Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Side 16
32
MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001
-w
-V
Lennox lá
Vernharð Þorleifsson, júdókappi
frá Akureyri, var heldur betur i ess-
inu sínu á Opna breska meistaramót-
inu í júdó sem fram fór í Birmingham
á Englandi um helgina. Vernharð
keppti í -100 kg flokki og gerði sér lít-
ið fyrir og hafnaði í öðru sæti. Opna
breska meistaramótið er eitt það fræg-
asta í Evrópu og þangað er aðeins
bestu júdómönnum heims boðið.
Tveir Frakkar og einn Belgi
Vernharð sat hjá í fyrstu umferð en
í þeirri annarri mætti hann Belga
sem hann sigraði örugglega. í þriðju
umferð lagði hann franskan júdó-
kappa og var þar með kominn í und-
anúrslit. Þar beið hans annar Frakki
en eins og í glímunni á undan tókst
Vernharð að sigra.
Tap gegn silfurverölaunahafa
í úrslitaglímunni mætti Vernharð
Kanadamanninum Nicolas Gill, sem
vann til silfurverðlauna á Ólympiu-
leikunum í Sydney síðastliðið haust.
Glíman var hörkuspennandi og hafði
Vernharð yfirhöndina lengst af. Þegar
ein og hálf mínúta var eftir af
glímunni tókst þó Gill að snúa við
blaðinu. Hann kastaði Vernharð í
gólfið og gerði þar með út um
glímuna. Annað sætið var því stað-
reynd sem er frábær árangur hjá
Vernharð og lofar góðu fyrir heims-
meistaramótið sem fram fer í
Múnchen í Þýskalandi i júlí næstkom-
andi.
Snilldin ein
„Þetta mót gekk eins og í sögu. Það
er eitt það frægasta í Evrópu og það
að ná öðru sæti í -100 kg þyngdar-
flokki er snilldin ein. Úrslitaviðureig-
in var hrikalega erfið enda átti ég í
höggi við einn besta júdómann í
heimi i mínum þyngdarflokki og þrátt
fyrir tap er ekki hægt annað en að
vera sáttur.
Við erum búnir að æfa eins og
skepnur i allan vetur og höfum ein-
blínt á æfingar umfram keppni. Við
höfum afþakkað boð um keppni á
mörgum sterkum mótum og það hefði
verið mikið áfall ef enginn árangur
hefði náðst á þessu móti hér i
Birmingham," sagði Vernharð Þor-
leifsson kampakátur þegar DV-Sport
náði tali af honum í gær.
Stefnt aö toppi í Munchen
„Stefnan hefur allan tímann verið
að toppa á heimsmeistaramótinu í
Múnchen í júlí og hafa allar æfingar
mínar miðast við það. Ég hef aldrei
verið í jafn góðu formi og stefni hik-
laust á að vera meðal sjö efstu í mín-
um þyngdarflokki þar. Árangurinn á
mótinu um helgina styrkir mig í
þeirri trú að ég eigi eftir að gera góða
hluti þar,“ sagði Vernharð Þorleifsson
í samtali við DV-Sport. -ósk
Liöstyrkur til kvennaliös Vals:
Hrafnhildur og Drífa
- hafa skrifaö undir tveggja ára samning
- í öðru sæti á Opna breska meistaramótinu í júdó
Systurnar Hrafnhildur og Drifa
Skúladætur hafa skrifað undir
tveggja ára samning við kvennalið
Vals í handknattleik. Hrafnhildur
lék ekkert í vetur vegna barneignar
en Drífa spilaði með norska liðinu
Sola.
Þetta er mikill liðstyrkur fyrir hið
unga og efnilega lið Vals og sam-
kvæmt öruggum heimildum DV-
Sports mun þriðja systirin, Dagný,
sem lék með FH síðastliðinn vetur,
Bandaríski hnefaleikakapp-
inn Hasim Rahman kom held-
ur betur á óvart aðfaranótt
sunnudagsins þegar hann rot-
aði Bretann frábæra Lennox
Lewis í fimmtu lotu í viður-
eign þeirra í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku. í boði voru
einnig ganga til liðs við Val ef hún
fer ekki utan að spila.
