Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 x>v Fréttir Hörkuátök vegna laga um að ýsa og steinbítur fari undir kvóta hjá smábátum: LÍÚ hótar málsókn - stjórnarþingmaður varar við að skilja smábátakerfið eftir sem rjúkandi rúst Kristján Ragnarsson, stjómarfor- maður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, hótar málsókn ef lög um kvótasetningu á ýsu, steinbít og ufsa verða ekki látin ganga í gildi í haust. Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir það boma von að meiri sátt náist um fiskveiöistjómunarkerfið ef skilja eigi smábátakerfið eftir sem rjúkandi rúst. Stjómarþingmennimir Kristinn H. Gunnarsson og Einar K. Guðfmnsson, og aðrir þingmenn Vestfírðinga, hafa tekið undir sjónarmið Bolvikinga og smábátasjómanna í litlum byggðarlög- um sem óttast hmn byggðanna ef kvótasetningu á utankvótategundum verður komið á í haust. Ljóst er að nú stefnir í hörð átök um lögin sem frestað var gildistöku á sl. haust. Ekkert sem réttlætir frestun „Það mun vonandi aldrei eiga sér stað að lögin sem illu heilli var frestað í haust öðlist ekki gildi. Það er ekkert sem getur réttlætt það,“ sagði Kristján Ragnarsson, stjómarformaður LtÚ, í samtali við DV. „Þeir sem fiskuðu 2 prósent áður en kvótakerfið kom til em búnir að fá upp undir fjórðung af þorskaflanum í sinn Einar Kristinn Guðfinnsson, for- maður sjávarút- vegsnefndar. hlut. Þeir taka sífellt af öðrum, vegna þess að fiskurinn sem þeim leyfist að veiða kemur ekki af himnum heldur úr sjónum. Þess vegna verður að gæta jafn- ræðis meðal þegnanna um sambærileg- an aðgang að fiskinum. Það er sérkennilegt að menn séu að sigla vestur á firði með nýja báta sem þeir segjast gera i þeirri von og trú að alþingismenn sjái til þess að þeir fái að fiska frjálst. Á meðan hafa aðrir hend- ur bundnar aftur á bak. Það getur ekki gengið að einum leyfist það sem öðmm er bannað. Það er aðfór að sjáifu fisk- veiðistjómunarkerfinu að hafa þetta opið með þessum hætti.“ - Áttu von á að lögin öðlist gildi? „Annað hvarflar ekki að mér. Við munum að sjáifsögðu láta reyna á það ef það hvarflar að einhveijum að til lengri tíma verði einum heimilað það sem öðrum er bannað. Það gæti engin jafnræðisregla réttlætt slíkt.“ i mál út af misræmi - Með hvaða ráðum verður látið reyna á þetta? „Það hefur áður verið farið í mál út af misræmi. Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að leyfa einhverjum sem er á 5,9 tonna bát að gera það sem öðr- um á 6-50 tonna bátum er bannað." - Hvað segir þú þá um afstöðu Vest- fjarðaþingmanna? „Það er óþolandi að þingmenn ætli að taka af einni byggð og færa til ann- arrar í þessu formi. Það er algjörlega óásættanlegt fyrir aðrar byggðir sem þessir sömu þingmenn eru fulltrúar fyrir,“ sagði Kristján Ragnarsson. Náðu vopnum sínum „Það er ljóst að smábátaútgerð hefur komið í stað öflugrar togaraútgerðar sem um tíma var á Vestfjörðum. Menn hafa náð vopnum sínum með því að byggja upp mjög öfluga smábátaútgerð á grundvelli afar skynsamlegra laga hvað snertir starfsumhverfi smábát- anna,“ segir Einar Kristinn Guðfinns- son alþingismaður. Gjörtareytt staða „í kjölfar dóms í svokölluðu Valdi- marsmáli var það mat manna að óhjá- kvæmilegt væri að kvótasetja allar teg- undir, líka fyrir smábáta, til að verja veiðirétt þeirra útgerða. Nú liggur hins vegar fyrir álit sérfróðra aðila, Skúla Magnússonar, dósents við laga- deild Háskólans, og Sigurðar Líndals prófessors, sem segir að hægt sé að verja veiðirétt smábátaútgerðar án þess að kvótabinda allar tegundir. Þetta gjörbreytir að mínu mati stöðu málsins og gerir okkur kleift að finna lausn á málinu án þess að kvótasetja allar tegundir eins og áður var fyrir- hugað. Menn hafa þó ekki mikinn tíma til stefnu." - Telur þú að menn nái saman um þessi mál fyrir haustið? „Ég trúi ekki öðru. Ég tel að það sé ekki slík ofurgjá á milli manna að menn eigi ekki að geta fundið á þessu skynsamlega niðurstöðu. Ég held að það sé borin von að það skapist meiri sátt um fiskveiðistjómunarkerfið ef það á að skilja smábátakerfið eftir sem rjúkandi rúst.“ -HKr. Ragnarsson, stjórnarformaöur LÍÚ. Deilan um það hvort yfirvinnubann átti sér stað eða ekki Of snemmt aö ákveða sig Jónína Bjartmarz, þingmaður Fram- sóknarflokksins, sagðist í morgun ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún byði sig fram sem varafor- maður Framsóknar- flokksins. „Dagurinn er rétt að byrja og ég er á kafi í öðm, ég vil ekkert tjá mig um það að svo stöddu en það gæti þó farið svo að ég tilkynnti það seinna í dag.