Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 24
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001
télvui t*kni og visind*
Tilraunir meö nýja gerö geimfarartækja fyrirhugaöar:
Seglum þöndum milli stjarna
Geimfarar feröast nú um geiminn næst jöröu í geimskutlum á borð viö
þessa. Stórhuga vísindamenn dreymir hins vegar um aö sigla milli stjarn-
anna í óravíddum geimsins í farartæki meö risastórum sólarseglum. í staö
vinds veröa þaö Ijóseindir sem þenja seglin og knýja fariö áfram.
Það kann að
hljóma eins og
vísindaskáldaga
en bandarísk fé-
lagasamtök ætla
á næstunni að
nota ijósorku til
að knýja áfram vindmyllulaga far-
artæki úti í geimnum. Félagasam-
tök þessi heita Planetary Society og
voru stofnuð af vísindamanninum
og rithöfundinum Carl Sagan og
ýmsum öðrum.
Á farartækinu verða þrjátíu
metra löng segl þakin efni sem end-
urkastar ljósi og þau snúast þegar
ljóseindir rekast á þau. Furðutæki
þessu verður skotið á loft úr kafbáti
i Barentshafi síðar á árinu og flaug-
Furðutækí þessu
verður skotið á loft úr
kafbáti í Barentshafi
síðar á árinu og flaug-
ín sem flytur það upp í
geiminn var áður búin
langdrægum rúss-
neskum kjamaflug-
skeytum.
in sem flytur það upp í geiminn var
áður búin langdrægum rússneskum
kjarnaflugskeytum. Kostnaðurinn
við geimferðina verður rúmlega
þrjú hundruð milljónir króna.
Louis Friedman, einn stofnenda
samtakanna og núverandi formaður
þeirra, segir að menn hafi í marga
áratugi smiðað kenningar um sólar-
seglatæknina en henni hefur aldrei
verið hrundið í framvæmd fyrr.
Hún gæti gert ferðalög milli stjarna
möguleg miklu fyrr en flestir vís-
indamenn álíta nú. Friedman stund-
aði rannsóknir á þessu sviði hjá
bandarísku geimferðastofnuninni
NASA á áttunda áratugnum.
„í okkar huga er flug milli
stjarna hugmynd á sama hátt og
flug flugvéla var hugmynd Leonar-
dos Da Vincis. Mörg hundruð ár eru
þangað til og ekki í raun vitað
hvernig á að gera það,“ segir Fried-
man í samtali við Reutersfréttastof-
una.
Hann bætir þó við að geimferðir
með sólarseglum séu ef til vill ekki
svo fjarlægur draumur. Slíkar ferö-
ir kunni að vera mögulegar eftir
hundrað ár en ekki mörg hundruð
ár.
Tilraunafleyinu hefur verið gefið
nafnið Cosmos 1.1 apríl verður gerð
tilraun til að þenja seglin úti í
geimnum án þess þó að farartækið
fari á sporbaug um jörðu. Undir lok
ársins fer það hins vegar á spor-
baug um jörðu og verður þar i
nokkrar vikur, eða jafnvel mánuði.
Farartæki þetta verður sýnilegt
með beru augum frá nokkrum stöð-
um á jörðinni en það verður aðeins
eins og skær blettur.
GlóLLll-
L:óL'CLL-
Bavíanar í leit aö maka:
Stór afturendi
mikilvægastur
Fuglar syngja
ástarsöngva og
páfuglinn sveifl-
ar fagurlituðu
stélinu en það
sem örvar baví-
ana til kynferðis-
legra dáða er stærð og lögun aftur-
enda hugsanlegs maka, að því er vís-
indamenn segja.
Útvöxtur á afturenda kvendýra
bavíana er til merkis um að þau séu
tilbúin til að para sig með heppilegu
karldýri. Jafnframt má af þessum út-
vexti, eða bólgu, ráða hvort kvendýr-
ið sé gott til undaneldis og hvort
erfðasamsetning þess sé góð.