Ágúst yfirþjálfari Vals
Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari kvenna, hefur tekið
við stöðu yfirþjálfara Vals auk þess
sem hann mun verða aðstoðarþjálf-
ari hjá meistaraflokki karla og
kvenna. Auk þess mun hann sjá um
séræfingar fyrir elstu.flokkana.
Systurnar Drífa, Hrafnhildur og Dagný Skúladætur saman á góðri stund.
tveir heimsmeistaratitlar,
WBC og IBF, og átti Lewis,
sem var bæði þungur og and-
stuttur, aldrei möguleika gegn
Rahman sem rotaði Lewis
með þungu hægri handar
höggi.
-ósk
NBA-DEIIDIN
Úrslitakeppnin
Austurdeild
Philadelphia-Indlana.....78-79
McKie 18, Iverson 16, Snow 14,
Mutombo 12 (22 frák., 5 varin skot) -
Rose 17, Miller 17, Best 16 (10 stoðs.),
O’Neal 12 (20 frák.), Croshere 12.
Staóan í einvíginu er 1-0 fyrir
Indiana Pacers.
Miami-Charlotte..........80-106
House 16, Mourning 14, Jones 14,
Grant 10 (10 frák.) - Mashburn 28,
Davis 23, Wesley 17, Robinson 14.
Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir
Charlotte Hornets.
New York-Toronto..........92-85
Houston 23, Thomas 17 (13 frák.),
Spreweil 13, Jackson 11, Camby 8 (18
frák.) - A. Davis 19 (15 frák.), A.
Williams 19 (8 stoðs.), Carter 13,
Oakley 12.
Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir New
York Knicks.
Vesturdeild
Utah-Dallas ..............88-86
Malone 26, Marshall 12 (10 frák.),
Russell 12 (12 frák.), Stockton 12 (18
stoðs.), Manning 12 - Finley 26,
Nowitzki 20 (12 frák.), Nash 20,
Howard 14 (9 frák.).
Staðan í einviginu er 1-0 fyrir Utah
Jazz.
San Antonio-Minnesota . . . 87-82
Duncan 33 (15 frák.), Anderson 12,
Robinson 11 (9 frák.), Porter 11 - K.
Garnett 25 (13 frák.), Brandon 16 (8
stoðs.), Szczerbiak 13, Peeler 11,
Garrett 10.
Staðan í einviginu er 1-0 fyrir San
Antonio Spurs.
Sacramento-Phoenix .......83-86
Webber 27 (15 frák.), Stojakovic 13 (10
frák.), Divac 13 (8 frák.), Williams 10
- Marion 21 (10 frák., 3 varin skot),
Kidd 18 (14 stoðs.), Rogers 18,
Robinson 16.
Staóan í einvíginu er 1-0 fyrir
Phoenix Suns.
Eitt mark
Magdeburg, liö Alfreðs Gísla-
sonar og Ólafs Stefánssonar, lék
fyrri leik sinn i úrslitum EHF-
keppninnar gegn króatíska lið-
inu Metkovic Jambo í Magde-
burg í gær. Fyrir leikinn talaði
Alfreð Gíslason um að Mag-
deburg þyrfti á 4-5 marka sigri
að halda í veganesti fyrir seinni
leikinn í Króatíu en sú varð því
miður ekki raunin. Magdeburg
sigraði í leiknum með einu
marki, 23-22, eftir að staðan i
hálfleik haföi verið, 11-10, fyrir
Metkovic. Lokamínútur leiksins
voru æsispennandi. Metkovic
Jambo leiddi með tveimur mörk-
um, 22-20, en með mikilli þraut-
seigju tókst leikmönnum Magde-
burg að skora þrjú síðustu mörk
leiksins og tryggja sér nauman
sigur.
„Sóknarleikurinn hjá okkur
var slakur. Við keyrðum ekki
nægilega mikið á þá og það virk-
aði eins og við værum ragir,“
sagði Alfreð Gíslason eftir leik-
inn.
Ólafur Stefánsson átti rólegan
dag í liði Magdeburg og skoraði
tvö mörk. Markahæstir hjá
Magdeburg voru Rússinn Oleg
Kuleschow og Stefan Kretzsch-
mar með sex mörk. Frakkinn
Joel Abati skoraði fjögur og
landi hans, Gueric Kervadec,
skoraði þrjú mörk.
-ósk