Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 4 37 DV Tilvera Vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum: Endurkoma Stevens Seagals Síðustu kvikmyndir Stevens Seagals hafa ekki fallið í náðina hjá fjöldanum og lent beint á myndbandamarkaðinn. Þótti mörgum fall hann stórt frá því hann var vinsælasti hasarmynda- leikarinn snemma á tíunda ára- tugnum. Lengi lifir í gömlum glæðum segir máltækið og það á svo sannarlega við Seagal um þess- ar mundir þar sem nýjastu kvik- mynd hans, Exit Wounds, tókst um helgina að skáka Juliu Roberts og Brad Pitt í The Mexican, auk þess að fá meiri aðsókn en dýrasta kvikmynd sem Evrópubúar hafa gert, Enemy at the Gates, sem fékk mun betri umfjöllun hjá gagn- rýnendum heldur en Exit Wounds. Nú er óskarshelgin fram undan í Bandaríkjunum og eru þær kvik- myndir sem eru með flestar óskars- tilnefningarnar á bakinu í góðri að- sókn. Þrjá þeirra mynda sem til- Exit Wounds Steven Seagal leikur enn einu sinni hörkutól sem lemur andstæöinga sína sundur og saman nefndar eru sem besta kvikmyndin eru á listanum, Crouching Tiger, Hidden Dragon, Traffic og Chocolat. Þess má geta að Hidden Dragon er búin að vera funmtán vikur á list- anum og er enn í sjötta sæti listans. HELGIN 16. TIL 18. MARS ALLAR UPPHÆÐIR í ÞÚSUNDUM BANDAfflKJADOlLARA. SÆTI FYRRI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDi BÍÓSALA O Exit Wounds 19.025 19.025 2830 o Enemy at the Gates 13.600 13.600 1509 o í The Mexlcan 8.100 50.900 3162 o 3 See Spot Run 5.210 25.018 2656 o 2 15 Minutes 4.350 17.948 2337 o 6 Crouching Tiger, Hidden Dragon 4.117 100.349 1860 o 5 Down To Earth 4.000 56.802 2425 o 4 Hannlbal 3.700 157.000 2433 0 8 Traffic 3.409 102.469 1682 © 8 Chocolat 3.400 55.800 1901 Hollow Man Kevin Bacon í hlutverki ósýnilega vísindamannsins sem vefur sig sára- bindum svo hann sjáist. Vinsælustu myndböndin: Ósýnilegi maðurinn Hvorki meira né minna en fimm nýir titlar koma inn á myndbanda- listann þessa vikuna. Tvær þeirra setja mark sitt á efstu sætin. Spennutryllirinn Hollow Man með Kevin Bacon og Elisa- beth Shue í aðalhlut- verkum fer beint í efsta sætið. í mynd- inni leikur Bacon vís- indamann sem gerir tilraunir á sjálfum sér með þeim afleið- ingum að hann verð- ur ósýnilegur. í þriðja sætinu er Nurse Betty, gamanmynd með gráleitan húmor þar sem Renée Zellweger leikur konu sem hrífst af persónu í sápuóperu og ákveður að berja á dyr hjá honum. I neðri sætum listans er svo að finna tvo titla sem innihalda til samans átta þætti í hinni vinsælu sjón- varpsseríu, Friends. Hvemig er með þessa vini, eldast þeir ekk- ert? Serían hefur nú verið á skjánum í ein sjö ár og enn engin þroski átt sér stað i vinahópn- um. 1 þrettánda sæti er svo hin vin- sæla danska gamanmynd, Den eneste ene. VIKAN 12 18. MARS SÆTl FYRRI VIKA i HULL (DREIFINGARAÐILI) VIKUR ÁUSTA O _ Hollow Man (skífan) 1 e 1 X-Men (skífan) 3 o _ Nurse Betty (sam-myndbönd) 1 o 2 Coyote Llgly (sam myndbönd) 4 0 3 Snatch (skífani 5 o 4 Lost Souls (MYNDFORM) 3 o 8 Titan A.E. iskífan) 2 0 9 Whipped (MYNDFORM) 2 0 6 Gossip (SAM MYNDBÖND) 3 0 _ Friends 7 - 5-8 isam myndböndi 1 0 5 Shanghal Noon (myndformi 5 0 _ Friends 7 -1-4 isam myndböndi 1 _ Den eneste ene (háskölabíö) 1 0 7 High Fidelity (sam myndböndi 6 0 11 28 Days (SkIfanj 12 0 10 The Patriot iskífan) 7 © 12 Big Momma’s Hous (skífan) 10 © 13 U-571 (sam myndböndj 9 © 16 Music of the Heart iskífan) 4 0 17 Drowning Mona (myndform) 9 Atkvæðagreiðsla um flugvöll - hvað svo? Atkvæðagreiðslan í Reykjavik um flugvöll eða ekki flugvölf í Vatnsmýri er afstaðin. Mikil umræða hefur verið um máfið síðustu vikur og að margra mati var það vonum seinna að stað- setning flugvaflarins var tekin á dag- skrá. Margir sögðust þó orðnir feiðir á umræðunni þegar liða tók að at- kvæðagreiðsfunni og líklega er að ein- hverju leyti um að kenna þeim sleggjudómum og fullyrðingum sem fóru að einkenna hana á lokasprettin- um. