Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 tólvui tíkni og vísinda VBS Worm Generator 2.0 komiö á Netiö: Ormaflóð á leiðinni - sleppa mögulega fram hjá vírusvarnarforritum Svo gæti farið að holskefla af nýjum ormum, í ætt við Önnu Komikovu orm- inn og ILOVEYOU orminn, séu á leiðinni á næstunni. Ástæðan er sú að á föstudaginn síð- astliðinn sendi náunginn, sem gerði forritið sem Önnu Kornikovu orm- urinn var búinn til á, nýja útgáfu til ormagerðar sem mun vera mun ein- faldari í notkun. Ormagerðarforritið VBS Worm Generator var notað til að gera orm- inn sem kenndur var við Önnu Kornikovu og var hannað af argent- ínskum dreng sem kallaði sig þá Kalamar. í dag kallar hann sig að- eins [K] og hefur að sögn sérfræð- inga tekist að búa til ormahönnun- arforrit sem jafnvel tölvufatlaðast ^fólk getur notað. Starfsmenn netöryggisfyrirtækis- ins Finjan Software hafa farið yfir forritið og að sögn þeirra er hér um listavel smiðað forrit að ræða og einstaklega notendavænt. Gallar sem leyndust í fyrsta VBS Worm Generator forritinu eru horfnir. Ormarnir sem hægt er að gera geta gert árásir á varnarlausar tölvur, hvort sem er með tölvupósti, í gegn- um spjallrásir eins og IRC og með sýktum tölvuskjölum. Forritið mun einnig gera illa innrættu fólki kleift að búa til nýjar gerðir af ormum á einfaldan hátt. Það mun gera eftir- likingar orma likt og komu í kjölfar ILOVEYOU ormsins útdauðar og Það er lágt lagst aö nota súpergell- una Önnu Kornikovu til að fá fólk, og þá karlmenn sérstaklega, til aö opna sýkt viðhengi en mannskepn- an er á stundum grimm og ailt eins von á holskeflu nýrra orma með til- komu nýrrar útgáfu VBS Worm Generator 2.0. Starfsmenn netörygg- isfyrirtækisins Finjan Software hafa farið yfir forritið og að sögn þeirra er hér um lista- vel smíðað forrit að ræða og einstaklega notendavænt. Gallar sem leyndust í fyrsta VBS Worm Generator forritinu eru horfnir. þ.a.l. verður erfiðara fyrir fyrirtæki í vírusvömum að halda i við þróun- ina. Hægt er að nálgast forritið á Net- inu á heimasíðu [K] og fleiri argentískum heimasíðum (sem fólk verður sjálft að grafa upp því DV Heimur ætlar ekki að auðvelda staf- rænum skemmdarvörgum fram- kvæmdir á spellvirkjum). I skil- málaskjali sem fylgir VBS Worm Generator 2.0 segir [K] að hann frii sig allri ábyrgð af þeim ormum sem framleiddir verði á forritið. Hann varar líka fólk við þvi þeir ormar sem gerðir verði á forritinu geti dreifst hratt og valdið miklum skaða. Og að lokum segir [K] að for- ritið sé aðeins ætlað til fræðslu. Umferð á Napster minnkar - og minnkar eftir því sem sían eykst Nú þegar búið er að neyða grey- kallana á Napst- er til að sía út lög sem eru bundin höfund- arrétti hefur umferð um síðu fyrirtækisins minnkað þó nokkuð. Vefkönnunar- fyrirtækið Webnoize, sem fylgist með umferð á tilteknum síðum á Netinu, sagði að frá því síunin fór í gang hefði skjalaskiptum fækkað um 60%. Þrátt fyrir að sían sé komin í gang er nokkuð um að fólk sé að Vefkönnunarfyrirtækið Webnoize, sem fylgist með umferð á tilteknum síðum á Netinu, sagði * að frá því síunin fór í gang hefði skjalaskipt- um fækkað um 60%. skiptast á höfundarréttarbundnu efni. Þetta er gert með því að breyta nöfnum listamanna eða laga lítil- lega. T.d. er enn hægt að finna lög með Madonnu með því að slá inn Madona eða Maddona. En þar sem áður var hægt að fá hundruð laga frá poppdrottningunni fæst nú að- eins handfylli. Búist er við því að sían eigi enn eftir að herðast þannig að vitlaust stöfuð nöfn muni ekki virka lengur. Napster-fyrirtækið hefur gert samn- ing við fyrirtækið Gracenote. Það fyrirtæki á stóran gagnagrunn yfir höfundarréttarbundin lög og er bú- ist við þvi að það muni jafnvel verða erfiðleikum háð að fmna vit- laust stöfuð nöfn sem aftur leiðir af sér enn minni umferð um Napster- síðuna. Það er þó enn fullt af tónlist sem ekki hefur verið bönnuð til á Napst- er og munu heitir tónlistaraðdáend- ur sjálfsagt enn flykkjast að og leita að góðri tónlist. Síðan er