Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 Fréttir X>V Skítkast framsóknar fellur um sjálft sig Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, segir það merki- lega upplifun að VG-framboðið skyldi hafa verið eitt aðalumfjöllun- arefni Framsóknarflokksins á flokksþingi Framsóknar um helg- ina. Hann segir að skilgreining Framsóknar á Vinstri grænum sem höfuðandstæöingi, lýsi málefnafá- tækt og kreppu Framsóknarflokks- ins. En einnig séu ákveðin pólitísk skilaboð fólgin í yfirlýsingunni sem sanni að Framsóknarflokkurinn hallist nú mjög til hægri: „Það er athyglisvert ef Framsókn- arflokkurinn er búinn að velja flokkinn til vinstri sem sinn höfuð- andstæðing. Menn skulu ekki horfa fram hjá því að þau skilaboð undir- ur. Formaður Vinstri grænna er ann- ars ánægður með auglýsinguna um helgina. „Ég efast um að við hefðum fengið meiri athygli þótt við heföum haldið þetta flokksþing sjálf." Stein- grímur segir framsóknarmenn „kol- villta í eigin völundarhúsi" þegar þeir kenni fyrst og fremst öðrum um erfiðleikana fremur en að líta í eigin barm. strika stöðu Framsóknarflokksins og viðhorf Halldórs Ásgrímssonar og félaga. E.t.v. er i því ljósi rökrétt- ur hluti af þessari hægri þróun flokksins að velja Vinstri hreyfing- una - grænt framboð sem pólitískan höfuðandstæðing," segir Steingrim- Framsókn afturhald? Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, boðaði harð- ari viðbrögð við árásum svokall- aðra afturhaldsafla og skaut VG- framboðinu upp í þeirri umræðu auk þess sem minnst var á gamla kommúnista. Steingrimur segir um þetta: „Skítkast um afturhald og gamla komma fellur um sjálft sig. Hverjir eru fulltrúar afturhaldsins í umhverfísmálunum í dag? Er það ekki Framsóknarflokkurinn?“ Steingrímur telur merkilegustu pólitísku tiðindin af flokksþinginu vera þau að það hafi ekki örlað á neinum tilburðum til að rétta fram- sókn af hvað málefni og pólitík snertir. Halldór Ásgrímsson virðist ákveðinn í að sætta sig við það hlut- skipti að „koðna niður í smáflokk í kjöltu íhaldsins". Hann telur „Evr- ópudekur" Framsóknar eina helstu ástæðu þess að flokkurinn hafi misst mikið fylgi. „Að setja sér þá hernaðaráætlun eina að ráðast á aðra skilar ekki ár- angri. Við höfum gagnýnt þá pólitík sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir og Eyjabakkamálið verður sem dæmi ekki afgreitt með þeim hætti að við séum neikvæð og á móti. Aðalatriðið er þetta: Jafn- lengi og Framsóknarflokkurinn vel- ur sér það hlutskipti að sitja í kjöltu íhaldsins og framkvæma stefnu þess i öllum aðalatriðum þá þarf hann ekki að eiga von á góðu. Hann tapaði verulegu fylgi í síðustu kosn- ingum og áframhaldandi samstarf er ávísun á frekara tap,“ segir Stein- grimur. -bþ Þurfum að efla okkar sókn og vörn Glaöbeitt forysta Guöni Ágústsson og Halldór Ásgrímsson, varaformaöur og formaöur Framsóknarflokksins. Kristinn knúði fram breytta kvótastefnu Guöni Ágústs- son landbúnaðar- ráðherra fékk yfir 63% atkvæða í kosningu um varaformann Framsóknar- flokksins þar sem þrír gáfu kost á sér. Hverju þakkar þú helst svona yfírgnæfandi stuðning? „Ég þakka hann fyrst og fremst góðum stuðningsmönnum, sem vildu sjá mig í þessari stöðu og börðust fast með mér. Ég hef verið lengi í flokknum, gengið þar fet fyrir fet og leyst min verkefni þannig að flokksmenn eru greini- lega sáttir við mig. Og ég vona að ég geti staðiö undir þessari glæsi- legu kosningu.“ - En varð Reykjavík þá ekki út- undan? „Nei. Sannleikurinn er sá, að þegar menn velja sér formann og varaformann þá er landið eitt í þeim efnum. Menn eru gjarnan að velja þá sem þeir treysta til að verða málsvarar í sókn og vörn og þess naut ég í þessum kosningum. Ég er ekki andstæðingur höfuð- borgarsvæðisins heldur málsvari og styð flokkinn hér.“ - Á hvað ætlar þú helst að leggja áherslu? „Ég tel að við þurfum að efla okkar sókn og vörn og skýra okkar stefnu mjög glöggt til framtíðar, þannig að enginn vafi sé á aö fólk viti um það sem við erum að gera. Auðvitað þurfum við að fara yfir þá veikleika sem valda því að við höfum tapað fylgi og í gegnum það sé ég liggja ný sóknarfæri." - Hverjir eru helstu veikleikarn- ir? „Við höfum síðustu árin orðið fyrir ómaklegum árásum um að við viljum bara stóriðju í hvern fjörð og virkja og sökkva, eins og enn einu sinni var t.d. ítrekað af Steingrími Sigfússyni í hádegis- fréttum i dag (gær). Þetta er allt saman fjarstæða. En vegna þessa höfum við tapað stuðningi fólks sem hefur misskilið þetta. Þarna þurfum við því að skýra mjög okk- ar stefnu og helst marka ákveðna lýsingu á þeirri miklu virðingu sem framsóknarmenn bera t.d. fyr- ir hálendinu. Og það má nefna Evrópumálin, þar sem Framsókn- arflokkurinn hefur nú sýnt þor og kjark og er nú einn stjórnmála- flokka á íslandi að temja sér nýja siði: Að láta flokksmenn takast á í mjög stórum nefndum um geysi- lega mikilvæg mál.