Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 32
Nýja verslunarmiðstöðin k Reikna má meö vandamálum viö aö komast til og frá svæöinu í haust. Öngþveiti við Smáralind Búast má viö miklum töfum og vandræðum í umferð um Reykjanes- braut og aðreinar til og frá Smáralind í Kópavogi þegar nýja verslunarmið- stöðin verður opnuð í október. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar hjá Vegagerðinni er ekki á döfinni að gera þar vegabætur á þessu ári. I dag vottar fyrir fyrirhuguðum að- reinum inn á verslunarsvæðið i Smáralind af Reykjanesbraut. Eftir er ^ að klára þær og tvöfalda en slíkt mun ekki vera á dagskrá á þessu ári. Jónas Snæbjörnsson segir ljóst að umferða- magnið, sem gert er ráð fyrir að flæði til og frá verslunarmiðstöðinni, sprengi umferðaræðarnar á álagstím- um. Hann segir ekki spurningu hvort það gerist, heldur hversu oft. Til stendur þó að gera lagfæringar með ljósum á Arnarneshæðinni við Hafn- arfjarðarveg til að liðka þar fyrir auk- inni umferð. -HKr. Súlukóngur léttist um 15 kíló Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri i Maxím, hefur lést um 15 kíló í Ungverjalandi en þar hefur hann dvalist á heilsuhóteli i Sobron á landamærum Austurríkis undanfarn- ar tvær vikur og verið i strangri megrun. Geiri var 140 kíló þegar hann fór utan en er nú 125 kíló og þakkar árangurinn sérvöldu, ungversku mataræði. „Þetta er aldagamall kúr sem ég er á hér og hann virkar," sagði Geiri í Maxím í símtali við DV þar sem hann var í hvíldarstöðu i leikfimisalnum á heilsuhótelinu i Sobron. „Fyrstu vik- una fékk ég djúsglas í morgunverð og grænar baunir og gulrætur í hádeg- imat. í eftirrétt voru gular baunir. Kvöldmaturinn samanstóð svo af einu epli sem var fyllt með jógúrt," sagði Geiri og við- urkenndi að hann hefði verið mjög svangur fyrstu vik- una i Sobron. „Síð- ari vikuna fékk ég hins vegar súpu- disk í öll mál og ein- hvern veginn venst þetta.“ Geiri er vakinn eldsnemma á morgnana og settur í leikfimi. Að því loknu fer hann upp á efri hæðir heilsuhótelsins þar sem hann er sprautaður með heitu og köldu vatni Geiri í Maxím. til skiptis, þrjá mnganga, og síðan dembt í sundlaug: „Það er mjög sérstakt að vera bað- aður svona upp úr köldu og heitu til skiptis en það mun vera lykilatriði í þessum ungverska megrunarkúr. Einnig er lagt mikið upp úr daglegum gönguferðum og nuddi alls konar,“ sagði Geiri sem finnur mikinn mun á sér eftir 15 kílóin sem eru farin, segist léttari á sér og allar hreyfingar snar- ari. Hann dvelur á heilsuhótelinu í Sobron ásamt félaga sínum, Þorsteini Hjaltested, stórbónda á Vatnsenda. Þorsteinn hefur líka grennst um 15 kíló. Hann var 150 kUó þegar hann fór utan en er nú 135 kUó. Þeir félagar biðja fyrir kveðjur heim. -EIR Voðaverk og Guttormur í Fókusi á morgun verður umfjöll- un um sjálfsvíg á íslandi. Meðal ann- ars er rætt við sérfræðinga i geölækn- ingum, vitni og fólkið sem er reiðubú- ið að fórna frítíma sínum til að að- stoða þá sem eru í sjálfsmorðshugleið- ingum. Fókus fer með HeUisbúanum Bjarna Hauki Þórssyni á æfingu á Píkusögum Eve Ensler. Rætt er við fólk sem fór í sveit og ætlar aldrei aft- ur; fólki ráðlagt hvernig hægt er að gera fuUkomið sumarfrí fyrir aðeins tíu þúsund krónur og hús tekiö á nautinu Guttormi og rætt við hann um misheppnaðan megrunarkúr. brother p-toUChi25o Lítil en STÓRmerkileq merkivél 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar i 2 linur boröi 6. 9 og 12 mm 4 geröir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443 Veffang: www.il.is/rafport CEIRI SÚLA! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR APRIL 2001 Landslag í hættu Björn Árnason, formaður Félags ís- lenskra hljómlistarmanna, gekk í morgun á fund for- ráðamanna Stöðvar 2 til að gera úrslita- tilraun tU að bjarga útsendingum á Landslagi Bylgjunn- ar 2001 sem fyrir- hugað er að senda út beint í útvarpi og sjónvarpi frá Broad- way annað kvöld. Björn Árnason. Stöð 2 hefur ekki vUjað semja við tón- listarmenn um greiðslur fyrir að koma fram i útsendingunni og það tel- ur formaður tónlistarmanna hreina lítilsvirðingu við félagsmenn sína. Á fundinum í morgun átti að reyna til þrautar að ná samkomulagi og bjarga þar með Landslaginu 2001. -EIR Krakkar á sjó Reykjavíkurhöfn, Fræöslumiöstöö Reykjavíkur og Háskóli íslands hafa tekiö höndum saman um að bjóöa grunnskóla- nemendum í Reykjavík lifandi fræöslu um höfnina og sjávarlífið á Sundunum. Samstarfiö hófst í desember síöastliðnum og í gær fóru ellefu ára nemendur í Laugarnesskóla í Reykjavík í fyrstu sjóferöina, ásamt kennara sínum og Loga Jónssyni, dósent viö Háskólá íslands. Lögreglan í Reykjavík rannsakar enn sjálfsvíg manns sem grunaöur var um að framleiða amfetamín á heimili sínu. Verið var að gera húsleit hjá manninum þegar hinn hörmulegi atburður átti sér stað. Að sögn lögreglu liggur ekki ljóst fyrir hvert umfang meintrar am- fetamínframleiðslu var en það mun væntanlega skýrast á ailra næstu dög- um. Lögregla verst frétta af rannsókn- inni en skýrslugerð vegna atburðar- ins mun þó vera langt komin. -aþ Veröfall krónunnar segir til sín og skellur á neytendum: inverði eftir helgina - ástæðan sögð hækkun dollars og hærra heimsmarkaðsverð Búast má við umtalsverðri hækkun á eldsneytisverði eftir helgina. Staðfest er að hækkunin verður veruleg og er jafnvel búist við fimm krónu hækkun á bensín- lítra og jafnvel meiru. Reynir Guðlaugsson, hjá inn- flutningsdeild oiíufélagsins Skelj- ungs, segir gengislækkun hafa bæst ofan á miklar hækkanir á bensíni á heimsmarkaðsverði. Því liggi í loftinu hækkanir um mán- aðamótin. „Það er ekki fjarri lagi að bens- ín hækki um fimm krónur eins og staðan er núna. Ef eitthvað er þá var doiiarinn enn að styrkjast í morgun og það dregur ekki úr þörf á hækkunum. Ég myndi því halda að mjög líklegt sé að bensínlítrinn Dýr dropi Bensíniö fer yfir hundraö krónur. hækki í kringum 5 krónur.“ Reyn- h segist samt ekki búast við eins miklum breytingum varðandi hrá- olíuverð. Samúel Guðmundsson, forstöðu- maður áhættustýringar OLÍS, seg- h alveg ljóst að búast megi við bensín og oliuverðshækkunum eft- ir helgina vegna gengislækkunar krónunnar að undanförnu. „Hversu mikið það verður get ég ekki sagt um á þessari stundu, en það er ljóst að það verða hækkan- ir. Bensín hefur hækkað verulega á heimsmarkaði og dollari hefur einnig styrkst umtalsvert þannig að þaö verður talsverð hækkun,“ sagði Samúel, en sagðist þó ekki geta staðfest að bensín hækkaði um 5 krónur lítrinn. Magnús Ásgeirsson, birgða- stjóri eldsneytis hjá Olíufélaginu Esso, segir alveg ljóst að gengis- lækkun hafi sett töluvert strik í reikninginn varðandi verö á oliu- vörum. Þá hafi heimsmarkaðs- verð á olíu frekar verið að fara upp á við þó ekki hafi verið nein stór stökk. „Það liggja þó ekki fyr- ir endanlegir útreikningar hjá okkur, en þetta verður skoðað nánar á mánudag. Hann sagðist ekki hafa heyrt nefnda neina tölu í sambandi við bensínhækkun. Magnús sagði birgaðstöðu Olíufé- lagsins vera í meðaiiagi, en lítil ol- íusala væri eðliiega til skipa sem liggja bundin í verkfalli. -HKr. Storhækkun a bens-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.