Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 28
Akureyri: Kappakstur og árekstur Kappakstri tveggja bifreiða á Ak- ureyri í gærkvöld lauk með því að önnur bifreiðin lenti í árekstri á mótum Glerárgötu og Strandgötu. Lögreglan mældi hraða bifreið- anna í kappakstrinum og gaf þeim merki um að stöðva. Því var ekki sinnt og tókst ökumanni annarrar bifreiðarinnar að komast undan en hinum tókst að lenda í árekstri. Lögreglan leitar ökumannsins sem komstundan. -gk Fíkniefni í tveimur bílum Lögreglan í Reykjavik hafði af- skipti af niu manns vegna fikniefna- T** misferlis í nótt. Um hálfeitt í nótt stöðvaði hún bifreið með fimm ung- menni innanborðs. Við leit í bifreið- inni fundust ætluð fikniefni. Fólkinu var sleppt að lokinni skýrslutöku. Um sexleytið í morgun stöðvaði lög- reglan annan bíl sem í voru fjórir menn. í þeirri bifreið fundust einnig ætluð fíkniefni og var fólkið flutt á lögreglustöð til yfirheyrslu. -SMK Líf eftir krabbamein í Helgarblaði DV á morgun verð- ur rætt við systkinin Steinunni og Björgvin Ragnarsbörn sem bæði hafa lifað af hættulegt krabbamein þrátt fyrir mjög ungan aldur. Systk- inin segja frá reynslu sinni og bar- áttu. Einnig er rætt viö Margréti Pálmadóttur kórstjóra um sigra og mótlæti en Margrét fékk silfurverð- laun fyrir kór sinn, Vox Feminae, í alþjóðlegri kórakeppni á Ítalíu. Fjallað verður um heiðurslaun lista- manna, eftirlitsþjóðfélagið og Kon- stantín Hauksson lýsir reynslu fjöl- skyldunnar ■ í kjölfar dauðsfalls tengdamóður hans sem var vistmað- ur á Grund. Konstantín deilir hart á aðbúnað og umönnun á Grund. GRILLUÐ KRINGLA! Bílheimar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 2. MARS 2001 Sauðárkrókur: Grunaöur lýsir óviljaverki Lögreglan á Sauðárkróki hefur í haldi mann sem í fyrrinótt hringdi í lögreglu og sagðist hafa kveikt í húsi sínu. Maðurinn, sem var drukkinn þegar kviknaði 1, hefur við yfírheyrslur borið að um óviljaverk hafi verið að ræða, og snýst rannsókn málsins um það, eða hvort hann kveikti í af ásetn- ingi. Hann hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til morguns. Skemmdir urðu talsverðar í brun- anum. -gk Kópavogur: Tvær konur í lyfjaakstri DV-MYND INGO Grafa losnaöi af tenglvagni Þaö fór illa hjá ökumanni flutningabílsins þegar grafan sem fest var á tengivagninn losnaöi og.rann út afvagninum á mótum Bústaöavegar og Reykjanesbrautar skömmu eftir kiukkan 13 í gær. Allt fór þó vel og engan sakaöi viö atvikiö, þótt umferöin teföist svolítiö. Kópavogslögreglan hafði í gær hendur í hári tveggja kvenna á miðjum aldri í umferðinni en þær eru grunaðar um að hafa ekið bif- reiðum sínum undir áhrifjum lyfja og önnur einnig undir áhrifum áfengis. Það var aksturslag kvennanna sem varð þess valdandi að lögregl- an hafði afskipti af þeim en ekki að þær næðu að valda neinu tjóni með akstri sínum. -gk Eldur í Kringlunni en viðskiptavinir sátu sem fastast: Töldu ekki ástæðu til að yfirgefa brennandi hús - neyðaráætlun virkaði að mestu leyti, segir framkvæmdastjóri Kringlunnar Eldur kom upp í loftræstikerfi Kringlunnar um klukkan 17 í gær. Eldurinn átti uppruna sinn í Hard Rock Café, en fólk innandyra tók ekkert eftir því í töluverðan tíma þótt þeir sem fyrir utan væru sæju reykinn standa upp úr þaki hússins. Ástæðan var sú að logana lagði upp loftræstistokkinn og í þak hússins. „Ég var bara að