“ Á rangrí leið Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, er ánægður með úrskurð kærunefndar en þar var hnekkt úrskurði Samkeppn- isráðs vegna samruna prentsmiöjanna Odda og Gutenbergs. Hann segir að ráðið hafi verið á rangri leið í áherslu sinni á markaðsráðandi stöðu. - Vís- ir.is greindi frá. Rafmagn lækkar í Hafnarfiröi Gjaldskrá Rafveitu Hafnarfjarðar lækkaði um tíu prósent í gær vegna fyrirhugaðs samruna Rafveitu Hafnar- fjarðar og Hitaveitu Suðumesja. Þá á að samræma gjaldskrámar að fullu á haustdögum og þá megi búast við enn frekari lækkunum. Lögreglumenn reiðir - trúverðugleiki þeirra dreginn opinberlega í efa Mikill hiti er í lögreglumönnum vegna yfirlýsinga dómsmálaráð- herra og lögreglustjórans í Reykjavík varöandi yfirvinnu- bann. Landssamband lögreglu- manna hélt neyðarfund f hádeg- inu í gær þar sem það lýsti óá- nægju sinni með það að trúverð- ugleiki lögreglumanna hefur ver- ið dreginn í efa í umræðunni um þessi mál síðustu daga. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði f utandagskrárum- ræöu um máliö á Alþingi á þriðju- dag að yfirvinnubann hefði ekki verið sett á fíkniefnadefld Reykja- víkurlögreglunnar í sinni valdatíð sem ráðherra. í fyrradag sendu Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, og Ingimundur Einars- son varalögreglustjóri frá sér yfir- lýsingu þar sem segir: „Eins og ít- rekað hefur komiö fram varð að leggja ákveðnar takmarkanir við yfirvinnu ávana- og flkniefnadeild- ar, sem og annarra deilda embætt- isins frá liðnu hausti til áramóta. Yfirvinnubann hefur hins vegar aldrei verið sett á ávana- og fíkni- efnadeild.“ Orð þeirra stangast á við orð formanns Landssambands lög- reglumanna en hann hefur haldið því fram í fjölmiðlum að yflr- vinnubann hafi víst verið sett á og að tugir manna séu vitni að því. Á fundinum var stuðningur við orð formannsins í fjölmiðlum ein- róma samþykktur. „Fundurinn itrekar stuðning sinn við formann Landssambands lögreglumanna og lýsir yfir undr- un sinni á því að dómsmálaráð- herra skuli ekki eftir alla þessa umræðu hafa undir höndum réttar upplýsingar varðandi máliö,“ stóð í yfirlýsingunni sem samþykkt var á fundinum. Gils Jóhannsson, varaformaður ' Landssambands lögreglumanna, sagði að þótt umræðan hefði snú- ist fyrst og fremst um bága fjár- hagsaðstöðu lögreglunnar i Reykjavík, væri hún í raun þver- skurður af fjármálum margra lög- regluembætta landsins og vanmet- inni fjárþörf embættanna. Máli sínu til stuðnings vitnaði Gils í grein sem birtist í DV í fyrradag og fjallaði um að lögreglan í Borg- amesi væri búin með yfirvinnu- kvóta sinn fram á sumar vegna átaks í umferöarmálum sem hún hefur staðið í undanfarið. ítarlega verður fjailað um yfir- vinnudeiluna í fréttaljósi DV á morgun. -SMK Byggöastefna gagnrýnd Stefna ríkisstjóm- arinnar eða stefnu- leysi i byggðamálum var harðlega gagn- rýnd í utandag- skrárumræðu á þing- inu í gær sem Jón Bjamason, Vinstri- grænum, var upp- hafsmaður að og laut að stöðu almenn- ingsþjónustu á landsbyggðinni. Tilefni umræðunnar voru ekki síst áform ís- landspósts um lokun tveggja pósthúsa í Skagafirði. Rekstri RÚV verði breytt Ríkisútvarpið verður áffam í þjóðar- eigu, það hættir að keppa á auglýsinga- markaði, Rás 2 verður ekki seld og af- notagjöld felld niður en RÚV rekið af fjárlögum, samkvæmt tillögu Sverris Hermannssonar, Frjálslynda flokkn- um, til þingsályktunar sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Vongóður um bætt kjör Ólafur Ólafsson, formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, er von- góður um að rikis- tjómin bæti kjör aldr- aðra eftir fúnd sem fé- lagið átti með henni í gær. RÚV greindi frá. Aldrei sama verö Forstjórar símafyrirtækja efast um að hægt sé að ná sama verði á gagna- flutningum um land allt. Hjálmar Ámason minnir á að jafnræði í verði hafi verið eitt þeirra pólitísku skilyrða sem menn settu fyrir að selja fyrirtæk- ið í einu lagi. - Dagur greindi frá. Ágreiningi eytt að miklu leyti Jóhannes Gunnarsson, lækningafor- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að stórum hluta ágreinings við lækna vegna breytts skipulags í rekstri sjúkrahússins hafi verið eytt. - Vísir.is greindi frá. Björgunarsveitir í eftirlit Ráðherrum dóms-, sjávarútvegs- og samgöngumála munu kanna kosti þess að ríkisvaldið semji við björgunar- sveitir landsins um aö þær sinni til- teknum þáttum eftirlits á hafsvæðinu við ísland undir stjóm Landhelgis- gæslunnar, Fiskistofu og Siglingastofn- unar, samkvæmt þingsályktun stjóm- arflokkanna. -HKr./Kip Frá fundi lögreglunnar í gær Húsfyllir var á fundi Landssambands lögreglumanna sem haldinn var í kjölfar deilu um það hvort yfirvinnubann heföi raunverulega veriö sett á hjá fikniefnadeildinni í Reykjavík í fyrrahaust. Gils Jóhannsson, varaformaöur landssam- bandsins og iögregiumaöur í Rangárvallasýslu, er á innfelldu myndinni. Fundarmenn lýstu einróma stuöningi sínum viö orö formanns sambandsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.