Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001
DV
7
Akureyri-Norðurland
DV, AKUREYRI:
„Það hafa einhverjir verið í því
að bera þessa bekki til og frá. Þeim
hefur þó ekki verið stolið og við höf-
um alltaf fundið þá aftur,“ segir Jón
Birgir Gunnlaugsson, fulltrúi garð-
yrkjustjóra á Akureyri, en talsvert
hefur verið um það að sólbekkir
sem settir hafa verið niður víðs veg-
ar í bænum hafi verið færðir úr
stað, þeir jafnvel bornir talsverðar
vegalengdir þótt þungir séu og jafn-
vel inn á einkalóðir.
Jón Birgir segir aö 48 sólbekkir
hafi nú verið settir niður víðs vegar
í bænum sem sé nokkur fjölgun frá
fyrra ári. Bekkirnir eru gjarnan
hafðir við vinsælar gönguleiðir í
bænum og því tilvaldir fyrir
göngugarpa að setjast á þá og hvíla
sig örlítið. Einhverjum hefur hins
vegar fundist meira „sport“ að taka
bekkina í fangið og færa þá til, oft
nokkrar vegalengdir.
„Bekkirnir eru býsna þungir og
ég skil hreinlega ekki hvernig fólk
nennir að vera að rogast um með
þessa bekki sem eru gerðir til þess
Sólbekkjaferðir
Margir njóta þess að setjast á sól-
bekkina sem komiö hefur verið upp.
að sitja á þeim,“ segir Jón Birgir hjá
garðyrkjustjóra.
-gk
Akureyri:
Bekkir á ferð
DV-MYND GG
Fjögurra presta messa
Fjórir prestar voru við hátíðarguðs-
þjónustu í Lögmannshlíðarsókn sl.
sunnudag, þeir sr. Bolli Gústavsson,
vígslubiskup á Hólum, sr. Birgir
Snæbjörnsson, fyrrum sóknarprest-
ur í Akureyrarkirkju og í Lögmanns-
hlíð, sr. Ágúst Sigurðsson, sóknar-
prestur að Prestbakka í Stranda-
sýslu, og núverandi sóknarprestur,
sr. Gunnlaugur Garðarsson. Myndin
er af prestunum í sólinni framan við
kirkjuna eftir guðsþjónustuna.
140 ára
vígsluafmæli
Fjórir prestar voru við hátíðarguðs-
þjónustu í Lögmannshliðarkirkju á
sunnudaginn er minnst var 140 ára
vígsluafmælis þessarar kirkju sem
lengi var sóknarkirkja áður en Gler-
árkirkja var vígð sem sóknarkirkja.
Eftir hátíðarguðsþjónustuna var há-
tíðarkaffi í safnaðarsal Glerárkirkju
þar sem sr. Ágúst Sigurðsson rakti
sögu Lögmannshlíðarkirkju. -GG
Sauðárkrókur:
Slagsmál
með skóflu
Til slagsmála kom milli fimm
manna á Sauðárkróki og má rekja
upphaf þeirra til þess að tveir heima-
menn vildu ólmir komast í gleðskap
sem þeir töldu að fram færi á gisti-
heimili í bænum.
Þeir sem þar voru vildu hins vegar
ekki hleypa heimamönnunum inn og
upphófust þá slagsmál þar sem gisti-
heimilismenn vörðu sig m.a. með
skóflu. Ekki vildi hins vegar betur til
en svo að skóflan komst í hendur
„innrásarmannanna" sem beittu
henni óspart og fór svo að loknum að
sauma þurfti um 30 spor til að loka
sárum eins gistiheimilismanna en
fjórir slagsmálahundanna voru nokk-
uð blóðugir þegar átökunum lauk.-gk
Intrum á íslandi:
Kaupir Lög-
mannsstofu
Akureyrar
Intrum á Islandi hefur keypt Lög-
mannsstofu Akureyrar af fjölskyldu
Ólafs Birgis Árnasonar hrl. Ólafur stóð
að rekstri stofunnar frá 1976 og mun
hún verða rekin áfram í sama húsnæði
að Geislagötu 5. Skrifstofan mun áfram
annast lögmannsstörf fyrir Norðurland
og nágrenni. Intrum á ísiandi er hluti
alþjóðlega innheimtufyrirtækisins In-
trum Justitia sem er stærsta fyrirtæki
sinnar tegundar í Evrópu. Á heimsvísu
meðhöndlar Intrum milljónir mála á
ári hverju og yfir 50.000 fyrirtæki og
stofnanir notfæra sér þjónustu þess. í
dag rekur Intrum 54 skrifstofur í 22
Evrópulöndum og hefur yfir 120 um-
boðsmenn viða um heim.
Tilgangurinn með kaupunum er að
viðhalda góðum rekstri Lögmanns-
stofu Akureyrar og geta boðið enn
betri þjónustu á sviði innheimtu.
Starfsmenn lögmannsstofunnar verða
4 til að byrja með, lögmenn eru Bjarni
Þór Óskarsson hrl. og Helgi Teitur
Helgason hdl. -GG
Sumir kjósa að skrapa botninn
Við hlífum honum!
LAN DSSAMBAN D
smábátaeigenda