Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 DV 7 Fréttir Formaöur dómstólaráðs segir að stefni í málahala hjá dómstólum að óbreyttu: „Þras- og skuldamálum“ fjölgar mest í kerfinu - sakamál verða gjarnan flóknari og umfangsmeiri Fjöldi þingfestra mála fyrstu 3 mánuöi áranna 1998 til 2001 ^ 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 Fjöldi Héraösdómur Reykjavíkur 3.200 1.581 1.686 | 800 700 600 500 400 300 200 100 jan-mars jan-mars jan-mars jan-mars 1998 1999 2000 2001 Fj Idi - . 784 Héraðsdómur Reykjaness 384 312 jan-mars jan-mars jan-mars jan-mars 1998 1999 2000 2001 Ferðamenn við Geysi Hópferðabílstjórar kvarta undan því að vegurinn á milli Gullfoss og Geys- is sé illa farinn. Illa farinn vegur: Hópferðabíll fest- ist í vegarkanti Sextíu manna hópferðabill sökk í vegkantinn á veginum á milli Gullfoss og Geysis og festist um hádegisbilið í gær. Á þessum 10 kílómetra langa vegi er einbreitt malbik sem farið er að trosna í köntunum, og eru hóp- ferðabílstjórar margir hverjir uggandi vegna þessa. Bíllinn, sem var frá Guð- mundi Tyrfingssyni, sökk í kantinn sem sprakk undan honum. Bílstjóran- um tókst eftir nokkurt þóf að koma bílnum upp á veginn aftur og engin hætta var á ferðum. „Það er malbik þarna og möl við hliðina á og það hverfur alltaf úr möl- inni svo það myndast þarna hár stall- ur. Þegcir tveir stórir 50 manna bílar mætast kemur sláttur á þá og þeir slá saman speglunum og allavegana. Þetta getur verið stórhættulegt og það er bara spurning hvenær einhver missir stýrið og fer útaf,“ ságði Jón Knútsson, sjálfstætt starfandi hóp- ferðabílstjóri. Hann áætlaði að um 500 bílar keyri eftir veginum í viku hverri, og sagði hann bílstjóra hafa kvartað margoft yfir ástandi vegarins við Vegagerðina. -SMK Vatnajökull gæti horfið Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi að það hefði verið reiðarslag þegar George Bush Bandaríkjaforseti neitaði á dögunum að standa við Kyoto-bókunina. Hann sagði Banda- ríkjaforseta hafa sýnt að hann væri illa upplýstur þeg- ar hann færði rök fyrir ákvörðun sinni og þegar væru farin að sjást merki um alvarleg gróðurhúsaáhrif á jörðinni. Yfirborð sjávar væri að hækka og sem ís- lenskt dæmi mætti nefna að Vatnajök- ull gæti verið horf- inn eftir 100-200 ár. Heilu menningar- samfélögin gætu sokkuð í sæ. Hann spurði umhverfisráðherra hvort íslendingar myndu styðja við það að Kyoto-bókunin öðlaðist full- tingi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði að afstaða Islendinga til Kyoto hefði ekkert breyst þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjaforseta. Bók- unin myndi ekki tala gildi nema iðn- ríkin myndu staðfesta hana og aðeins Rúmenía hefði gert það. -BÞ „Miðað við óbreyttan mannafla þá stefnir þetta í gamla málahalann. Menn geta bætt við sig 10-15 prósent af verkefnum tímabundið - siðan er hætt við að málin byrji að hlaðast upp,“ segir Sigurður Tómas Magnús- son, formaður dómstólaráðs, um þá aukningu sem orðin er á dómsmálum á Islandi. Fjölgun þingfestra einkamála, að- allega svokölluðum þrasmálum - t.d. skuldamálum, og síðan almennt deil- um um einkamálaréttarleg efni, hef- ur fjölgað mjög í íslenska dómstóla- kerfinu síðustu 3 ár. Þannig er um 102 prósenta aukningu að ræða hjá Héraðsdómi Reykjavíkur séu mánuð- irnir janúar til mars bornir saman milli áranna 1998 og 2001. Hjá næst- stærsta dómstólnum, Héraðsdómi Reykjaness, er um 146 prósenta aukn- ingu að ræða á sama timabili. Þegar setningartími þriggja settra dómara rennur út í lok júní verður staðan sú að dómendum á héraðs- dómsstigi hefur fækkað um 12 frá því að lög tóku gildi um aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds árið 1992. Fjöldi lögfræðinga við dómstólana hefur þá hins vegar haldist óbreytt- ur. Þetta á meðal annars rætur sinar að rekja til þess að stöður dómara- fulltrúa voru lagðar niður með lögum um dómstóla árið 1998. Þá voru ráðn- ir löglærðir aðstoðarmenn án dóms- valds, fyrst 6, nú eru þeir 9 en verða 12 frá 1. júlí. Þetta telja menn þó ekki nægilega lausn til að dómstólarnir verði skil- virkari þar sem dómendum sjálfum hefur fækkað á sama tima og dóms- málum hefur fjölgað ár frá ári. Að mati dómstólaráðs fá dómstólar sí- fellt umfangsmeiri og flóknari saka- mál til meðferðar, svo sem mann- drápsmál, kynferðisbrotamál og fíkniefnamál. -Ótt mgfc bíép Utsala á gröfum í röðum / Góðar gröfur á verði við allra hæfi. / Fyrsta afborgun í nóvember 2001. / Allar vélarnar yfirfarnar. Komið og kynnið ykkur málið. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfba 2 Sími 525 8000 Netfang: veladeild@ih.is Véladeild — ÍJtöœði Áburður, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf 60 ÁRA FAGLEG REYNSLA Á ÖLLUM SVIÐUM RÆKTUNAR GARÐHEIMAR GRÆN VERSLUNARMIÐSTÖÐ STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SÍMI 540 3300 Siv Friöleifsdóttir. Össur Skarphéöinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.