Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 2001
11
DV
Utlönd
Kosningabaráttan í Bretlandi að hefjast:
Blair spáð glæst-
ari sigri en 1997
Undirritar loforð
Fjölmiölakóngurinn
Silvio Berlusconi,
frambjóðandi mið- og
hægrimanna á Ítalíu,
undirritaði í gær það
sem hann kallaði
samning sinn við
I ítala. Lofaði hann að
efna loforð sín um lækkun skatta,
herferð gegn glæpum, hækkun elli-
lífeyris og fjölgun atvinnutækifæra.
Höfuölaust lík
Bandarískir réttarsérfræðingar
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
höfuðlausa líkið, sem fannst utan
við Kiev í Úkraínu í nóvember síð-
astliðnum, sé af blaðamanninum
Georgí Gongadze. Blaðamaðurinn,
sem gagnrýnt hafði yfirvöld, hvarf
nokkrum mánuðum áður.
Halda njósnavélinni
Kínversk yfirvöld ákváðu í gær
að afhenda ekki Bandaríkjamönn-
um njósnavélina sem enn stendur á
eynni Hainan. Litið er á ákvörðun-
ina sem svar við nýju njósnaflugi
Bandarikjanna við Kína.
Sonur Biggs niöurbrotinn
Sonur lestarræningjans Ronalds
Biggs, Michael, grét þegar hann
lýsti því hvernig hann hefði beðið
föður sinn um að snúa ekki aftur til
Englands. Michael, sem er 26 ára,
vísar því á bug að faðirinn hafi snú-
ið heim til að fá læknishjálp.
Tapaöi meiöyröamáli
Dómstóll í Aust-
urríki hefur úr-
skurðað að ekki
hafi verið rangt af
blaði að skrifa að
þjóðernissinninn
Jörg Haider notaði
slagorð nasista. Var
-íáii þetta í annað sinn á
nokkrum vikum sem Haider tapar
slíku máli.
Thule efst á óskalista
Endurbætur á ratsjárstöðinni í
Thule á Grænlandi og á samsvarandi
stöð í Jórvíkurskíri á Englandi eru
efst á óskalista bandarískra yfirvalda
í tengslum við áform um eldflauga-
varnarkerfi, að sögn sögn heimildar-
manns danska blaðsins Berlingske
Tidende hjá NATO, eftir heimsókn
bandarískrar sendinefndar í gær.
Clintonmiðar á útsölu
Skipuleggjendur
I fundar með Bill
Clinton, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, í
Stokkhólmi .í næstu
viku eru nú búnir að
setja miðana á fund-
inn á útsölu vegna
I dræmrar sölu. 1500
miðar voru til sölu og átti miðinn
að kosta nær 100 þúsund íslenskar
krónur. Afgangurinn verður seldur
á um 45 þúsund krónur stykkið.
Vændi löglegt
Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi
hafa lagt fram frumvarp um að vændi
verði löglegt. Á vændisfólk að fá bæt-
ur eins og aðrir starfandi þegnar.
Þjóðstjórn í uppnámi
Albanskur stjórnandstöðuflokkur
tafði i gær fyrir myndun þjóðstjórn-
ar í Makedóníu sem ætlað er að
binda enda á átökin í landinu.
Skriðdrekar, þyrlur og stórskotalið
stjórnarhersins létu skothríðina
enn dynja á skæruliðum Albana.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Verkamannaflokkur
hans munu sigra í þingkosningun-
um 7. júní næstkomandi með meiri
yfirburðum en þeir gerðu árið 1997,
að því er fram kemur í skoðana-
könnun sem birtist í morgun.
Blair var þegar kominn í baráttu-
skap áður en niðurstöður
fylgiskönnunarinnar voru kunn-
gerðar og lét á sér skilja að hann
væri tilbúinn í slaginn við William
Hague, leiðtoga íhaldsflokksins, og
ræða bæði evruna og Evrópusam-
bandið. Stjórnarandstaðan hefur til
þessa haldið því fram að þessi tvö
málefni væru Akkilesarhæll Verka-
mannaflokksins.
Ef marka má niðurstöður skoð-
anakönnunar NOP. fyrir blaðið
Daily Express mun Verkamanna-
flokkur Blairs auka meirihluta sinn
á þingi úr 179 sætum í rúmlega 250.
Á breska þinginu sitja 659 menn.
Tony Blair
Breski forsætisráöherrann er kom-
inn í baráttuskap fyrir kosningarnar
sem hann hefur boöaö 7. júní.
Aðrar nýlegar kannanir hafa einnig
bent til yfirburðasigurs Blairs.
„Við erum ekki enn sú leiðandi
þjóð í Evrópu sem vægi okkar, vel-
sæld og saga krefjast," sagði Blair í
gær.
Ýmsir fréttaskýrendur dagblað-
anna leiddu líkum að þvi að Blair
væri reiðubúinn að ræða um kosti
þess að Bretar tækju upp evruna,
sameiginlegan gjaldmiðil ESB.
Hann hefur forðast það að undan-
fórnu þar sem kannanir sýna að 70
prósent þjóðarinnar eru því andvíg.