grilla,“ sagði kokkur á Hard Rock við þá sem stóðu fyrir utan þegar hann flúði ásamt fleirum út úr Kringlunni, en Kringlan var rýmd þegar upp komst um eldinn. Töluverðan reyk lagði inn í Kringluna, og stóðu eldtung- urnar upp úr þaki hússins um tíma. Allt tiltækt liö slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og kom á staðinn í þann mund sem öryggismiðstöð Kringl- unnar tilkynnti um eldinn til slökkviliðsins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem hafði breiðst út um loftræstikerfið. „Það er lítið tjón á fasteigninni sjálfri, það eru nokkrar spýtur uppi í þakinu sem brunnu,“ sagði Einar Ingi Halldórsson, framkvæmda- stjóri Kringlunnar, í samtali við DV i morgun. Hann gat ekki metið hversu mikið tjón varð, en vatn og reykur fóru um Hard Rock og þrjár búðir og eru mestu skemmdimar þar, bæði á innréttingum og fatnaði. Engan sakaði í atvikinu og lítil skelfmg greip um sig. Viðskiptavin- ir Kringlunnar sem töluðu við DV sögðu fáa öryggisverði hafa verið á svæðinu og að tilkynning í hátalara- kerfi hússins, þar sem fólk var beð- ið um að yfirgefa Kringluna, hafi irju UV-MYNU II Skemmdir skoöaöar í morgun Vatn og reykur komst í þrjár verslanir og Hard Rock Café. ekki heyrst i öllum verslunum. Einar Ingi sagði þau viðbrögð sem öryggisverðir og starfsfólk Kringlunnar hafa æft fyrir neyöar- tilvik sem þessi hafa gengið eftir að mestu leyti. „Það gekk svolítiö erfið- lega að eiga við viðskiptavinina, meira að segja að koma þeim út af Hard Rock. Fólk taldi ekki ástæðu til þess að fara,“ sagði Einar Ingi. Tugir öryggisvarða eru á vakt á hverjum degi í Kringlunni, auk starfsmanna hússins. Slökkviliðið tók saman tæki sín og tól um klukkan 22 í gærkvöldi og fór af staönum.enda var hættan þá liðin hjá. Kringlan mun hafa opið í dag, að undanskildum þessum . þremur verslunum sem skemmdir urðu í og Hard Rock. -SMK Samfylkingin vill þjóðarsátt um leigumarkaðinn: Algjört neyöarástand ríkjandi Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir að Alþingi þurfi nú þegar að grípa til aðgerða sem leysir þann brýna vanda sem skapast hefur á leigu- markaðnum og einkum á höfuð- borgarsvæðinu. „Það er algjört neyðarástand ríkjandi á leigumark- aði og nærri 2000 manns á biðlist- um,“ segir Jóhanna Hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á að þegar í stað verði rik- isvaldinu í samráði við sveitarfélög, verkalýðshreyfinguna, félagasam- tök og lífeyrissjóði falið að ráðast í sameiginlegt átak sem byggi á fram- Frá þingflokksfundi í gær Vill sameiginlegt átak allra flokka til aö leysa húsaleiguvandann. kvæmdaáætlun til fjögurra ára með það að markmiði að leysa húsnæðis- vanda þeirra sem eru á biðlista eft- ir leiguhúsnæði og þeirra sem hvorki eiga rétt til almennra né fé- lagslegra lána. „Við erum í dag að tala um verð á leigu á tveggja til þriggja herbergja íbúð á markaði í dag um 70-90 þús- und. Allar þær samþættu aðgerðir sem við erum hér að leggja til gætu skilað því að verð á leiguíbúðum færi niður í 20-30 þúsund krónur á mán- uði,“ segir Jóhanna og telur að átak- ið kosti 4-6 milljarða á fjórum árum og ríkið greiði 85%. -HKr. SYLVANIA brather P-touch 9200PC Prentaöu merkimiöa belnt úr tölvunni Samhaeft Wlndows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport_______ / / / / / / / / / / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.