“ - Hvað um sjávarútvegsmálin? „Þau eru heitasta mál þjóðarinn- ar, og á þessu flokksþingi börðu menn ekki minnihlutann niður heldur ákváðu að reyna að ná sátt í flokknum - og vonandi í þjóðfé- laginu - um stefnumótun í sjávar- útvegsmálum, fyrir haustiö. Stefnu sem miðar aö þvi að byggðirnar styrkist á ný, á grunni þessarar auðlindaskýrslu. Framsóknar- menn eru harðir á því að þessi auðlind má ekki verða of fárra, að það verði ekki of fáir sem hafi hana í höndum sér.“ - Þú hefur talað mikið um sókn- arfæri? „Við verðum að skýra stefnu okkar betur. Framsóknarflokkur- inn er auðvitað flokkur fjölskyld- unnar og félagshyggjunnar á ís- landi. Það er búið aö bera á hann að hann sé það ekki - en hann er það og verður að standa vörð um þessi grundvallaratriði. Hann er líka flokkur sem ruddi atvinnu- leysinu burt, ekki síst með því að setja mikinn kraft í litlu og meðal- stóru fyrirtækin, sem eru þróttur hvers þjóðfélags. En við berjumst gegn blindri markaðshyggju; fá- keppni, einokun og stórhringjum. Það er mín sýn að við náum flugi í gegnum þessi atriði." - Það vakti athygli hvernig for- maðurinn „skallaði Skallagrím". Á að skilja það svo að VG séu helstu andstæðingar Framsóknar? „Ekki finnst mér það. En því hef- ur verið haldið fram að okkar fólk hafi farið þangað og sjálflr hafa þeir veriö að dreifa því að þeir væru orðnir hálfgerður Framsókn- arflokkur. Halldór var bara að svara fyrir sig og jafna leikinn. En VG eiga virðingu skilið fyrir dugn- að. Og við verðum auðvitað fyrst og fremst að líta í eigin barm, gá hvað við getum gert betur. Þá erum við verðugir andstæðingar VG og ég kvíði ekki framtíðinni." -hei „Niðurstaðan eftir flokksþingið er að Framsókn- arflokkurinn hef- ur ákveðið að breyta sinni sjáv- arútvegsstefnu. Markmiðin í breyttri stefnu liggja nú fyrir, en útfærslan fer í nefnd sem skilar af sér í haust,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins og helsti hvatamaður breyttrar stefnu flokks- ins í sjávarútvegsmálum. Á flokks- þinginu um helgina unnu Kristinn og félagar sigur gegn yfirlýstri stefnu flokksforystunnar. Tillaga forystunnar að ályktun um sjávarútvegsmál lá fyrir þing- inu og gerði ráð fyrir aðeins smá- vægilegum breytingum á stefnu flokksins. Kristinn og félagar lögðu einnig fram tillögur, sem fólu í sér töluverðar breytingar á stefnunni. Báðar tiUögur fóru til flokksþings- nefndar um sjávarútvegsmál og samdi nefndin nýja ályktun, þar sem mikið kveður á um breytta stefnu í anda þess sem Kristinn hef- ur boðaö. Kristinn segir í samtali við Dag að mikU ánægja sé ríkjandi meðal þeirra sem töluðu fyrir breytingum á sjávarútvegsstefnunni. Flokkurinn hafnaði óbreyttri stefnu „Framsóknarflokkurinn tók á kröfum um að breyta sinni sjávarút- vegsstefnu. Hann hafnaði óbreyttu kerfi með lítils háttar auðlinda- gjaldi. Krafan um breytingar var það sterk að það var augljóst að óbreytt stefna myndi ekki ná fram að ganga. Það sem kemur út úr flokksþinginu er breytt stefna, þar sem kveðið er á um ýmsar breyting- ar, en útfærslunni að öðru leyti vís- að tU flokksnefndar, svo sem hvort fara eigi fyrningarleiðina eða aðra leið.“ í ályktun þingsins styður flokkur- inn þjóðareignarákvæði og að borga eigi leigu fyrir afnot af auðlindinni. Þá er ályktað að breytingar á stefn- unni eigi að treysta atvinnugrund- vöU sjávarbyggða og jafna aðstöðu aðila innan greinarinnar, svo sem með því að koma í veg fyrir mynd- un stéttar leiguliða. „Það voru aðal- atriði í okkar málflutningi að jafna stöðu innan greinarinnar, þannig að sumir séu ekki með kvóta fyrir lítið en aðrir mikið og að það gangi heldur ekki að sumir útgerðarmenn geti náð sér í miklar tekjur með því að ná þeim af öðrum útgerðarmönn- um. Þetta er orðin stefna flokksins. Sömuleiðis að smábátarnir verði áfram með blandað kerfi aflamarks og sóknarmarks, en því hafnað að þeir fari allir undir kvóta. Einnig er kveðið á um byggðakvóta." Framkvæmdastjórnarinnar býð- ur að skipa nýja flokksnefnd tU að útfæra hina nýju stefnu í sjávarút- vegi og geta aUir flokksmenn tekið þátt í þeirri vinnu. Á nefndin að skUa af sér fyrir haustfund mið- stjórnar flokksins. • íþg son nýr varafor- maður Fram- sóknarflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.