Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Síða 5
HPS8
f-
5
MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001_____________________________________________________
DV Fréttir
Atgervisflótti úr Reykjavík til Hafnarfjarðar:
Fýrrum fræðslu-
stjóri segir upp
- gengur til liðs við Áslandsskóla ásamt fyrrum formanni fræðsluráðs
Áslaug Brynjólfsdóttir, fræöslu-
stjóri í Reykjavík til 14 ára og nú
umboðsmaður foreldra og skóla hjá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, hefur
sagt upp störfum og hyggst ganga til
liðs við þann flokk skólamanna sem
er að hasla sér völl í nýjum og eina-
kreknum Áslandsskóla i Hafnar-
firði. Áslaug mun fylla flokk þekkts
skólafólks úr Reykjavík sem hefur
boðað til kynningarfundar um fram-
tíðarsýn í Áslandsskóla sem haldin
verður í Hafnarborg í Hafnarfirði
næstkomandi mánudag. Þar munu
sitja við pallborð og svara spurning-
um hafnflrskra foreldra auk Áslaug-
ar, Árni Sigfússon, fyrrum formað-
ur fræðsluráðs Reykjavíkur, Herdís
Egilsdóttir kennari, Jónína Bjart-
marz alþingismaður, Andri ísaks-
son prófessor, Jón Baldvin Hannes-
son, þekktur skólamaður að vestan,
og Guðrún Pétursdóttir, fyrrum for-
setaframbjóðandi.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um DV er mikil ásókn í skólavist í
Áslandsskóla og munu færri komast
að en vilja. Skólinn verður einka-
rekinn af íslensku menntasamtök-
unum sem ætla inn á nýjar brautir
í kennslu og skólahaldi. Skólastjóri
hefur þegar verið ráðinn en það er
Kristrún Birgisdóttir sem nú stýrir
skólahaldi á Flateyri.
-EIR
Aslaug
Brynjólfsdóttir.
lil i _ itl
Arni Sigfússon.
Egilsdóttir.
Sýslumaöur sýknaður:
Lögreglumenn verða að
sanna skemmdaraðgerðir
Skemmdir unnar
á bensínstöó
Gerð var atlaga að bensínstöð
Essó við Stóragerði í fyrrinótt og
meðal annars vafið gaddavír utan
um dælu. Þá var yfirlýsingu úðað á
gangstétt og geymslukistu þess efn-
is að lækka beri bensínverð.
Tjón nú er óverulegt en fyrir
tveimur dögum voru skemmdir
unnar á sömu bensínstöð og dælu-
haus stolið.
Fullyrða má að gjörningurinn
hafi misst marks enda eingöngu um
óþægindi starfsmanna að ræða.
Málið er hjá lögreglu en ekki er vit-
að hverjir stóðu að verki.
-jtr
Núgildandi lög gera ráð fyrir að
lögreglumenn sem verða fyrir
skemmdum á eignum sínum í tengsl-
um við starf sitt verði að sanna hver
vann tjónið ef þeir eiga að fá bætur
greiddar. Þetta er niðurstaða Héraðs-
dóms Reykjavíkur í máli Daníels
Snorrasonar, yfirmanns rannsókna-
deildar lögreglunnar á Akureyri, gegn
sýslumannsembættinu þar í bæ.
I dómsmálinu krafðist lögreglumað-
urinn 128 þúsund króna bóta fyrir
tjón sem varð þegar einkabíll hans
var tvisvar rispaður - í annað skiptið
eftir endilangri hlið þar sem hann
stóð á sérmerktu bílastæði lögregl-
unnar á Akureyri. Daniel taldi ljóst
að um hefndaraðgerðir væri að ræða
af hálfu aðila í ííkniefnaheiminum
sem hann hafði rannsakað á því tíma-
bili sem skemmdirnar voru unnar.
Héraðsdómur segir að þrátt fyrir að
30. grein lögreglulaga kveði á um að
ríkið skuli bæta lögreglumönnum lík-
ams- og eignatjón sem þeir verða fyr-
ir í starfi verði engu að síður að vera
hægt að sýna fram á hver vann tjónið.
-Ótt
Frjósöm ær í Álftaveri:
lömb á hálfu ári
DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON.
Fijósemi
Fjögur lömb á Herjólfsstööum í gær - fimmtán lömb á fjórum árum.
PV, VlK:
Fjögurra vetra ær á bænum Herj-
ólfsstöðum í Álftaveri bar í gær fjór-
um fallegum lömbum. Ekki er það óal-
gengt að ein og ein ær eignist íjögur
lömb en það sem er óvenjulegt með
þessa á er að hún bar þrem lömbum
þann 10. september í haust.
Ærin fæddist 1997 og vorið eftir
eignaðist hún tvö lömb og vorið 1999
bar hún fjórum lömbum en veturinn
2000 lét hún tveim lömbum og var hún
þá stutt gengin með. Svo var það við
afréttissmölun þann 10. september í
haust að gangnamenn fundu hana ný-
borna þrem lömbum en eitt þeirra var
þá dautt.
Gissur Jóhannesson, bóndi á Herj-
ólfsstöðum, segir þessa á af afskaplega
frjósömum stofni og sagði hann sem
dæmi að vorið 1999 heíði hann verið
með þær nýbornar samtímis í íjárhús-
unum, þessa á, systur hennar og móð-
ur þeirra og samtals hefðu þær verið
með 11 lömb. -SKH
Allt frálj i;
á tilboði
hjá Rekstrarvörum
Austursíðu 2 • 603 Akureyri
Sími 464 9000 • Fax 464 9009
Netfang asgeiri@sjofn.is
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík • Slmi 520 6666
Bréfasfmi 520 6665 • sala@rv.is