Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 Fréttir Valdabarátta innan Sparisjóðabankans: Stórir sparisjóðir í hár saman Ágreiningur er kominn upp meðal sparisjóðanna í landinu sem tengist meðal annars vali á formanni í stjóm Sparisjóðabankans á dögunum. Þar varð Hallgrímur Jónsson, spari- sjóðsstjóri í Spari- sjóði vélstjóra, und- ir, en hann hafði gegnt formennsk- unni nokkur und- anfarin ár. Ágrein- ingurinn sem nú er kominn upp á ræt- ur sínar meðal annars í ólíkri sýn þeirra á framtíð Sparisjóðabankans en einnig er hér um að ræða, samkvæmt heimildum DV, ákveðna persónulega valdabaráttu manna 1 millum. Nokkrir af helstu sparisjóðsstjórum sitja í stjóm Sparisjóðabankans. Þar situr Hallgrimur Jónsson, Guðmundur Hauksson í Spron, Jónas Reynisson í Hafnarfirði, Geirmundur Kristinssson 1 Keflavík og Friðrik Friðriksson á Dalvík. Þessir menn vom allir endur- kjömir til áframhaldandi setu í stjóm- inni á ársfundi Sparisjóðabankans sem haldinn var í síðasta mánuði. Strax að honum loknum hélt stjómin fund þar sem menn ætluðu að skipta með sér verkum. Því var hins vegar frestað. Á öðmm fundi var svo gengið til stjóm- arkjörs, þar sem kom uppástunga frá Guðmundi Haukssyni um að Keflvík- ingurinn Geirmundur yrði næsti - ágreiningur í kjölfar stjórnarkjörs Sparisjóður véistjóra Sparisjóösstjórinn fékk ekki stjórnar- formennsku. stjómarformaður bankans. Sú tillaga var samþykkt og eftir sat Hallgrímur með sárt ennið. Samkvæmt heimildum DV mun hafa verið mjög þungt í Hallgrími Jónssyni eftir þessi málalok en hann taldi sig fyrir stjómarfund hafa stuðn- ing til áframhaldandi formennsku. Hann sendi öllum sparisjóðsstjómm í landinu bréf þar sem hann lýsti yflr sjónarmiðum sínum. Ýmsir sparisjóða- menn munu vera á hans línu - þannig að í raun má segja að tvær blokkir hafi myndast meðal þeirra. „Þetta er smákóngaslagur," sagði einn af áhrifamönnum í sparisjóða- keðjunni í samtali við DV. Sá sagði að rætur þessa slags lægju meðal annars í valdabaráttu milli Guðmundar Haukssonar og Hallgríms Jónssonar og Þórs Gunnarssonar sparisjóðsstjóra í Hafnarfirði sem allir em í forsvari fyrir stóra sparisjóði á höfúðborgar- svæðinu en bítast jafnframt um áhrif Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóðsstjórinn í valdabaráttu viö kollega sinn í Reykjavík. SPRON Guömundur Hauksson sparisjóös- stjóri bar upp tillögu um nýjan stjórn- arformann og fékk hana samþykkta. og völd í samstarfi sparisjóðanna í landinu. Sami heimildamaður blaðsins sagði rætur slags þessa enn fremur liggja f því að þörf sjóðanna fyrir öflug- an bakhjarl eins og Sparisjóðabankann væri afskaplega ólík. Þeir stærstu væm fullkomlega sjálfbærir þegar kæmi að stómm útlánunum en minni sjóðimir hefðu þörfina á traustum bakhjarli þegar 1 stór útlánaverkefni kæmi. Ólíklegt væri á hinn bóginn að einstaka sparisjóðir myndu losa sig út úr Sparisjóðabankanum með sölu á eignarhluta sínum, ef eitthvað væri myndu sparisjóðamenn sýna óánægju sína með því að draga úr viðskiptum við hann. Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri Spron, sagðist ekki líta svo á að einstaka sparisjóðir væm að ganga út úr samstarfinu í Sparisjóðabankanum. Meginmálið væri að í samstarfi sínu þyrftu sparisjóðimir að taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa á ís- lenskum fiármálamarkaði á undan- fömum árum og endurskipuleggja starfsemina eftir því. Þannig gætu þeir styrkt samkeppnisstöðu sína - og nýtt lagafrumvarp um starfsemi sparisjóða sem nú liggur fyrir Alþingi miðaði jafnframt að því. „Ég hef ekki hug- mynd um hvort einhveijir eru sárir,“ sagði Guðmundur Hauksson um meint vonbrigði Hallgríms Jónssonar með að ná ekki endurkjöri sem formaður stjómar Sparisjóðabankans. Spuming- unni um hvort hann hefði lagt fram til- lögu um Geirmund Kristinsson í staö Hallgríms svaraði Guðmundur því til að hann vildi ekki ræða opinberlega það sem gerðist á bankaráðsfúndum. Ekki náðist í Hallgrim Jónsson eða Geirmund Kristinsson vegna vinnslu þesscirar fréttar. -sbs Fimm punkta aðgerðaáætlun: Gegn úrettu verðmyndunarkerfi DV-MYND ÞOK Burt með hindranir Forsvarsmenn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu vilja aö stjórnvöld afnemi gjötd og viöskiptahindranir sem nú eru í gildi á grænmeti og blómum. Samtökin boöa fimm punkta aögerðaáætlun. SVÞ - Samtök verslunar og þjón- ustu hafa lagt fram fimm punkta að- gerðaáætlun undir yfirskriftinni „Spilin á borðið“ þar sem þau leggja til róttækar breytingar á því verð- myndunarkerfi sem nú er á græn- meti og blómum hér á landi. Sigurð- ur Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að löngu sé tímabært að verð- myndun þessara vara verði gagn- særri. „Þetta kerfi, sem nú er við lýði, er samfélagslegt vandamál sem á erindi við alla, ekki síst neytend- ur, og því þarf sameiginlegt átak framleiðenda, heildsala, innflytj- enda, smásöluverslana, stjórnvalda og neytenda til að leysa vandann.“ Hann segir samtökin gera sér grein fyrir því að ekki sé hægt að veifa töfrasprota til að þetta kerfi hverfl en að nú sé kominn tími fyrir breyt- ingar. „En menn þurfa að vita hvert þeir eru að fara áður en lagt verður af stað og við viljum sjá hreyfingu í stað stöðnunar á þessu sviði,“ segir hann. Stjórnvöld eiga fyrsta leikinn Fimm punkta aðgerðaáætlunin byggist fyrst og fremst upp á því að stjómvöld afnemi þau gjöld og viö- skiptahindranir sem nú eru í gildi. Telur Sigurður að þetta sé lykil- atriði þar sem þeir tollar sem nú eru í gildi skapi vandann þar sem þeir skekki samkeppnisumhverfið og þar með verðmyndun grænmetis, ávaxta og blóma. 1 framhaldi af því vilja samtökin að stefnt verði að því að innlent grænmeti fari sem mest á opinn uppboðsmarkað þar sem verð markist af framboði og eftirspurn. Þriðji punkturinn í aðgerðaáætlun- inni gerir ráð fyrir að reglubundin upplýsingagjöf stjórnvalda verði aukin, t.d. meö birtingu á vísitölu heildsöluverðs, svo og magntölum um innlenda grænmetisframleiðslu og innflutt grænmeti. „Birting þess- ar talna myndi auka gagnsæi mark- aðarins töluvert,“ segir Sigurður. „En hingað til hefur hagstofan ekki viljað reikna út þessar stærðir. En það er vel mögulegt, þetta er t.d. gert í Bretlandi og fleiri nágranna- löndum okkar." Fjórða atriðið í áætluninni er að SVÞ stuðli að auknu gæðastarfi og sanngjörnum viðskiptaháttum í samskiptum birgja og smásala með því að kynna siðareglur, sem þegar eru í notkun hjá stærstu aðilum í verslun hér á landi, fyrir innkaupa- mönnum verslana og hvetja fyrir- tækin til að nota þær. Að lokum hvetja SVÞ til að við skoðun á verð- myndun og hagkvæmni varðandi sölu grænmetis og blóma verði hagsmunaaðilar í framleiðslu, dreif- ingu og sölu kallaðir til þannig að sjónarmið og reynsla allra