Hague, sem vill gefa pundinu að
minnsta kosti fimm ár enn, ítrekaði
í gær að Blair vildi ekki ræða Evr-
ópumálin en að hann myndi þvinga
hann til þess. Hann sakaði stjórnina
um að afsala æ meira valdi til Brus-
sel. „Þetta er tækifæri þjóðarinnar
til að segja að hún vilji vera hluti
Evrópu en ekki láta stjórnast af
Evrópu," sagði Hague.
Síamstvíburi á batavegi
Nepalski síamstvíburinn Jamuna horfir á fööur sinn Bhushan K.C. sem situr viö sjúkrabeö hennar í Singapore.
Jamuna og systir hennar Ganga voru fastar saman á höföinu þar til þær væru aöskildar í iangri og erfiöri skuröaö-
gerö í síðasta mánuöi. Stúlkurnar eiga eins árs afmæli í dag. Þær eru enn á giörgæsludeild en á hægum batavegi.
15 ár í fangelsi vegna
falsaðra sönnunargagna
Bandaríkjamaðurinn Jeffrey Pi-
erce missti bæði frelsi sitt og fjöl-
skyldu þegar hann árið 1986 var
dæmdur í 65 ára fangelsi fyrir
nauðgun. Eiginkona hans, Kathy
Wahl, sótti um skilnað og yfirgaf
heimaríki þeirra, Oklahoma, með
nýfædda tvíburasyni sem aldrei
höfðu séð föður sinn. Síðastliðinn
mánudag endurheimti Pierce frelsi
sitt eftir að DNA-rannsókn hafði
leitt í ljós að efnafræðingur ákæru-
valdsins, Joyce Gilchrist, hafði gert
mistök.
Martröð Pierce hófst á afmælis-
degi konu hans, 8. maí 1985. Þá
starfaði Pierce, sem var landslags-
arkitekt, nálægt íbúð þar sem ljós-
hærður maður nauðgaði ungri
konu. Pierce er sjálfur ljóshærður.
Fyrst tjáði unga konan lögreglunni
að Pierce væri ekki nauðgarinn en
10 mánuðum síðar benti hún á hann
á mynd.
Þrátt fyrir að samstarfsmenn Pi-
erce greindu lögreglunni frá því að
hann hefði skroppið frá til að kaupa
afmælisgjöf handa konu sinni trúði
lögreglan niðurstöðum rannsóknar
efnafræðingsins. Gilchrist fullyrti
að hár og sæði nauðgarans væri af
Pierce. Verjendur fengu ekki að láta
gera rannsókn hjá einkaaðila og ör-
lög Pierce voru ráðin. Skriður
komst á málið í fyrra þegar sam-
þykkt voru í Oklahoma lög um að
ákærðir, sem eingöngu voru dæmd-
ir á sönnunargögnum réttarrann-
sóknar, mættu gangast undir DNA-
rannsókn.
Ákærendur voru hrifnir af Joyce
Gilhrist. Hún gat gert mál pottþétt
með litlum sönnunargögnum og
nutu ákærendur aðstoðar hennar í
um 3 þúsund málum. Hún kom til
starfa 1980 og árið 1994 var hún gerð
að yfirmanni.
Bandaríska alrikislögreglan hef-
ur nú skoðað átta af málum hennar
og gert athugasemdir við niðurstöð-
ur fimm þeirra. Nú hefur ríkisstjór-
inn í Oklahoma fyrirskipað rann-
sókn í öllum stærri málum sem hún
hefur verið viðriðin. Svo virðist
sem gífurlegt hneykslismál sé í upp-
siglingu.
Athyglin beinist fyrst og fremst
að þeim 23 dauðarefsingarmálum
sem Gilchrist kom að. Ellefu fang-
anna hafa þegar verið teknir af lífi
en 12 bíða aftöku. Fullyrt er að
einnig hafi verið stuðst við önnur
sönnunargögn í máli þeirra sem
voru líflátnir. Dómsmálaráðherra
Oklahoma hefur fyrirskipað aö eng-
inn verði tekinn af lífi fyrr en sönn-
unargögn hafa verið skoðuð á ný.
Samstarfsmenn Joyce Gilchrist
höfðu gagnrýnt hana opinberlega og
hún hafði fengið áminningu frá
stéttarfélögum. Ákæruvaldið greip
aldrei inn í.
Notaðir bílar hjá
Suzuki bílum hf.
Suzuki Swift GLS,
skr. 3/98,3 d., bsk.,
ek. 31 þús. km.
Verð 660 þús.
Suzuki Grand Vitara
V6 Excl., skr. 4/98,
ssk., ek. 36 þús. km.
Verð 2.100 þús.
Suzuki Vitara JXL,
skr. 6/00, 5 d.,
bsk., ek. 21 þús.
km.
Verð 1.590 þús.
Suzuki Baleno
Wag. 4x4, skr.
7/99, ek. 27 þús.
km. Verð 1.290.
þús.
Suzuki Baleno,
skr. 6/96, 4 d.,
ssk., ek. 73 þús.
km.
Verð 730 þús.
Suzuki Jimny
JXL, skr. 6/00,
3 d., bsk., ek. 19
þús. km. Verð
1.290 þús.
Suzuki Wagon
R+ 4 wd, skr.
8/00, ek. 12 þús.
km, 5 d., Verð
1.090 þús.
Geo Tracker,
skr. 3/96,
3 d., ssk., ek. 76
þús. km.
Verð 490 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---✓///----------
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, simi 568-5100