Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 15
14 DV + ______43 * Skoðun Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.vislr.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Þötf tilraun í Hafnarfirði Áform bæjarstjórnar Hafnarfjaröar að bjóða út rekstur grunnskóla í Áslandi er fagnaðarefni og ef vel tekst til get- ur útboðið skapað fordæmi fyrir önnur sveitarfélög - orð- ið vegvísir að öflugri uppbyggingu menntakerfisins. En eins og við er að búast er og verður reynt að gera þessa tilraun tortryggilega enda hentar það pólitískum mark- miðum en hefur ekkert að gera með framþróun íslensks skólakerfis. Utandagskrárumræður um útboð grunnskólans í Hafn- arfirði á Alþingi síðastliðinn mánudag eru einkennandi fyrir þröngsýni þeirra sem vilja ekki leita nýrra leiða í skólamálum. „Útboð á bömum“ var upphrópun dagsins. Það er miður að þingmenn skuli haga málflutningi sínum um mikilvæg mál út frá því hvað hentar í 15 sekúnda myndskeið í sjónvarpsfréttum. Almenn og víðtæk sátt er meðal landsmanna um að sameiginlegur sjóður - ríki og sveitarfélög - greiði stærsta hluta menntunarkostnaðar barna og unglinga. Þetta sam- komulag á raunar einnig við um stærsta hluta háskóla- og framhaldsskólanáms. En það er mikill munur á því hver greiðir fyrir þjónustu og hver veitir hana. Þetta á jafnt við í skólakerfinu sem annars staðar. Hættan er sú að sam- staðan um sameiginlegar greiðslur til menntakerfisins bresti fái samkeppni ekki að brjóta sér leið inn i staðnað kerfi samkeppnisleysis. Á komandi árum og áratugum verður eitt helsta verk- efni íslendinga að byggja upp og þróa menntakerfið. Arð- bær fjárfesting í menntun er ekki innantómt slagorð held- ur forsenda þess að ísland verði áfram í hópi efnuðustu þjóða heims. En aukið fjármagn skiptir litlu ef ekki er leit- að allra leiða til að nýta það fjármagn sem rennur til menntunar á sem hagkvæmasta hátt. Útboð á rekstri skóla er góð og skynsamleg leið að því marki. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaganna var rétt ákvörðun eins og bent hefur verið á hér á þessum stað. í leiðara DV í júní 1999 sagði meðal annars: „Einn helsti vandi íslenskra skóla hefur verið sú fjarlægð sem skapast hefur á milli skóla og foreldra - enda það viðhorf ríkjandi jafnt hjá foreldrum sem kennurum að skólastarf- ið kæmi foreldrum í raun ekkert við, enda hafi þeir eng- ar forsendur til að leggja neitt vitiborið til málanna. Með því návígi sem skapast hefur eftir að grunnskólarnir urðu á ábyrgð sveitarfélaganna er þetta viðhorf sem betur fer að breytast enda foreldraráð orðin virkari en áður.“ Útboð á rekstri skóla er kjörin aðferð við að innleiða samkeppni í skólakerfið, en um leið tryggja góða mennt- un. Aukin samkeppni innan skólakerfisins kemur öllum til góða, kennurum, nemendum og foreldrum. Á næstu árum þarf að taka ákveðin skref í þessa átt og gefa foreldr- um og nemendum fjölbreyttari tækifæri til að velja skóla. Rekstur einkaaðila á skólum, ekki síst ef kennarar sjálfir taka slíkt að sér, er eðlileg og æskileg. Stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af gæðum skólastarfsins og hvernig tryggt sé að allir njóti jafnréttis til náms. Hvort. einkaaðil- ar reka skólana eða hið opinbera verður þá aukaatriði fyr- ir stórorða stjórnmálamenn sem hafa áhyggjur af „útboð- um á börnum“. Það er háttur sumra stjórnmálamanna að berja höfðinu við stein. Slíkir menn eru gjarnir á að nota stór orð og gíf- uryrði. Mikilvægt er að málflutningur þeirra fái ekki að ráða ferðinni - slíkt væri ávísun á stöðnun og því hafa ís- lendingar ekki efni á, allra síst í menntakerfinu. Óli