Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001
Fréttir
DV
Ný skoðanakönnun DV um pólitíkina í Reykjavík:
Nær óbreytt staða
er í borginni
- 11% fylgjenda Sjálfstæðisflokks segjast kjósa R-listann
Þeir sem tóku afstöðu
Hvaða lista mundir þú kjósa ef
borgarstjómarkosningar
færufram núna?
4,2%
Sjálfstæðisflokkurinn ...... .
42,8% «e»urilstinn
’ 53,0%
Allt úrtakið
Óákveönir/
svara ekki
20,2%
Aðrir
D-listinn
34,2%
SKOSANAKðNNVN
I SKOÐANAKÖNNUN
Afstaða
fylgismanna
flokkanna
Ný skoðanakönnun DV um fylgi
við lista í Reykjavík sýnir að
Reykjavíkurlistinn heldur nánast
óbreyttri stöðu frá kosningunum
1998. D-listi Sjálfstæðisflokks er
einnig með svipaða stöðu, en tapar
þó 2,4 % yfir til þeirra sem hugsa
sér að kjósa annað en þessa tvo
lista.
í könnuninni sem framkvæmd
var á meðal Reykvíkinga miðviku-
dagskvöldið 14. mars var úrtakið
600 manns. Spurt var: Hvaða flokk
myndir þú kjósa ef þorgarstjórnar-
kosningar færu fram núna? Jöfn
skipting var á milli kynja í könnun-
inni og var svörun mjög góð. Alls
tóku 479, eða 79,8%, afstöðu til
spurningarinnar, en 121, eða 20,2%
,var óákveðinn eða svaraði ekki.
Af þeim sem afstöðu tóku sögöust
53% kjósa R-listann, 42,8% sögðust
kjósa D-listann og 4,2% sögðust
kjósa annað. Þegar þetta er þorðið
saman við úrslit sveitarstjórnar-
kosninga 23. maí 1998 þá kemur í
ljós að R-listi heldur nánast
óbreyttu fylgi, tapar 0,6% en D-listi
tapar 2,4% yfir til þeirra sem segj-
ast kjósa annað en þessa tvo lista. f
kosningunum 1998 kusu 53,6% R-
listann, 45,2% D-listann og 1,2%
kusu aðra flokka, lista Húmanista
og svokallaðan Launalista.
11% sjálfstæðismanna
kjósa R-listann
Þegar skoðuð eru svör kjósenda
einstakra flokka kemur í ljós að af
kjósendum D-iista Sjálfstæðisflokks
sögðust 11% ætla að kjósa R-lista ef
kosið væri nú. Þá sögðust 88,5%
kjósenda Sjálfstæðisflokks myndu
kjósa D-lista en 0,5% sögðust ætla
að kjósa annað.
Af kjósendum B-lista Framsókn-
arflokks sögðust 90% kjósa R-lista ef
kosið væri nú. Þá sögðust 6,7%
framsóknarkjósenda ætla að kjósa
D-lista en 3,3% þeirra sögðust velja
annað.
Af kjósendum F-lista Frjálslynda
flokksins sögðust 86% ætla að kjósa
R-lista og 14% hugöust kjósa D-lista
ef kosið væri nú til borgarstjórnar.
Af kjósendum S-lista Samfylking-
arinnar sögðust 93% ætla að kjósa
R-lista en 3,5% ætluðu að kjósa D-
lista. Úr kjósendahópi Samfylking-
Kosningar 1998
arinnar sögðust síðan 3,5% kjósa
annað.
Af kjósendum U-lista Vinstri-
hreyfmgarinnar - græns framboðs
sögðust 92,8% kjósa R-lista og 2,9%
sögðust kjósa D-lista. Þá sögðust
4,3% úr þessum kjósendahópi ætla
að velja annað.
Óvissufylgið kýs R-listann
Ef skoðuð er afstaða þeirra kjós-
enda til borgarstjórnarframboða sem
ekki gefa sig upp sem fylgismenn
ákveðinna flokka á landsvísu og telj-
ast óákveðnir, þá kemur í ljós að
73,2% þeirra segjast kjósa R-listann
ef kosið yrði nú. Þá myndu 21,8%
þeirra kjósa D-listann og 5% sögðust
kjósa annað. Af þeim sem svöruðu
ekki um afstöðu sína til ákveðinna
flokka á landsvísu sögðust 78% ætla
að kjósa R-listann og 18,5% sögðust
kjósa D-listann. Af þessum hópi
sögöust síðan 4,5% myndu kjósa ann-
að ef kosið yrði nú. -HKr.
Verkfalli sjómanna frestað:
Mannréttindabrot
— segir varaformaður Sjómannasambandsins
„Að sjálfsögðu erum við reiðir
enda var algjör óþarfi aö grípa
svona inn í þetta. Reyndir loðnusjó-
menn segja vertíðina búna og það
var komin hreyflng á samningavið-
ræðumar. Það er ekkert annað en
mannréttindabrot að við fáum ekki
að semja í friði um laun umbjóð-
enda okkar,“ sagði Konráð Alfreðs-
son, varaformaður Sjómannasam-
bands Islands, eftir að ríkisstjórnin
ákvað í gær að fresta verkfalli sjó-
manna með lögum til 1. apríl. Það
var samþykkt eftir skyndimeðferð
Alþingis í gærkvöldi.
Sú fyrirætlun ríkisstjómarinnar
að setja lög var tilkynnt talsmönn-
um sjómanna um miðjan dag í gær,
og voru viðbrögð þeirra undrun og
reiði. „Ég er sár og foxillur," sagði
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannsambandsins.
