Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 23
31 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 X>V________________________________________________________________________________________________Kvikmyndir Malena: Malena og aödáendur Malena þarf aö verjast karlmönnum sem eru aö- gangsharöir. I leit aö moröingjum eiginkonu Guy Pearce í hlutverki Leonard Shelby sem leitar hefnda vegna morös á eiginkonu hans. Meö honum á myndinni er Carrie-Anne Moss. Memento er frumleg sakamálamynd sem vakið hefur athygli á undanfóm- um misserum. Fjallar hún um Leon- ard Shelby sem hefur það eitt mark- mið að hafa upp á morðingja eigin- konu sinnar. Þetta reynist honum erfitt þar sem hann særðist í morð- árásinni sem gerð var á þau hjónin og missti að hluta til allt minni, á hann sérstaklega erfitt með að muna það sem nýlega hefur skeð. Þetta gerir það að verkum að hann á erfitt meö að ein- beita sér að einum hlut og verður brátt ómeðvitaður um hvað hann er að gera. Leit hans að morðingjanum verður því tilviljunarkennd og öfgafull. Shelby reynir þó að klóra í bakkann með þvi að taka polaroid-myndir af öllu sem hann gerir auk þess sem hann tattó- verar á sig skilaboð. Leit hans verður þó ómarkvissari eftir því sem líður á myndina. Það er ástralski leikarinn Guy Pearce sem leikur Shelby. Þykir hann fara einstaklega vel með hlutverk manns sem man allt áður en konan hans var myrt en á erfitt með að muna hvað skeði fyrir fimmtán minútum. Pearce hóf feril sinn í hinni vinsælu Natalle Carrie-Anne Moss leikur barþjóninn Natalie sem Shelby kynnist. Memento: Minnislaus í leit aö morðingja sjónvarpsseríu, Nágrönnum. Hann vakti fyrst athygli kvikmyndahúsgesta í Pricilla, Queen of the Desert og frægð hlaut hann þegai' hann lék einn af harðsoðnu lögreglumönnunum í L.A. Confidental. í öðrum hlutverkum eru meðal annars Carrie-Anne Moss, sem gerði garðinn frægan i Matrix, og Joe Pantoliano. Leikstjóri Memento er breskur, Christopher Nolan, og skrifar hann handritið eftir smásögu bróður síns, Jonathans Nolans. Nolan fékk mikla athygli fyrir fyrstu kvikmynd sína, Following, sem þótti einkar vel heppn- að byrjandaverk. Þessa dagana er hann að hefja tökur á Insomnia og þar eru engir smákallar í aðalhlutverkum, A1 Pacino og Robin Williams leiða saman hesta sína og mótleikkona þeirra er Hilary Swank. Memento verð- ur frumsýnd á morgun í Bíóhöll- inni og Nýja bíói í Keflavík. -HK Fagurt fljoö gerir usla í röðum karla Malena er ný kvikmynd frá ítalska leikstjóranum Giuseppe Tornatore sem skrifaði handritið eftir smásögu Lucianos Vincenz- onis. Eins og í nokkrum fyrri mynda Tornadore gerist myndin í smábæ á Sikiley þar sem allt er í fóstum skorðum þar til óvæntur gestur birtist. Myndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og hlaut á dögunum tvær Golden Globe-útnefningar og tvær óskarstilnefningar. Var það til- nefning sem besta erlenda kvik- myndin og besta tónlistin. í myndinni kynnumst við ungum dreng sem verður ástfanginn af fongulegri og iturvaxinni snót, sem flytur í litla bæinn hans, þrátt fyrir að hún sé mun eldri en hann. Eðli- lega vekur koma hennar mikla at- hygli I bænum. Eiginkonurnar verða afbrýðissamar og karlarnir gerast lostafullir. Þetta gerir líf hennar ansi erfitt en drengurinn gerir sitt besta til að hjálpa henni, oft í óþökk bæjarbúa, með ófyrirséð- um