að sjálf- sögðu fullt af öðrum steliforritum Enn er hægt að nálgast lög eftir stórstjörnur eins og Madonnu með því að slá inn nafniö hennar vitlaust stafað, t.d. Madona eða Maddona. eins og Gnutella í gangi sem gera fólki kleift að skipta beint á milli sín i stað þess að fara í gegnum fyr- irtæki. Einn Napster-notandi skildi líka eftir skilaboð á síðu fyrirtækis- ins um að annað fyrirtæki, Aimster, væri fínt til að ná í tónlist þar sem ekki væri búið að kæra það. Síða Aimster er á www.aimster.com. iMovie 2 á Makkann Nú er loks komið til landsins klippiforritið iMovie 2. Um er að ræða forrit sem hægt er að láta taka myndefni af stafrænum upptökuvél- ~*um, klippa, setja inn hljóð og fram- kvæma ýmsar aðgerðir á einfaldan og fljótlegan hátt. Hægt er að nota iMovie 2 á öllum Apple-tölvum sem eru með FireWire- tengi. Þetta eru allar þær tölvur sem eru seldar í dag ásamt þeim PowerMac-tölvum sem hafa verið í sölu í rúmlega 2 ár. Auk þess fylgir forritið öllum nýjustu tölvunum frá Apple. í iMovie er hægt að raða og klippa stafræn myndskeið fram og aftur og jafnvel beita hinum ýmsu myndhrif- um og brellum. Einfalt mál er að setja Askiptingar á milli búta, sem og að bæta texta ofan á myndefnið. Hljóövinnsla og hljóðsetning er mjög einföld. Fyrir utan tvíóma hljóðrás myndskeiðanna eru tvær tvíóma hljóðrásir fyrir viðbótarhljóð og tónlist. Forritinu fylgja ýmis hljóðhrif en einfalt er að flytja inn lög af geisladiskum, mp3-skrár, aðrar ^hljóðskrár, sem og eigin rödd sem hægt er að taka upp beint úr forrit- Meö iMovie getur fólk á einfaldan og sett sfnar eigin bíómyndir. inu. í lokin er svo hægt að flytja efn- ið aftur til baka yfír í myndavélina eða vista myndina sem QuickTime- skrá sem er svo hægt að setja á Net- ið eða á geisladisk. Einnig er vert að minnast á það að ef DVD-brennari er til staðar í tölv- unni er hægt að nota forritið iDVD frá Apple til að búa til DVD- fljótlegan hátt klippt, skorið og hljóð- mynddiska sem hægt er svo að spila í hefðbundnum DVD-spilurum. Forritið sjálft, sem og allar leiðbein- ingar, eru á íslensku þannig að flókin ensk tölvuorð eru ekki að þvælast fyr- ir fólki. Nánari upplýsingar er hægt að fá á íslenskri heimasíðu Apple, www.apple.is/imovie. húmúiií T-zero tekur Ferrari 550 Maranello í bakaríið. Spíttkerra knúin rafmagni - hraðskreiðari en Ferrari og Porsche Nú geta þeir bílaáhugamenn sem áhuga hafa á umhverfis- vemd en hafa ekki fengið sér rafmagnsbíl vegna þess hversu hægfara þeir hafa verið hingað til farið að hlakka til. Bandariska fyrirtækið AC Pro- pulsion hefur nú hannað rafmagns- bíl sem tekur aðeins 4,1 sekúndu að komast frá núll kílómetrum á klukkustund í hundrað en það er hraði sem slær jafnvel út hrað- skreiðustu bílana frá Ferrari og Porsche. Talsmaður AC Propulsion segir að bilarnir, sem hlotið hafa nafnið T-zero, séu ekki tilbúnir í fjölda- framleiðslu þar sem fyrirtækið sé enn að leita að aðilum til að fjár- magna framleiðsluna. Annað sem kemur til með að aftra fjöldafram- leiðslu er verðið á faratækinu en áætlað verð er 80.000 dollarar, tæpar sjö milljónir is- lenskra króna. Þrátt fyrir hátt verð er fyr- irtækið engu að síður búið að fá níu pantanir enda sjálfsagt nóg af milljónamær- ingum úti i hinum stóra heimi sem bíða spenntir eftir einhverju sem þeir hafa ekki prófað. Eins og flestir rafmagnsbílar er T-zero algerlega hljóðlaus. í raun- inni þarf aðeins eitt fótstig í bílinn til að gefa honum inn, rafmagn að sjálfsögðu. Þegar fóturinn er tekinn af fótstiginu hemlar bíllinn sjálf- krafa og er þeirri orku sem verður til við hemlun breytt í rafmagn sem aftur er leitt á rafgeymana. Hins vegar þarf fótstig fyrir bremsur til að nauðhemla. AC Propulsion vonast til þess að koma T-zero á markað í lok ársins eða byrjun þess næsta og því ekki seinna vænna að fara að leggja nokkra aura til hliðar. Þeir sem vilja kynna sér spíttkerruna frekar er bent á heimasíðu AC Propulsion, www.acpropulsion.com. því eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.