Eftir því sem útvöxturinn á aftur-
endanum er umfangsmeiri og útstæð-
ari þeim mun meiri eru líkurnar á að
kvendýrið ali marga heilbrigða unga.
Eftirþví sem útvöxtur-
inn á afturendanum er
umfangsmeirí og út-
stæðarí þeim mun
meirí eru líkurnar á að
kvendýríð ali marga
heilbrigða unga.
„Stærri útvöxtur er ekki aðeins
til merkis um að kvendýrið hafl
byrjað fyrr að eignast unga heldur
einnig til merkis um að það eignist
fleiri unga en önnur kvendýr í
hópnum,“ segir Leah Domb, vis-
indamaður við Harvardháskóla, í
grein í tímaritinu Nature.
Bavíanar eru lauslátir og kven-
dýrin geta því valið úr miklum
Þegar bavíanar leita sér aö heppilegum maka er afturendinn þaö fyrsta sem
þeir skoöa. Mikill útvöxtur á þeim líkamshluta þykir merki um góö gen.
fjölda maka. Útvöxturinn er því leið
til að laða að karldýr sem eru
viljugri en önnur til að hrekja
keppinauta um rassstór kvendýr á
brott.
Leah Domb og Mark Pagel, sem
starfar við háskólann í Reading á
Englandi, rannsökuðu pörunarvenj-
ur 22 villtra bavíanakvendýra í
Gombeþjóðgarðinum á Tansaníu.
Domb segir að niðurstöður rann-
sóknar þeirra sýni að karldýr sem
velja sér kvendýr eftir stærð útvaxt-
arins á afturenda þeirra auki þar
með líkurnar á að kvendýrið ali af-
kvæmi sem komist á legg.
wwa
Bandarískir vísindamenn spá í áhrifagjarna unglinga:
Ottast reykingar Hollywood-leikara
Bandaríska Hollywood-stjarnan Sharon Stone, sem hér sést með eiginmanni
sfnum, ritstjóranum Phil Bronstein, reykir á hvfta tjaldinu. Vísindamenn hafa
áhyggjur af því aö slíkt kunni að hafa slæm áhrif á óharönaöa unglinga.
Rosalega sem
það getur nú
verið kúl, sexí
og eftirsóknar-
vert að kveikja
sér í rettu. Áð
minnsta kosti
þegar Hollywood-stjörnur á borð við
John Travolta, Sharon Stone og Le-
onardo DiCaprio gera það. Og þessi
þrjú gera það víst oftar en aðrar
stjömur. Það er að segja að fá sér
smók á hvíta tjaldinu.
Bandarískir vísindamenn hafa
áhyggjur af því að reykingar kvik-
myndaleikara á hvíta tjaldinu geti
haft óæskileg áhrif á óharðnaða
unglinga og orðið til þess að þeir
taki sjálfir upp á því að reykja, til
að vera jafnsvalir og uppáhaldsleik-
ararnir.
„Ef unglingur er hrifinn af
stjömu sem reykir er hann líklegri
til að vera jákvæður í garð reykinga
og líklegri til aö reykja sjálfur," seg-
ir Jennifer Tickle, sálfræðingur við
hinn virta háskóla, Dartmouth Col-
lege í New Hampshire.
Travolta, Stone og DiCaprio eru í
hópi vinsælla kvikmyndastjarna
sem hafa leikið reykingamenn í
nokkrum myndum frá því um miðj-
an tíunda áratuginn. Reykingar eru
ein helsta ástæða ótímabærs dauða
sem menn geta sjálfir haft einhverja
stjórn á.
Vísindamennirnir spurðu sex
þúsund unglinga í framhaldsskólum
Bandarískir visinda-
menn hafa áhyggjur af
þvíað reykingar kvik-
myndaleikara á hvíta
tjaldinu getí haft
óæskileg áhrif á
óharðnaða unglinga.
