Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001 Fréttir ' DV Vélstjórar geröu í nótt kjarasamning til ársins 2004: 48 prósenta hækk- un kauptryggingar - veit ekki hver er svikari, sagði Helgi Laxdal í morgun og aflýsir verkfalli Vélstjórafélag íslannds gerði kjarasamning eldsnemma í morgun eftir þriggja sólarhringa samninga- lotu án aðildar hinna sjómannasam- takanna. „Ég er ánægður með samninginn. Við munum nú ganga til þess að aflýsa verkfalli," sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags íslands, í samtali við DV en verkfall sjómanna hefur nú staðið í mánuð. Vélstjórar sömdu um 48 prósenta hækkun á kauptryggingu og tíma- kaupi á samningstlmanum. Þar af hækka umræddir liðir um 30 pró- sent strax. Tekið er í samningnum á hinu svoklallaða kvótabraski sem snýst um að áhafnir taka þátt í kvótakaupum útgerða. Ákvæði er um að allar útgerðir sem ekki selja fisk um markað greiði flskverð sem taki að hluta mið af verði á fisk- mörkuðum og að hluta af beinni sölu. „Með þessu teljum við okkur koma i veg fyrir kvótabraskið," sagði Helgi Laxdal í morgun. Hann telur að með þessu hækki verð á þorski um 20 prósent. Þá sömdu vél- stjórar um stór- hækkaða slysa- og dánartrygg- ingu sjómanna. Þar eru þau ný- mæli að iðgjöld eru að hluta dregin af óskipt- um afla. Smán- arbætur til sjó- manna hafa lengi verið gagn- rýndar og telur Helgi að með þessu sé stigið stórt skref í átt til leiðréttingar. Vélstjórarnir sömdu um greiðslu líf- eyris í séreignasjóð. Þær greiðslur taka þó ekki mið af öllum launum heldur kauptryggingu. Útgerðarmenn fengu í samningn- um fram margra ára báráttumál varðandi mönnun skipa. Fækkun Ánægöur formaöur Helgi Laxdal var í morgun þreyttur eftir þriggja sólarhringa samningatörn. Hann telur samtök sín hafa gert góöan samn- ing og hefur ekki áhyggjur af öörum sjó- mannaleiðtogum. manna um borð hefur fram að þessu leitt til hærri launakostnaðar vegna hluta- skiptakerfisins. Um það var samnið að fækkun manna vegna tækni- framfara leiddi aldrei til hærri launakostnað- ar. Launakostn- aður yrði aldrei meiri en var fyrir hækkun. Þetta telja út- gerðarmenn mjög mikilvægt atriði. Þegar spurðist út í gær að vél- stjórar væru hugsanlega að semja brugðust nokkrir leiðtogar annarra sjómanna illa við og vélstjórar voru sakaðir um svik við sameigin- lega baráttu sjómanna. Helgi sagð- ist ekki hafa áhyggjur af slíkum röddum. Mönnum væri nær að líta í eigin barm. „Ég get ekki skilið að sá sem ger- ir kjarasamning á þremur sólar- hringum sé kallaður svikari. Ég er í því ljósi sæll með þá nafngift. Nær væri að líta til þeirra sem vik- um saman hafa setið við samninga- borð án þess að ná svo mikið sem einum stafkrók á blað,“ sagði Helgi. í morgun var Grétari Mar Jóns- syni, forseta Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, og Sæv- ari Gunnarssyni, forseta Sjó- mannasambandsins, boðið að vera viðstaddir lokafrágang á samningi vélstjóranna. Grétar Mar þáði boð- ið en Sævar mætti ekki. Helgi vildi engu spá um það hvort aðrir myndu nú semja. Hann taldi að milli sín og annarra leið- toga myndi gróa fljótlega um heilt. „Þetta er svona eins og flensa sem líður hjá á einhverjum dögum,“ segir Helgi. -rt 700 milljónir til aldraðra og öryrkja - á þessu ári Samkvæmt tillögum starfshóps forsætisráðherra, sem var undir for- sæti Ólafs Davíðssonar ráðuneytis- stjóra við að endurskoða