Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 Skoðun DV I Arnarnesvogi „Mikil náttúruperla, “ segir bréfritari m.a. Stöð 2 hirtir Morgunblaðið Ertu með einhvers konar sparnað? Kristín Magnúsdóttir, Blómabúöinni Kringlunni: Já, ég er meö bréf. Haraldur Pálsson verkamaður: Nei, bara þennan skyldusjóö. Magnús Gunnarsson trésmiður: Já, fullt af sparnaöi, nauösynlegt fyrir seinni árin. María Þórarinsdóttir, heimavinnandi: Já, aukasparnaö fyrir seinni árin. Heimir Hólmarsson sölumaður: Já, ég legg inn á reikning mánaöarlega. Jóhann Sigurðsson skrifar: Hinn 11. mars sl. birti Morgun- blaðið dæmalaust opnuviðtal viö mann nokkurn að nafni Tómas Heiðar þar sem hann fær athuga- semdalaust að nota blaðið í óskiljan- legu áróðursstríði sínu gegn fyrir- huguðu bryggjuhverföi í Garðabæ. Hefur Moggi eftir honum, og slær upp í stríðsfyrirsögn, að Amarnes- vogurinn sé náttúruperla sem ekki megi hrófla við, auk þess sem mað- urinn kemst upp með ýmsar rang- færslur og ýkjur í viðtalinu. Morgunblaðið beit svo höfuðið af skömminni með því að birta gamlar myndir af tillögum um bryggju- hverfi, en það hafði sjálft birt nýjar tillögur aðeins viku áður. Algjör- lega óskiljanleg vinnubrögð hjá þessu stærsta blaði landsins, sem sýnir ekki vott af sjálfstæðri blaða- mennsku í þessu máli, raunar ekki Kjósandi skrifar: Þá er búið að kjósa um Vatns- mýrarsvæðið og er með ólíkindum hyemig menn túlka úrslitin. Ekki er hægt að draga menn í dilka eftir flokkum hvað varðar kosninguna þar sem fólk úr öllum flokkum kaus þvert á skoðanir þjóna sinna í stjórnmálaflokkunum. Og á ég þar við kjörna fulltrúa. Sem dæmi um þetta tek ég sjálfan mig, sem er framsóknarmaöur, fæddur og uppalinn við flugvöllinn. Ég sá ástæðu til að taka þátt í kosn- ingunni fyrst boðið var upp á það. Um það eru nú vangaveltur meðal ýmissa hvers vegna þátttakan var ekki meiri. Ég held að menn geti þó „Augljóst er nú öllum landsmönnum, og vœntan- lega Morgunblaðinu einnig, að aðeins hreinsun á svœð- inu og uppbygging bryggju- hverfis í Amarnesvogi mun gefa Garðbæingum kost á að njóta þess besta sem vogurinn hefur upp á að bjóða. “ frekar en öðrum, og leyfir manni sem er fulltrúi mjög lítils en háværs minnihluta að vaða út og suöur á síðum þess. Örfáir menn hafa komið fram op- inberlega og mótmælt framkvæmd- unum og þaö er röksemdin fyrir því að Tómas Heiðar fær við sig opnu- viðtal! Ekki er leitað álits þeirra „Ef ég væri stjómmálamaður í dag hefði ég af því vemlegar áhyggjur hvemig til getur tekist í næstu kosningum í Reykjavík, bœði til þings og borgarstjómar. Ný kjördœma- skipan gœti haft eitt og annað að segja.“ alveg verið ánægðir meö að þriðj- ungur borgarbúa tók þátt í þessari kosningu eða könnun. Það er reynd- ar nokkuð gott. Menn geta ekki túlkað eða talað fyrir aðra. Það var mikið gert til að sem eru hlynntir framkvæmdunum, en þeir eru flölmargir og hafa kom- ið fram opinberlega. Stöð 2, sem hef- ur flallað um málið áður og vissi hvernig máliö i raun er, tók eftir þessari fréttamennsku Morgun- blaðsins og fór á stúfana. Og þann 14. mars sl. sýndi hún landsmönn- um hversu mikil náttúruperla Arn- arnesvogurinn er. Sáu landsmenn allir skolpleiðslur og rusl og drasl úti um allan vog í fréttum Stöðvar 2. Og þegar leitað var eftir