Björn Kárason MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 Áhættumesta fjárhættuspilið „Skuldir farsímafyrirtœkjanna vaxa hröðum skrefum og taugar sumra forstjóranna eru spenntar. Óvíst er og jafnvel ólíklegt að þau lifi öll af þetta heljarstökk sem 3G er í fjárfestingu og tœkni. “ Hin gríðarlega fjárfesting fjarskiptafyrirtækjanna í 3G farsímanum, tækniþróun, að- gangi að tiðnisviðum og sendistöðvum er af mörgum talin stærsta fjárhættuspil allra tíma. Þar er aðallega horft til þess hversu tekjur eru taldar óvissar. Margt vekur spurningar sem erfitt er að svara. 3G kyn- slóðin notar hærra tíðnisvið en GSM. Minni bylgjulengd þýðir að boðið dregur styttra og sendistöövar verða að vera fleiri en fyrir GSM, sumir telja 4-10 sinnum fleiri eftir skýrleika merkja. Þéttleiki sendistöðva þýðir fleiri loft- netsmöstur og erlendis frá heyrist að sumar borgir hafi áhyggjur af vænt- anlegum loftnetsskógum. Lifa þau heljarstökkið? í Evrópu er talið að uppbygging netsins muni kosta 12000 milljarða ísl. kr. Markaðssetning muni kosta hundruð milljaröa ísl. kr. og aðgang- ur að tíðnisviðum um 12000 milljarða ísl. kr. í dag eru notendur farsíma yfir 200 milljónir í Evrópu en óvíst þykir hve margir muni notfæra sér hina fjölbreytilegu þjón- ustu 3G símanna. Spum- ing hlýtur að vakna varð- andi rafhlöðumar. Þegar farsíminn á að geta sýnt myndbönd, ljós- myndir og verið með há- hraða sítengingu við Intemetið ásamt staðsetn- ingarbúnaði er hætt við að hleðsla rafhlöðunnar dugi ekki lengi. Þróun rafhlaðna hefur verið fremur hæg og lítill um- framávinningur verður af 3G ef menn verða að vera í nær stöð- ugum tengslum við rafkerfið. Skuldir farsímafyrirtækjanna vaxa hröðum skrefum og taugar sumra forstjóranna eru spenntar. Óvíst er og jafnvel ólíklegt að þau lifi öll af þetta heljarstökk sem 3G er í fjárfestingu og tækni. Úthlutun farsímarása Lífleg umræða hefur verið að und- anfórnu um úthlutun farsímarása og þá ákvörðun samgönguráðherra að fara svokallaða samanburðarleið. Skilja verður áherslur auðlindanefnd- ar á þann veg að nefndin telji útboð réttu. leiðina. Þegar verið er að út- hluta takmörkuöum gæðum er útboðs- leiðin hlutlægasta leiðin, sú leið sem helst kemur í veg fyrir mismunun. Spumingin í þessu sambandi er auðvitað hvort verið sé að úthluta takmarkaðri auðlind. Því er slegið föstu að unnt sé að úthluta 6 rásum á þessu tíðnisviði, 1800-2400 MHz. Flestir telja að þrjú fyrirtæki muni sækjast eftir þessum réttindum hér á landi. Það bendir ekki til vanda við úthlutun. Hins vegar er ekki unnt að útiloka að erlendir aöilar hefðu áhuga á slíku útboði og sumir telja að nefnt tíðnisvið megi nota fyrir fleiri notk- unarþætti þannig að auðlindin sé í raun takmörkuð. Hlutlæg athugun Samanburðarleið samgönguráð- herra hefur galla sem Jón Steinsson hefur bent á í ágætri Morgunblaðs- grein. Megináhersla við úthlutunina verður að vera á hlutlægri aðferð og þar er útboðsleiðin best, hámörkun gæða og þjónustu með hámarksút- breiðslu. Fjármunir í ríkissjóð eru ágætir en markmiðið er ekki endilega að skattleggja nýja tækni. Við þurfum auðvitað að örva notkun nýrrar tækni hér á landi og láta hana ná til sem flestra. Þannig veitum við nýj- um straumum inn í atvinnu- og menningarlíf. Hlutlæg úthlutun til afmarkaðs tíma er meginmáliö. Guðmundur G. Þórarinsson Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur Helstefna í skipaiðnaði Enn stöndum við starfsmenn í skipaiðnaðinum og horfum á eftir verkefnum til útlanda. Nú eru það stjómvöld sem þóknast að fara með varðskipin tvö til endurbóta fyrir tugi milljóna króna til Póllands og hlæja svo