Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 DV Neytendur Hveragufa notuð til matvælaframleiðslu: Matvara án aukefna - hjá Heilsukosti í Hveragerði PV, HVERAGERDI: „Heilsukostur er mat- vælafyrirtæki i Hvera- gerði sem framleiðir matvörur sem sendar eru út um allt land. Ólaf- ur Reynisson mat- reiðslumeistari rekur fyrirtækið ásamt konu sinni, Önnu Mariu Eyj- ólfsdóttur. Þegar tekið var hús á þeim hjónum sagði Óli að aðaláhersla hjá fyrirtækinu væri lögð á hollustu í þeim matvörum sem fram- leiddar eru, jafnframt því að halda í góðar og gamlar hefðir. „Maður vill ekki fá öll þessi efni sem farið er að troða í matvöru. Ég vonast til þess að eftir 5 til 10 ár verði matvælaframleið- endum settar ákveðnar skorður um fitumagn í mat og að tryggt verði að fólk neyti ekki ómeðvit- að alls kyns óæskilegra efna í matvöru, eins og til dæmis rotvarnar-, bindi- og litarefna. Þar að auki skilur almenningur oft ekki innihaldslýsingar, sem eru yfirleitt á fagmáli framleiðenda, en þvi mið- ur er allt of mikið af þessum gervi- Gufan nýtt Hjá Heilsukosti er þessi sérstaka gufa nýtt til framleiöslu matvara. tækisins er svokölluð heilsulifrarpylsa. í hana eru t.d. notuð hrísgrjón í stað mörs en einnig er framleidd þar þessi gamla góða lifrarpylsa, og er þá notað 15% minna magn af mör en í þær hefð- bundnu. „Við erum sem sagt að reyna að halda í gamlar hefðir en aðlaga uppskriftirnar nútíma- kröfum. Sem önnur dæmi um vörur sem eingöngu eru framleiddar hjá okk- ur má nefna rúsínuslátur en mér finnst að þessar hefðbundnu uppskriftir megi alls ekki týnast. Þetta á við um fleiri gamla og góða rétti, eins og t.d. brauðsúpu, sem við vorum með í sölu og tökum e.t.v. upp aftur.“ Heilsufæði er Óla þó hugleiknast. „Ég er oft að spá í hvernig hægt sé að koma fyrir í einni sneið eða í einn bakka öllum efnum i almennum matvælum. Við hjá Heilsukosti notum engin rot- varnar-, bindi- né litarefni en not- umst frekar við gerilsneyöingu og loftþéttar umbúðir." Ein af framleiðsluvörum fyrir- þeim stein-, bæti- og vítamínefnum sem líkaminn þarfnast á náttúrleg- an hátt. Eitthvað sem maður gæti lifað á, ekki of einhliða, og gripið með sér heim, t.d. á leið úr vinnu.“ Reyndar segir Óli að fram undan sé Iðnaðarmaður ber enga ábyrgð: Flisalognin onýt eftir tæpt ar - og veggir skemmdir eftir vatn sem lekið hefur bak við þær Hver er ábyrgð iðnaðarmanna á verkum sínum? Þessarar spum- ingar spurðu húseigendur sem fyrir tæpum þremur árum ákváðu að láta flísaleggja hjá sér baðher- bergið. Þeir fóru í verslun, fengu ráðleggingar og keyptu efni sem að sögn sölumanns áttu að vera þau bestu á markaðnum. Enn fremur var þeim bent á iðnaðar- mann sem átti að „vera einn sá besti“. Nokkru seinna kom iðnað- armaðurinn og lagði flísarnar á allt baðherbergið, m.a. inn í sturtuklefann, á vegg sem hann sagði í lagi fyrir flísalögn. Húseig- endur voru nokkuð ánægðir með verkið þar til tæpu ári seinna þeg- ar þeir tóku eftir því að fúgurnar milli flísanna voru farnar að springa og síðar hófu þær að lyft- ast frá veggnum. Þeir voru auðvit- að ekki sáttir við það þar sem svona verk kosta mikla peninga og eiga að duga í fjölmörg ár eða áratugi. Þegar þau reyndu að hafa samband við iðnaðarmannin kom í ljós að hann var látinn og þegar haft var samband við verslunina, þar sem efnin voru keypt og ráð- leggingarnar fengnar, fengust þau svör að þetta kæmi versluninni ekki við. Þegar húseigendumir ráð- færðu sig við Múrarafélagið komust þeir að því að iðnaðarmaðurinn, sem þau höfðu fengið til verksins, var ekki með meistararéttindi, eins Flísarnar losna frá Ef myndin prentast vel má sjá hvernig flísarnar hafa losnaö frá veggnum. Vatn hefur síöan runn iö bak viö þær og skemmt vegginn. „Húsiö er aö grotna niöur, “ segir húseigandinn og þau héldu heldur aðeins sveins- próf. Nú, þremur árum síðar, sitja þau ekki aðeins uppi með ónýta flisalögn á baðherbergi heldur hefur vatn lekið bak við flísarnar og skemmt þar vegginn, auk þess sem vatn lekur í gegnum hann og inn á gólf gangs sem er hinum megin. Meistarar bera ábyrgð Friðrik Andrésson, formaður og framkvæmdastjóri Múrarameist- arafélags Reykjavíkur, segir að allir iðnaðarmenn eigi auðvitað að bera ábyrgð á verkum sinum en að ekki sé hægt að sækja þá sem ekki eru með meistararétt- indi til saka fyrir dómi. „Ég ráð- legg því fólki sem þarf á vinnu múrara, og annarra iðnaðar- manna, aö halda að spyrja ætíð hvort þeir séu með réttindi meist- ara. Síðan má hringja í meistara- félögin og kanna málið þar.