upp-
sagnartíma og tengd gjöld. -gk
Ndttúrusalt
Herbamare kryddsalt er blanda af
hafsalti, kryddjurtum og lífrænt
ræktuðu grænmeti.
Ljúffengt og hollt kryddsalt
í matargerðina og ó matarborðið.
náttúrulega
€ilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi