Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 19 Útgáfufólag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer. Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: .http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.ls Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Söfnun í allra þágu Lífslíkur krabbameinssjúklinga hafa aukist mikið og er það þakkað forvörnum, betri skilningi á orsökum krabba- meins, greiningu á fyrri stigum og markvissri meðferð. Krabbameinsfélag íslands á sinn þátt í þessum árangri en félagið hefur unnið brautryðjendastarf á sviði krabba- meinsleitar, fræðslu og rannsókna, auk ráðgjafar og þjón- ustu við sjúklinga og aðstandendur. Krabbameinsfélagið er fimmtíu ára um þessar mundir og efnir af því tilefni til landssöfnunar á morgun, laugar- dag. Félagið hefur þrisvar áður leitað eftir stuðningi þjóð- arinnar með slíku átaki undir samheitinu þjóðarátak gegn krabbameini, 1982, 1986 og 1990. Markmiðið með söfnun- inni nú er að auka þjónustu við krabbameinssjúklinga, ekki síst með því að hjálpa þeim að komast út í lífið á ný, efla forvamir og treysta núverandi starfsemi Krabba- meinsfélagsins. Fram kom í gögnum sem félagið dreifði á fundi fyrr í vikunni að ár hvert greinast um 1040 íslendingar með krabbamein. Meðal kvenna er brjóstakrabbamein langal- gengast en krabbamein í blöðruhálskirtli hjá körlum. Skipuleg skráning krabbameina hófst á vegum Krabba- meinsfélagsins árið 1954. Því er hægt að skoða breytingar á tíðni krabbameina í meira en fjóra áratugi. Á þessu timabili hefur tíðnin í heild aukist um 1,2 prósent á ári, að teknu tilliti til fjölgunar íbúa og aldurssamsetningar þjóðarinnar. Brjóstakrabbamein er nú tvöfalt algengara en var við upphaf skráningar en tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli hefur nær fimmfaldast. Lungnakrabba- mein er nú orðið næstalgengasta krabbamein hjá báðum kynjum. Því hefur verið spáð að eftir áratug muni árlega grein- ast 1300-1400 ný krabbameinstilfelli hér á landi. Krabba- mein er fremur sjúkdómur aldraðra en þó ekki eingöngu því fólk getur fengið krabbamein á öllum aldri. Krabba- meinstilfellum fer þó ekki að fjölga verulega hjá fólki fyrr en eftir fertugt. Úr gögnum Krabbameinsfélagsins má lesa að meðalaldur kvenna við greiningu krabbameins er rúm 62 ár en rúm 67 ár hjá körlum. Þótt tíðni krabbameinstilfella hafi aukist jafnt og þétt eru jákvæðu tíðindin þau að lífshorfur krabbameinssjúk- linga hafa batnað. Um 17 prósent karla sem greindust með krabbamein á árunum 1956-60 lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 44 prósent vænst þess að lifa svo lengi sé miðað við árabilið 1991-95. Um 27 prósent kvenna sem greindust með krabbamein á árunum 1956-60 lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 51 prósent vænst þess að lifa svo lengi. Að teknu tilliti til annarra dánarorsaka eru fimm ára lífshorfur karla með krabbamein um 55 prósent af lífshorfum jafnaldra og 59 prósent meðal kvenna. Fram kemur í gögnum Krabbameinsfélagsins að þriðji hver íslendingur fær krabbamein einhvern tíma á lífsleið- inni og flest verðum við