afleiðingum. Myndin gerist á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar og semur snillingurinn og ósk- arsverðlaunahafinn Ennio Morri- cone hina hugljúfu tónlist sem svíf- ur yfir bænum og túlkar tónlist hans þær ólgutilfinningar sem bær- ast í brjóstum bæjarbúa. Það er hin gullfallega Monica Bellucci sem leikur Malenu en stutt er síðan hún sást i Under Suspicion, þar sem hún lék á móti Gene Hack- man og Morgan Freeman. Það kem- ur sjálfsagt engum á óvart að Mon- ica Belluci var eftirsótt fyrirsæta áður en hún hóf að leika í kvik- myndum. Hún hafði leikið i tveim- ur ítölskum kvikmyndum þegar Francis Ford Coppola fékk henni lít- ið hlutverk i Dracula. Eftir það lék hún ein- göngu í ítölskum kvik- myndum þar til í Und- er Suspicion. Þessa dagana er Monica Bellucci að leika i Mat- rix 2. Bellucci býr í París ásamt eigin- manni sínum, leikaran- um Vincent Castel. Allt frá því Giuseppe Tornetore sendi frá sér Cinema Paradiso hefur hann staðið í fremstu röð evr- ópskra leikstjóra. Áður hafði hann verið valinn efnfieg- asti ítalski leikstjór- inn fyrir II Camorrista. Myndir hans hafa yfirleitt fengið góðar við- tökur bæði hjá gagnrýendum og almenningi. Má geta þess að hann fékk sérstök verð- laun dómnefndar í Feneyjum fyrir L’Uomo delle Stelle og sú kvikmynd var einnig til- nefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda kvik- myndin. Fyrir tveimur árum gerði Tornatore sína fyrstu kvikmynd með ensku tali, hina hugljúfu The Legend of 1900, kvikmynd um mann sem fæðist á skemmtiferðaskipi og stígur aldrei fæti á land alla ævi. Malena verður frumsýnd í Regnboganum á morgun. -HK Cherry Falls: Hrein mey, dauð mey Hrein mey eöa ekki Brittany Murþhy leikur dóttur lög- reglustjórans en fööur hennar grun- ar aö hún sé næst á lista. Cherry Falls sækir efnivið sinn í þekktar ung- lingahryllingsmyndir sem sett hafa svip sinn á kvikmyndaiðnaðinn á undanfórnum árum. Cherry Falls er samt ekki hefðbundin hryllings- mynd heldur er hún á gamansömum nótum. Myndin gerist í rólegum smábæ, Cherry Falls, sem er líka dæmigerður svefnbær. Þegar þrjár ungar námsmeyjar menntaskólans eru drepnar á hrottalegan hátt hleðst spennan upp. Stelpumar áttu allar eitt sameiginlegt: þær voru allar hrein- ar meyjar. Bæjarfógetinn Brent Marken (Michael Biehn) boðar til bæjarfundar til að ræða þessi hrikalegu morð. Bæjarfundurinn leysist upp í al- gjöra vitleysu og mitt í allri ringulreiöinni er fjórða ungmennið drepið með köldu blóði. Brent gerir allt til að vernda dóttur sína, Jody (Brittany Murphy), enda hefur hann sínar grunsemdir um hver morðinginn sé og, það sem meira er, hann telur það víst að dóttir hans sé enn óspjölluð, sem er að sjálfsögðu ekkert víst. Nemendur mennta- skólans ákveða að halda heljarinnar svallveislu þar sem markmiðið er að engin hrein mey verði í skólanum eftir þá veislu. Sem sagt, stelpurnar verða að afmeyjast eða deyja. Leikstjóri Cherry Falls er ástralskur, Geoffrey Wright, og er þetta í fyrsta sinn sem hann leik- stýrir í Bándaríkjunum. Frægasta kvikmynd Wrights er Romper Stomper, sem er ein vin- sælasta innlenda kvikmyndin sem sýnd hefur ver- ið og gerði Russell Crowe þekktan. Cherry Falls verður frumsýnd í Stjörnubíói á morgun. Hrædd ungmenni Ungir og saklausir veröa menntaskólanemar fórnar- lömb moröingja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.