“ Frið- rik segir að meisturum gangi illa að keppa um vinnu á markaði þar sem fyrir komi að sveinar og ófag- lærðir menn bjóði upp á nótulaus viðskipti. Sá kostur þykir stund- um hagstæðari fyrir kaupanda verksins sem sleppur þá við að greiða skattinn. En með því brjóti menn ekki einungis lög heldur standi þeir afar illa fari eitthvað úrskeiðis. „Aðalleiðir þessara fúskara til að koma sér á framfæri eru smáauglýsingar dagblaða og nafnspjöld í verslunum, auk þess sem margar verslanir benda fólki, sem kaupir efnin hjá þeim, á þjón- ustu þeirra.“ segir Friðrik. -ÓSB nokkurs konar „sumarsmellur" hjá Heilsukosti. Hugmyndin er að setja í verslanir nýja rétti sem hægt sé að taka með sér, t.d. í sumarbústað, og neyta án undirbúnings. „Eiginlega er þetta eins konar eggjaréttir, sem ég ætla ekki að fara nánar út í nú, en við gerum ráð fyrir að réttina megi snæða með brauði og vatni, gosi eða öðrum veigum. Þessir köldu góðu réttir eiga eftir að koma á óvart,“ fullyrðir Óli. Aðspuröur um einhverja góða uppskrift vildi Óli frekar gefa neytendum eftirfar- andi ráð: „Gott að vita - létt að muna: — Forðist fitu og sykur eins og unnt er. — Lesið ætíð vöruupplýsingar á umbúðum. — Flest af því sem venjulega er steikt á pönnu í feiti má matreiða í ofni í álpappír eða sjóða. - Sleppið smjöri á brauð þegar álegg eins og kæfa og ostur er notað. - Kjöt og fisk ætti ekki að hjúpa. Hjúpurinn dregur til sín meiri fltu við steikinguna. — Gott er að byrja aðalmáltíðina með hrásalati, í því eru trefjar og þær halda meltingunni í lagi. — Drekkið mikið af vatni, það gef- ur fyllingu. Þessi ráð eru betri en nokkur uppskrift." sagði Óli að lokum. Póstþjónustan: Veikir hlekkir í keðjunni Stjóm Póstmannafélags Islands sendi í gær frá sér harðorða yfirlýs- ingu vegna þeirrar stefnu íslandspósts að láta hluta póstþjónustunnar í hend- ur öðrum rekstraraðilum. Þuríður Einarsdóttir, formaður félagsins, segir að stór hluti landsmanna njóti, af þess- um sökum, ekki þess öryggis sem ætl- ast verði til af fyrirtæki í eigu ríkis- ins. „Þeir aðilar sem ekki eru tengdir skráningameti póstþjónustunnar gera það að verkum að póstsendingar sem eiga að vera skráðar eru það ekki fyrr en þær era komnar á einhverja póst- stöð í eigu fyrirtækisins. Þetta eru því veikari hlekkir í þjónustukeðjunni en þær stöðveu- sem tengdar eru þjónustu- neti fyrirtækisins." Þuríður segir jafn- framt að nú þegar hafi komið upp dæmi þess að þetta fyrirkomulag hafl orðið til þess að sendingar hafi ekki alltaf skilað sér. Póstmannafélagið hefur einnig áhyggjur af því að fjöldi félagsmanna þess muni missa vinnuna við breyt- ingarnar og því tapist sérþekking þeirra starfsmanna. Nú síðast misstu 5 manns vinnuna þegar póstþjónust- an í Varmahlið og á Hofsósi var færð yfir til Kaupfélags Skagfirðinga. í yfirlýsingunni bendir Póstmanna- félagið á að póstþjónusta sé fleira en flutningur á almennum bréfapósti, þjónustan felist líka í flutningi á mik- ilvægum sendingum sem viðskipta- vinir treysti fyrirtækinu fyrir, í ljósi þess að þjónustan hafi haft traust landsmanna. Alltað 90% alsl. OXFORD STREET Faxafen 8 Opnunartími: Mán,- fim. og lau. kl. 10-18. Fös. kl.10-19. Sun. kl.12-17 KSSŒBSIS ns.is-áðuren þú kaupir Á neytendasiðunum á netinu, www.ns.is, eru itarlegar upplýsingar um framboð, gæði og verð vöru og þjónustu. Fjöldi neytenda hefur sparað sér fé og fyrirhöfn með því að skoða kannanirnar okkar áður en þeir gerðu upp hug sinn um kaup á vöru og þjónustu. Neytendasamtökin styrkjast með hverjum nýjum félagsmanni. Gakktu til iiðs við okkur á www.ns.is NEYTENDASAMTÖKIN simi: 545 1200 / netfang: ns@ns.is EáBtewlÉIÉiwiwriHHÉTOlÉáÉ^ < f v m i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.