Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjön: Vidskiptablaðiö Hagnaður lands 520 Eimskipafélags ís- milljónir eftir skatt samanborið við 1426 milljónir árið áður Hagnaður Hf. Eimskipafélags ís- lands og dótturfélaga eftir reiknað- an tekjuskatt nam 520 milljónum króna árið 2000 samanborið við 1.436 milljónir króna árið 1999. Hagnaður fyrir reiknaðan tekju- skatt er aftur á móti 176 milljónir króna. Reiknaður tekjuskattur er færður til tekna í rekstrarreikningi og til lækkunar á tekjuskattsskuld- bindingu félagsins. Ástæður þess að verulegur munur er á rekstrarlegri niöurstöðu samkvæmt rekstrar- reikningi annars vegar og skatta- legri niðurstöðu hins vegar eru einkum þær að samstæðan greiðir ekki tekjuskatt af mótteknum arði frá öðrum félögum og vegna mis- munandi skattalegrar stöðu dóttur- félaga, en í samstæðureikningnum eru ársreikningar 44 dóttur- og dótt- urdótturfélaga. Arðsemi eigin fjár á árinu 2000 var 6%. Rekstrarhagnaður án fjármuna- tekna og gjalda var 827 milljónir króna, samanborið við 975 milljónir króna árið 1999. Fjármagnsgjöld samstæðunnar árið 2000 voru 651 milljón króna, en fjármagnsliðir voru jákvæðir um 799 milljónir króna árið 1999. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður á árinu var 1.517 milljónir króna og hefur hann nánast staðið í stað frá fyrra ári en þá var sá kostnaður 1.493 milljónir. Gengistap samstæðunnar nam 1.530 milljónum króna sem er veruleg breyting frá fyrra ári en þá varð 261 milljónar króna gengishagnaður af samstæðunni. íslenska krónan veiktist verulega á árinu 2000 eða um 10%. Langtímaskuldir samstæð- unnar eru nær allar í erlendum myntum og er gengismunur sam- stæðunnar kominn til vegna veik- ingar krónunnar. Afkoma Eimskips af flutninga- starfsemi var óviðunandi á árinu 2000 og mun lakari en áætlað var í upphafi árs. Lakari afkomu af flutn- ingastarfsemi má rekja til þess að verðsamkeppni var mjög hörð á flutningamarkaðinum sem hafði áhrif á tekjur félagsins, bæði i sjó- flutningum og landflutningum. Einnig urðu kostnaðarhækkanir meiri en ráð var fyrir gert og má þá einkum nefna hækkun olíuverðs. Rekstrarleg afkoma af fjár- festingarstarfsemi góð Rekstrarleg afkoma af fjárfesting- arstarfsemi var góð vegna umtals- verðs söluhagnaðar hlutabréfa á ár- inu, en á móti kom veruleg lækkun á gengi hlutabréfa og þar með lækkun á verðmæti eigna Burðaráss. Þessi lækkun, sem nam 4.275 milljónum króna á síðasta ári, er ekki færð tU gjalda í rekstrarreikningi félagsins fremur en 5.637 milljóna króna hækkun til tekna árið á undan. Söluhagnaður af hlutabréfum nam 777 milljónum króna, samanborið við 188 milljónir króna árið 1999. Á árinu var fjárfest í Skagstrendingi fyrir 507 milljónir króna. í upphafi ársins keyptu Skagstrendingur og Burðarás í sameiningu meirihluta í Nasco ehf. sem hafði um árabU sér- hæft sig í rækjuveiðum í úthöfum, aðallega á Flæmska hattinum, og sölu á eigin afurðum. Forsendur fyr- ir útgerð af þessu tagi brugðust á ár- inu og var Nasco tekið tU gjaldþrota- skipta. Nam tap Burðaráss vegna gjaldþrotsins um 158 milljónum króna sem fært hefur verið til gjalda í ársreikningi félagsins. Packard Bell 7800a rw Kraftmikil heimilisvél 159.900 verö Þriggja mánaða Internetaðgangur hjá SlMINN-INTERNET Veglegur hugbúnaðarpakki fylgir uppsettur á öllum Packard Bell tölvum v^t Packard Bell fartölva verö 3.900 Örgjörvi AMD-K6-550 Minni std/max 64M8/256MB Flýtiminni 128kB Hardur Diskur 6 GB Rafhlaða Lithium I0N Þyngd 2,9kg Skjákort Á móðurborði Skjáminni 4 MB Shared Video Memory Skjár 13,3-TFT CDdrif 24x Faxmódem 56k. - V.90 Data Fax Tengi 2 x USB PCMCIA 2 Ábyrgð: Vélbúnaður 1 ár Símaaðstoð, v/hugbún. Bmán Símaaðstod, v/vélbún. 1 ár HBHHHHi ..——Bi Örgjörvi AMDK7800 Móðurborð - Kubbasett Athena-AMD 750 Minni std/max 128/512 Flýtiminni 512 Harður Diskur 15 GB Skjákort TNTII Kubbasett TNT Skjáminni 32 Mb Skjár 17’ CD-Rom 48 x/DVD 10x/CDRW 8x 3d-Hljóð já Fjöldi radda 320 Faxmódem 56k. - V.90 Fax Netkort nei Ábyrgð: Vélbúnaður 1 ár Símaaðstoð, v/hugbún 3mán Simaaðstoð, v/vélbún 1 ár Aðrar gerðir Packard Bell eru: iConnect, verð frá kr. 116.900 - iXtreme verð kr. 184.900 j Fartölvur: EasyNote 6012, kr. 199.500 - EasyNote 6014, kr. 249.000 Næg bílastæði Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Hagnaður Pharmaco eftir skatta 900 milljónir króna Hagnaður fyrir skatta var um 1.500 mihjónir en um 900 miUjónir eftir skatta og að teknu tiUiti tU hlutdeildar minnihluta í afkomu félagsins. Hagnaður samstæðu Pharmaco hf. árið 2000 nam 893 mUljónum króna eftir skatta. Þetta er nær þrefoldun hagnaðar frá fyrra ári sem var þá 331 mUljón kóna. Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta og minnihluta var 1.497 mUljónir króna og EBIDTA 1.990 miUjónir króna. Spá verð- bréfafyrirtækjanna í Viðskipta- blaðinu gerði ráð fyrir 1299 miUj- óna hagnaði (EBIDTA) og er þetta því framar vonum. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 11.002 miUj- ónum króna miðað við 3.605 mUlj- ónir árið áður sem er ríílega þre- földun. Eigið fé samstæðunnar var í árslok 4.822 mUljónir króna. Árs- reikningurinn inniheldur heUdar- starfemi Pharmaco og Balkan- pharma fyrir árið 2000. Reiknings- skUaaðferðir hafa veriö lagaðar lít- Ulega að breyttum rekstri sam- stæðunnar eftir samruna Pharmaco og Balkanpharma seinni part ársins 2000. Miklar breytingar urðu á starf- semi Pharmaco við samruna fyrir- tækisins og búlgarska hlutdeildar- fyrirtækisins Balkanpharma á ár- inu. Vegna þess samruna var hlutafé aukið um 170% og var það í árslok rúmar 422 miUjónir króna. Eftir þessa breytingu er uppistað- an í rekstri fyrirtækisins lyfja- framleiðsla og sala um allan heim, en mest þó í Mið- og Austur-Evr- ópu. Velta fyrirtækisins á Islandi var rúm 30% af heUdarveltu fyrir- tækisins árið 2000. Starfsmenn í árslok voru 4.600, þar af 150 á ís- landi. Áætlanir félagsins fyrir árið 2001 gera ráð fyrir um 13.000 mUlj- óna króna veltu og um 1.300 miUj- óna króna hagnaði eftir skatt. Gengi hlutabréfa félagsins í árs- lok var 37,7 og markaðsverðmæti þess því um 15,7 miUjarðar króna. Gengi hlutabréfa Pharmaco hækk- aði mest allra skráðra hlutafélaga á Verðbréfaþingi íslands á árinu, eða um 93% á mUli ára. FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 I>V IVa':!iUr:Tiyi?l,Td!.lIrl371_________ HEILDARVIÐSKIPTI 3300 m.kr. : - Hlutabréf 480 m.kr. - Húsbréf 1120 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ; íslenskir aðalverktakar 150 m.kr. 0 Frjálsi fjárfestingarb. 84 m.kr. © Baugur 52 m.kr. MESTA HÆKKUN o MP-Bio 5,7% QÖssur 3,7% o Flugleiðir 2,5% MESTA LÆKKUN ©ís,enski hugbúnaðarsj. 5,9% O Opin kerfi 5,6% ©Delta 3,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1216 stig - Breyting O 0,4 % Lítill hagvöxtur á fjórða ársfjórð- ungi í Þýskalandi Það dró úr hagvexti í Þýskalandi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en væntingar höföu verið um meiri hagvöxt. Hagvöxtur á fjórða árs- fjórðungi var 0,2% og 1,9% yfir allt árið. Þetta er fyrir neðan 0,3% og 2,8% á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einnig aðeins minna en spár Bundesbank sem hafði spáð 0,25% hagvexti i fjórðungnum og 2,5% yfir árið. Þessar tölur voru þó ekki nóg til þess að evrópski seðlabankinn lækkaði vexti því hann lét vexti vera óbreytta í 4,75% eftir vaxta- ákvörðunarfund bankans í gær. Ný- legar hagvaxtartölur frá Frakklandi og Ítalíu fóru fram úr væntingum og tölunum frá Þýskalandi. Velta með hluta- bréf dregst sam- an um helming Heildarvelta hlutabréfa á Verð- bréfaþingi íslands í febrúar 2001 nam rúmum 8,4 milljörðum króna, samanborið við 29,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. í Markaösyfir- liti Landsbankans í dag kemur fram að það sem af er árinu nemur heild- arvelta hlutabréfa á VÞÍ 23,1 millj- arði króna, samanborið við 52,6 milljarða á sama tímabili í fyrra. Velta með hlutabréf á VÞÍ hefur því dregist saman um ríflega helming. 02.03.2001 M. 9.15 KAUP SALA F JPollar 85,360 85,800 laSPund 124,740 125,370 í*tiKan. dollar 55,170 55,510 SÍDönskkr. 10,6960 10,7550 [-HtÍNorsk kr 9,6970 9,7510 C5|Sænsk kr. 8,8180 8,8670 H—Ifí. mark 13,4157 13,4964 ;Fra. franki 12,1603 12,2334 : í jBelg. franki 1,9774 1,9892 E3: Sviss. frankl 51,8600 52,1500 i Eh°M. gyllini 36,1964 36,4139 ” Þýskt maik 40,7839 41,0290 |ít líra 0,04120 0,04144 HErlAust. sch. 5,7968 5,8317 Port. escudo 0,3979 0,4003 Q JSpá. peseti 0,4794 0,4823 | © Jap. yen 0,72080 0,72510 jírskt pund 101,282 101,891 SDR 110,4400 111,1000 SjECU 79,7664 80,2457

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.