Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Page 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðíö Hlutur samneyslu af landsframleiðslu eykst - samneysla í öðrum OECD-löndum minnkar Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar verður hlutur samneyslu í lands- framleiðslu 24,3% á árinu. Árið 1997, fyrir aðeins fjórum árum, var hlut- fallið aðeins 21,5%. íslendingar skera sig hér úr því að samneysla hefur farið minnkandi í öðrum ríkjum OECD undanfarin ár. Samneysla er ýmis þjónusta hins opinbera. Til hennar teljast til dæm- is starfsemi skóla, sjúkrahúsa, dóm- stóla, fangelsa, ráðuneyta og sendi- ráða, auk tollgæslu og vegabréfa- skoðunar. Umfang þessarar þjónustu hefur aukist ívið meira en landsframleiðsl- an í heild á hagvaxtarskeiðinu und- anfarin ár. Vöxturinn var 3,8% á ári að meðaltali frá 1997 til 2001. Stjóm- völd hafa misst af góðu tækifæri til þess að hagræða í rekstri sínum á þessum tíma. Þá hefði ríkisrekstur vikið úr vegi fyrir einkarekstri og verðbólga og viðskiptahalli hefðu orðið minni en reyndin varð. Fyrr- Samneysla 77/ hennar teljast til dæmis starfsemi skóia, sjúkrahúsa, dómstóla, fangelsa, ráðuneyta og sendiráöa, auk tollgæslu og vegabréfaskoöunar. verandi ríkisstarfsmenn hefðu ekki verið lengi að leita sér að vinnu í þenslunni. Þetta kemur fram á fréttavef Samtaka atvinnulífsins. En meginskýringin á því að sam- neyslan hefur ekki aðeins haldið sfn- um hlut í landsframleiöslunni, held- ur hefur hlutur hennar vaxið, er að verð hennar hefur hækkað miklu meira en annað verðlag hér á landi. Laun eru stærsti hluti samneysl- unnar og þau hafa hækkað meira en verðlag. Ríki og sveitarfélög hafa haft forystu i launahækkunum und- anfarin ár. Hagur ríkissjóðs hefur batnað upp á síðkastið en nýleg rannsókn Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins bendir til þess að litlar líkur séu á að batinn haldist lengi nema dregið verði úr útgjöldum. Ef stefnan breytist ekki má því gera ráð fyrir að fljótt sígi aft- ur á ógæfuhliðina í fjármálum hins opinbera. I BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR I BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Suðurlandsbraut 18-28/Ármúli 15-27, breyting á deiliskipulagi. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu deiliskipulags er tekurtil lóðanna nr. 18-28 við Suðurlandsbraut og 15- 27 við Ármúla. Tillagan gerir ráð fyrir nokkurri aukningu á byggingarmagni á svæðinu (skilgreindir eru byggingarmöguleikar til framtíðar) auk þess sem gerð er grein fyrir bílastæðakröfum, aðkomum, göngutengslum o.fl. atriðum sem fjalla ber um í deiliskipulagi. Kvosin, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem afmarkast af Reykjavíkurhöfn í norður, Lækjargötu í austur, Tjörninni í suður og Tjarnargötu, Vonarstræti, Suðurgötu, Túngötu, lóðum vestan Aðalstrætis, Grófinni og Tryggvagötu í vestur. Tillagan gerir ráð fyrir að þrengja skilmála um landnotkun/starfsemi á deiliskipulagssvæðinu frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi og Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, með því að banna stofnun og starfsemi næturklúbba (nektar- staða) á deiliskipulagssvæðinu. Jafnframt eru tekin af tvímæli um að landnotkun svæðisins sé sú sama að öðru leyti og fram kemur í gildandi aðalskipulagi á hverjum tíma. Tillagan gerir ekki ráð fyrir öðrum breytingum. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 9. maí - 6. júní 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 20. júní 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast samþykkja þær. Reykjavík, 9. maí 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur Krónan styrktist töluvert í gær - yfirskot miðvikudagsins virðist vera að ganga til baka Krónan styrktist töluvert í gær eða um tæp 2,5% og námu viðskipti dagsins alls 20 ma.kr. Veltan í dag var um 20 ma.kr. og byrjaði krónan daginn á því að styrkjast um ríflega 3,5% og fór gengisvísitalan úr 139,50 niður í 134,75. Seinnihluta dags tók hún síðan aö veikjast að nýju og endaði vísitalan í 136,12 sem þrátt fyrir veikinguna er um 2,5% styrk- ing frá upphafsgildi dagsins. Krón- an lækkaði mikið í síðustu viku þegar hún lækkaði um 5,8% á mið- vikudaginn. Fram kom i máli Ingólfs Bender hjá Íslandsbanka-FBA að hann teldi að markaöurinn væri að átta sig á því að veiking krónunnar á mið- vikudaginn hefði verið yfirskot að hluta og ákveðin leiðrétting væri að eiga sér stað. „Styrkingin er að ein- hverju leyti vegna stöðutöku með krónunni en ekki vegna beins út- flutnings. Ég tel að væntingar um hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda kunni að valda hér einhverju. Það ber þó að varast að oftúlka breyting- ar á krónunni þessa dagana. Eftir að vikmörkin voru afnumin og krónan sett á flot hefur flöktið í henni aukist til muna. Sveiflurnar innan dags og á milli daga eru því mun meiri en við sáum þegar vik- mörkin voru viö lýði,“ sagði Ingólf- ur. í spurningu vikunnar á viðskipta- vef Vísir.is um það hvort gengi krónunnar eigi eftir aö veikjast meira er ljóst að afstaöa kjósenda er klofin í tvennt. 