Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 Tilvera DV •*s lí f iö E F T I R V I N N U Á sama tíma síðar Loftkastalinn sýnir klukkan 20 í kvöld Á sama tíma síðar. Leikaramir eru sem fyrr Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson sem slógu i gegn í fyrri sýningunni Á sama tíma að ári. Krár ■ STEINAR I HUSI MALARANS Steinar spilar í Húsi Málarans í kvöld. ■ EINAR OG HJÖRTUR Á KAFFi STRÆTO Það veröur stemning á Kaffi Strætó í kvöld þegar snilling- arnir Einar Jónsson drýsill og dyra- vörðurinn Hjörtur Geir mæta með stuðið. ■ HEITT OG SVEITT Á PLAYERS Hljómsveitin Hot’n’Sweet ætlar að sjá til þess að gestir Players Sport- bars verði ekki fyrir vonbrigðum með stemninguna í kvöld. * ■ GEIR ÓLAFSSON í NAUSTKJALLARANUM Geir Olafsson og Furstarnir veröa í Naustkjallaranum bæði í kvöld og annað kvöld. Góða skemmtun. ■ HOT AND SWEET Á PLAYERS Hljómsveitin Hot and Sweet leikur á Players í kvöld og annað kvöld. Sérstakur gestur á laugardagskvöld er Helga Möller. Klassík ■ LA BOHEME Islenska Operan sýnir í kvöld klukkan 20 óperuna La Bohéme eftir Giacomo Puccini við texta eftir Giuseppe Giacosa og Luigi lllica. Hljómsveitarstjóri er Tugan Sokhiev en leikstjórinn er Jamie Hayes. íslenskir söngvarar mr fara með helstu hlutverkin: Auður Gunnarsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Kolbeinn Ketilsson, Hlín Pétursdótt- ir, Þóra Einarsdóttir, Bergþór Páls- son, Ólafur Kjartan Siguröarson, Viöar Gunnarsson, Guöjón Óskars- son og Siguröur Skagfjörö Stein- grímsson. Sveitin ■ INGIMAR A DUSSABAR Þaö er enginn annar en gleðigjafinn hann Ingimar sem ætlar að troöa upp á Dússabar í Borgarnesi í kvöld. Leikhús_______________________ ■ HÁALOFT Háaloft er einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Þetta er svo sannarlega svört kómedía. Einleikurinn er sýnd- # ur í Kafftleikhúsinu í kvöld klukkan 21. ■ SKÁLPANÓTT Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason verður sýnt á Stóra svíði Borgarleikhúsins klukk- an 20 í kvöld. Verkið var tilnefnt til Menningarverölauna DV. Örfá sæti laus. ■ VITLEYSINGARNIR Hafnarfjarö- arleikhúsiö sýnir í kvöld klukkan 20 leikritið Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Símonarson. Nokkur sæti laus. Síðustu forvöð 'V ■ DETOX I LISTASAFNINU A AK- UREYRI I dag kl. 16 lýkur margmiðl- unarsýningunni Detox í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni er veruleiki nútímans túlkaður með margvísleg- um tólum og tækjum sem virkja áhorfendur til þátttöku, en alls unnu sextán norskir listamenn að gerð verkanna í samvinnu við ýmsa tölvu- fræöinga og tæknimenn. Sæbjörn Jónsson lætur af störfum sem stjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur á tíu ára afmæli hennar: Höfum alltaf spilað betur en búist var við af okkur „Þessi tíu ár hafa verið mjög skemmtileg en stundum erfið. Það er enginn leikur að halda úti big-band hljómsveit í svona litlu landi og það verður að hafa í huga að í heiminum fer slíkum hljómsveitum fækkandi. Þetta hefur samt verið gefandi starf og það að hafa fengið tækifæri til að vinna með öllum þessu ágætu hljóð- færaleikurum í tíu ár, hljóðfæraleikur- um sem gera þetta af sömu hugsjón og ég, gerir það að verkum að hverjir vel heppnaðir tónleikar eru áfangasigur fyrir alla,“ segir Sæbjörn Jónsson, sem stofnaði Stórsveit Reykjavíkur fyrir tíu árum og hefúr verið aðalstjórnandi hennar síðan. Hann lætur nú af störf- um á tíu ára afmæli sveitarinnar, hef- ur gengið í gegnum súrt og sætt með sveitinni og mun í framtíðinni verða henni innan handa í ýmsum verkefn- um. Sæbjörn mun stjórna stórsveitinni