margróm- uðu fuglalifl sást jú einn bliki og kolla á ferð. Augljóst er nú öllum landsmönn- um, og væntanlega Morgunblaðinu einnig, að aðeins hreinsun á svæð- inu og uppbygging bryggjuhverfis í Arnarnesvogi mun gefa Garðbæing- um kost á að njóta þess besta sem vogurinn hefur upp á að bjóða. - Eftir stendur að Stöð 2 rassskellti Moggann snilldarlega. hvetja menn til þátttöku af öllum skoðanahópum en það dugði ekki til. Það segir okkur einfaldlega, að fólk er orðið upplýstara á nýrri tækniöld og gleymum heldur ekki að þögn er sama og samþykki. Ef ég væri stjórnmálamaður í dag hefði ég af því verulegar áhyggjur hvemig til getur tekist í næstu kosningum í Reykjavik, bæði til þings og borgarstjórnar. Ný kjör- dæmaskipan gæti haft eitt og annað að segja. Það gæti farið svo að 37% þátttaka í kosningum þætti bara sæmileg - og marktæk. Annað eins hefir nú gerst. En það er víst að þeir sem heima sátu í þetta sinn fundu sig ekki knúna til að kjósa. - Það var þeirra atkvæði. Úrslitin í flugvallarkosningunni n Upprisa Ingu Jónu Garra sýnist að Gallup og góða veðrið séu nú á góðri leið með að bjarga pólitískum ferli Ingu Jónu Þórðardóttur. í þau ár sem Inga Jóna hef- ur verið oddviti minnihlutans í borgarstjórn hefur einhvem veginn ekkert gegnið upp hjá henni og hún hefur fengið á sig stimpil hins úr- illa nöldrara. Hún hefur verið sígagnrýnandi og óánægð með allt þannig að nöldrið hefur ein- hvern veginn orðið að vörumerki hennar. Fyrir vikiö hefur enginn haft nokkra trú á að Sjálf- stæðisflokkurinn kæmist lönd eða strönd í Reykjavík á meðan Inga Jóna væri andlit flokks- ins gagnvart borgarbúum, enda hefur hún verið jafnvel enn umdeildari innan flokksins en utan hans. Dæmið um menntamálaráðherrann sem íhugar framboð í Reykjavík er einmitt til marks um þessa innanflokksóeiningu. Straumhvörf En nú virðast hafa orðið nokkur straumhvörf í pólitísku lífi Ingu Jónu. Skyndilega kemur hún fram sem sigurvegari en ekki sá sem tapar. Löng keðja tapa og ósigra er rofin með ein- hverju - sem hægt er að kalla sigur - og það hljóta aö teljast mikil pólitísk tíðindi. Sigur Ingu Jónu felst þó ekki svo mikið í einhverju sem hún gerði sjálf, heldur felst hann i því að Reyk- víkingar mættu ekki á kjörstað á laugardag í eins ríkum mæli og menn höfðu gert ráð fyrir. Inga Jóna hafði nefnilega ákveðið að taka ekki þátt og vildi að sem flestir fylgdu henni í því máli. Og vegna þess að það var ekki nema um 40% þátttaka, er vel hægt að benda á að hvorki meira né minna en 60% borgarbúa hafi sinnt kalli Ingu Jónu og setið heima með henni! Hjálp Gallup í sjálfu sér væri þessi sigur Ingu Jónu þó ekki mjög mikill ef ekki hefði komið til hjálp frá Gallup. Gallup var nefnilega búið að spá því að gríðarleg þátttaka yrði í kosningunum og tveir af hverjum þremur kjósendum í borginni myndu greiða atkvæöi. Þegar svo þessar vænt- ingar, sem byggðar voru upp, standast ekki, virkar þátttakan jafnvel enn minni en hún í rauninni var - og sigur Ingu Jónu stærri. Ef t.d. hefði verið miðað við þátttöku i hundakosning- unni hér um árið liti málið auðvitað allt öðru vísi út - þá hefðu 30 þúsund kjósendur þótt ótrú- lega mikið! Hitt atriðið sem skapar ekki hvað síst þennan sigur Ingu Jónu er að í Reykajvik og um land allt var frábært