í strjálbýlinu á Nýja-Englandi um
reykingavenjur þeirra og skoðanir
þeirra á þeim, svo og um uppáhalds-
kvikmyndastjörnumar. Þeir
komust að því að unglingarnir vom
líklegri til að reykja ef uppáhalds-
leikaramir þeirra reyktu á hvíta
tjaldinu. Grein um rannsóknina
birtist í tímaritinu Tobacco Control.
Að sögn vísindamannanna horfa
flestir bandarískir unglingar á tvær
kvikmyndir á viku. Fimmtíu og sjö
prósent persóna í myndum sem
gerðar voru á árunum 1990 til 1996
brúkuðu tóbak. Reykingar eru
einnig algengar í myndum sem ætl-
aðar eru ungum áhorfendum.
[ jjJuJ-if'
Fita slævir minniö
Allir vita að
mjög feitt matar-
æði getur orsak-
að blóðtappa. Nú
hafa kanadískir
vísindamenn komist að raun
um að fitan hefur líka slæm
áhrif á minnið, að því er fram
kemur í tímaritinu New Scient-
ist.
Rannsóknir á hálffullorðnum
rottum, sem mestmegnis voru
fóðraðar á dýra- og jurtafltu,
hafa leitt í ljós að þeim gengur
ekki jafnvel að leysa verkefni og
rottum sem fóðraðar voru á fjöl-
breyttara fæði.
Vísindamennina grunar að
feita mataræðið hafi truflandi
áhrf á insúlínframleiðslu líkam-
ans og komi í veg fyrir að heil-
inn geti tekið upp glúkósa.
Geitur fyrsta húsdýr
mannsins
Geitin var fyrsta
dýrið sem mað-
urinn tamdi og
hélt sem húsdýr.
Að því er fram
kemur í nýrri rannsókn gerðist
I það fyrir tíu þúsund árum í
austurhluta Zagros-fjallanna í
íran.
Rannsókn sem Melinda
Zeder, líffræðingur við Smith-
: sonian stofnunina í Bandaríkj-
unum, gerði á fomum geitabein-
um leiddi í ljós að mennirnir
byrjuðu að smala saman villi-
geitum löngu áður en þeir gerðu
aðrar skepnur, svo sem naut-
gripi, svín og sauðfé, að húsdýr-
um sínum. Beinin sem hún
rannsakaði voru frá sex héruð-
um Irans og íraks.
Með því að rannsaka aldur og
kyn dýranna á því augnabliki
þegar þau voru drepin gat hún
séð hvort þau höfðu verið veidd
úti í náttúrunni eða tekin úr
hjörð húsdýra og slátrað.
Hundar voru þó tamdir löngu
fyrr vegna veiðihæfileika sinna.
Efast um gagnsemi E-
vítamíns
Svo virðist sem
heilbrigt fólk hafi
ekkert gagn af
andoxunareigin-
leikum E-
vítamíns fæðubótarefnis en
andoxunarefni eru talin veita
vörn gegn alis lags sjúkdómum,
svo sem krabbameini og
Alzheimer.
„Rannsókn okkar dregur í efa
skynsemi þess að heilbrigðir ein-
staklingar taki E-vitamin fæðu-
bótarefni,“ segir í niðurstöðum
rannsóknar vísindamanna við há-
skólann í Pennsylvaníu. Sagt er
frá rannsókninni í tímariti banda-
rísku læknasamtakanna.
Þrjátíu karlar og konur tóku
þátt í rannsókninni. Sumir þátt-
takenda tóku E-vítamín fæðubót-
arefni í átta vikur en aðrir fengu
óvirkar töflur. Læknamir mældu
síðan áhrif vítamínsins á ákveðna
þætti sem eru til marks um oxun-
arstreitu í frumum og vefjum.
Slík streita á hugsanlega þátt í
myndun margra algengra kvilla,
svo sem hjartasjúkdóma.
Vísindamönnunum tókst ekki
að finna nein áhrif E-vítamín
fæðubótartaflnanna umfram
áhrif E-vítamíns sem menn fá
úr fæðunni.