Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001______________________________________________________________________________________________37
I>V Tilvera
Krá opnar á Þingeyri:
Höfum engar súlumeyjar
DV, ÞINGEYRI:________________________
Staðurinn var opnaður í byrjun
apríl og hefur fengið afbragðs við-
tökur og fólk er ánægt með þessa
nýju þjónustur hér á staðnum," seg-
ir María Valsdóttir, rekstrarstjóri
Tóka munks á Þingeyri.
Tóki munkur er pitsustaður og
krá sem rekin er sem útibú frá Hróa
hetti á ísafirði. Þingeyringar hafa
óspart nýtt sér staðinn og hefur
skemmtileg kráarstemning skapast
um helgar þar sem meðal annars
hefur verið boðið upp á lifandi tón-
list og er gert ráð fyrir að enn meira
verði um að hljómlistarmenn
skemmti gestum með hækkandi sól.
Enda er öflugt tónlistalíf á staðnum.
Vínveitingastaður hefur ekki áður
verið á Þingeyri og er þetta því enn
ein rós í bæjarflóruna á staðnum
auk þess að skapa nokkra atvinnu á
staðnum.
„Þegar kemur fram á sumarið
verður lengri afgreiðslutími og enn
bætt þjónusta í mat og drykk. Fólk
úr nágrannabyggðunum er svolítið
farið að sækja staðinn og við stefn-
um að því að draga fleiri gesti til
okkar eftir því sem við festum okk-
ur í sessi. Það hefur aðeins einn
kvartað yfir ónógri þjónustu. Hann
vildi súlumeyjar á staðinn en við
gátum því miður ekki orðið við
þeim óskum því við höfum engar
slíkar hérna. Blessaður maðurinn
varð að leysa sín mál sjálfur án okk-
ar hjálpar, segir María og hlær við
minningunni.
-GS
DV, MYND: GS
A barnum
María Valsdóttir, rekstrarstjóri Tóka munks á Þingeyri, segir viðtökur þorps-
búa hafa verið framar öllum vonum.
Hinn ímyndunarveiki
Hér eru þau Guðbrandur Guðbrands-
son, sem hinn ímyndunarveiki, og
Hrönn Pálmadóttir í hlutverkum sín-
um.
ímyndunarveikin í Sæluvikunni:
Læknar dæla lyf junum
DV. SAUDÁRKRÖKI:
Leikfélag Sauðárkróks sýnir gam-
anleikinn ímyndunarveikina eftir
Moliére i Sæluvikunni. Frumsýning
verður í Bifröst á sunnudagskvöld-
ið. Þetta er í fyrsta skipti sem Leik-
félag Sauðárkróks sýnir verk þessa
konungs gamanleikjanna en þess
má geta að nýlega voru 60 ár liðin
frá því Leikfélag Sauðárkróks var
endurreist.
Eggert Kaaber stjómar uppfærslu
ímyndunarveikinnar. Leikendur
eru 11 og alls koma um 30 manns að
sýningunni. Guðbrandur Guð-
brandsson leikur hinn ímyndunar-
veika Argon, heimilisfoðurinn sem
hefur á sínum snærum fjöldann all-
an af læknum sem dæla stöðugt í
hann lyfjunum og jafnframt stendur
hann í þeim stórræðum að gifta
dóttur sína inn í læknastéttina til
að gulltryggja nú heilbrigðisþjón-
ustuna sér til handa.
Það er Hrönn Pálmadóttir sem er
i stærsta kvenhlutverkinu og einnig
eru í stórum hlutverkum Styrmir
Gíslason, Dagbjört Jóhannesdóttir,
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og
Sigurður Halldórsson. Leikhópur-
inn er að mestu skipaður því fólki
sem hefur borið hitann og þungann
af sýningum hjá LS síðustu misser-
in en þrír leikarar eru nú að stíga
sin fyrstu spor á leiksviði: Gísli Þór
Ólafsson, Ingimar Eiríksson og Sig-
urður I. Ragnarsson.
„Klassískur gamanleikur með
sorglegu ívafi, eða fjölskyldu-gam-
an-harmleikur.“ Þannig lýsir leik-
stjórinn, Eggert Kaaber, ímyndun-
arveikinni sem gerist í París í byrj-
un síðustu aldar. ímyndunarveikin
er þekkt verk sem hefur verið leik-
ið um nánast allan heim og verið
sýnt viða hér á landi hjá áhugaleik-
húsum, en reyndar lítið í atvinnu-
leikhúsum síðustu áratugina. Egg-
ert Kaaber er ungur maður sem út-
skrifaðist á sínum tíma frá Leiklist-
arskóla íslands og hefur leikið tals-
vert og einnig leikstýrt hjá áhuga-
leikfélögum og leikdeildum fram-
haldsskóla. -ÞÁ
Gospelsystur
Margrét Pálmadóttir hefur alltaf ver-
ið stjórnandi þeirra.