veöur á laugardag. Fæstir voru því að hugsa um kosningar eða létu sér detta í hug að slíta í sundur útivistardaginn með því að fara að kjósa! En hvorugt þessara at- riða draga þó úr mikilvægi þessa fyrsta póli- tíska sigurs Ingu Jónu, því hún hefur sýnt að hún tapar ekki alltaf, ekki alveg alltaf í það minnsta. Garri I Mjódd í Breiöholti Auka ekki á hollustuna. Vistvænt fyrirtæki? Þ.B. skrifar: Maður hefði nú haldið að Strætis- vagnar Reykjavíkur - svo mikið sem borgin gumar af hinu vistvæna í sinni starfsemi - væru tO fyrirmyndar öðr- um orkufrekum eyðsluklóm. En það er nú öðru nær. Maður gengur fram hjá Hlemmi og sér SVR standa þar í röð- um með vélar í gangi. Reykurinn - ég meina blýstrókurinn - stendur aftur úr vögnunum svo tugum metra skipt- ir. Þetta finnst mér ekki vera neitt sér- staklega vistvænt í starfsemi SVR. Það er svo sem víðar sem þetta er tíðkað af ökumönnum. Leigubílar eru undir sömu sök seldir þar sem þeir bíða í röðum eftir viðskiptavinum. En mér er sama. SVR ætti að gefa gott for- dæmi með sína mörgu og stóru vagna. Fasteignaskattur aldraðra Aðalheiður skrifar: Ég las í blaðinu Dagskrá á Selfossi, að sveitarfélagið Ölfus hefði í hyggju að fella niður fasteignaskatt á alla íbúa Ölfuss, 67 ára og eldri. Þetta finnst mér til fyrirmyndar ef satt reyn- ist. Hér í Reykjavík er einhver ívilnun í fasteignagjöldum eða var a.m.k. hér áður. En aðeins fyrir þá sem höfðu lægstu tekjur. Mér flnnst réttlætanlegt að borgin felli niður fasteignagjöld fyr- ir alla sem eru orðnir 67 ára, slíkir eru þessir skattar að þeir íþyngja okkur eldri borgurum verulega. Nú er lag fyrir R-listann að slá sér upp áöur en mesti kosningaskjálftinn fer að hrísl- ast um stjórnmálaflokkana hér. Af- nemum þessa óréttlátu skatta. Sjómenn hafa tekjur Kristján Einarsson skrifar: Nú hafa sjó- menn gengiö i land, og hugsa sér áreiðanlega gott til glóðarinnar í langri hvíld. Þeir geta sem best far- ið á sólarstrendur og spókað sig þar við hliðina á sæ- greifum og öðrum spekúlöntum sem njóta auðsins sem rakað hefur verið saman á kostnað fiskverkunarfólks og annarra lág- launastétta hér á landi. Já, sjómenn; þeir hafa ekki verið beint á nástrái síðustu tvo áratugina eða svo. Tvær áhafnir á flestum stærri skipum og önnur í fríi og allir njóta sjómenn skattafasláttar sem við hin gerum ekki. Ég skO vel að þessir menn gangi í land, þeir hafa ekki nokkra innsýn í líf almennings hér og það sama má segja um útgerðarmennina sem hafa lifað á bónbjörgum og miOjarðalánum sem eru nú að sliga íslendinga. Er þetta ekki svívirða allrar svívirðingar í íslensku atvinnu- og efnahagslífl? Sögulegar sættir? Péll Sigurðsson hringdi: Eftir að sýnOegt er að Vinstri-græn- ir eru að taka yflr fylgi Samfylkingar- innar þykir mér auðsætt að VG muni verða næsti samstarfsflokkur Sjálf- stæðisflokksins eftir næstu kosningar. Þá eru loks komnar hinar „sögulegu sættir" sem m.a. en þó helst hafa ver- ið ræddar af Bimi Bjarnasyni ráð- herra á meðan hann var á ritstjórn Morgunblaðsins. Það er nú orðið ár og dagur síðan en þetta hefur geymst í huga margra sem fylgjast með stjóm- málum. Nú eru breytingar fram und- an, spái ég. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11. 105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.