Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 Tilvera JJLEJLft Öperu- og Vínartónleikar Söngsveit Hafnarfjaröar efnir til Óperu- og Vínartónleika í kvöld í Hafnarborg, Hafnarfirði. Stjórnandi er Elín Ósk Óskars- dóttir, píanóleikari er Peter Máté og einsöngvarar eru Þor- geir J. Andrésson, Gréta Jóns- dóttir, Hanna Björk Guðjóns- dóttir, Steinarr Magnússon, Kjartan Ólafsson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20. Klassík ■SINFONIUTONLEIKAR Sinfóníu- hljómsveit Islands leikur verk eftlr Brahms á tónleikunum klukkan 19.30 í kvöld. Hljómsveitarstjóri er Rico Saccani og einleikarar eru Adele Anthony og Tsuyoshi Tsutsumi. Leikhús ■ FIFL I HOFI Gamanleikritið Fífl í hófl veröur sýnt klukkan 20 í kvöld í Gamla bíói (hús íslensku óperunn- ar). Leikstjóri er María Sigur&ardótt- ir. Nokkur sæti laus. ■ LAUFIN í TOSCANA Laufin í Toscana eftir Lars Norén verður sýnt á Stóra sviði ÞJó&leikhússlns í kvóld klukkan 20. Nokkur sæti eru laus. ■ SNIGLAVEISLAN Sniglaveislan eftir Olaf Jóhann veröur sýnd í Loft- kastalanum klukkan 20 í kvöld. Gunnar Eyjólfsson, Sigurþór Albert Helmisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttlr fara meö helstu hlutverk og leikstjóri er Sigur&ur Sig- urjónsson. Nokkur sæti eru laus. ■ ÖNDVEGISKONUR Öndvegiskon- ur eftir Werner Schwab veröur sýnt á Litla svi&i Þjóðleikhússins klukkan 20 í kvöld. Kabarett ■ BILLY JOEL KVOLD I KAFFILEIK- HUSINU Skarphéöinn Hjartarson syngur lög Billy Joel í Kaffileikhús- inu og hefst dagskráin kl. 21. Eftir hlé stígur hljómsveit á sviö. Hang skipa Júlíus Jónasson á bassa, Örn Arnarson á gítar og Eysteinn Ey- steinsson á trommur. Eins og fyrir hlé er þaö Skarphéöinn sem syngur. Síðustu forvöð ■ HjJLDA LEIFSDOTTIR A ISA- FIRÐI Myndlistarkonan Hulda Leifs- dóttlr lýkur sýningu á ullarverkum meö myndefni úr íslenskum jgjóö- sögum í Edinborgarhúsinu á Isafir&i í dag. í verkum Huldu hefur Manga sem gefur kaffiö í kvæöi Þórbergs vaknað til lífsins á ný og birtist sí- fellt í nýjum aöstæðum og útgáfum. Fundir ■ VELINDABAKFLÆOI Margrét Oddsdóttir, dósent í skurðlækningum, flytur erindi sem nefnist Aögeröir viö vélindabakflæöi á Landspítalanum 1994-2000. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags íslands, efstu hæö, og hefst kl. 16.15 en kaffiveitingar eru frá kl. 16. Pjass ■ „CANNONBALL “ OJ&Möller kvintettinn leikur tónlist saxófónleikarans Julian „Cannonball" Adderley á Múlanum í Húsi Málarans, í kvöld. Kvintettinn skipa Carl Möller hljómsveitarstjóri á píanó, Birkir Freyr Matthíasson trompet, Ólafur Jónsson tenórsax, Birgir Bragason bassi og Erik Qvik trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Steinunn (Kjartansdóttir) Truesdale stenst inngöngupróf sem landgönguliði: Islensk kona komin í 3ja mánaða „herkví“ - svipuð eldraun hjá US Marine Corps og Demi Moore í þekktri bíómynd Bio&if'nryni Sam-bíóin - Enemy at the Gates: Leyniskyttur í húsarústum -gsj „Það er verið að senda mig í burtu núna eftir smástund. Við erum að fara á eyju í Suður-Kar- ólínu í þjálfun sem landgönguliðar. Þar verðum við í þrjá mánuði og megum einungis vera í bréfasam- bandi við umheiminn,“ sagöi Stein- unn H. Truesdale, 27 ára kona, dótt- ir Ríkeyjar Ingimundardóttur myndlistarkonu og Kjartans Sig- tryggssonar öryggisfulltrúa. Hún og Rut Reginalds söngkona eru báöar dætur Ríkeyjar. „Ég tók inntökuprófið þann 5. april og nú er ég að fara í þjálfun- ina. Ég held ég sé fyrsta alíslenska konan sem fer í þjálfun sem land- gönguliði,“ segir Steinunn. Hún býr í San Diego í Kaliforníu og er gift Allan Truesdale atvinnu- hermanni. Þau eiga 4 ára dóttur, Nicole Steinunni. Steinunn er fædd í Keflavík. Margur íslendingurinn hefur séö kvikmyndina G.I. Jane þar sem Demi Moore leikur aðalhlutverkið. Stein- unn segist nú vera að fara í gegnum svipaða eldraun hjá The US Marine Corps, eins og það heitir hjá land- gönguliðum vestra. „Demi Moore fór reyndar í gegnum Navy en þetta er mjög svipað sem ég fer í. Þetta er mjög erfíð og löng þjálfun - land- gönguliðamir eru með erfiöustu þjálfun- ina í öllum Banda- ríkjaher." - Ertu þá að fara aö vaða eld og eimyrju og þú verður skömm- uð og