í síðasta sinn í Ráðhúsinu á laugardag- inn og hefjast tónleikarnir kl. 16.00. „Hugmyndin að stofnun Stórsveitar Reykjavíkur verður til um áramótin 1991. Þá koma heim úr námi trompet- leikarinn Einar Jónsson og Jóel Páls- son saxófónleikari, strákar sem ég hafði byrjað að kenna þegar þeir voru níu ára guttar. Fleiri voru nýkomnir úr námi og aðrir á leiðinni út. Þessir strákar voru hjá mér í Léttsveit Tónmennta- skólans og leituðu því til mín um að setja á stofn hljómsveit og stjóma henni. Ég varð strax hrifinn af hugmyndinni. Ég hef alltaf átt auðvelt með að fá fólk til að spila með mér og fór þvi af stað af fullum krafti. Ég hélt nú satt að segja aö ég fengi ekki alla þá sem ég vildi, þar sem þetta er unnið eingöngu á áhugamannabasis, en það var öðru nær. Allir sem ég hafði sam- band við sögðu já, þó ég segði að eng- inn peningur væri til. Þegar svo kom að fyrsta konsertinum þá langaði mig mikið til að hafa söngvara og hringi í minn gamla vin, Ragnar Bjamason sem hló mikið en sagðist að sjálfsögðu mundu mæta. Þegar ég leiddi hugann að söngkonu sem hefði það sem þarf til að bera til að geta sungið með stórsveit datt mér í hug Andrea Gylfadóttir og hafði samband við hana. Hún tók mér svo vel að hún var búin að segjast koma áður en hún spurði mig hvaða hljómsveit þetta væri. Það er svo gam- an til þess að vita að þau Ragnar og Andrea verða söngvarar á síðustu tón- leikunum sem ég stjórna." Launin eru ánægjan Sæbjörn segir að það sé alveg ótrú- legt hvað margir hafa haldið tryggð við hljómsveitina þessi tiu ár sem hún hef- ur starfað: „Þetta hefur að megninu til verið sami hópurinn. Menn hafa farið í nám Sæbjörn Jónsson Hefur leitt Stórsveit Reykjavíkur í tíu ár. eða orðið að sinna öðrum verkefnum en komið jafnharðan aftur til baka og er ég hreint út sagt alveg hissa á þess- ari tryggð við hljómsveitina því launin eru aðeins ánægjan og reynslan. Fjórir hafa verið í hljómsveitinni frá fyrstu æfingu. Það er aldursforsetinn, Björn R. Einarsson, Einar Jónsson, Jóel Páls- son og Birgir Freyr Matthíasson. Þeir hafa eins og aðrir stundum þurft að sinna öðrum verkefnum, en ég tel þá hafa verið með frá upphafi. Hópurinn sem skipar hljómsveitina í dag er bú- inn að vera nokkuð lengi saman og það sést á spilamennskunni. Hún er, þó ég segi sjálfur frá, orðin mjög góð og vitn- isburður erlendra gestastjórnenda hef ég til vitnis um það.“ Við víkjum talinu að tónlistinni og gestastjórnendunum sem eru engin smánöfn í djassheiminum: „Við höfum ekki haft efni á að láta útsetja fyrir okkur sérstaklega, heldur keypt út- setningar frá útlöndum. Óhemju magn er til af slikri músík. Að vísu hafa ver- ið útsett fyrir okkur innlend lög og má nefna að Veigar Margeirsson, trompet- leikari og tónskáld, hefur látið okkur hafa islensk lög í flokki sem hann kallar Reykjavíkurlög. Þegar svo erlendir stjórnendur hafa kom- ið þá koma þeir með eigin út- setningar. Við þau tækifæri fær hljómsveitin að leika tónlist sem er oft og tíð- um mjög krefjandi og satt best að segja hefur það komið þessum mönn- um mjög á óvart hversu góð hljómsveitin er. Sá sem fyrstur kom til okkar var Frank Foster, sem hafði stjórnað Count Basie- bandinu og leikið í því þegar Basie var á lífl. Þegar hann kom til okkar lagði hann á borðið tutt- ugu útsetningar sem hann hafði gert fyrir Basie-bandið. Hann sagði svo síðar við mig að hann hefði ekki búist við miklu en hitt fyrir galdra- menn. Af öðrum þekktum stjórnendum sem hafa komið til okkar má nefna Ole Koch Hansen, sem stjórnað hefur dönsku út- varpshljómsveitinni, Daniel Nolgárd, Mariu Schneider, sjálfsagt