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur nú fyrir. 37,2% Reykvíkinga létu sig málið varða og greiddu at- kvæði, 49,3% þeirra vildu að flugvöll- urinn færi úr Vatnsmýrinni en 48,1% vildi hafa hann þar áfram, auðir og ógildir seðlar voru 2,6%. Andstæðing- ar flugvallar í Vatnsmýri unnu því nauman sigur í þessum kosningum og nú er yfirvalda að vinna úr málum. En hvað skyldi verða um umræð- una um flugvöllinn? DV leitaði til for- svarsmanna þeirra þrennra samtaka sem létu til sín taka í flugvallarum- ræðunni og forvitnaðist um málið. Sigur andstæðinga flugvallar Bryndís Loftsdóttir verslunarstjóri var í forsvari fyrir samtökin 102 Reykjavík sem stofnuð voru til að beita sér í umræðunni um flugvöllinn í Vatnsmýri. „Viö unnum sigur í þessum kosn- ingum," sagði Bryndís og vildi leggja áherslu á að lýöræðislegur meirihluti hefði verið fyrir því í atkvæðagreiðsl- unni að flugvöllurinn færi úr Vatns- mýrinni þrátt fyrir að sumir vildu leggja niðurstöðuna út á annan veg. Bryndís segist alsæl með niðurstöð- una sem var þvert ofan i allar spár. „Það má segja að niðurstaðan sé áfell- isdómur yfir skoðanakönnunum sem alltaf sögðu meirihlutann vera fylgj- andi flugvelli i Vatnsmýri og spáðu reyndar mun meiri þátttöku í at- kvæðagreiðslunni en nokkur maður hafði gert ráð fyrir og kom svo á dag- inn að stóðst ekki.“ Hvað er fram undan hjá 102 Reykja- vík? „Samtökin voru stofnuð til þess að Ánægð með nlðurstööuna Bryndís Loftsdóttir vildi þó að um- ræöan heföi veriö meiri milli borg- aranna. beita sér í þessu máli. Nú liggur fyrir að meirihluti vill flugvöllinn burt og þá er það stjórnvalda aö vinna úr þeirri niðurstöðu," segir Bryndís og samtökin 102 Reykjavík munu að hennar sögn ekki beita sér í umræö- unni frekar. „Fyrir okkur liggur hins vegar aö safna fé til að greiða niður skuldir okkar vegna auglýsingaher- ferðarinnar sem við fórum af stað með til að svara bæklingnum frá flug- málastjórn. Kannski ég endi með að selja bílinn minn upp í skuldirnar því V ég þarf ekki á honum að halda lengur þegar búið verður að þétta byggðina í borginni og byggja upp í Vatnsmýri." Bryndís er nú lent aftur í Bókabúð Eymundsson í Austurstræti. „Sem betur fer, hérna vil ég vera,“ segir Bryndís sem segir undangengnar vik- ur þó hafa verið frjóar og skemmtileg- ar þrátt fyrir að umræðan hafi tekið á sig pólitískari mynd en hún hafði von- að. „Ég hélt að hér færu borgarar að ræða við borgara um framtíðarsýn en raunin varð að þetta lenti í pólitisku Framtíð jafn óljós og áður „Ég reikna með að Hollvinasamtök Reykjavíkurflugvallar starfi áfram," segir Friðrik Pálsson formaður sam- takanna, „þrátt fyrir að engin formleg ákvörðun hafl verið tekin um það. Niðurstaðan varð í raun engin og framtíð vallarins jafn óljós og áður, ég geri því ráð fyrir að Hollvinir starfi áfram og leggi þeim lið sem vilja völl- inn áfram í Reykjavík." Friðrik segir að þetta hafi verið mjög skemmtileg barátta og að hann hafi ekki skemmt sér eins vel siðan hann var á málfundaræfingum á skólaárunum. „Þetta var í raun alveg nýtt fyrir mér og ég hafi mjög gaman af.