aðstandendur krabbameinssjúk- linga. Málefnið snertir því alla. Mikilsvert er því að söfn- un Krabbameinsfélagsins á morgun gangi að óskum og landsmenn taki söfnunarfólki vel. Leitað verður til ein- staklinga, gengið í hús í samvinnu við Kiwanis og Lions, safnað í samvinnu við útvarpsstöðvar og í sérstökum þætti í Sjónvarpinu, safnað á Netinu og tekið við framlög- um í síma. Þá verður leitað sérstaklega til fyrirtækja í landinu. Landsmenn eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til þessarar landssöfnunar Krabbameinsfélags íslands. Það er í allra þágu. Jónas Haraldsson r>v IKEA-rassinn Sú auglýsing sem ég kalla IKEA-rassinn er ekki bara tákn um smekkleysi í þeirri listgrein sem auglýsing á að vera heldur er hún dæmi- gerð fyrir gleymsku okkar og andlegt hirðuleysi. Þessi brosandi konurass er víst upprunninn í Svíþjóð en ætlaður til útflútnings, enda ólíklegt að hann myndi líðast á skjánum í kvenvænu landi þar sem virðing er borin fyrir kon- unni allri. Auðvitað gegnir öðru máli hér, IKEA-rass- inn brosir mjúkur og neysluörvandi. „Endakraftur“ á galvaskri kvennahreyfingu? IKEA-rassinn skellihlær ekki hæðnislega að körlum en það virðist vera eina vísindalega aðferðin í femíniskum bókmenntafræðum í Há- skóla íslands til að kveða karlrembu- höfunda í kútinn. Mjúkur brosir hann jafnt við báðum kynjum. Bros- ið stafar ekki af visku í kvennafræð- um, það sprettur af bjánaskap sem rikir í samfélagi sem miðar allt við þarfir munns og rass. Guðbergur Bergsson rithöfundur Hvar eru nú þær hug- djörfu sem fóru í kröfu- göngur og hrópuðu að lík- ami konunnar væri ekki verslunarvara? Þær komu í lög að ekki mætti nota kyngreiningu í atvinnu- auglýsingum svo upp var fundið orðið starfskraftur á öllum sviðum nema á Al- þingi. Þar mátti nota áfram orðin þingmenn og þing- konur en ekki tekin upp orðin alþingiskraftar eða stjórnmálakraftar. - Er IKEA-rassinn „endakraft- á þvi sem var galvösk urinn kvennahreyfing? í líkkistu tímans I kjölfar æpandi forystukvenna, sem nú eru komnar i mjúk embætti, hafa umsvif í kringum fegurðarsam- keppnir aukist. Og svo mikill inn- flutningur hefur verið hafinn á út- lendum „stúlkugreyjum" frá áður sovéskum alþýöurikjum að líkkistu- salan í Fischersundi varð að víkja til þess að kynörvandi klúbbur með þeim gæti fært út kvíamar. Nú dansa sovétmeyjar þar „Mjúkur brosir hann jafnt við báðum kynjum. Brosið stafar ekki af visku í kvennafrœðum, það sprettur af bjánaskap sem ríkir í samfélagi sem miðar allt við þarfir munns og rass. “ Þjóðkirkja á eigin forsendum í tveimur greinum hér í blaðinu (18/1 og 5/2) hef ég fært rök að því að íslendingar upp og ofan líkt og aðrir Norðurlandabúar ætli þjóðkirkju sinni einkum það hlutverk að skapa virðulegan ramma um hátíðahald sitt. Gildir þá einu hvort um er að ræða hátíð í lífi einstaklings, fjöl- skyldu eða samfélagsins alls. Þá ætlist yfirvöld til þess að þjóðkirkjan efli samstöðu almennings og ljái pólitískum markmiðum ríkisins æðri tilgang. Það gerir hún með því aö samþætta minni úr sögu þjóðar- innar eigin siðum, venjum og hug- myndum. Þetta taldi ég helstu skýr- ingu þess að um 90 % þjóðar- innar kjósa að tilheyra kirkj- unni án þess að taka reglu- bundinn þátt í starfi hennar. Af sjónarhóli kirkjunnar sjálfrar Á liðnu kristnihátíðarári var oft á það bent að þær að- stæður sem hér var lýst bæru vitni um yfirborðsleg tengsl kirkju og þjóðar og væru enda alvarlegt kreppuein- kenni i kirkjunni. í raun er þó ekkert við það að athuga aö í samfélagi sem býr að Kjallari Hjalti Hugason prófessor gronu „Þá er það nauðsyrilegt fyrir þjóðkirkjuna að auka tengsl sín við önn- ur trúfélög sem starfa í landinu og taka sem virkastan þátt í alþjóð- legum samtökum krístinna kirkna.“ - Bœnastund frjálsra trúarsöfnuða á Vatnsendahæð. þjóðkirkjuskipulagi ætli allur þorri fólks kirkj- unni skilgreint þjónustu- hlutverk af þessi tagi og snúi sér fremur til henn- ar þegar sérstaklega stendur á en í gráum hversdeginum. Þannig býr kirkjan við sömu að- stæður og aðrar velferð- arstofnanir. Af þeim sök- um þarf ekkert yfirborðs- legt eða kreppukennt að einkenna samband ís- lendinga við þjóðkirkju sína. Hér er aðeins um ákveðinn aö visu dálítið ver- aldlegan kirkju- skilning að ræða. Af sjónarhóli þjóðkirkjunnar sjálfrar ætti mál- ið þó að horfa öðru vísi við. Hún getur t.d. aldrei byggt til- verurétt sinn á þessum eða öðr- um veraldlegum hlutverkum. Þjóðkirkjan verð- ur ætíð að horfast í augu við að hún er ekki aðeins þjóðleg stofnun heldur einnig hluti al- þjóðlegrar hreyf- ingar og þegar dýpst er skoðað hinni einu, heilögu, almennu og postullegu kirkju Krists sem m.a. er rætt um í trúarjátningunni. í stefnumörkun sinni og starfsskipulagi getur þjóð- kirkjan því aldrei verið að fullu sátt við ofangreind hlutverk. Að vísu má hún þó aldrei víkja sér undan þeim - jafnvel ekki þótt samband ríkis og kirkju verði rofið. Þessi hlutverk eru miklu fremur afleiðing af langri samleið lúthersku kirkjunnar með þjóðinni og stærð hennar miðað við önnur trúfélög í landinu en lög- eða stjórnarskrárbundinni stöðu þjóð- kirkjunnar. - Sagan er því að þessu leyti skuldbindandi fyrir þjóðkirkj- una. Á sínum eigin forsendum Það sem mestu máli skiptir er þvert á móti að þjóðkirkjan spyrji ætíð hvemig hún fái best gegnt hin- um félagslegu hlutverkum meðal þjóðarinnar á sínum eigin forsend- um. Það gerir hún best með því að ástunda agaða guðfræðilega umræðu um það hverjar þessar forsendur séu sem og með því að efla og styrkja guðsþjónustulíf sitt og annað safnar- starf. Þá er það nauðsynlegt fyrir þjóð- kirkjuna að auka tengsl sin við önn- ur trúfélög sem starfa í landinu og taka sem virkastan þátt í alþjóðleg- um samtökum kristinna kirkna. Þannig skapar hún sér ytra aðhald og mat á starfi sínu og ræktar um leið samstöðu sína með hinni al- mennu kirkju. Aðeins á þennan hátt fær þjóðkirkjan gegnt lífrænu trúar- legu hlutverki meðal íslensku þjóð- arinnar. Án innri uppbyggingar og samkirkjulegra tengsla af þessu tagi er hætt viö að hana dagi uppi sem íhaldssaman hefðarvörð á hátíðum og tyllidögum. Hjalti Hugason Með og á móti - og klaufaveikisvœði p Allt í lagi „í sjálfu sér er ég alfarið á móti því að íslenskir bændur heimsæki breska starfsbræð- ur á þessum tima þó