Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 Fréttir Útflutningsprósenta á dilkakjöti lækkar úr 20% í 15%: Stóraukin kjötsala - ástædan er hátt fiskverd. Breyttar forsendur búvörusamnings Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, telur aukna bjartsýni ríkja hjá íslenskum bændum, enda sýna sölutölur að kjötneysla hefur aldrei verið meiri. Á sama tíina og sauðfé hefur fækkað um 4% síðan í fyrra hefur sölu- aukning á dilka- kjöti orðið 6%. Svipuð söluaukn- ing er í svína- og alifuglakjöti. Sauðfjárbænd- ur fengu metbæt- ur í fyrra fyrir að Ari Teitsson skera bústofna, enda hefur hald manna verið að mjög þyrfti að breyta umsvifum greinarinnar, fækka búum og gera þau sem eftir standa stærri. Kjötgleðin undanfar- ið veltir upp spurningum um endur- skoðun á forsendum búvörusamn- ingsins, þ.e.a.s. hvort hér kunni að verða skortur á dilkakjöti i mark- aðslegu tilliti. Ari viðurkennir að ný staða sé uppi, meginbreytingin sé sú að í fyrra hafi 20% dilkakjöts- ins farið á erlendan markað en i ár stefni í að þetta hlutfall fari niður í 15% vegna mikillar sölu innan- lands. Verðið til bænda er mun lægra á erlendum mörkuðum og því eykst hagur þeirra við þessa þróun en á hinn bóginn standa vonir til að Vinsælt lambakjöt V'eg'na þess hve sjávarfang er dýrt hafa neytendur snúiö sér í auknum mæli aö kjötinu. hægt sé að þróa stöðugan markað aði ef við fórum niður fyrir 10%,“ fyrir dilkakjöt og til þess þarf tölu- segir Ari. vert magn. „Við þróum ekki mark- Ari segir ljóst að fiskneysla fari minnkandi meðal þjóðarinnar og hann hafl á tilfinningunni að það sé komið bakslag í pastaréttunum sem allt ílóði áður í. „Ég held að þjóðin sé orðin leið á þessu hveitibrasi," segir formaður Bændasamtakanna og lýsir engri hryggð yfir þeirri þróim. Hann telur að ástæða aukinnar kjötsölu sé einnig betri matarmenning landans, aukin nýting og bætt verkun kjötvöru. „Ég er bjartsýnn á að landbúnaðurinn haldi sínu. Það er batnandi tíð fram undan ef tekst að hafa tök á landi og þjóð.“ Næringarfræðingar hafa mælt mjög með neyslu fisks en pastað er e.t.v. síð- ur á vinsældalista hollustu meðvit- aðra. Þórhalla Þórhallsdóttir, verslun- arstjóri Hagkaups á Akureyri, staðfest- ir að sala á fiski hafi dregist verulega saman og ástæðan kunni m.a. að vera sú að fiskur hafi undanfarið hækkað hlutfallslega meira í verði en kjöt. Einnig séu íslendingar e.t.v. ekki nægilega duglegir að ota fiskinum að bömunum. Hvað pastað varðar, telur Þórhalla að ekki séu miklar sjáanlegar breytingar á sölu þess. Sala hrossakjöts hefur aukist um 24% og Ari segir að það komi á óvart. Hann segir að breytt matreiðsla eigi væntanlega þátt í þessu. Hrossakjöt hafi áður verið matreitt á mjög ein- hæfa vísu en nú séu breyttir tímar. -BÞ Stjórnarandstæðingar um hertar refsingar í fíkniefnamálum: Vanbúið frumvarp Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, kvaddi sér hljóðs á Alþingi í gær og sagði vegna laga- frumvarps um fyrirhugaðar hertar refsingar í flkniefnamálum að formgallar væru á málsmeðferö stjórnarinnar. Málið þyrfti að koma aftur fyrir allsherjarnefnd og tóku fleiri stjórnarandstöðu- þingmenn undir þessi