“ Aðspurður segir Friðrik að hann hafi verið sáttur við hlutfalli sem þeir fengu í kostningunum eftir að þátt- taka lá fyrir. „Þetta var nánast bræðrabylta. Ég var búinn að reikna út frá skoðannakönnunum að milli fimmtán og tuttugu þúsund andstæð- ingar vallarins myndu kjósa, þannig Baráttan heldur áfram Friörik Pálsson, formaöur Hollvina- samtaka Reykjavíkurflugvallar, segist reikna meö aö samtökin starfi áfram. að við þurftum að fá rúmlega fjörutiu þúsund manns á kjörstað til að hafa betur. Þegar ég frétti að þátttakan hefði ekki verið meiri en þrjátíu þús- und átti ég von á að útkoman yrði sex- tíu fjörutíu andstæðingunum í hag. Munurinn er ekki nema 384 atkvæði þannig að við megum vel við una. Dómsmálaráðuneytið var búið að úr- skurða að þetta væri skoðannakönn- un en ekki kostning og þá segir sig sjálft að munurinn er langt innan við öll skekkjumörk. Ég er þess fullviss að flest atkvæð- in sem reyndust ógild, vegna þess að fólk staðfesti ekki atkvæði sitt, hefðu falli í hlut stuðningsmanna vallarins og það er náttúrlega mjög bagalegt því ég er sannfærður um að við hefðum fengið þau öll,“ segir Friðrik og hlær. Friðrik segir að Hollvinasamtökin hafi lagt út í lítinn kostnað í tengslum við kosninguna. „Heildarkostnaður- inn er örugglega undir milljón og við erum búnir að safna fyrir honum með frjálsum framlögum." -Kip * Hlúum áfram að betri byggð „Við vorum aldrei sátt við þá til- högun borgaryfirvalda að efha til kosninga um framtiö flugvallarins í Vatnsmýrinni. Að mínu mati voru þau að bakka út úr vandræðum sem þau voru búin að setja sig í með því að efna til kosninga. Úrslitin voru samt okkur í hag og fjöldinn sem tók þátt í kosningunum var samkvæmt okkar hugmyndum. Við efuðumst alltaf um að sextíu til sjötíu prósent borgarbúa myndu skila sér á kjörstaö eins og kom fram í skoðanakönnun- um fyrir kosningar. Flugvallarmálið á þó enn langt ferli eftir og við munum berjast fyrir því að flugvöllurinn verði færður og byggð myndist í Vatnsmýrinni," segir Örn Sigurðsson, arkitekt og varaformaður Samtaka um betri byggð, en þau samtök voru fyrst til að láta að sér kveða þegar haf- ið var að endurvinna Aðalskipulag Reykjavíkurborgar 1996-2016. Samtökin hafa eins og kunnugt er mest látið að sér kveða að undanfómu í flugvallarmálinu og voru í fyrstu Örn Slgurðsson. Berjumst áfram fyrir byggö í Vatns- mýrinni. stofnuð til að fylgja því eftir. Útvíkk- un hefur orðiö á verkefnaskrá sam- takanna og að sögn Arnar eru mörg verkefni sem þarf að huga að til að Reykjavík geti orðið að betri og mann- vænni borg og Samtök um betri byggð munu starfa áfram: „Nú erum við á þessari stundu að glíma við flutning Hringbrautar sem er á lokastigi hönn- unar. Búið er að hanna brautina of- anjarðar en samtökin eru alfarið á móti þeirri hönnun, vilja láta leggja hana í stokk. Ef flugvöllur verður ekki í Vatnsmýrinni á næstu áratug- um er fjarstæðukennt að setja einn til einn og hálfan milljarð í að byggja nýja Hringbraut ofanjarðar. Hún eyði- leggur möguleika á tengingu miðbæj- arins og Tjamarsvæðisins við þessa nýju byggð. Þess vegna á Hringbraut- in að fara ofan í jörðina." Aðspurður sagði Örn að Samtök um betri byggð hefðu ekki farið í mik- inn beinan kostnað við auglýsingar fyrir kosningarnar: „Við létum renna nokkram sinnum litlum auglýsingum í tilkynningatíma útvarpsins, það var allt og sumt. Upp kom sú skoðun á stjórnarfundi að auglýsa meira en af því varð ekki. 102 Reykjavík, sem voru kosningasamtök, auglýstu mun < - meira." -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.