Gospelsyst- *
ur og Páll
Rósinkranz
Gospelsystur Reykjavíkur halda,
undir stjórn Margrétar Pálmadótt-
ur, vortónleika í Langholtskirkju í
kvöld og laugardag, kl. 14 og 17. Ein-
söngvari með systrunum að þessu
sinni er Páll Rósinkranz og er efnis-
skráin mjög fjölbreytt. Hljómsveit-
arstjóri er Stefán S. Stefánsson.
Gospelsystur Reykjavíkur eru að
ijúka fjórða starfsári sínu og hefur
Margrét Pálmadóttir stjórnað þeim
frá upphafi. í kórnum eru nú um
120 konur og leggur hann áherslu á «
negrasálma, gospeltónlist, þjóðlög
og kirkjutónlist. Gospelsystur hafa
haldið marga sjálfstæða tónleika og
farið í tónieikaferð til Kölnar í
Þýskalandi, auk þess sem sumir
meðlimir kórsins fara reglulega í
æflngabúðir á Ítalíu. í maí fara
fram upptökur á fyrstu geislaplötu
Gospelsystra.
í lok ágúst mun kórinn halda til
Bandaríkjanna i pílagrímsfór. Ferð-
inni er heitið til New Orleans og þar
mun kórinn syngja á tónleikum
ásamt öörum gospelkórum. Kórinn
heldur einnig tónleika í New York. ’
í ágúst eru fyrirhugaðir kveðjutón-
leikar fyrir þessa ferð.
„Landsbyggðartútturnar"
Friðrik Ómar og Hera Björk munu flytja lagiö „Engum nema þér“ í Landslagskeppni Stöövar 2 og Byigjunnar nk. föstu-
dagskvöld. Mynd Brink
Landsbyggðartúttur
Friðrik Ómar og Hera Björk eru
fulltrúar landsbyggðarinnar í
Landslagskeppninni sem fram fer
27. apríl nk. á Broadway. Alls keppa
flytjendur 10 laga um Landslagið
2001 og virðist sem tónlistaráhugi
landsmanna hafi aldrei verið meiri,
því 370 lög bárust í keppnina.
Lag Friðriks Ómars við texta
Gunnars Þórissonar, bónda á Búr-
felli, heitir Engum nema þér og er
dúett með suðrænu ívafi. Þetta er í
fyrsta skipti sem Hera og Friðrik
Ómar starfa saman en von er á frek-
ari samvinnu þar sem þau hafa ný-
stofnað hljómsveitina „Sweetí“
ásamt fleirum.
„í upphafi fannst mér algjört lyk-
ilatriði að nota heimafólk í flutning-
inn á Broadway. Auk okkar Heru
njótum við stuðnings tveggja fag-
urra yngismeyja, Hrafnhildar
Reykjalín og Guðbjargar Jóhannes-
dóttur, á sviðinu. Svo má nefna að
Jón Elvar Hafsteinsson, gamall
landsbyggðarrefur, spilar á gitar,“
segir Friðrik Ómar. Enn fremur má
geta þess að útsetningu lagsins ann-
aðist Óskar Einarsson frá Akureyri.
Hera Björk flutti frá Reykjavík sl.
haust til Dalvikur og er alls ekkert
fararsnið á henni aö hennar sögn.
„Það er eitthvað við snjóinn, sjóinn
og sólina sem heillar mig hér fyrir
norðan,“ segir Hera. -BÞ
Sportvörugerðin
er flutt í
Skipholt 5, 105 Reykjavík
Símar 562-8383 og 899-0000
Átt þú rétt á húsaleigubótum?
Samkvæmt lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997, skulu
öll sveitarfélög greiða húsaleigubætur til þeirra leigjenda
sem eiga rétt á slíkum bótum.
Þeir leigjendur eiga rétt á húsaleigubótmn sem leigja
íbúðarhúsnæði til að vera í og eiga þar lögheimili. Ef erlendir
ríkisborgarar eiga lögheimili hér á landi eiga þeir rétt á
húsaleigubótum. íbúar í leiguíbúðum sem eru á vegum
sveitarfélaganna sjálfra eiga rétt á húsaleigubótum.
Við útreikning húsaleigubóta er tekið mið af leigufjárhæð,
tekjum, eignum og framfærslu bama. Sveitarfélög annast
afgreiðslu og útborgun húsaleigubóta og ber leigutaka að
skila umsóknum til þeirra.
Umsókn um húsaleigubætur skal rituð á sérstakt
umsóknareyðublað. Eyðublað þetta liggur m.a. frammi hjá
félagsþjónustum viðkomandi sveitarfélaga, íbúðalánasjóði
og á heimasíðu ráðuneytisins. Útfylltri umsókn ásamt
umbeðnum gögnum skal skilað til félagsþjónustu sveitarfélaga
þar sem umsækjandi á lögheimili.
Nánari upplýsingar um húsaleigubætur, útreikning þeirra og
skilyrði em á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins. Auk
upplýsinga um tekju- og eignamörk leigjenda (sjá: www.stjr.is
/ félagsmálaráðuneyti / húsnæðismál /húsaleigubætur /
Upplýsingabæklingur - 6. útgáfa 2001). Einnig er hægt að
fá bækling afhentan í félagsmálaráðuneytinu.
Samráðsnefnd um húsaleigubætur
félagsmálaráðuneytinu