almanna- tryggingalögin og átti að gera tillögur um að bæta kjör verst settu trygg- ingaþega í landinu, á að auka útgjöld til tryggingamála um 700 milljónir á þessu ári og um 1350 milljónir ef mið- að væri við heilt ár. Tillögurnar koma í kjölfar umræðu og yfirlýs- inga i öryrkjamálinu svokallaða. Rík- isstjómin hefur gert tillögurnar að sínum og verður frumvarp um breyt- ingarnar lagt fram á þingi og stefnt er að því að það fari í gegn fyrir vor- ið. Samkvæmt tillögunum hækkar sérstök heimilisuppbót, sem nú mun heita tekjutryggingarauki, úr 7.409 krónum í 14.062. Hjón fá rétt til tekju- tryggingarauka upp á 10.548 hvort. Skerðing tekjutryggingaraukans minnkar niður í 67% en hann er nú 100%. Svonefnt frítekjumark tekju- tryggingar ellilífeyrisþega hækkar úr 22.380 í 32.512 og grunnlífeyrir hjóna hækkar þannig að hann veröur sá sami og hjá einhleypingi. Með breytingunum hækkar lág- marks-tekjugólf bæöi hjá ellilífeyris- þegum og örorkulifeyrisþegum þannig að lágmark einhleyps ellilíf- eyrisþega verður hækkað i 79.312 úr 72.659 og einhleyps örorkulífeyris- þega úr 73.546 í 80.200. Reikna má með að bætur allt að 24.000 bótaþega muni hækka með þessum aðgerðum. Mikilvægt skref Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, sem kynnti þessar breytingar í gær ásamt forsætisráð- herra, segir brýnt að ná fram þessari leið- réttingu strax. Hann segist þó vita að þessi aðgerð muni ekki binda enda á kjarabaráttu ellilíf- eyrisþega og öryrkja, en hún sé engu að síður mjög mikilvægt skref fyrir þessa hópa. -BG Reiður hundaræktandi Marta ætlar aö kæra yfirdýralækni og landbúnaðarráöuneytiö fyrir brot á lögum. Rottweilertíkin á einangrunarstöðinni í Hrísey: Hvolparnir aflífaðir - og þeim eytt - eigandinn kærir landbúnaðarráðuneytið Eigandi Rottweiler- tíkar, sem verið hefur í einangrunarstöðinni í Hrísey undanfarnar 8 vikur, ætlar að kæra yfirdýralækni og landbúnaðarrráðu- neytið. Tíkin var flutt hvolpafuU til lands- ins. Hún gaut í fyrr- inótt og aflifaði dýra- læknir þá tvo hvolpa sem lifðu. Þrír til viðbótar voru dauðfæddir. Öllum hvolp- unum hefúr verið eytt. Marta Gylfadóttir, hundaræktandi og eigandi Rottweilertikarinnar Xöntju, sagðist ekki hafa vitað að tíkin væri hvolpafull þegar hún kom til landsins. Fyrir tveimur vikum hefði komið upp grunur um að svo væri. Hún hefði ekki veriö látin vita eftir formlegum leiðum. Marta sagði enn fremur að lögmaður sinn hefði kallað eftir gögnum frá Hrís- ey, m.a. niðurstöðum sýna úr hvolpun- um, hvort þeir hefðu verið heilbrigðir eða ekki. „Ég ætla að kæra landbúnaðarráðu- í einangrun Þetta er Rottweilertíkin Xantja Van Het Dornedal sem Marta Gylfadóttir hjá hundaræktarbúinu Silfurskugg- um bíöur nú eftir að fá úr einangrun. neytið og yfirdýralækni fyrir þennan verknaö og fyrir brot á lögurn," sagði Marta. „Þetta eru hefndaraðgerðir i framhaldi af því að ég kærði ráðuneytið í október sl. þegar ég fékk Dobermann- hund úr einangrun sem var gangandi beinagrind.“ „Það er ömurlegt að þurfa að vaka yflr hvolpunum og sjá á eftir þeim,“ sagði Stefán Bjömsson, forstöðumaður einangmnarstöðvarinnar, við DV í gær. „Ég er hálfdoflnn eftir þetta.