Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Qupperneq 12
MANUDAGUR 23. APRÍL 2001
Fáir íslenskir knattspyrnumenn
hafa verið jafn áberandi og Eiður
Smári Guðjohnsen er um þessar
mundir. Hann er að gera það einkar
gott í ensku úrvalsdeildinni með Chel-
sea og nú fyrir helgina kom enn ein
fréttin þaðan þess efnis að nú væri ís-
maðurinn að hugsa sér til hreyfings. í
þetta sinn til Ipswich.
Samkvæmt enskum fréttamiðlum á
Eiður Smári að vera þreyttur á því'að
vera bara stundum i byrjunarliðinu
og vill fá fast sæti hjá liði sem leikur
í ensku úrvalsdeildinni.
Ipswich á að vera að undirbúa 6
milljóna punda boð í Eið Smára en
víst þykir, þar sem Eiður er í miklum
metum hjá Claudio Ranieri, stjóra
Chelsea, og það sé ekki stefna liðsins
að selja leikmenn sína til annarra úr-
valsdeildarfélaga að það verði ekki
nóg til að krækja í kaÚ. Verðið á Eiði
Smára hefur sjálfsagt tvöfaldast og
með núverandi gengisþróun er verðið
fyrir hann komið yflr milljarðinn.
Tveir rándýrir
Ef það gengi hins
vegar eftir að Eiður
færi yfir til Ipswich
hitti hann þar fyrir
núverandi dýrasta
islenska knatt-
spyrnumanninn,
Eyjamanninn Her-
mann Hreiðarsson
en hann var seldur
þangað frá
Wimbledon á litlu
hærra verði en Eið-
ur Smári. Yrðu þá
þar saman komnir
tveir langdýrustu is-
lensku sparkaramir
og vafalaust einnig
langdýrastu leik-
menn Ipswich.
Þeir eru annars
ekki margir sem
hafa rofið 100 millj-
óna króna múrinn
og allir eru þeir nú-
verandi leikmenn ís-
lenska landsliðsins -
allavega á rétta aldr-
inum fyrir lands-
liðið. Ber það vitni
Hermann Hreiöarsson er dýrasti knattspyrnumaöur ís-
lands og líklega einn sá reyndasti líka - hann hefur
leikiö í fjórum efstu deildum Englands á jafn mörgum
árum. Hér á hann í höggi viö Ebbe Sand í landsleik ís-
lands og Danmerkur í september síöastliönum.
um hina gífurlega öru þróun atvinnu-
knattspyrnunnar og til vitnis um má
nefna að aukningin í fjölda íslenskra
atvinnumanna i fótbolta hefur stór-
aukist á síðustu fimm árum, úr 14 í
52. Til samanburðar var aukningin
frá 1990 til 1995 um aðeins 1, úr 13 í 14.
Meira, stærra, betra
Hvort gæði íslensku knattspyrn-
unnar hafa einnig aukist má deila
um. Það er hins vegar klárt að pen-
ingaflæðið er alltaf að aukast og er
metið um dýrasta knattspyrnumann
heims nánast slegið árlega. Og þeir ís-
lensku hafa fengið sinn skerf af þvi.
Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna
á Norðurlöndunum hefur hlutfallslega
aukist á síðustu 10 árum og þá sér í
lagi í norsku deildinni. Frændur okk-
ar hafa verið duglegir við að fylgjast
með íslendingunum og kaupa þá til
sín í kjölfarið. Og yfirleitt ef kapparn-
ir standa sig vel eru þeir seldir til
Mið-Evrópu á margfóldu kaupverði.
Hvort sem það er tilviljun eða norskt
l ■ +
fjármálavit skiptir ekki
máli, íslendingamir hljóta
að hagnast jafn mikið á því.
Félögin okkar
íslendingafélög hafa af og
til skapast í gegnum tíðina
víðs vegar um Evrópu og
virðist sem svo að um leið
og íslenskur knattspyrnu-
maður byrjar að spila með
erlendu félagi smiti hann út
frá sér og það verði aö
kaupa fleiri, eins marga og
hægt er. Dæmi um þetta er
Bolton Wanderers 1
Englandi, Lokeren og Genk
í Belgíu, þar sem hvorki
meira né minna en þrír
synir Guðjóns Þórðarsonar
spiluðu saman á tímabili.
Stabæk i Noregi geymir 3
íslenska leikmenn, Lille-
ström hefur verið með
nokkra í gegnum tiðina og Brann er
með íslenskan þjálfara. Stoke er auð-
Arnar Gunnlaugsson byrjaði ferlinn vel í
Englandi, hjá Bolton, en hefur ekki náö aö fylgja
því eftir hjá Leicester vegna tíöra meiösla.
vitað aðal Islendingafélagið í dag en
það er ekki furða, félagið er að meiri-
hluta til í eigu íslendinga.
100 milljóna klúbburinn:
Nafn:
Frá:
Til:
Verð:
Hermann Hreiðarsson Wimbledon Ipswich 467 m.
Eiður Smári Guðjohnsen Bolton Chelsea 460 m.
Hermann Hreiðarsson Brentford Wimbledon 290 m.
Arnar Gunnlaugsson Bolton Leicester 240 m.
Þórður Guðjónsson Genk Las Palmas 190 m.
Heiðar Helguson Lilleström Watford 180 m.
Helgi Sigurðsson Stabæk Panathinaikos 127 m.
r Kaupverðiö hækkar í 535 milljónir eftir 50 leiki
Eiður og Björk
Þróunin í hinum stóra heimi knatt-
spyrnunnar á vafalaust eftir að leiða
af sér fleiri krónur í vasa atvinnu-
mannanna og sjálfsagt eiga íslending-
ar eftir að njóta áfram góðs af því.
Eiður Smári er vissulega sterkur vitn-
isburður um það og enn er hann ung-
ur að árum. Hver veit nema hann eigi
eftir að smita það mikið út frá sér að
hann geri fyrir íslenska knattspyrnu
það sama og Björk er að gera fyrir ís-
lenska tónlist.
-esá
- Eiður Smári Guðjohnsen hefur líklega tvöfaldast í
verði á örfáum mánuðum eftir veru sína hjá Chelsea