framan í okkur starfs- menn skipaiðnaðarins í anda frelsis og bræðralags. Engin tilraun var gerð til að halda verkinu innanlands. Ef vilji er til slíks þarf að gera ráðstafanir strax við undirbúning verksins og haga útboðinu þannig aö íslensk fyrir- tæki hafi a.m.k. jafngott og helst betra aðgengi að því en útlendingar án þess þó að brjóta samninga sem við erum aðilar að. Þetta er vel hægt að gera og er gert meðal allra þjóða sem er ekki alveg sama um viðurværi landa sinna og láta sig þróun tæknigrein- ar eins og skipaiðnaðarins ein- hverju varða. Endurskoðun nlöuriifsstefnu Hér á landi virðist yfirvöldum al- veg sama. Enginn metnaður, eng- inn vilji, bara að fá lágar tölur við samningsgerð þótt þær hækki í hafi um hundruð millj- óna króna, ’ þeim seinki um marga mánuði og tugi milljóna þurfi til þessa að lagfæra skipin þegar heim er komið, saman- ber hafrann- sóknarskipið. Þá er gott að eiga okkur, íslenska iðnaðarmenn, að til þess að verka upp eftir aðra sem gert hafa í nyt sína. Svo þegar kemur að næstu kosningum eru fjögurra ára gömul loforð silf- urfægð upp á nýtt, og viö fáum „Nú eru það stjórnvöld sem þóknast að fara með varðskipin tvö til ^fr að veraenn endurbóta fyrir tugi milljóna króna til Póllands og hlœja svo framan í Þá íifandi! okkur starfsmenn skipaiðnaðarins í anda frelsis og bræðralags. - Engin k0mmnkktiitimi tilraun var gerð til þess að halda verkinu innanlands. “ endurskoða Guðni Sörensen vélvirki að þessa niðurrifs- stefnu? Að mínum dómi er það löngu tímabært. Við höf- um alla burði til þess að standa okk- ur vel í viðhaldi og nýsmíði skipa þrátt fyrir harða og óvægna samkeppni erlendis frá, þar sem niðurgreiðslur og þrælahald er not- að til þess að kom- ■“■■ ast yfir verk. En engin keöja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Ekki endilega niðurgreiðslur Stjórnvöld eru veiki hlekkurinn í okkar keðju í þessu máli. Þau hafa ekki sýnt nokkurn vilja í raun til þessa að standa með fyrirtækjum í greininni og styðja þau til að jafna samkeppnisstöðuna við erlend fyrir- tæki sem búa við allt aðrar og betri aðstæður. Þá er ekki endilega verið að tala um niðurgreiðslur, heldur að skapa það umhverfl sem til þarf og nýta þá möguleika sem tiltækir eru til þess að hcdda verkefnum innan- lands. Það hafa þau sannarlega ekki gert eins og síðustu atburðir eru til vitnis um. Vonandi skammast stjómvöld sín nægilega eftir það sem nú hefur gerst, til þess að taka saman höndum við fyrirtæki og hagsmunaaðila í skipaiðnaðinum og marka stefnu sem getur orðið til að jafna sam- keppnisstöðuna og efla með því is- lenskan skipaiðnað. Þessari hel- stefnu verður að linna. Guðni Sörensen Með og á móti Verkbann á sjómenn Ummæli Enskan inn sem fyrst „Við þurfum að mínu viti að skerpa sýnina á þá hluti eða verðmæti sem við vilj- um halda í. Staðreynd- in er sú, að börnin okkar eru að taka til sín enskuna í gegnum tölvuleiki, sjónvarp og annað efni. Því er spurning hvort við eigum ekki að taka enskuna inn eins snemma og hægt er og kenna hana vel.“ Frosti Bergsson, stjórnarform. Opinna kerfa, í Mbl. 13. febrúar. Fólksflóttinn „Starfsgreinasamband íslands bend- ir réttilega á, að mikil áföll dynja yfir byggðarlög úti á landi á sama tíma og mikil þensla er á vinnumarkaði á höf- uðborgarsvæðinu. Ef ekkert verði að gert megi ætla að mörg byggðarlög við ströndina leggist af á næstu árum ... Ef ekki er vilji til þess meðal ráðandi afla í þjóðfélaginu að taka á hráefnis- vanda fiskvinnslunnar í sjávarbyggð- unum þá er einsýnt að fólksflóttinn frá þessum stöðum mun halda áfram.