tekin í gegn hjá ströngum og að því er virðist samviskulaus- Steinunn í búningi eiglnmannsins Steinunn býr í San Diego í Kaliforníu meö banda- rískum eiginmanni sem er atvinnuhermaður. Þau eiga 4 ára dóttur, Nicole Steinunni. Demi Moore í kvikmyndinni G.l. Jane Steinunn segir að þjálfun sín verði mjög svipuð þeirri sem kom fram í mynd- inni. Hún verði erfiö, ekki síst vegna þess að erfiðara er fyrir kvenfólk en karla að standast hinar þriggja mánaða raunir sem ganga verður í gegnum. um þjálfurum eins og í bíómyndun- um? „Já, þetta verður alveg nákvæm- lega eins. Ég verð að standa mig eins og strákamir. Þaö er líka sagt aö þetta sé erfiðara fyrir kvenfólk en karlmenn því þeir vilja ekki hafa mikið af konum í þessu. Þetta verð- ur mikil eldskírn - og ég er aö leggja af staö - eftir 30 mínútur," sagði Steinunn. - Ertu kvíðin? „Já, alveg óskaplega. Nei, nei, ég ætla að standast þetta,“ sagöi Stein- unn og kvaðst veröa að fara að taka sig til áöur en haldið yröi af stað. Standist Steinunn þjálfunina verður hún væntanlega orðin atvinnuher- maöur þegar líður á árið. DV mun greina frá því hvernig þjálfun Steinunnar gengur áður en mjög langt líður. Leyniskyttur Jude Law í hlutverki Zaitov, meistaraskyttu sem nasistar hræðast, ásamt Rachel Weisz sem einnig leikur skyttu. Þegar verstu menn síðustu aldar eru tíndir til þá eru Hitler og Stalín ávallt ofarlega á blaöi. Þaö er því dálítið hjákátlegt að hetjurnar í Enemy at the Gates skuli ekki aö- eins vera aö berjast fyrir fóðurland- iö heldur einnig þessa tvo þjóðhöfð- ingja sem eru eins og samnefnari fyrir allt þaö illa í manninum. 1 síð- ari heimsstyrjöldinni taldist Stalin enn til „góðu“ mannanna þar sem hann barðist gegn Hitler. Leikstjóri Enemy at the Gates, Jean-Jacques Annaud, hefur að vopni síðari tíma þekkingu á stjórnarháttum Stalíns og notfærir sér þaö til að koma á framfæri ógnarstjórn Stalíns með því að sýna hvemig ungir menn eru leiddir í dauðann í byrjun myndar- innar í nafni föðurlandsins og for- ingjans. Ungir menn sem vita varla hvað skotvopn er. Þetta var skipun Stalíns og ef viðkomandi herforingi fór ekki eftir henni þýddi það dauða fyrir viðkomandi. Stalíngrad hélt velli en fómin var mikil - borgin rústir einar og hundruð þúsunda manna í valnum. Orrustan um Stalíngrad er um- gjörðin í Enemey at the Gates sem aö mestu leyti fjallar um tvær leyniskyttur, Rússa og Þjóðverja sem heyja sitt einkastríð í rústum borgarinnar. Um er að ræða tvo ólíka menn, bóndasoninn Vassili Zaitsev (Jude Law) og þýska aristókratann Konig (Ed Harris). Þeir eiga ekkert sameiginlegt annað en að vera góðar skyttur. Snemma sýnir Zaitsev snilli sína og er gerð- ur að hetju áður en hann sannar sig, áróðurinn verður að vera fyrir hendi svo ungir menn fáist til að fóma lífinu. Um þann hluta sér Khrústsjov (Bob Hoskins) sem síðar átti eftir að standa í sömu sporum og Stalín. Það sem gefur myndinni fyrst og fremst gildi er einvígi þeirra Zait- sev og Konig. Þar nær Annaud upp sálrænni spennu um leið og við kynnumst persónunum, hvernig þær hugsa og hvað hefur drifið á daga þeirra. Endalokin eru nokkuð fyrirsjáanleg og myndin á það til að detta niður í melódrama þegar kem- ur að hinni rússnesku Taniu (Rachel Weisz) sem Zaitsev og vinur hans áróðursfulltrúinn Danilov (Joseph Fiennes) elska báðir. Góður leikur þeirra allra bjargar þó miklu. Það er samt Ed Harris sem er senu- þjófurinn í þetta skiptið. ískaldur á svip með andlitsgrímu sem passar vel inn í rússneskan vetur bíður hann færis. Hvort sem hann drepur eða er að veiða upplýsingar þá er ljóst að þama er maður sem best er að forðast öll samskipti við. Enemy at the Gates er mikil epísk kvikmynd og leiðir hugann að tveimur snilldarverkum, The Thin Red Line og Saving Private Ryan. Hún nær ekki gæðum þeirra en býð- ur eins og þær upp á mikið sjónar- spil úr mestu styrjöld sem mann- kynið hefur háð. Leikstjóri: Jean-Jacques Annaud. Hand- rit: Jean Jacques Annaud og Alain God- ard. Kvikmyndataka: Robert Fraisse. Tónlist: James Horner. Aðalleikarar: Jude Law, Joseph Fiennes, Rachel Weisch, Ed Harris og Bob Hoskins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.