ekki væri nema vegna þess að þá þyrfti ég að standa í því að láta þá þvo stígvélin sín við heimkomuna. En hugtakið bændaferðir í dag þýðir einfaldlega ódýrar rútuferðir um Evrópu og í þessu til- felli er ekki verið að heimsækja neina bændur heldur erum við að skoða menningararfleifð Breta frá Rómverjum og víkingum. Það er bara grjót og bygging- ar en ekki bændur. Það hefði alveg eins mátt kalla ferðalagið fiskimanna- ferð eða víkingaferð þó aug- lýst sé sem bændaferð. Þessi ferð er ekki aðeins fyrir bændur heldur alla þjóðina. Það er alveg á hreinu að við förum ekki á einn einasta bóndabæ og ég skal persónulega sjá til þess að far- þegamir komist ekki í tæri við eina einustu belju.“ Ekki í lagi „Það tekur ekki nokkru tali að ís- lenskir bændur taki sig upp á þess- um tíma og ætli í bændaferð til Bretlands. Það er vitað mál að gin- og klaufa- veiki er bráðsmitandi og því engin ástæða til að taka þá áhættu sem óumflýjanlega fylgir ferðalagi sem þessu. í raun er ég hissa á að ekki sé þegar búið að aflýsa þessari bænda- ferð því ef meiri hagsmunir hafa ein- hvern tíma átt að víkja fyrir minni þá á það við í þessu tilfelli. Að sjálfsögðu þurfa bænd- ur að ferðast eins og annað fólk og vissulega er fróðlegt fyrir þá að heimsækja starfs- bræður sína erlendis. En ekkert getur réttlætt ferðalag Islenskra bænda um breskar sveitir á meðan það ástand varir sem nú er á Bret- landseyjum. Menn verða annaðhvort að finna sér betri tíma til slíkrar bænda- ferðar eða þá að beina ferðinni til annarra landa þar sem smitsjúkdóm- ar eru ekki landlægir um þessar mundir.“ Friðrik G. Friðriksson fararstjóri. Guðbjörg Þorvarðardóttir dýraiæknir. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur auglýst og skipulagt bændaferð um Bretlandseyjar þar sem gelsar gln- og klaufaveikifaraldur. Sýnist sltt hverjum. aufav kannski fyrir kommúnista sem hafa kastað lifandi hugsjón í líkkistu tímans. Fá karlmenn að leggja sig hjá þeim í einni? Eitthvað svipað hefur gerst í dansinum kringum IKEA-rassinn. Hann var sýndur með brosi á báðum kinnum á konu- daginn og jók sölu á IKEA-rúmum. Eins og veröld vill.... fslenskt nútímasamfélag er ungt og reynslulítiö og fremur skopmynd af samfélagi en þroskuð þjóð þar sem fólk talar og starfar og ber ábyrgð á orðum sínum og gerðum. Skopmyndin er fremur grátleg og ber vott um tómleika og skort á kjölfestu innra með okkur. Slíkt er ekki aðeins að finna hjá almenn- ingi, sem er eins og veröld vill eða vindur blæs og heldur að slíkt beri vott um frjálslyndi, heldur öðru fremur hjá menntafólki og ráða- mönnum. Þess vegna hefur vinstristefnan liðið undir lok með ropa og kvenna- hreyfingin með sama hætti, nema það hafi verið með prumpi, og hægristefnan tórir aðeins vegna orða fyrrum brandarastráks. Guðbergur Bergsson Ummæli Til heilla fyrir Hafnfirðinga „Hér i Hafnarfirði nemur rekstur grunn- skólanna hundruðum milljóna króna fyrir hvern skóla og mikil ábyrgð lögð á skóla- stjórnendur um fjár- málastjórn og meðferð opinberra fjármuna ekki síður en að þeir séu faglegir leiðtogar í skólunum. Með markvissri íjármálastjórn, sem ég tel að sé vel borgið í höndum traustra einkaaðila, og sterku faglegu starfl skólafólks með öll réttindi og reynslu sem krafist er í öðrum skól- um, er ég þess fullviss, að við fáum góðan skóla í Áslandi." Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfiröi, í Mbl. 1. mars. Skattlagt í þágu Stefs „Samtökin STEF beita fyrir sig hugtökunum réttlæti og sanngirni. Þau segja félagsmenn sína verða fyrir barðinu á þjófum sem fjölfaldi verk félagsmanna í heimildarleysi. Til að bregðast við þessu hafa þau hins vegar fengið því framgengt að heyrnarlaus maður sem kaupir sér tóman geisladisk er skattlagður á þágu STEFs, fyrirtæki sem vista eigin gögn á geisladiskum eru skattlögð í þágu STEFs, skólafólk sem kaupir geisladisk undir ritgerðir er skattlagt í þágu STEFs ... Svo virðist sem STEF líti þannig á að þeir sem verði fyrir þjófnaði eigi að fá umboð til að skattleggja alla aðra, hvort sem þeir eru sekir eða saklausir. Hér er því ekki aðeins verið að snúa við sönnunarbyrði eins og stundum er krafist, heldur eru allir sakfelldir. t því virðast sumir telja að felist eðlilegar sárabætur." Úr Vef-Þjóöviljanum 28. febrúar. Samviskan á flokks- þingi Framsóknar „Þingmenn Fram- sóknarflokksins geta soflð rólegir á nótt- unni fyrir skoðunum flokksformanns á kvótakerfmu. Hún kemur honum einum við og öðrum ekki. Allir þingmenn hafa svarið eið að stjórnarskránni og stjórnarskráin seg- ir að þingmenn séu ekki bundnir af skilaboðum frá kjósendum heldur samvisku sinni. Þar með detta allar flokkssamþykktir dauðar niður og samviskan ein situr eftir á flokksþing- inu. Kannski verða framsóknarmenn fyrstir til að brjótast úr flokksviðjum og ryðja þingræðinu braut á íslandi." Ásgeir Hannes Eiríksson verslunar- maöur, í Degi 1. mars. “f-ÞjóðviIjinn} Skoðun ;i v- ET&U X/ONÍC/RGE* *=? GÖ&VI&' V€TKII MINNI, HLLT ERTjR’ ^\A mVpíO KF7NF7NIOM vCRNIM HE? 3=><ÓK“NíR5\ \HVEF?JL1 SINIKII Landssöfnunin: Það er ljós í myrkrinu Krabbamein er ekki fallegt orð. Það er nístandi og meiðandi enda greinir það frá þeim sjúkdómi sem skelfir marga. Það lýsir sjúkdómi sem oft á tíðum étur, skemmir og spillir því sem áður var heilt. Það leggur líf margra í rúst og spillir gleðinni sem átti að vera fórunautur til framtíðar. Sjúkdómsgreiningin, þú ert með krabbamein, sviptir marga sýn til lifsins. Niðurstaðan leggst á sálina og tilfmningar allar fara í uppnám. Það er ekki aðeins sjúklingurinn einn sem brestur sýn fram á veginn. Fjöl- skyldan öll verður þátttakandi, vinir og starfsfélagar. Það fer allt í upp- nám. - Margir neita að trúa slíkum tíðindum. Vilja fá að vakna af vondri martröð lífsins. Sjá ekkert nema myrkur. Finnst að öll von sé úti. Lítið kerti verður að kærleiksljósi Krabbamein er samheiti margra ólíkra sjúkdóma. Sumir eru erfiðir og aðrir viðráðanlegri. Sigrar í bar- áttunni eru margir og það ber að þakka þrotlausu starfi vísinda- manna. Krabbameinsfélagið hefur verið í forystu hér á landi um fræðslu og rannsóknir. Starf félags- ins er sannarlega ljós í þessari bar- áttu lífsins. Það eru ekki rannsóknir einar sem ráða för. Fræðsla og um- hyggja um andlega líðan og velferð hefur verið í