sjónarmið. Meðal annars vildu þeir skoða bet- ur afleiðingar viöurlaga áður en ný lög yrðu samþykkt. Skoða yrði hegningarlögin heildstætt áður en einn þáttur yrði dreginn út. „Mál- ið er algjörlega vanbúið," sagði Lúðvik og vildi kalla fram frekari upplýsingar milli annarrar og þriðju umræðu um lagafrum- varpið. Dómsmálaráð- herra, Sólveig Pétursdóttir, tók undir að það væri rétt að ákveðin tillaga Sólveig um rannsókn á Pétursdóttir. viðurlögum hefði verið borin fram í allsherjarnefnd fyrir nokkru. Þótt sú vinna heföi ekki fullkomnast hefði slík breyting orðið í fikniefnaheiminum að nauðsynlegt væri að víkka refsirammann upp fyrir 10 ár. „Ef við lendum t.d. i þvi að hér berist inn mikið magn af heróíni þá verðum við að senda skila- boð,“ sagði dómsmálaráð- herra en tók einnig fram að þótt refsirammi væri víkkaður væri ekki sjálfgefið að dómarar myndu beita þyngri viðurlögum. Sólveig sagði einnig að ekki væri hægt að bíða eftir því að öll hegningarlögin væru endur- skoðuð, enda væri slíkt gífurleg vinna. Lúðvík sagði skrýtiö að dóms- málaráðherra færi að snúa um- ræðu um störf þingsins upp í efn- ismeðferö. Betur hefði verið ef ráð- herra hefði verið á sínum stað i þinghúsinu í fyrradag þegar um- ræður fóru fram. „Hér er um grafalvarlegt mál að ræða sem ekki er hægt að taka á af einhverjum geðþótta," sagði Guð- mundur Árni Stefánsson og sagði ómerkilegt af ráðherra ef hún væri að gera minnihlutanum þær skoðanir að hann mæti ekki al- vöru fikniefnamála sem skyldi. -BÞ Lúðvík Bergvinsson. Síldarvinnslan: Allir á launaskrá - enn þá „Það er einfaldlega alrangt að við höfum tekið fólk af launaskrá og sent það heim. Allt okkar fisk- verkafólk er á kauptryggingu þótt engin vinna sé fyrir fólkið," segir Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, um þær fréttir að er- lendir starfsmenn fyrirtækisins hafi verið sendir heim launalausir og hafi ekki rétt til atvinnuleysis- bóta. Jón Ingi Kristjánsson, formaður Afls, starfsgreinafélags Austur- lands, tjáði DV í fyrradag að nokk- ur fjöldi útlendinga, sem hefur starfað hjá Síldarvinnslunni, væri tekjulaus þar sem Síldarvinnslan hefði tekiö hann af launaskrá og sagt upp tekjutryggingunni. Jón Ingi sagði hins vegar í gær að „ein- hver misskilningur" hefði átt sér stað í þessu máli. „Ég vil bara segja við Jón Inga að hann ætti að reyna að vera á svæðinu og fylgjast með því sem er að gerast," segir Björgólfur. Hann segir að fyrirtækið geti fengið greiddar atvinnuleysisbæt- ur í 60 daga á ári frá Atvinnuleys- istryggingasjóði ef senda þurfi fólk heima vegna hráefnisskorts. „Það kemur hins vegar að þvi að við þurfum aö taka afstöðu í þessu máli ef verkfallið dregst á langinn. Við getum ekki haft fólk verkefna- laust á launaskrá endalaust," segir Björgólfur. -gk Reykjavík: Innbrot upplýst Lögreglan í Reykjavík hefur upp- lýst skemmdarverk á og innbrot í bíla á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu. Þrír menn um tvítugt voru handtekn- ir í vikunni og játuðu aðild sína að málinu. Þeir brutust inn i á annan tug bifreiða sem lagt var á bifreiða- stæðum við Flugleiðir á Reykjavíkur- flugvelli og var tjónið metið á aðra milljón