“ Elías Snæland Jónsson í leiöara Dags 13. febrúar. Þingmenn þegja „Einn af leyndar- dómum íslenskra stjórnmála er hvað þingmenn Reykjavík- ur beita sér áberandi lítið í málefnum sveit- arfélags síns ... Þetta hefur vitanlega komið illa niður á höfðborginni eins og oft hefur verið bent á, ekki síst í sam- göngumálum... Þingmenn Reykvík- inga mega gleyma. Við sem kusum þá eigum heimtingu á því að þeir taki til máls um eitt mesta hagsmunamál borgarinnar fyrr og síðar. Nóg er komið af landsvísunni." Þröstur Helgason í Mbl.-pistli sínum 13. febrúar. Fylgifiskur verkfalla a „Ef svo illa fer Æf að menn fari í B verkfall er verk- gpf bann okkar tæki til að hafa stjórn á atburðarásinni með sama hætti og stéttarfélagið. Með þessu móti fáum við ákvörö- unarvald um það hvernig at- burðarásin verður eftir að út í verkfall er komið. Skipverjar eru í fleiri en einu stéttarfélagi og því getur sú staða komið upp að stéttarfélag eins hópsins ákveði aö fara ekki í Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ verkfall eða hætta verkfalli á meðan önnur stéttarfélög halda áfram verkfalli. Þá sitja útgerðir uppi með þá á launum án þess að geta róið. Verkbann er fylgifiskur verkfalla og til þess kemur ekki nema launþegar hafi gripið til verkfalls. Þetta er hin hliðin á pen- ingnum og eðlilegt svar við verkfalli i því skyni að minnka skaðann." Enginn samningsvilji , „Mér finnst I skrýtið að útgerð- armenn telji sig 7 þurfa að setja verkbann á sjó- menn þar sem þeir sjálfir hafa lýst því yfir að hægt sé aö leysa málið fyrir 15. mars. Þeir hafa lýst furðu sinni á okkur fyrir að gera ekki samninga fyrir þann tíma en hafa sjálflr ekki sýnt neinn vilja tO að gera samninga. Vegna yf- irlýsingar Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra á síðustu dögum hafa þeir Grétar Mar Jónsson, forseti FFSÍ gert sér grein fyrir því að ekki verða sett lög á verkfall- ið og þá grípa þeir til að sækja heimild til verkbanns og leggja meiri vinnu í að þvarga. Vandinn er sá að þeir vilja ekki semja um neitt sem kostar krónur og aura. Ég veit ekki til þess að gerðir hafl verið samningar sem ekkert kosta. Við stöndum frammi fyrir því að mörg okkar mála eru langt á eftir öðrum launþegum og enginn vilji til að leið- rétta þar.“ Með hverjum deginum sem líður aukast líkur á því að boðað sjómannaverkfall skelli á þann 15. mars. Utgerðarmenn undirbúa nú að boða verkbann á þá sjómenn sem ekki fara í verkfall. + Hj ónabandsbætir? „Þegar ég heyrði þetta orð (kjöltudans) í útvarpinu þá skellti ég upp úr, því mér fannst það svo smellið og hitta beint í mark. Þarna kemur Qölhæfni móðurmálsins vel í ljós og hæfileikar þeirra sem með það kunna að fara. Ég skildi strax hvað átt er við en ég skil ekki eins vel þá sem fjargviðrast útí þessi viðskipti. Þarna er maður að fá berbotna konu til þess að iða sér á milli læranna á sér og greiðir fyrir mikla peninga. Getur verið að þarna sé komið sýnis- horn af því sem þarf til að hjónabönd á íslandi endist betur?“ Brynjólfur Brynjólfsson í Degi 13. febrúar. r—JK.F=q Ráðleysi Seðla- bankans Nýlega birti Seðlabankinn svokall- aða verðbólguspá. Einnig gaf bank- inn loforð um að halda gengi krón- unnar stööugu til að vinna á móti verðbólgu. Samt segist Seðlabankinn í raun ekki hafa nein einföld ráð til lausnar t.d. á miklum viðskiptahalla. Góður vilji Seðlabankans dugar skammt. Á honum er ekki hægt að lifa. Þvi miður. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var hér á ferð fyrir stuttu. Hann mælti með að losað yrði um gengið á krón- unni. Með því væri unnið á móti við- skiptahalla sem væri orðinn hættu- lega mikill. Sjóðurinn hefur rétt fyrir sér í þessu. Á endanum verður þetta eina ráðið. Það verður að láta krónuna ná gengisjafnvægi á alveg frjálsum markaði. Þá næðist eðlilegt og meira jafnvægi í viðskiptum okkar við út- lönd. Seðlabankinn gengur í bili á móti þessum góðu ráðum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Ríkisstjórnin ræður því. Ef gengiö væri látið síga, t.d. um 1% á mánuði eins og eðlilegt er, þá hef- ur það smátt og smátt víðtækar af- leiðingar hér á landi. Fylgi við ríkis- stjórnina hefur minnkað undanfarið samkvæmt skoðanakönnunum. Væntanlega félli gengið á ríkis- stjórninni áfram ef krónan okkar félli um 1% á mánuði. Á síðasta ári féll hún um 10%. Svipað fall á þessu ári, 2001, myndi setja „stöðugleikann og góðæriö" endanlega um koll með ýmsum hætti. Lánskjaravísitalan færi t.d. upp. Því yrði illa tekið af kjósendum sem flestir skulda vísi- tölulán á íbúðum sínum. Gengið falsað Þess vegna falsar Seðlabankinn gengi krónunnar í bili með því að taka erlend lán upp á tugi milljarða. Þau borgar Seðlabankinn síðan illu heilli með krónunni til að verja gengi hennar og gengi ríkisstjórnar- innar. Ákvörðun Seðlabankans er því pólitísk hjálparstarfsemi við rík- isstjómina. Reynt verður að halda þessu hjálparstarfl áfram fram yfir næstu kosningar en það verður erfitt eöa jafnvel ómögulegt svo lengi Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn mun eiga seinasta orðið og þá fellur krónan okkar með enn meiri skell en ann- ars. Betra er að láta hana byrja að síga strax og reyna mjúka lend- ingu. 1 upphafi þessa árs lofaöi ríkis- stjórnin okkur stöðugu gengi og 4% verðbólgu árið 2001. Með þetta loforð í huga ætlar Seðlabankinn að kaupa krónur fyrir tugi millj- arða. Þetta er herkostnaðurinn við að halda „stöðugleika og góð- æri“ sem stendur ekki lengur uppi á eigin fótum og forsendum. Sjálfstæður Seðlabanki Erfitt er að segja hvað alveg sjálfstæður Seðlabanki hér á landi myndi gera í dag. Hann væri alveg óháður ríkisstjóm. Ætli hann léti ekki gengið byrja að síga um 1% á mánuði til að vinna á móti viðskipta- hallanum og of miklum erlendum lántökum. Síðan byrjaði hann líka á lækkun vaxta til að færa þá á endan- um á sama stig og er í Vestur-Evrópu. Á því er nauðsyn. Sjálfstæður Seðla- banki myndi ekki láta rikisstjórnina nota sig í það að hafa óeðlilega hátt vaxtastig á íslandi til að verja há- gengi krónunnar sem í raun er fallið. Til að orða þetta með einföldum hætti þá myndi sjálfstæður Seðla- banki fara að öllu eft- ir lögmálum frjálsrar samkeppni og lögmál- um framboðs og eftir- spurnar. Það gera slíkir alvöru bankar. Okkar Seðlabanki reynir að lappa upp á „stöðugleika og góð- æri“ sem er ekki fyr- ir hendi lengur. Vill ekki skaða vinsældir ríkisstjómarinnar. Slíkur Seðlabanki er alveg óþarfur og það má spara sér hann. Menn viðurkenna, að ekki er endalaust hægt að taka erlend lán til að halda uppi gengi krónunnar. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn mælti með frjálsara gengi þar sem framboð og eftirspurn réði meira. Þá sígur krón- an. Líklega er enginn einfóld og not- hæf lækning til nema taka upp evr- una. Þá verðum við aö fara að regl- um siöaðra þjóða í fjármálum. Seðla- bankinn hagar sér eins og við séum einir í heiminum en það erum við ekki. - Skuldadagurinn kemur. Lúðvík Gizurarson „Þess vegna falsar Seðlabankinn gengi krónunnar í bili með því að taka erlend lán upp á tugi milljarða. Þau borgar Seðlabankinn síðan illu heilli með krónunni til að verja gengi hennar og gengi rikisstjómarinnar. - Ákvörðun Seðlabankans er því pólitísk hjálparstarf- semi við ríkisstjórnina. “ > >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.