komi fram. SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa undanfarið gagnrýnt þá ákvörðun landbúnaðarráðherra að kalla ekki til fulltrúa verslunar- innar til aö sitja í nefnd þeirri sem hann skipaði til að kanna verð- myndun á grænmeti. -ÓSB Stefán Jón í framboö?! í pottinum heyrist nú af áhuga meðal margra samfylkingarmanna að fá Stefán Jón Hafstein, fyrrver- andi ritstjóra Dags i með meiru, til þess I að gefa kost á sér í | framboð fyrir flokk- inn í Reykjavík. Telja menn að Stefán I gæti styrkt listann I verulega, auk þess I sem hann hafi gott' pólitískt nef - og ekki veiti af því eins og fylgismál flokksins hafa þróast. Raunar eru sumir þeirrar skoðunar að Stefán hefði átt að vera kominn í pólitík fyrir löngu og einn samfylkingarmaður orðaði það þannig í pottinum að ef Stefán færi ekki í framboð núna væri veruleg hætta á því að hann yrði maður sem „ætti glæsta framtíð að baki!“........................ Ungar konur! Sjálfstæðismenn í Reykjavik eru nú á ákveðnu íhugunarskeiði varð- andi framboðsmál og lítið er um stórútspil á meðan ekki er ljóst hvað gerist í forustumál- unum. Björn Bjamason og Inga Jóna Þórðardóttir liggja nú grafkyrr | eins og kettir í veiði- hug og bíða átekta. Það hefur þó ekki hindrað vanga- veltur um hvernig listi flokksins þurfi að líta út að öðru leyti og í pottinum er fullyrt að fulltrúaráðs- menn séu nú að líta í kringum sig eftir tveimur ungum konum á list- ann. Slík andlit þykir vanta og telja menn nokkuð víst að hægt væri að tryggja þeim góðan árangur i próf- kjöri. Engin nöfn hafa þó verið nefnd í þessu sambandi enn þá þannig að nú er tækifærið fyrir ungar sjálfstæðiskonur til að vekja athygli á sér!... Jón til Reykjavíkur? Nú er mikið rætt um það meðal framsóknarmanna að fá Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, í framboð í Reykja- vík, enda þykir slíkt nánast sjálfsagt í kjölfar þess að Jón Kristjánsson, sem kemur úr Austfiarða- kjördæmi eins og Halldór, var gerður | að heilbrigðisráð- herra. Ef sömu uppstillingu er hald- ið á listum eftir kjördæmabreytingu og nú er þá yrðu þrír framsóknar- ráðherrar í Norðausturkjördæminu en það er talið ótækt. Þetta væru þau Halldór Ásgrímsson, Jón Krist- jánsson og Valgerður Sverrisdótt- ir. Ýmsir Norðausturkjördæmis- menn eru áfiáðir í að halda Halldóri í sínu kjördæmi og nú hafa heyrst raddir að norðan og austan um að það gæti verið allt eins sterkt fyrir flokkinn að fá Jón Kristjánsson til að bjóða sig fram í Reykjavík en að Halldór Ásgrímsson fari fram í Norðausturkjördæminu og takist á við Steingrim J. Sigfússon. Það er í því ljósi sem ýmsir hafa viljað skoða skoðanakönnun á framsókn- arvefnum Hriflu þar sem spurt er hvort Halldór eigi að fara fram í Reykjavík. Af rúmlega hundrað manns sem hafa svarað segja 67% nei og einungis 33% vilja að Halldór fari fram í Reykjavík!!! Skólastjóraefni Mikið er rætt í pottinum um nýja skólann í Hafnarfirði, Áslandsskóla. Sem kunnugt er standa nú yfir við- ræður við íslensku menntasamtökin vegna tilboðs sam- takanna í rekstur skólans þrátt fyrir hávær mótmæli minnihlutans í bæj- arstjórn. Nú heyrist að skólastjóraefni nýja skólans, fái íslensku mennta- samtökin verkefnið, sé Kristrún Linda Birgisdóttir. Kristrún hefur verið skólastjóri á Flateyri og hefur þótt gera það gott þar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.