“ Stefán sagði þetta í annað skipti sem hvolpafull tík kæmi í einangrunarstöð- ina. Fyrra atvikið hefði átt sér stað áður en lögum um innflutning dýra var breytt. Nú væri skýrt kveðið á um þetta atriði. Tilskipun um að aflífa hvolpana hefði komið úr landbúnaðarráðuneyt- inu og um það væri ekkert að segja. Halldór Runólfsson yflrdýralæknir sagði að tilskipunin um að aflífa hvolpana heíði verið gefln af sóttvamar- ástæðum og á grundvelli laga um inn- flutning dýra. Þar segði að dýrum sem flutt væm inn án heimildar skyldi tafar- laust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafaði hætta af. Þá kæmi skýrt fram í skilyröum sem Marta hefði undirritað þegar hún hefði sótt um innflutnings- leyfi til ráöuneytisins að óheimilt væri að flytja inn hvolpafullar tíkur og bæri eigandi alla ábyrgð væri það gert. „Við vitum ekkert um fóðurinn og af honum hefðu hvolparnir getað verið sýktir, þótt tíkin hafi farið í gegnum það ferli sem krafist er við innflutning dýra,“ sagði Halldór. „Hún kom frá Belgíu og þar em hundasjúkdómar til staðar." -JSS imrai Endurupptaka Geirfinnsmáls Ragnar Aðalsteins- son hæstaréttarlög- maður ætlar að óska eftir því að Guð- mundar- og Geir- flnnsmál verði rann- sökuð í heild sinni vegna nýrrar laga- breytingar um að dómsmálaráðherra geti fyrirskipað slika rannsókn. - RÚV greindi frá. Grænt Ijós á Norðurál , Áhersla er nú lögð á það í ríkis- stjórn að greiða fyrir samningum um stækkun Norðuráls á Grundartanga. „Það er góður gangur í viðræðum um þessar mundir," sagði Ragnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri flár- mála hjá Norðuráli. - Fréttablaðið greindi frá. Krónan styrkist Staða krónunnar batnaði vemlega í dag þegar gengi hennar hækkaði um 2,5% og hefur gengið styrkst um 3,8% frá því það var lægst fyrir réttri viku. Sérstaklega styrktist staðan gagnvart bandaríska dollaranum, eða um 3,5% og kostar hann nú 97,6 krónur. Þristurinn til Danmerkur Danskur klúbbur sem hefur það á stefnuskrá sinni að varðveita DC-3 flugvélar hefur óskað eftir að fá Land- græðsluvélina Pál Sveinsson á sýningu í Hróarskeldu í sumar ásamt öðrum slíkum flughæfum vélum á Norður- löndum. Ný fátækralög Forystumenn aldraða og öryrkja em lítt hrifnir af áformuðum breytingum á lögum um almannatryggingar sem ríkisstjórnin hefur kynnt. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að ríkisstjómin sé með þessu að búa til ný fátækralög. 40 hús rifin Ráðgert er að rifa um 40 hús vegna uppbyggingar á svæði sem afmarkast af Skúlagötu, Klapparstíg, Frakkastíg og Hverflsgötu á næsta ári. Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulagsnefnd- ar, segir þetta hafa verið kynnt íbúum á svæöinu. Níu milljónir í varnir Guðni Ágústsson kynnti í ríkisstjóm í gær aðgerðir yfir- dýralæknis í vömum gegn gin- og klaufa- veiki. Embættið hef- ur þegar fengið 3 milljónir til verkefn- isins sem ráðherra gerði grein fyrir og kynnti veitingu á 6 milljóna króna viðbótarstyrk við verk- efnið. Haldið til haga I mánudagsblaði DV var Halldór Bjömsson rangtitlaður formaður stétt- arfélagsins Eflingar. Réttara er að hann gegnir stöðu varaforseta Alþýðu- sambands íslands. Hann er hins vegar fyrrverandi formaður félagsins. Ekki Samskip í viðtali við Svavar Gestsson sendi- herra í blaðinu í gær, þar sem sat var frá missi búslóðar hans á hafl úti, stóð að í hlut hefði átt eitt af skipum Sam- skipa. Þetta er ekki rétt; skipið var á vegum Atlantsskipa. Sendiherrann stóð í þeirri trú að búslóð hans hefði verið flutt með Samskipum og því varð fyrrgreind villa. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.