króna. Að sögn lögreglunnar voru mennimir að fjármagna fikni- efnaneyslu sína er þeir brutust inn í bílana. Hluta þýfisins hefur verið skilað til eigenda sinna. Auk þess hafa tvær stúlkur um tví- tugt viðurkennt innbrot í heimahús í austurhluta Reykjavikur síðastliðinn mánudag. Stúlkumar stálu meðal ann- ars skartgripum, myndbandstæki og afmglara. Þýfinu hefur verið skilað til eigenda. -SMK Vo&rið í kvöld =s wm >.v: Bjart veður norðaustanlands Hægt vaxandi suöaustanátt og dálitlar skúrir, en bjart veður norðaustan til. Suðaustan 10 til 15 m/s og rigning sunnan- og vestanlands undir kvöld en hægari vindur og skýjaö annars staöar. Hiti 5 til 10 stig síödegis. Sótargangur og sjávarföll REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdeglsflóö á morgun 21.36 21.30 05.13 04.51 20.16 00.49 08.37 13.10 ^VINDÁTT 10%_HITI íá ,10° W'INDSTYRKUR Ncnncr i metrum á söktindu rKUb f H0ÐSKÍRT o UÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ "w1 © Q RIGNiNG SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA 'W" = ÉUAGANGUR ÞRUMU" VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Lokað um Kambanesskriður Á Suöurlandi er Gjábakkavegur lokaöur. Á Austurlandi er þjóðvegur 96 Suður- fjaröavegur um Kambanesskriður lokaöur í dag frá klukkan 8-16. Veg- farendum er bent á aö aka hringveg um Breiðdalsheiði á meöan, en þar er í gildi 7 tonna ásþungi. Annars staöar er greiðfært en víöa um land eru í gildi ásþungatakmarkanir og eru þær merktar viö viðkomandi vegi. Veður fer kólnandi Suöaustan 8-13 m/s á morgun en snýst í hæga vestlæga átt sunnan- og vestanlands. Víða rigning eöa slydda en úrkomulítið noröaustanlands. Kólnarí veöri. Laugard Vindur: / f~' 5-8n/s Hiti 1° til 10° SaS Sunnudi VI ■ @3/ Mánud Vindur: t 3-5 nvsx Hiti 1° til 8° u£ur Vindur: 3-8 nys1 Hiti 5° til 10 Noröaustlæg átt, 5 tll 8 m/s. Rlgnlng fram eftlr degi suöaustanlands, en viöa léttskýjaö vestan tll. Hltl 1 til 10 stlg, hlýjast suövestanlands. Hæg norðlæg eða breytileg átt og víöa léttskýjaö. Hltl 1 tll 8 stlg, en víöa næturfrost. Suölæg átt og dálítll rignlng vestan tii, en léttskýjað á Noröaustur- og Austurlandl. Hltl 5 til 10 stlg. AKUREYRI léttskýjaö 1 BERGSSTAÐIR þoka 1 bolungarvIk léttskýjaö -2 EGILSSTAÐIR -1 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 4 KEFLAVÍK skúrir 4 RAUFARHÖFN þokumóöa 2 REYKJAVÍK skýjað 3 STÓRHÖFÐI hálfskýjaö 6 BERGEN rigning 6 HELSINKI rigning 10 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 7 ÓSLÓ rigning 6 STOKKHÓLMUR þokumóöa 6 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 4 ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 6 ALGARVE skýjaö 14 AMSTERDAM skúrir 10 BARCELONA heiðskírt 11 BERLÍN alskýjað 9 CHICAGO heiöskírt 9 DUBLIN léttskýjaö 3 HALIFAX skýjað 5 FRANKFURT rigning 9 HAMBORG skýjaö 9 JAN MAYEN þoka -1 LONDON skýjað 7 LÚXEMBORG rigning 6 MALLORCA léttskýjaö 12 MONTREAL heiöskírt 7 NARSSARSSUAQ NEWYORK hálfskýjaö 10 ORLANDO rigning 18 PARÍS léttskýjaö 7 VÍN skýjaö 12 WASHINGTON heiðskírt 3 WINNIPEG heiöskírt 5 BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEPURSTOFU ISLANPS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.