47% kjósenda svara því að krónan muni veikjast meira en 53% telja að krónan muni ekki gera það. Gjaldeyrisstaða Seðla- bankans batnaði í april Gjaldeyrisforði Seðlabankans stóð því sem næst í stað í apríl og nam 36 milljörðum króna í lok mán- aðarins (jafnvirði 374 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðar- lok). Gjaldeyrisstaða Seðlabankans, nettó, batnaði um 2,1 milljarð vegna erlendra lánahreyfinga rikissjóðs. I frétt frá Seðlabanka íslands um helstu liði í efnahagsreikningi bankans í lok apríl kemur fram að erlend skammtímalán bankans lækkuðu um 2,1 milljarð króna í mánuðinum og námu 26,8 milljörð- um króna í apríllok. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 4,8 milljörðum króna í apríllok miðað við markaðs- verð. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs í eigu bankans námu 2 milljörðum króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir hækkuðu um 2,9 milljarða króna í apríl og námu 44,1 milljarði króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir jukust einnig í mánuðinum um 1,7 millj- arða króna og voru 22,1 milljarður í lok mánaðarins. Nettókröfur bankans á ríkissjóð Seðlabankinn Gjaldeyrisstaöa batnaöi um 2,1 milljarö vegna ertendra lánahreyfinga ríkissjóös. og ríkisstofnanir lækkuöu um 2,2 milljarða króna í apríl og voru nei- kvæðar um 15,8 milljarða króna í lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæður ríkissjóðs námu 15,8 milljörðum króna. Grunnfé bankans jókst um 2,3 milljarða króna í aprílmánuði og nam 28,7 milljöröum króna í lok hans. MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001 DV ÍM99RI íT^-3 'TTTT^ J1' íVKTíríS HEILDARVIÐSKIPTI 3600 m.kr. Hlutabréf 240 m.kr. Ríkisbréf 1300 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Q Kaupþing 36 m.kr. Q Grandi 33 m.kr. ) Íslandsbanki-FBA 33 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Nýherji 4,8% Q Lyfjaverslun Isiands 4,8% A Marel 4,0% MESTA LÆKKUN 0 Össur 2,6% 0 Íslandsbanki-FBA 1,3% © Baugur 0,9% ÚRVALSVÍSITALAN 1090 stig - Breyting 0 0,11 % Lastminute spáir hagnaði eftir 12 mánuði Lastminute.com, ferða- og smásal- inn á Netinu, býst við að fyrirtækið skili hagnaði á starfsemi sinni í Frakklandi og Bretlandi innan 12 mánaða. Fyrirtækið skýrði nýverið frá 30% tapaukningu á öðrum árs- fjórðungi. Fyrirtækið sagði að heildarfjöldi færslna vegna pantana fyrstu 3 mánuði ársins hefðu aukist næstum því fjórfalt, í 27,8 milljónir punda, samanborið við 7,2 milljónir á sama tímabili í fyrra. Orkusjóðurinn MAGMA stofnaður Á fimmtudaginn næstkomandi fer fram lokað hlutafjárútboð í orkutæknisjóðnum MAGMA en að baki honum standa Landsbanka- samstæðan, 3P Fjárhús og viöur- kenndir aðilar á sviði orkumála. I fundarboði Landsbréfa kemur fram að á næstu árum muni eiga sér stað róttækar breytingar á skip- an orkumála og orkutækni hér á landi og erlendis. Ljóst þykir að slíkar breytingar muni leiða til fjölda álitlegra fjárfestingatækifæra á komandi árum. Stjómvöld, orkufyrirtæki, olíufé- lög, fjárfestar og fjölmargir aðrir að- ilar hafi nú þegar hafið undirbún- ing fyrir þessar breytingar í þeim tilgangi að tryggja hlutdeild í vænt- anlegum uppgangi á þessu sviði. _____________09.0s.2001 u. a.is KAUP SALA !k]pollar 98,740 99,240 SlaÍPund 140,690 141,410 1*1 Kan. dollar 63,920 64,320 JjDonskkr. 11,6900 11,7540 FfHNorsk kr 10,8480 10,9070 Ssænsk kr. 9,5690 9,6210 IHll' mark 14,6730 14,7612 j Fra. franki 13,2999 13,3798 M |Belg. franki 2,1627 2,1757 ' 1 Sviss. franki 56,7000 57,0100 ÖHoll. gyllini 39,5885 39,8264 ”jPýskt matk 44,6060 44,8740 JJtt. líra 0,04506 0,04533 HdlAust. sch. 6,3401 6,3782 JPort. escudo 0,4352 0,4378 »"jspá. peseti 0,5243 0,5275 | • jjap. yen 0,81170 0,81650 | jirskt pund 110,774 111,439 SDR 124,9900 125,7500 0ECU 87.2417 87,7659

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.