fyrirrúmi. I fimmtíu ára sögu félagsins hefur starfið eflst og þró- ast. Frá árinu 1964 hefur regluleg leit að krabbameini í leghálsi verið starf- rækt á vegum fé- lagsins. Árlega mæta um 30.000 konur í slíka leit og 15.000 konur koma árlega í brjósta- skoðun. Góður árangur hefur náðst og talið er að 150 fleiri kon- ur hefðu dáið af völdum leg- hálskrabbameins ef leitarinnar hefði ekki notið við. Þessar rannsóknir hafa vakið athygli erlendis og rann- sóknir í sameinda- og frumulíffræði á brjóstakrabbameini ber þar hvað hæst. Allar þessar rannsóknir og leit, sem Krabbameins- félagið hefur staðið fyrir, eru sannarlega máttugt ljós í harðri baráttu gegn krabbameini. Félagið sam- anstendur nú af 30 félög- um sem eru staðsett víða um landið. Frumkvöðlar að stofnun þess þann 27. júní árið 1951 hafa fengið að sjá hugsjón sína breyt- ast úr litlum neista í eld vonarinnar. Ekkert Ijós lýsir af sjálfu sér Árlega greinast meir en 1000 íslendingar með krabbamein. Þriðji hver íslendingur fær krabbamein einhvern tíma á lífs- göngu sinni. Þess vegna mun engin fjölskylda komast hjá því að verða aðstandendur krabbameinssjúk- linga. Það er jafn víst og við fæðumst og deyjum í þessum heimi. Þess vegna varðar þetta alla. Mál- efni Krabbameinsfélagsins eru því málefni þjóðarinnar. Á fimmtíu ára afmæli leitar Krabbameinsfélagið eftir liðsinni ís- lensku þjóðarinnar. Félagið þakkar meðbyr og þann stuðning sem veitt- ur hefur verið. En það þarf meira til, það þarf samstillt átak. Deildu Ijóslnu meö okkur Þjóðarátak þarf til þess að efla enn frekar starf Krabbameinsfélagsins. Með þátttöku þinni, þá ertu að bera Pálmi Matthíasson sóknarprestur í BústaOakirkju. ljós vonarinnar til þeirra sem finnst myrkrið vera al- gjört. Þátttakan mun gefa^ þér gleði og þá tilfinningu að þú notir llf þitt til þjónustu við náungann. En mest mun gleðin verða í hugum þeirra sem finna að sigurinn i bar- áttunni gegn krabbameini getur orðið þeirra. Þá mun kvikna ljós í stað myrkurs, von í stað ótta. Ijós inn í framtíðina Lífslíkur þeirra sem grein- _______ast með krabbamein hafa aukist mikið á síðustu árum. Aukin umhyggja fyrir krabbameins- sjúklingum hefur hjálpað þeim að ná fótfestu á ný og komast út í lífið. Þennan þátt starfsins þarf enn að efla. Heimahlynning og síðanv fræðsla og eftirfylgni skilar miklum árangri og meðal starfsfólks Krabba- meinsfélagsins eru margar kærleiks- sólir sem seint verður þakkað þeirra fómfúsa starf. Það skiptir ekki máli á hvaða aldri þú ert. Starf félagsins snertir alla aldurshópa. Félagið snertir lífið í vísindum, umhyggju, rannsóknum, fróöleik og heilsuátaki og bættum lífsstíl. Öll viljum við halda heilsu okkar og njóta lífsins. Við viljum ganga í Ijósinu og njóta þess. - Krabbameinsfélagið og starf þess er sannlega ljós inn í framtíöina. Pálmi Matthíasson „Þátttakan mun gefa þér gleði og þá tilfinningu að þú notir líf þitt til þjónustu við náungann. En mest mun gleðin verða í hugum þeirra sem finna að sigurinn í baráttunni gegn krabbameini getur orðið þeirra. “ - Kynning á landssöfnun Krabbameinsfélagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.