Sjómenn á þingpöllum
Sjómenn fylgdust meö umræöum um frumvarp ríkisstjórnarinnar.
Sævar Friðrik J.
Gunnarsson. Arngrímsson.
„Það er langt frá því að þessi að-
gerð rikisstjórnarinnar sé aö okkar
frumkvæði, við heyrðum fyrst af
þessu í útvarpinu eftir að sjómönn-
um hafði verið tilkynnt þetta,“
sagði Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna.
Bæði Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Árni Th. Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra lögðu áherslu á að
DV-MYND HILMAR PÓR
Ráðherrar ráða ráðum sínum
Árni Mathiesen sjávarútvegsráöherra og Davíö Oddsson forsætisráöherra
fara yfir stööu mála í þinginu í gær. Lög voru sett um frestun sjómannaverk-
fallsins. Hjá þeim situr Sólveig Pétursdóttir dómsmáiaráöherra.
hér væri einungis verið að setja lög
sem fresta verkfalli um 10 daga, það
kæmi eftir sem áður í hlut deiluað-
ila að finna lausn á deilunni og
semja, ríkisstjórnin myndi ekki
setja lög þar um. Talsmenn sjó-
manna lýstu því hins vegar yfir
hver af öðrum aö sú aðgerö að
fresta verkfallinu myndi sjálfkrafa
leiða til þess að lausn á deilunni
frestaðist. „Við höfum verið að taia
saman, deiluaðilar, af alvöru síðan
flotinn lagði af stað til hafnar vegna
verkfallsins og það mun ekkert ger-
ast fyrr en verkfall skellur á aftur,“
sagði Sævar Gunnarsson. Friðrik J.
Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ, var hins vegar bjartsýnni. „Viö
munum reyna að vinna að lausn
eins og hægt er og nota tímann vel.
Ákveðnar línur voru farnar að skýr-
ast en það er samt langt á milli
deiluaðila ennþá," sagði Friðrik.
Forsendur þess að fresta verkfall-
inu voru að hægt yrði að veiða þau
130 þúsund tonn af loðnu sem eftir
eru af kvótanum en talið er að út-
flutningsverðmæti þess afla, náist
hann á land, muni nema um 1,3-1,5
milljörðum króna. -gk
Viðræöur um flóttafólk
Bæjarstjórn
Skagaijarðar hefur
samþykkt að ganga
til viðræðna við fé-
lagsmálaráðuneytið
um hugsanlega
móttöku flóttafólks
í sumar. Snorri
Björn Sigurðsson,
bæjarstjóri Skagafjarðar, segir að
ekkert liggi fyrir í þessum efnum en
málið sé nú komið á formlegt stig.
Vöxtur hjá Lyfjaversluninni
Hagnaður af rekstri Lyfjaverslun-
ar ísiands hf. nam 41,8 milljónum
króna eftir skatta á síðasta ári á
móti 58 milljónum árið áður. Hagn-
aður samstæðunnar af reglulegri
starfsemi fyrir fjármagnsliði nam
81,2 milljónum króna en nam 69,7
milljónum árið 1999.
íf
400 skip farin til veiða
Um 400 fiskiskip voru farin til
veiða snemma í morgun eftir að Al-
þingi frestaði verkfalli sjómanna
með lagasetningu. Af þessum skip-
um voru 12 togarar og 10 loðnuskip.
Lagasetning of seint
Jóhann Pétur Andersen hjá ísfé-
lagi Vestmanneyja telur að laga-
setning Alþingis komi of seint til að
hægt verði að ná þeirri loðnu sem
eftir er. Hann telur að sú loðna sem
enn er óveidd sé rýr og verðlítil. -
RÚV greindi frá.
Viðræöum slitið
Hjúkrunarfræðingar slitu viðræð-
um við samninganefnd ríkisins fyr-
ir helgi og hafa ekki tekiö ákvörðun
um hvenær boðað verður til nýs
samningafundar. Herdís Sveinsdótt-
ir, formaður Félags islenskra hjúkr-
unarfræðinga, segir að ekkert hafi
miðað i viðræðunum. - RÚV greindi
frá.
Ekki bundin
Sigrún Magnús-
dóttir og Alfreð Þor-
steinsson, fulltrúar
Framsóknarflokks-
ins í Reykjavikurlist-
anum, segja borgar-
stjórn ekki bundna af
kosningunum um
framtið Reykjavíkur-
flugvallar síðasta laugardag.
Eftirspurn eftir hrossakjöti
Hreiðar Karlsson, framkvæmda-
stjóri Kjötframleiðenda ehf., segir
að eftirspurn eftir hrossakjöti hafi
aukist vegna kúariðufársins í Evr-
ópu. Einkum séu kaupendur i Mið-
Evrópu áhugasamir um hrossakjöt.
Lítið framboö sé hins vegar af því á
þessum árstíma.
Hækkar gjaldskrá
Gjaldskrá íslandspósts fyrir
bréfapóst og böggla innanlands og
póstflutning til útlanda hækkaði í
gær. Meðaltalshækkun á gjaldskrá
íslandspósts verður 12%. Ekki verð-
ur þó hækkun á bréfum innanlands
undir 250 grömmum.
Of margir sjálfstæðismenn?
Siv Friðleifsdótt-
ir, umhverfisráð-
herra og nýkjörinn
ritari Framsóknar-
flokksins, segir að
Sjálfstæöisflokkur-
inn sé alltof stór og
það sé hættulegt
lýðræðinu ef hann
verður öflugri. Þá segir Siv aö það
sé hlutverk framsóknarmanna að
halda vinstri-grænum niðri og að
vinstri-grænir eigi ekki erindi í ís-
lenskri pólitík. -HKr.