besta big- band stjórnanda Bandaríkjanna í dag, og Fredrik Norén. Stutt er síðan Norén var hér og kom hann beint frá Banda- ríkjunum þar sem hann hafði verið að stjórna þarlendum hljómsveitum. Hann kom með eigin útsetningar sem hann lagði fyrir sveitina á æfingu. Eft- ir þá æfmgu fór hann í hirslu sína og dró fram aðrar útsetningar sem hon- um hafði ekki dottið í hug að láta hljómsveitina reyna við. Eru þetta ein- hver bestu meðmæli sem hljómsveitin hefur fengið. Það hefur verið sameigin- legt með öllum gestastjómendum að þeir hafa fengið mikið meira en þeir bjuggust við og það sama má segja um áhorfendur, hvað eftir annað höfum við komið þeim á óvart.“ Erfitt að hætta Sæbjörn er búinn að lifa og hrærast í tónlist megnið af sinu lífi: „Það að þurfa að hætta með Stórsveit Reykja- víkur er það allra sísta sem mig lang- ar að gera. Staðreyndin er aö eftir að ég veiktist hastarlega fyrir fjórum árum er nú svo komið að ég hef ekki orku í þetta lengur. Það má segja að í dag gangi hjartað í mér á 50% styrk- leika og nú er bara að reyna að halda heilsunni. Hljómsveitin er orðin eins og fyrirtæki sem á bjarta framtíð fyrir sér. Það er mun meira umstang i kringum hana en áður var um leið og ég verð að hægja á mér, þannig að því miður fer það ekki saman, heilsa mín og hljómsveitin. Ég hef hraerst i tónlistinni nánast allt mitt lif. Ég kem í Sinfóníuhljóm- sveitina 1963 og er þar til 1997 þegar ég varð að hætta að spila. Þá hef ég kennt, spilað í mörgum hljómsveitum, auk þess að sjá um stórsveitir, og stjómaði lúðrasveitinni Svaninum í mörg ár. Ég skila sem betur fer góðu búi, stórsveit- in er í toppformi, hljómsveit sem er á heimsmælikvarða og getur tekist á við allt sem i boði er fyrir slíkar sveitir. Það hefur enginn fastur stjórnandi ver- ið ráðinn. Gestastjórnendur munu stjórna henni út árið og svo verður sjálfsagt tekin einhver ákvörðun um stjórnanda. Ég fer ekki langt og mun fylgjast vel með gangi mála úr hæfilegri fjarlægð og gera mitt til að hljómsveitin R-v blómstri sem mest.“ -HK Húsfyllir á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur á Snæfellsnesi: Sæbjörn á heimaslóðum DV7STYKKISH0lMI: Stórsveit Reykjavíkur hélt tón- leika í Félagsheimili Stykkishólms á laugardagskvöldið. Fyrr um dag- inn var sveitin í Ólafsvík og skemmti bæjarbúum þar. Á laugar- daginn kemur heldur stórsveitin tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og er tilefnið 10 ára afmæli hennar. Stjórnandi sveitarinnar er Sæ- björn Jónsson trompetleikari og stofnandi hljómsveitarinnar. Hann er úr Stykkishólmi og þar stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit, Egon. í henni voru með honum Birna Pét- ursdóttir, Gunnlaugur Lárusson, Hinrik Finnsson, Birgir Jónsson og Bjami Lárentsínusson. Söngvarar með Stórsveit Reykja- víkur á tónleikunum á Snæfellsnesi voru Andrea Gylfadóttir og Ragnar Bjarnason. Tónleikamir þóttu takast vel fyrir fullu húsi í Félags- heimilinu í Stykkishólmi og stemn- ingin var mikil enda ekki á hverj- um degi sem að Raggi Bjama og Andrea Gylfa syngja saman með stórsveit. Þau vöktu mikla ánægju hjá tónelskum Hólmurum og fengu mikið lófaklapp. -DVÓ/ÓJ Sjá nánar: Lífið eftir vjnnu á Vísi.is DV-MYNDIR ÓMAR JÓHANNESSON Sá eini sanni Ragnar Bjarnason, hinn eini og sgnni, tekur iagiö með Stórsveit Reykja- ............. víkur og- Rýtur-álliaf sömu- vinsældanna.........................i; Fyrsta hljómsveit Sæbjörns Hér er Egon auk Sæbjörns, Birna Pétursdóttir, Gunnlaugur Lárusson, Hin- rik Finnsson, Birgir Jónsson og Bjarni Lárentsínusson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.